Félagsvinir eftir afplánun

Felagsvinir-16

Félagsvinir eftir afplánun er nýtt verkefni ætlað fólki sem hefur nýlokið fangelsisvist. Það er mikilvægt að fá stuðning þegar afplánun lýkur en mörgum getur reynst erfitt að hefja nýtt líf. Félagsvini er ætla að aðstoða við ýmislegt sem snýr að daglegu lífi, s.s. húsnæðis- og atvinnuleit, viðtöl við félagsráðgjafa, skipulagningu fjármála og uppbyggingu á heilbrigðu félagsneti.

Ert þú að ljúka afplánun eða hefur nýlokið henni?

Það er margt sem þarf að huga að þegar fangelsisvist lýkur og mikilvægt að hafa stuðning þegar svo miklar breytingar verða. Allir geta sóst eftir félagsvin.

Hafðu samband við félagsráðgjafa Fangelsismálastofnunar eða
Rauða krossinn, kopavogur@redcross.is / s. 570 4062 eða 786-7133 .

Sæktu um félagsvin hér

Viltu gerast félagsvinur?

Okkur vantar sjálfboðaliða í verkefnið.

Sjálfboðaliðar verða félagsvinir einstaklings sem nýlokið hefur afplánun í fangelsi. Sjálfboðaliða er ætlað að aðstoða við ýmislegt er varðar daglegt líf og þær breytingar sem verða við það að ljúka afplánun.

Félagsvinir skuldbinda sig til þess að starfa í 12 mánuði og aldurstakmark er 25 ár.

Sæktu um hér!
Athugið að ekki allir sem sækja um geta orðið félagsvinir. Umsækjendur eru teknir í matsviðtöl og þurfa að sækja námskeið áður en þeir geta hafið störf. 

Opið hús

Rauði krossinn í Kópavogi er einnig með opið hús síðasta miðvikudag í mánuði frá 19:00 - 21:00. Þangað getur fólk sem hefur lokið afplánun eða aðstandendur komið og fengið aðstoð sjálfboðaliða við ýmislegt, félagsskap auk þess sem stutt fræðsluerindi verða haldin.

Við erum í Hamraborg 11 á 2. hæð og við tökum vel á móti öllum. Léttar veitingar í boði.

Til þess að gerast sjálfboðaliði í opnu húsi, skráðu þig þá hér.