1. sep. 2004 : Rauða kross strákurinn Hjálpfús heimsækir leikskólana

 
Kamilla Ingibergsdóttir, framkvæmdastjóri Kópavogsdeildar, afhendir Elísabetu Eyjólfsdóttur fræðslupakkann.  
Deildir Rauða kross Íslands eru þessa dagana að afhenda leikskólum um allt land námsefnið „Hjálpfús heimsækir leikskólann", sem hefur það markmið að kenna leikskólabörnum mikilvægi þess að rétta fólki hjálparhönd þegar eitthvað bjátar á.

Námsefnið inniheldur litla brúðu og kennsluefni fyrir sex sögustundir. Rauða kross strákurinn Hjálpfús er í formi fingurbrúðu sem leikskólakennarar geta notað til að leiða börnin í gegnum námsefnið.