Gleðilega hátíð!
Kópavogsdeild Rauða krossins færir sjálfboðaliðum og samstarfsaðilum bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári með kærri þökk fyrir ánægjulegt samstarf og samskipti á árinu sem er að líða.
Skrifstofa Kópavogsdeildar verður lokuð frá og með Þorláksmessu en opnar aftur þriðjudaginn 3. janúar. Dvöl, athvarf fyrir geðfatlaða, verður lokað á aðfangadag, jóladag, annan í jólum, gamlársdag og nýársdag. Í hádeginu á Þorláksmessu verður borðuð skata kl. 11.30 og eru allir gestir athvarfsins sérstaklega velkomnir.
Fjölmennur hátíðarmálsverður í Dvöl
Allir fastagestir athvarfsins fengu jólaglaðning frá Kópavogsdeild Rauða krossins. Auk þess færði Joakim sjálfboðaliði athvarfinu spil að gjöf sem hann hafði útbúið sjálfur. Óhætt er að segja að hátíðarstemmning hafi ríkt í notalegum húsakynnum athvarfsins í Reynihvammi 43.
Kópavogsdeild bætir aðstöðu Fjölsmiðjunnar
Kópavogsdeild hefur á undanförnum árum veitt Fjölsmiðjunni talsverða fjárstyrki til uppbyggingar á aðstöðu í trésmíðadeild og hússtjórnardeild. Kópavogsdeild hefur einnig, eins og aðrar deildir Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu, stutt dyggilega við rekstur Fjölsmiðjunnar. Enn fremur hafa sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar stutt við starfið.
Nemendur í MK halda styrktartónleika fyrir Pakistan
Sú hugmynd hefur nú kviknað meðal nemenda MK að halda tónleika 29. desember til styrktar fórnarlömbum jarðskjálftans í Pakistan. Tónleikarnir verða haldnir í Austurbæ kl. 21 og miðaverð er 2.500 kr. Meðal listamanna sem koma fram eru: Jagúar, Ragnheiður Gröndal, Millarnir ásamt Páli Óskari og Bogomil Font, Stebbi og Eyvi, Leaves, Ske, Dúndurfréttir og Brynhildur Guðjónsdóttir. Miðar fást í Austurbæ og á midi.is.
Tónleikarnir eru haldnir í samtarfi við Kópavogsdeild Rauða krossins og mun allur ágóði af tónleikunum renna í hjálparstarf Rauða krossins á hamfarasvæðunum.
Fjölmenn aðventuhátíð heimsóknavina í Sunnuhlíð
Sjálfboðaliðarnir, sem allir eru úr hópi heimsóknavina deildarinnar, stjórnuðu fjöldasöng á jólalögum í bland við önnur lög. Undirspilið var ýmist frá harmonikku, gítar eða munnhörpu.
Nokkrir af sjálfboðaliðunum höfðu tekið með sér heimalagaðar pönnukökur og annað góðgæti og sú viðbót við kaffiveitingarnar vakti lukku.
Dvöl hlýtur styrk í ferðasjóð
![]() |
Fulltrúar Sorpu, Dvalar, Lækjar og Vinjar við afhendingu styrksins. |
Ferðalög eru kærkomin upplyfting fyrir gesti athvarfanna sem margir treysta sér ekki í ferðalög upp á eigin spýtur. Í öllum athvörfunum er safnað peningum í sérstaka ferðasjóði sem nýttir eru til ferðalaga innanlands sem utan.
Hjálpfús börn á leikskólanum Núpi
Börnin á Núpi söfnuðu fötum undir yfirskriftinni „Að gleðja um jól“ og vona að fötin nýtist til að gleðja þá sem á þurfa að halda. Í heimsókninni í sjálfboðamiðstöðina fengu börnin afhent eintak af geisladisknum „Úr vísnabók heimsins“ sem hefur verið sendur til allra leikskóla í Kópavogi. Geisladiskinn er hægt að nota í tengslum við námsefnið um Hjálpfús sem allir leikskólar á landinu fengu að gjöf í fyrra frá Rauða krossi Íslands.
