• B0f344_Geirix_20110506_10_21_40--1-

Rauði krossinn í Borgarfirði

Kennitala 620780-3679

Deildin hefur aðsetur að Brákarbraut 3 í Borgarnesi og þar er einnig rekin Rauða kross búð með notuðum fatnaði. Stjórn deildar fundar að jafnaði mánaðarlega yfir veturinn. Starfssvæði deildarinnar er Borgarfjarðar- og Mýrasýsla.

Starf deildarinnar 

Neyðarvarnir/fjöldahjálp. Sjálfboðaliðar fá fræðslu og þjálfun til að bregðast við neyðarástandi. Fjöldahjálparstöðvar eru í Menntaskólanum í Borgarnesi, Háskólanum á Bifröst og Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri (staðsett í Ásgarði).

Skyndihjálparnámskeið eru haldin reglulega fyrir fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga og námskeið í sálrænum stuðningi eru haldin eftir þörfum. Námskeiðið Börn og umhverfi eru haldin á vorin, ef næg þátttaka fæst.

Heimsóknavinir heimsækja á einkaheimili og dvalarheimili. Heimsóknavinir sækja námskeið og fræðslu áður en þeir hefja heimsóknir.

Fatasöfnun er á starfssvæði deildarinnar og er fatagámur staðsettur við húsnæði deildarinnar í Borgarnesi. Einnig er hægt að fara með fatapoka beint í gáminn á gámastöðinni á Sólbakka en þar er opið virka daga frá kl. 14 -18 og á laugardögum frá kl. 10-14. Sjálfboðaliðar sjá um að tæma gámana og senda fatnaðinn til Fatasöfnunar á höfuðborgarsvæðinu.

Rauða kross verslun er starfrækt í húsnæði deildar og sjá sjálfboðaliðar um reksturinn. Verslunin er opin fimmtudaga kl. 15-18, föstudaga kl. 14-18 og laugardaga kl. 12-15.

Nánari upplýsingar um starfið er hægt að fá í síma 482 2106.


Stjórn

Borgarfjarðardeild

Nafn Starfsheiti Netfang Sími
Guðrún Vala Elísdóttir Formaður formadur.borgarfjordur (hjá) redcross.is
Haukur Valsson Varaformaður
Ingunn Alexandersdóttir Ritari
Halldóra Björg Ragnarsdóttir Gjaldkeri gjaldkeri.borgarfjordur (hjá) redcross.is
Vesna Pavlovic Meðstjórnandi
Geir Konráð Theódórsson Varamaður
Guðný Margrét Ingvadóttir Varamaður
Kjartan Sigurjónsson Varamaður