• B0f344_Geirix_20110506_10_21_40--1-

Rauði krossinn í Snæfellsbæ

Kennitala 620780-2869

Snæfellsbæjardeild var stofnuð 22. janúar 1978 (hét þá Ólafsvíkurdeild)

Rauði krossinn í Snæfellsbæ er ein af þremur deildum sem starfa á Snæfellsnesi og hafa með sér samkomulag um námskeiðahald og fleira. Deildin hefur aðstöðu í Átthagastofu Snæfellsbæjar.

Starf deildarinnar 

Neyðarvarnir/fjöldahjálp. Sjálfboðaliðar í neyðarvörnum fá þjálfun reglulega og eru á útkallslista almannavarna ásamt öðrum viðbragðsaðilum. Meðal verkefna deildarinnar eru neyðarvarnir og eru fjöldahjálparstöðvar í Ólafsvík, á Lýsuhóli og Hellissandi.

Skyndihjálparnámskeið eru haldin af og til eftir þörfum.

Heimsóknavinir eru reiðubúnir að fara í heimsóknir til að rjúfa félagslega einangrun fólks.

Tekið er við fötum í fatasöfnun á tveimur stöðum, flutningsfyrirtækið Ragnar og Ásgeir tekur við fötum í merkta hillu og einnig í Gámaþjónustu Vesturlands á Ólafsvík.

Föt sem framlag er verkefni í Ólafsvík. Sjálfboðaliðar útbúa fatapakka sem sendir eru til Hvíta-Rússlands.

Nánari upplýsingar um starfið er hægt að fá í síma 456 3180.


Stjórn

Snæfellsbæjardeild

Nafn Starfsheiti Netfang Sími
Guðrún Kristinsdóttir Formaður formadur.snaefellsbaer (hjá) redcross.is
Jóhannes Ólafsson Ritari
Daði Rúnar Einarsson Gjaldkeri gjaldkeri.snaefellsbaer (hjá) redcross.is
Kristín Arnfjörð Sigurðardóttir Meðstjórnandi
Sigrún Erla Sveinsdóttir Meðstjórnandi
Eva Dröfn Ólafsdóttir Varamaður
Karitas Hrafns Elvarsdóttir Varamaður