• B0f344_Geirix_20110506_10_21_40--1-

Rauði krossinn í Súðavík

Kennitala 581197-2259

Súðavíkurdeild var stofnuð 26. september 1997.

Rauði krossinn í Súðavík er ein af sex deildum á norðanverðum Vestfjörðum sem vinna saman í deildaráði að fjölbreyttum verkefnum sem snúa að neyðarvörnum, skyndihjálp og að rjúfa félagslega einangrun. Deildin heldur fundi einu sinni í mánuði að jafnaði í Álftaveri.

Starf deildarinnar 

Neyðarvarnir/fjöldahjálp. Sjálfboðaliðar í neyðarvörnum fá þjálfun reglulega í samvinnu við aðrar deildir á svæðinu og er fjöldahjálparstöðin staðsett í grunnskóla Súðavíkur.

Skyndihjálparnámskeið eru haldin reglulega bæði í samstarfi við aðrar deildir og einnig í Súðavík og fær 10. bekkur grunnskólans skyndihjálparnámskeið.

Heimsóknavinir hafa fengið þjálfun og eru að störfum í Súðavík.

Fatasöfnun er í Álftaveri og sjálfboðaliðar sjá um að koma fötunum til Flytjanda sem flytur þau endurgjaldslaust til Fatasöfnunar Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu.

Stjórn

HlutverkNafn Netfang 
Formaður Genka Krasteva G Yordanova  formadur.sudavik (hjá) redcross.is  
GjaldkeriJónína Margrét Guðmundsdóttir  gjaldkeri.sudavik (hjá) redcross.is 
RitariElín B. Guðbjargard. Gylfadóttir  
MeðstjórnandiLinda Lee Bluett  
Meðstjórnandi Lisete Marie Rita S. Ponces  
Varamaður Lilja Ósk Þórisdóttir  
Varamaður Þorsteinn Haukur Þorsteinsson