• B0f344_Geirix_20110506_10_21_40--1-

Rauði krossinn í Strandasýslu

Kennitala 620780-2199

Deildin starfar í Strandasýslu.

Starf deildarinnar:
Neyðarvarnir/fjöldahjálp. Sjálfboðaliðar í neyðarvörnum fá reglulega þjálfun í samvinnu við aðrar deildir á svæðinu. Fjöldahjálparstöðvar eru í Félagsheimilinu á Hólmavík, grunnskólanum á Drangsnesi og grunnskólanum á Finnbogastöðum. Deildin á einn fulltrúa í áfallateymi í Strandasýslu.

Skyndihjálparnámskeið eru haldin reglulega fyrir sjálfboðaliða og atvinnulífið. Nemendur grunnskólans fá reglulega námskeiðið Börn og umhverfi. Upplýsingar um námskeið má finna á heimasíðu félagsins.

Fatasöfnunin er á flokkurnarstöð sorps að Skeiði 3 á Hólmavík.

Deildin býður fólki sem er einmana og félagslega einangrað að leita til deildarinnar þar sem skipulagðar eru heimsóknir til viðkomandi reglulega.


Stjórn

Strandarsýsludeild

Nafn Starfsheiti Netfang Sími
Valgeir Örn Kristjánsson Formaður formadur.strandir (hjá) redcross.is
Bryndís Sveinsdóttir Ritari
Ingibjörg Birna Sigurðardóttir Gjaldkeri gjaldkeri.strandir (hjá) redcross.is
Berglind Maríusdóttir Meðstjórnandi
Hlíf Hrólfsdóttir Meðstjórnandi