Húsfyllir á fögnuði sjálfboðaliða
Sjálfboðaliðar úr fjölbreyttum verkefnum komu saman, svo sem heimsóknavinir sem heimsækja fólk sem býr við einsemd og einangrun, sjálfboðaliðar í Dvöl, athvarfi fyrir geðfatlaða, sjálfboðaliðar sem starfa að neyðarvörnum, öflugar hannyrðakonur í verkefninu Föt sem framlag, stjórnarmenn deildarinnar og sjálfboðaliðar í starfi með ungum innflytjendum.
Flöskusöfnun stúlkna í Kársneshverfi
Með söfnuninni styrkja stelpurnar börn í neyð í gegnum verkefni Rauða krossins erlendis. Stelpurnar fundu upp á því sjálfar að safna fyrir Rauða krossinn og nutu dyggrar aðstoðar nágranna sinna sem lögðu þeim lið.
Opið hús í tilefni alþjóðadags sjálfboðaliðans
![]() |
Vallargerðisbræður munu stíga á stokk í sjálfboðamiðstöðinni. |
Dagskrá:
• Þráinn Bertelsson les upp úr nýjustu bók sinni Valkyrjur.
• Oddný Sturludóttir, einn af höfundum Dísar og þýðandi bókarinnar Móðir í hjáverkum, flytur erindið „Jólympíuleikar“ um jólahald Íslendinga.
• Vallargerðisbræður flytja nokkur lög. Vallargerðisbræður er karlakvartett skipaður 17 ára piltum sem voru saman í skólakór Kársness.
Nemendur Fjölsmiðjunnar fræddir um skyndihjálp
Fjölsmiðjan, sem staðsett er í Kópavogi, er mennta- og verkþjálfunarsetur fyrir fólk á aldrinum 16-24 ára sem ekki hefur náð að fóta sig í námi eða á vinnumarkaði.
Áhugasamir strákar söfnuðu fyrir Rauða krossinn
Strákarnir voru áhugasamir um Rauða krossinn og komu aftur í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar til að taka þátt í starfi með ungum innflytjendum sem fer fram á miðvikudögum kl. 14-15.30.
Sjö ára nemendur í Hjallaskóla styðja börn í Sri Lanka
![]() |
Nemendurnir ásamt Garðari H. Guðjónssyni, formanni Kópavogsdeildar, sem tók við söfnunarfénu. Sigríður Stefánsdóttir umsjónarkennari er lengst til hægri. |
Krakkarnir söfnuðu alls 11.057 kr. með fjölbreyttum hætti, svo sem með því að safna flöskum og dósum, halda tombólur og einn nemandinn gaf hluta af peningum sem hann hafði nýlega fengið í afmælisgjöf. Kennslustundir í samfélagsfræði og kristinfræði voru nýttar undir söfnunina og fræðslu henni tengdri en þar að auki urðu stærðfræðitímarnir mjög vinsælir þegar þeir voru nýttir í flokkun og talningu á drykkjarílátum sem höfðu safnast.
Fjölmennt fræðslukvöld um geðraskanir
Rauði krossinn rekur eins og kunnugt er þrjú athvörf fyrir geðfatlaða á höfuðborgarsvæðinu: Dvöl í Kópavogi, Læk Hafnarfirði og Vin í Reykjavík. Markmiðið með rekstrinum er að rjúfa félagslega einangrun geðfatlaðra og styrkja með samneyti við aðra andlega og líkamlega heilsu. Þar sem athvörfin eru þrjú á höfuðborgarsvæðinu þykir tilvalið að standa að sameiginlegum fræðslukvöldum og frumraunin var nú í vikunni.
