• B0f344_Geirix_20110506_10_21_40--1-

Rauði krossinn í Borgarfirði

Kennitala 620780-3679

Deildin hefur sameinast Rauða krossinum í Stykkishólmi og heitir nýstofnuð deild Rauði krossinn á Vesturlandi. 

Þá síðu er að finna hérDeildin hefur aðsetur að Brákarbraut 3 í Borgarnesi og þar er einnig rekin Rauða kross búð með notuðum fatnaði. Stjórn deildar fundar að jafnaði mánaðarlega yfir veturinn. Starfssvæði deildarinnar er Borgarfjarðar- og Mýrasýsla.

Starf deildarinnar 

Neyðarvarnir/fjöldahjálp. Sjálfboðaliðar fá fræðslu og þjálfun til að bregðast við neyðarástandi. Fjöldahjálparstöðvar eru í Menntaskólanum í Borgarnesi, Háskólanum á Bifröst og Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri (staðsett í Ásgarði).

Skyndihjálparnámskeið eru haldin reglulega fyrir fyrirtæki, stofnanir og einstaklinga og námskeið í sálrænum stuðningi eru haldin eftir þörfum. Námskeiðið Börn og umhverfi eru haldin á vorin, ef næg þátttaka fæst.

Heimsóknavinir heimsækja á einkaheimili og dvalarheimili. Heimsóknavinir sækja námskeið og fræðslu áður en þeir hefja heimsóknir.

Fatasöfnun er á starfssvæði deildarinnar og er fatagámur staðsettur við húsnæði deildarinnar í Borgarnesi. Einnig er hægt að fara með fatapoka beint í gáminn á gámastöðinni á Sólbakka en þar er opið virka daga frá kl. 14 -18 og á laugardögum frá kl. 10-14. Sjálfboðaliðar sjá um að tæma gámana og senda fatnaðinn til Fatasöfnunar á höfuðborgarsvæðinu.

Rauða kross verslun er starfrækt í húsnæði deildar og sjá sjálfboðaliðar um reksturinn. Verslunin er opin fimmtudaga kl. 15-18, föstudaga kl. 14-18 og laugardaga kl. 12-15.

Nánari upplýsingar um starfið er hægt að fá í síma 482 2106.


Stjórn