_SOS9266

5. nóv. 2015 : Skráðu þig í skyndihjálp

4ra klukkustunda skyndihjálparnámskeið eru haldin mánaðarlega í Rauða krossinum í Kópavogi. Nú er búið að dagsetja námskeið út veturinn og því um að gera að skrá sig.

12095012_709943029136598_301508065471881428_o

14. okt. 2015 : Tombólubörn styrkja Rauða krossinn

Þessir flottu krakkar komu í gær og afhentu Rauða krossinum í Kópavogi pening sem þau höfðu safnað með því að halda tombólu. 

Heimsoknarhundar_juli2010P5253727

28. sep. 2015 : Hundavinir á smáhundadögum í Garðheimum

Síðastliðna helgi voru haldnir smáhundadagar í Garðheimum. Hundavinir Rauða krossins létu sig ekki vanta og stóðu vaktina alla helgina.

IMG_0686_600

7. sep. 2015 : Grín og glens á sjálfboðaliðagleði

Síðastliðinn fimmtudag var haldin sjálfboðaliðagleði hjá Rauða krossinum í Kópavogi. Um 40 manns mættu á skemmtunina sem vakti mikla lukku. Nóg var af dýrindis mat og ekki voru skemmtiatriðin af verri endanum.

11053259_682263841904517_353344021109663097_o

5. ágú. 2015 : Seldu dótið sitt til styrktar Rauða krossinum.

Systurnar Katla Móey og Salka Heiður héldu bílskúrssölu heima hjá sér og gekk glimrandi vel að selja. Afraksturinn, 34.423 kr., komu þær  með í Rauða krossinn í Kópavogi sem sér svo um að styrkurinn nýtist börnum sem á þurfa að halda.

_SOS8329-Edit

29. jún. 2015 : Sumarlokun Rauða krossins í Kópavogi

Rauðakrosshúsið í Kópavogi verður lokað frá 1. júlí til 3. ágúst. Ef erindið er áríðandi vinsamlega hafið samband við Landsskrifstofu Rauða krossins í síma 570 4000

Skeidar

23. jún. 2015 : Brjótum ísinn - bjóðum heim! Nýtt verkefni Rauða krossins í Kópavogi

Langar þig að kynnast nýju fólki og fræðast um ólíka menningarheima? Brjótum ísinn – bjóðum heim er verkefni þar sem íslenskar fjölskyldur bjóða innflytjendum heim eina kvöldstund í kvöldverð og spjall. Hver fjölskylda býður heim í eitt skipti.

11249837_650897535041148_4382787903395224189_o

15. maí 2015 : Ungar stúlkur styrkja Nepal

Þessar ungu stúlkur gengu hús úr húsi til að safna pening til styrktar börnum í Nepal. Þær mættu síðan með afraksturinn til Rauða krossins í Kópavogi.

12. maí 2015 : Rauði krossinn í Kópavogi 57 ára

Í dag fagnar Rauði krossinn í Kópavogi 57 ára afmæli en deildin var stofnuð 12. maí 1958. Í tilefni dagsins rifjum við stuttlega upp sögu deildarinnar.

B0f344_Geirix_20110506_10_21_40--1-

7. maí 2015 : Soffía doula heimsækir Alþjóðlega foreldra

Í dag fengu Alþjóðlegir foreldrar heimsókn frá Soffíu Bæringsdóttur, doulu. Soffía er lærð doula og rekur vefverslunina Hönd í hönd.

_SOS8329-Edit

29. apr. 2015 : Fatamarkaður í Kolaportinu

Sunnudaginn 3. maí verður fjáröflunarhópur Rauða krossins í Kópavogi með úrval af prjónafatnaði til sölu.

Fotsemframlag_mos_jan2012

19. mar. 2015 : Fatapökkun í Kópavogi

Í síðastliðinni viku var fatapökkun hjá sjálfboðaliðunum í verkefninu Föt sem framlag.

_SOS8329-Edit

17. mar. 2015 : Aðalfundur Rauða krossins í Kópavogi

Aðalfundur Rauða krossins í Kópavogi var haldinn þann 12. mars 2015. Fundurinn var þægilegur og skemmtilegur en hefði mátt vera fjölmennari

13. mar. 2015 : Kátir krakkar styrkja Rauða krossinn

Þessir kátu krakkar komu í Rauða krossinn í Kópavogi á dögunum með pening sem þau höfðu safnað á tombólu.

24. jan. 2014 : MK nemar í heimsókn

19. des. 2013 : Lokun um jól og áramót

10. des. 2013 : Jólabasar

5. des. 2013 : Dagur sjálfboðaliðans

26. nóv. 2013 : Fjáröflun

18. okt. 2013 : Flottir taupokar

7. okt. 2013 : Takk fyrir!