Gestir athvarfanna höfðu gert veggspjöld um starfsemi athvarfanna sem hengd voru upp og því næst kynntu gestir og sjálfboðaliðar starfsemina á hverjum stað.
Flöskusöfnun stúlkna í Smárahverfi
Stúlkurnar höfðu búið til lag um sólina, tunglið og norðurljósin sem þær sungu fyrir fólkið í hverfinu og einnig þegar þær komu í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar Rauða krossins.
Samstarf um aðstoð við fjölskyldur í Kópavogi
Í desember munu sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar aðstoða Mæðrastyrksnefnd við úthlutanir á matarstyrkjum og fatnaði til Kópavogsbúa. Mæðrastyrksnefnd sér um að úthluta fatnaði til þeirra sem þurfa á þriðjudögum kl. 16-18 í Fannborg 5. Rauði kross Íslands úthlutar fatnaði á miðvikudögum kl. 9-14 í fataflokkunarstöðinni að Gjótuhrauni 7 í Hafnarfirði.
Sjálfboðaliðar fjölmenntu á Woyzeck
Fjölmargir sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar sáu sýninguna Woyzeck í síðustu viku í boði leikhópsins Vesturports. Sýningin er sýnd á fjölum Borgarleikhússins þessa dagana við góðar undirtektir. Fyrir utan frábæran leik og óvenjulega sviðsmynd vekur sýningin ekki síst athygli fyrir tónlistina sem Nick Cave samdi sérstaklega fyrir sýninguna. Áhugasamir eru hiklaust hvattir til að skella sér á Woyzeck á meðan færi gefst.
Kópavogsdeild þakkar Vesturporti kærlega fyrir boðið og að viðurkenna með þessum hætti störf sjálfboðaliða Rauða krossins.
Sigrún kveður sem sjálfboðaliði og framkvæmdastjóri
Sigrún hefur á undanförnum misserum sinnt af alúð heimsóknum til vistmanna á sambýli fyrir aldraða í Gullsmára. Sökum búferlaflutninga Sigrúnar út fyrir landsteinana mun hún hætta að sinni sjálfboðastörfum fyrir Kópavogsdeild en snýr vonandi aftur að einhverjum tíma liðnum.
Góð þátttaka á námskeiðum í skyndihjálp
Námskeið í skyndihjálp hafa verið vinsæl að undanförnu hjá Kópavogsdeild. Vegna mikillar eftirspurnar verður aukanámskeið í viðbrögðum og vörnum gegn slysum á börnum 21. og 22. nóvember kl. 19-22. Uppselt er á námskeið í skyndihjálp 14. nóvember. Áhugasamir eru þó hvattir til að hafa samband því hægt er að skipuleggja annað námskeið á næstunni ef þátttaka leyfir.
Um er að ræða fjögurra klukkustunda námskeið þar sem þátttakendur læra grundvallaratriði í skyndihjálp og endurlífgun. Markmiðið er að þátttakendur verði hæfir til að veita fyrstu hjálp á slysstað. Námskeiðið byggist á glænýju kennsluefni sem er í takt við nýjustu aðferðir í skyndihjálp og slysaforvörnum.
Á námskeiðinu Slys á börnum læra þátttakendur að þekkja varnir gegn slysum á börnum og orsakir slysa almennt, þroska barna og slys sem tengjast aldri.
Ný stefna Kópavogsdeildar samþykkt
Sjálfboðaliðar skemmtu sér á Kabarett

Héldu tombólu í Salahverfi
Stelpurnar sögðust hafa selt fullt af dóti og eiga enn nóg í aðra tombólu sem þær stefna á að halda þegar hlýnar aftur í veðri.
Ný stefna Kópavogsdeildar lítur brátt dagsins ljós
Sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar funduðu í gær um drög að nýrri stefnu og verkefnaáætlun deildarinnar. Á fundinum komu fram gagnlegar ábendingar um áherslur í starfi deildarinnar. „Ég vil þakka sjálfboðaliðum deildarinnar kærlega fyrir að hafa með þessum hætti tekið þátt í að hafa áhrif á stefnu og verkefni deildarinnar“, sagði Garðar H. Guðjónsson, formaður Kópavogsdeildar, í lok fundarins.
