Rauði krossinn á Ísafirði
Kennitala 620780-0579
Rauði krossinn á Ísafirði var stofnaður 25. júlí 1975. Fyrsti formaður var Heiðar Sigurðsson. Rauði krossinn á Ísafirði starfar á Ísafirði og er ein af sex deildun á norðanverðum Vestfjörðum sem vinna saman í deildaráði að fjölbreyttum verkefnum sem snúa að neyðarvörnum, skyndihjálp og að rjúfa félagslega einangrun. Deildin heldur stjórnarfundi fyrsta þriðjudag í mánuði.
Starf deildarinnar
Neyðarvarnir/fjöldahjálp. Sjálfboðaliðar í neyðarvörnum fá reglulega þjálfun í samvinnu við aðrar deildir á svæðinu og er fjöldahjálparstöðin í grunnskólanum á Ísafirði. Deildin á 4 fulltrúa í áfallateymi sem starfar á norðanverðum Vestfjörðum. Teymið er skipað sjálfboðaliðum sem fá reglulega fræðslu og sinna útköllum.
Skyndihjálparnámskeið eru haldin reglulega fyrir atvinnulífið og einstaklinga, Deildin er í góðu samstarfi við grunnskólann á Ísafirði og er með föst verkefni í skólanum. Skyndihjálparnámskeið eru haldin árlega fyrir 10. bekk og nemendur á miðstigi fá námskeiðið Börn og umhverfi. Upplýsingar um námskeið má finna á heimasíðu félagsins.
Heimsóknavinir hafa fengið þjálfun og eru að störfum á Ísafirði.
Deildin vinnur ýmis verkefni með eldri borgurum, s.s. harmonikkuböll á miðjum degi og þátttaka í sumarferðum. Rauða kross bandið fer í heimsóknir á dvalarheimili eldri borgara á Vestfjörðum og syngur með fólki.
Sumarnámskeiðið Gleðidagar – mannúð og menning er haldið á hverju sumri fyrir börn á aldrinum 7 til 9 ára. Meðal viðfangsefna er mannúð, fjölmenning, umhverfismál og skyndihjálp. Eldri borgarar koma í heimsókn og miðla af reynslu sinni.
Deildin vinnur ýmis verkefni sem lúta að fjölmenningu í samstarfi við aðra á svæðinu.
Deildin hafði frumkvæði að og var ein af stofnendum Sólstafa, systursamtökum Stígamóta. Deildin tekur ekki lengur beinan þátt í starfsemi samtakanna en er sérstakur bakhjarl varðandi fræðslu til sjálfboðaliða.
Fatagámur er staðsettur í porti við húsnæði deildarinnar og vinna sjálfboðaliðar við að koma fötunum með Flytjanda í Fatasöfnun Rauða krossins.
Stjórn
Hlutverk | Nafn | Netfang |
---|---|---|
Formaður | Guðrún Dagný Einarsdóttir | formadur.isafjordur (hjá) redcross.is |
Gjaldkeri | Guðrún Sigríður Matthíasdóttir | gjaldkeri.isafjordur (hjá) redcross.is |
Ritari | Bergljót Halldórsdóttir | |
Meðstjórnandi | Astrid Fehling | |
Meðstjórnandi | Iwona Maria Samson | |
Varamaður | Davíð Björn Kjartansson |