3. okt. 2013 : Haustdagar í Mjódd

3. okt. 2013 : Sýrland

26. sep. 2013 : Markaður

13. sep. 2013 : Fatabúðir

13. sep. 2013 : Sjálfboðaliða vantar

23. ágú. 2013 : Hamraborgarhátíð

20. ágú. 2013 : Námskeið haustið 2013

14. ágú. 2013 : Heimsókn með hund

7. ágú. 2013 : Bestu búðirnar í bænum

28. jún. 2013 : Sumarfrí

6. jún. 2013 : Vorgleði sjálfboðaliða

28. maí 2013 : Vorgleði

22. maí 2013 : Sjálfboðaliðar

3. maí 2013 : Námskeið

16. apr. 2013 : Handverk til sölu

16. apr. 2013 : Markaður

10. apr. 2013 : Námskeið í vor

5. apr. 2013 : Hundavinanámskeið

22. mar. 2013 : Markaður í Kópavogi

13. mar. 2013 : Aðalfundur

1. mar. 2013 : Prjónakaffi

1. mar. 2013 : Nemar í starfskynningu

21. feb. 2013 : Sjálfboðaliðagleði

Góð mæting og gleði var á samveru sjálfboðaliða Rauði krossins í gær, samveran var sú fyrsta á árinu og var að þessu sinni haldin á landsskrifstofu Rauða krossins að Efstaleiti 9. Alls mættu um 60 manns í hús, sjálfboðaliðar úr hinum ýmsu verkefnum svo sem heimsóknavinir, hundavinir, prjónahóp  og fatabúðum. Var mikið hlegið og mikið gaman eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Gestur kvöldsins, Sigríður Klingenberg fór á kostum og minnti hún gesti á mikilvægi þess að horfa á það jákvæða og skemmtilega í lífinu.

 

Markmið með samverum sjálfboðaliða er að efla tengsl, fræðast og hafa gaman saman og liður í umbun til sjálfboðaliða fyrir þeirra góðu störf. Rauði krossinn í Kópavogi þakkar sjálfboðaliðum kærlega fyrir mikið og óeigingjarnt starf, án þeirra væri ekki hægt að halda úti öllum þeim verkefnum sem verið er að sinna. Þeir sem hafa áhuga á að gerast sjálfboðaliðar og taka þátt í starfinu eru velkomnir í Rauðakrosshúsið í Kópavogi. Opið alla virka daga frá 9-15 og/eða hafa samband í síma 554-6626 eða skrá sig á raudikrossinn.is 

 
 

 

15. feb. 2013 : Seldu flöskur til styrkar Rauða krossinum

Vinirnir Kjartan Logi Hreiðarsson, Ólafur Mikaelsson og Oliver Funi Hreiðarsson seldu flöskur til styrktar Rauða krossinum og söfnuðu 5.000 krónum sem þeir færðu Rauða krossinum í Kópavogi til styrktar börnum í neyð.

Rauði krossinn metur mikils framtak sem þetta af hálfu yngstu sjálfboðaliða hreyfingarinnar. Þeir sem vilja afhenda Rauða krossinum afrakstur af fjársöfnun sinni geta komið í Rauðakrosshúsið í Kópavogi, Hamraborg 11, alla virka daga á milli kl. 9-15.

5. feb. 2013 : Viltu gefa gæðastund

18. jan. 2013 : Nýir starfsmenn hjá Rauða krossinum í Kópavogi

Tveir nýir starfmenn hófu störf hjá Rauða krossinum í Kópavogi í byrjun árs. Guðrún Eyjólfsdóttir tók við starfi Hrafnhildar Helgadóttur sem verkefnastjóri verkefna. Guðrún hefur starfað sem þroskaþjálfi hjá Ási styrktarfélagi síðastliðin 22 ár. Hrafnhildur Helgadóttir hóf störf hjá UNICEF á Íslandi um áramótin.  

Bára Björk Elvarsdóttir tók við starfi verslunarstjóra Fataverslana Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu af Helgu Pálsdóttur. Bára er menntaður viðskiptafræðingur og hefur mikla reynslu af verslunarstörfum og -rekstri.

19. des. 2012 : Lokun um jól og áramót - Gleðilega hátíð

Rauði krossinn í Kópavogi færir sjálfboðaliðum og samstarfsaðilum bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári með kærri þökk fyrir ánægjulegt samstarf og samskipti á árinu sem er að líða.
Rauðakrosshúsið í Kópavogi verður lokað frá 20.desember en opnar aftur mánudaginn 7. janúar 2013 kl. 10.
Hægt er að hafa samband með því að senda tölvupóst á netfangið [email protected] og við svörum við fyrsta tækifæri.

Gleðilega hátíð! 

