Rauði krossinn á Vesturlandi
Rauði krossinn á Vesturlandi var stofnaður með sameiningu Borgarfjarðardeildar og Stykkishólmsdeildar þann 22. október 2019.
Starf deildarinnar
Neyðarvarnir/fjöldahjálp. Sjálfboðaliðar í neyðarvörnum fá reglulega þjálfun og eru á útkallslista almannavarna ásamt öðrum viðbragðsaðilum. Fjöldahjálparstöð er í grunnskóla Stykkishólms, Menntaskólanum í Borgarnesi, Háskólanum á Bifröst og Landbúnaðarháskólanum á Hvanneyri (staðsett í Ásgarði).
Skyndihjálparnámskeið eru haldin á svæðinu í samstarfi við aðrar deildir og námskeiðið Börn og umhverfi er haldið reglulega fyrir nemendur í grunnskólanum.
Fatasöfnun er á svæðinu og getur fólk komið með föt til flutningafyrirtækis B. Sturlusonar í Stykkishólmi sem flytur þau til Fatasöfnunar Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu.
Í Borgarnesi er fatagámur við húsnæði deildarinnar en einnig er hægt að fara með fatapoka beint í gáminn á gámastöðinni á Sólbakka en þar er opið virka daga frá kl. 14 -18 og á laugardögum frá kl. 10-14.
Heimsóknavinir heimsækja á einkaheimili og dvalarheimili. Heimsóknavinir sækja námskeið og fræðslu áður en þeir hefja heimsóknir.
Rauða kross verslun er starfrækt í Borgarnesi og sjá sjálfboðaliðar um reksturinn. Verslunin er opin fimmtudaga kl. 15-18, föstudaga kl. 14-18 og laugardaga kl. 12-15.
Nánari upplýsingar um starfið er hægt að fá í síma 482 2106.
Stjórn
Hlutverk | Nafn | Netfang |
---|---|---|
Formaður | Guðrún Vala Elísdóttir | [email protected] |
Ritari | Hinrik Elvar Finnsson | |
Gjaldkeri | Halldóra Björg Ragnarsdóttir | [email protected] |
Meðstjórnandi | Haukur Valsson | |
Meðstjórnandi | Klaudia S. Gunnarsdóttir | |
Varamaður | Guðný M. Ingvarsdóttir |
|
Varamaður | Monika Fryztak- Mazur |
|
Varamaður | Magda Kulanska | |
Varamaður | Símon B. Hjaltalín |