Hundavinanámskeið

Námskeið

11 Apr
to
12 Apr
Location Strandgata 24, 220 Hafnarfjörður
Time 18:00 - 21:00
Instructor Þórdís Björg Björgvinsdóttir

Heimsóknavinur með hund er eitt af vinaverkefnum Rauða Krossins. Heimsóknavinir af þessu tagi, þar sem hundurinn er í aðalhlutverki eru þekktir víða um heim. Hundavinanámskeiðið er opið þeim sem staðist hafa grunnhundamat.

Signup
course-image
Hundavinir er eitt kjarnaverkefna vinaverkefna Rauða krossins. Hér er hundurinn í aðalhlutverki heimsóknarvina og er þetta fyrirkomulag þekkt víða um heim. Hundavinanámskeiðið er bóklegt og verklegt námskeið sérsniðið fyrir verðandi heimsóknarvini með hund sem fer fram 11. Og 12. Apríl næstkomandi.

Undanfari Hundavinanámskeiðsins er grunnhundamat og þurfa sjálfboðaliðar að standast grunnhundamatið til þess að eiga kost á því að mæta á hundavinanámskeiðið.

Á þessu námskeiði fræðast þátttakendur um verkefnið Hundavinir/Heimsóknavinur með hund. Markmið námskeiðsins er eftirfarandi:
-Skilja hlutverk eiganda og hunda sem heimsóknavinir
-Öðlast grunnþekkingu um hunda
-Góður skilningur á markhópnum sem unnið er með
-Að öðlast getu til þess að vera heimsóknavinur með hund og heimsækja gestgjafa með öruggum, góðum og virðingarfullum hætti.

Allar frekari upplýsingar um námskeiðið má nálgast í gegnum netfangið vinaverkefni@redcross.is/karen.bjorg@redcross.is