• B0f344_Geirix_20110506_10_21_40--1-

Rauði krossinn á Ísafirði

Kennitala 620780-0579

Rauði krossinn á Ísafirði var stofnaður 25. júlí 1975. Fyrsti formaður var Heiðar Sigurðsson. Rauði krossinn á Ísafirði starfar á Ísafirði og er ein af fimm deildun á norðanverðum Vestfjörðum sem vinna saman í deildaráði að fjölbreyttum verkefnum sem snúa að neyðarvörnum, skyndihjálp og að rjúfa félagslega einangrun. Deildin heldur stjórnarfundi fyrsta þriðjudag í mánuði.

Starf deildarinnar 

Rauði krossinn á Ísafirði heldur ekki úti skrifstofu en hefur aðstöðu að Suðurgötu 9. Viðvera þar verður auglýst síðar. Hægt er að hafa samband við deildina með tölvupósti á [email protected] og [email protected].

Neyðarvarnir/fjöldahjálp. Sjálfboðaliðar í neyðarvörnum fá reglulega þjálfun í samvinnu við aðrar deildir á svæðinu og er fjöldahjálparstöðin í grunnskólanum á Ísafirði. Deildin á 4 fulltrúa í áfallateymi sem starfar á norðanverðum Vestfjörðum. Teymið er skipað sjálfboðaliðum sem fá reglulega fræðslu og sinna útköllum.

Skyndihjálparnámskeið eru haldin reglulega fyrir atvinnulífið og einstaklinga, Deildin er í góðu samstarfi við grunnskólann á Ísafirði og er með föst verkefni í skólanum. Skyndihjálparnámskeið eru haldin árlega fyrir 10. bekk og nemendur á miðstigi fá námskeiðið Börn og umhverfi. Upplýsingar um námskeið má finna á heimasíðu félagsins.

Heimsóknavinir hafa fengið þjálfun og eru að störfum á Ísafirði.

Deildin vinnur ýmis verkefni með eldri borgurum, s.s. harmonikkuböll á miðjum degi og þátttaka í sumarferðum. Rauða kross bandið fer í heimsóknir á dvalarheimili eldri borgara á Vestfjörðum og syngur með fólki.

Sumarnámskeiðið Gleðidagar – mannúð og menning er haldið á hverju sumri fyrir börn á aldrinum 7 til 9 ára. Meðal viðfangsefna er mannúð, fjölmenning, umhverfismál og skyndihjálp. Eldri borgarar koma í heimsókn og miðla af reynslu sinni.

Deildin vinnur ýmis verkefni sem lúta að fjölmenningu í samstarfi við aðra á svæðinu.

Deildin hafði frumkvæði að og var ein af stofnendum Sólstafa, systursamtökum Stígamóta. Deildin tekur ekki lengur beinan þátt í starfsemi samtakanna en er sérstakur bakhjarl varðandi fræðslu til sjálfboðaliða.

Rauði krossinn á Ísafirði tekur á móti notuðum fatnaði í fatagáma að Sindragötu 1, við Kampa. 

Stjórn

Hlutverk Nafn Netfang 
Formaður Guðrún Dagný Einarsdóttir  formadur.isafjordur (hjá) redcross.is   
GjaldkeriGuðrún Sigríður Matthíasdóttir  gjaldkeri.isafjordur (hjá) redcross.is  
RitariBergljót Halldórsdóttir  
MeðstjórnandiAstrid Fehling  
Meðstjórnandi Iwona Maria Samson  
Varamaður Arna Dalrós Guðjónsdóttir 
 Varamaður Davíð Björn Kjartansson