19. des. 2012 : Sjálfboðaliðagleði hjá Rauða krossinum í Kópavogi

Rauði krossinn í Kópavogi bauð sjálfboðaliðum í gleði í tilefni af alþjóðadegi sjálfboðaliðans sem haldinn er árlega 5. desember. Hátíðin heppnasðist vel og sjálfboðaliðar áttu notalega stund saman yfir góðum veitingum, tónlist, söng og upplestri.
 

27. nóv. 2012 : Undirbúningur fyrir Jólabasarinn í fullum gangi

Nú er undirbúningur fyrir Jólabasar Rauða krossins í Kópavogi í fullum gangi en hann verður haldinn laugardaginn næsta 1.desember frá klukkan 12-16  í Rauðakrosshúsinu Hamraborg 11, 2. hæð.

Í ár er úrvalið enn fjölbreyttara en áður þar sem á boðstólnum verða húfur, treflar, kragar, svuntur, töskur, og vettlingar fyrir allan aldur, handgerðir fylgihlutir og hárskraut, sem og að sjálfsögðu heilmikið úrval af gjafavöru í gæðaflokki.

Afurðirnar sem til sölu verða eru unnar af sjálfboðaliðum í Basarhópi og  verkefninu Föt sem framlag. Sjálfboðaliðar úr Menntaskólanum í Kópavogi taka einnig þátt með því að útbúa bakkels og  standa vaktina á sjálfum basarnum ásamt öðrum sjálfboðaliðum.

Rauði krossinn í Kópavogi hvetur sem flesta til að mæta, gera góð kaup og styrkja gott málefni en allur ágóði mun renna til verkefna deildarinnar innanlands

20. nóv. 2012 : Hundavinir - afrekshundar ársins 2012

Hundavinir Rauða krossins voru heiðraðir sem afrekshundar ársins 2012 á alþjóðlegri sýningu Hundaræktarfélags Íslands 17. nóvember síðastliðinn.

Anna Stefánsdóttir, formaður Rauða krossins á Íslandi veitti viðurkenningunni viðtöku og með henni mætti 21 heimsóknarhundur ásamt eigendum sínum.

9. nóv. 2012 : Met slegið í pökkun ungbarnapakka í Kópavogi

Met var slegið í pökkun ungbarnapakka þegar sjálfboðaliðar úr verkefninu Föt sem framlag hittust í Rauðkrosshúsinu í vikunni og pökkuðu ungbarnafötum í fatapakka sem síðan verða sendir til barna og fjölskyldna í neyð í Hvíta Rússlandi. Fjöldi sjálfboðaliða pakkaði alls 408 pökkum á rúmum tveimur klukkutímum.

 

9. nóv. 2012 : Jólabasar Rauða krossins í Kópavogi 1.desember

Jólabasar Rauða krossins í Kópavogi  verður haldinn laugardaginn 24. nóvember  frá klukkan 12-16  í Rauðakrosshúsinu Hamraborg 11, 2.hæð.

 

9. nóv. 2012 : Tilkynning - neyðaraðstoð fyrir jólin í Kópavogi

Mæðrastyrksnefnd Kópavogs og Rauði krossinn í Kópavogi  veita neyðaraðstoð fyrir komandi jól til þeirra sem eiga lögheimili í Kópavogi þann 1. desember 2012. Tekið er á móti umsóknum frá 12. nóvember til og með 3. desember.

Rauði krossinn í Kópavogi  tekur við umsóknum í Rauðakrosshúsinu að Hamraborg 11, virka daga kl. 10-13. Einnig er hægt að sækja um hjá Mæðrastyrksnefnd Kópavogs í húsnæði nefndarinnar að Fannborg 5 á þriðjudögum kl. 16-18.

 

8. nóv. 2012 : Vegleg gjöf frá sjálfboðaliðum í Sunnuhlíð

Heimilisfólk á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð gáfu Rauða krossinum í Kópavogi veglega gjöf í vikunni sem leið, eða70 prjónuð teppi. Boðið er upp á prjón í virknistundum á heimilinu og hafa sjálfboðaliðarnir unnið að þessari gjöf allt árið. Allt garn sem notað var í teppin var fengið gefins en afgangsgarn er gjarnan nýtt í þessi teppi svo úr verður litríkt prjónaverk. Teppin verða nýtt í verkefnið Föt sem framlag sem miðar að því að vinna flíkur í þar til gerða ungbarnapakka. 7. nóvember fór fram pökkun í húsnæði Rauða krossins í Kópavogi þar sem ungbarnapakkarnir voru útbúnir og síðan sendir til Hvíta-Rússlands til barna og fjölskyldna í neyð. Rauði krossinn í Kópavogi er afar þakklátur heimilisfólkinu í Sunnuhlíð fyrir sitt framlag í þetta verðuga verkefni og nýtti tækifærið þegar teppin voru afhent til að kynna verkefnið í myndum og máli.