• B0f344_Geirix_20110506_10_21_40--1-

Rauði krossinn í Grundarfirði

Kennitala 620780-3599


Rauði krossinn í Grundarfirði var stofnaður 5. nóvember 1963. Deildin er ein af þremur deildum sem starfa á Snæfellsnesi og hafa þær með sér samkomulag um námskeiðahald og fleira. Deildin hefur aðstöðu til fundahalda í Vinahúsinu.

Starf deildarinnar 

Neyðarvarnir/fjöldahjálp. Sjálfboðaliðar í neyðarvörnum fá reglulega þjálfun og eru á útkallslista almannavarna ásamt öðrum viðbragðsaðilum. Fjöldahjálparstöð er í grunnskóla Grundarfjarðar.

Skyndihjálparnámskeið eru haldin reglulega á svæðinu og fá nemendur í 10. bekk námskeið. Námskeiðið Börn og umhverfi er haldið á hverju ári. Einnig styður deildin við starf eldri borgara með heilsueflingu.

Fatasöfnun er á svæðinu og eru fötin send endurgjaldslaust með Flytjanda í Fatasöfnun Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu.

Deildin er bakhjarl fyrir nokkur verkefni sem eru unnin í Vinahúsi sem miða að því að rjúfa félagslega einangrun í samvinnu við Verkalýðsfélagið o.fl. Þangað kemur fólk og vinnur meðal annars við handverk og sækir námskeið. Karlakaffi er einnig starfandi í Vinahúsi.

Stjórn

 HlutverkNafn Netfang 
Formaður Sævör Þorvarðardóttir formadur.grundarfjordur (hjá) redcross.is 
GjaldkeriTómas Freyr Kristjánsson   gjaldkeri.grundarfjordur (hjá) redcross.is 
RitariRagnheiður D Benediktsdóttir  
MeðstjórnandiSteinunn Hansdóttir  
Meðstjórnandi Sunneva Gissurardóttir 
Varamaður  Hildur Sæmundsdóttir 
Varamaður  Jóna Björk Ragnarsdóttir