• B0f344_Geirix_20110506_10_21_40--1-

Rauði krossinn í Stykkishólmi

Kennitala 620780-1979

Deildin hefur sameinast Rauða krossinum í Borgarfirði og heitir nýstofnuð deild Rauði krossinn á Vesturlandi.

Þá síðu er að finna hér.Stykkishólmsdeild var stofnuð 2. nóvember 1963 og endurvakin 10. september 1975.

Rauði krossinn í Stykkishólmi er ein þriggja deilda sem starfa á Snæfellsnesi og hafa með sér samkomulag um námskeiðahald og fleira. Deildin er með aðstöðu í björgunarsveitarhúsinu í Stykkishólmi.

Starf deildarinnar

Neyðarvarnir/fjöldahjálp. Sjálfboðaliðar í neyðarvörnum fá reglulega þjálfun og eru á útkallslista almannavarna ásamt öðrum viðbragðsaðilum. Fjöldahjálparstöð er í grunnskóla Stykkishólms.

Skyndihjálparnámskeið eru haldin á svæðinu í samstarfi við aðrar deildir og námskeiðið Börn og umhverfi er haldið reglulega fyrir nemendur í grunnskólanum.

Fatasöfnun er á svæðinu og getur fólk komið með föt til flutningafyrirtækis B. Sturlusonar sem flytur þau til Fatasöfnunar Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu.

Nánari upplýsingar um starfið er hægt að fá í síma 456 3180.


Stjórn