• B0f344_Geirix_20110506_10_21_40--1-

Rauði krossinn á Akranesi

Kennitala 620780-3249

Akranesdeild var stofnuð 4. júní 1941. Stjórn deildar fundar að jafnaði mánaðarlega yfir veturinn. Starfssvæði deildarinnar er Akranes og Hvalfjarðarsveit.
Deildin hefur aðsetur að Skólabraut 25a á Akranesi.

Starf deildarinnar 

Neyðarvarnir/fjöldahjálp. Sjálfboðaliðar fá fræðslu og þjálfun til að bregðast við neyðarástandi. Fjöldahjálparstöðin er í Brekkubæjarskóla við Vesturgötu á Akranesi.

 Skyndihjálparnámskeið eru haldin reglulega fyrir fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga og námskeið í sálrænum stuðningi eru haldin eftir þörfum. Námskeiðið Börn og umhverfi er haldið á vorin, ef næg þátttaka fæst.

Heimsóknavinir heimsækja á einkaheimili, dvalarheimili og stofnanir. Heimsóknavinir sækja námskeið og fræðslu áður en þeir hefja heimsóknir.

Föt sem framlag styður alþjóðlegt hjálparstarf. Sjálfboðaliðar útbúa staðlaða fatapakka til stuðnings fátækum í Hvíta-Rússlandi.

Samstarf er við Fjölbrautarskóla Vesturlands á Akranesi varðandi lífsleikni og sjálfboðið starf. Einnig er ungmennastarf hjá deildinni þar sem börn og ungmenni af íslenskum og erlendum uppruna hittast með leiðbeinanda sínum og eiga saman góðar stundir við starf og leik.

Fatasöfnun er á starfssvæði deildarinnar og eru fatagámar staðsettir við Fjöliðjuna og Búkollu í samstarfi við Fjöliðjuna. Sjálfboðaliðar sjá um að tæma gámana og senda fatnaðinn til Fatasöfnunar á höfuðborgarsvæðinu.

Nánari upplýsingar um starfið er hægt að fá í síma 431 2270 og með því að senda póst á netfangið:  [email protected]

Stjórn

 HlutverkNafn Netfang 
Formaður Ursula Árnadóttir  formadur.akranes (hjá) redcross.is  
Gjaldkeri Ingibjörg Erna Óskarsdóttir gjaldkeri.akranes (hjá) redcross.is  
RitariVilborg Valgeirsdóttir 
MeðstjórnandiAnna Steinsen 
Meðstjórnandi

Krystyna Jabluszewska 

 
Varamaður
Jóna Ágústa Adolfsdóttir 
Varamaður
 Svanborg Eyþórsdóttir 


Rauði krossinn á Akranesi
Skólabraut 25a, 300 Akranesi
Sími: 431 2270
Netfang: [email protected]