Ný stefna deildarinnar mun ná yfir starfsárin 2006-2010 og taka við af núverandi stefnu sem hefur verið í gildi árin 2003 til 2005. Hin nýja stefna og verkefnaáætlun byggir á stefnumótun sem hefur staðið yfir undanfarnar vikur þar sem fjórir hópar, sem aðallega voru skipaðir sjálfboðaliðum deildarinnar auk starfsfólks, skiptu með sér endurskoðun á núgildandi stefnu. Öllum sem tóku þátt í stefnumótuninni eru færðar bestu þakkir fyrir.
Slys á börnum - námskeið
Á námskeiðinu er fjallað um varnir gegn slysum á börnum og orsakir slysa almennt, þroska barna og slys sem tengjast aldri. Leiðbeint er í skyndihjálp við barnaslysum og áverkum af ýmsu tagi, endurlífgun barna, andlegum undirbúningi við komu barna á sjúkrahús o.fl. Námskeiðið getur gagnast öllum þeim sem umgangast börn hvort sem er í starfi eða daglegu lífi.
Ungum innflytjendum boðið á Annie
Krakkarnir vissu ekki við hverju var að búast en eftir sýninguna ljómuðu andlit þeirra af ánægju. Það vakti síðan enn meiri lukku þegar sýningarstjórinn bauð þeim upp á svið til þess að skoða leikmunina og fór svo með hópinn baksviðs til að spjalla við nokkra af leikurunum. Aðalsöguhetjan, sjálf Annie, áritaði veggspjald fyrir krakkana sem hengt hefur verið upp í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar.
Heimsóknavinir óskast!

Undirbúningsnámskeið verður haldið 24. október kl. 18-21 í húsakynnum Reykjavíkurdeildar að Laugavegi 120. Áhugasamir hafi samband í síma 554 6626 eða með tölvupósti á kopavogur@redcross.is Dagskrá námskeiðsins sést hér fyrir neðan.
Öflugt Rauða kross starf á höfuðborgarsvæðinu
Sigrún Jóhannsdóttir, fráfarandi formaður svæðisráðs á höfuðborgarsvæði, og Jóhann Gunnar Gunnarsson, nýr formaður ráðsins. |
Á fundinum var einnig fjallað um umfangsmikla fatasöfnun og fataflokkun deildanna sem fjölmargir sjálfboðaliðar taka þátt í, svo sem með úthlutun fatnaðar í neyðaraðstoð og afgreiðslustörf í fataverslunum Rauða krossins á Laugavegi 12 í Reykjavík og Strandgötu 24 í Hafnarfirði.
Margt góðra gesta í 7 ára afmæli Dvalar
Afmælisgestirnir veittu eftirtekt flottum málverkum í listasmiðjunni sem gestir Dvalar hafa unnið við að undanförnu undir leiðsögn sjálfboðaliða frá Svíþjóð sem mun starfa í Dvöl næstu mánuði.
Fjórir vinir safna fyrir bágstöddum börnum
Hópurinn boðaði síðan komu sína fljótt aftur í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar með annað framlag því þau áttu enn til varning sem þau ætla sér að koma í verð með enn annarri tombólu.
Sjálfboðaliðar fræðast um áfallastreitu
Guðbjörg sagði einnig frá för sinni til Palestínu fyrr á árinu þar sem hún lagði mat á verkefni danska Rauða krossins sem felur í sér sálrænan stuðning við börn sem búa við stríðsátök.
Strákar úr Smárahverfi safna fyrir hjálparstarfi
Strákunum var kunnugt um starfsemi Rauða krossins enda hafði annar þeirra tekið þátt í sumarnámskeiðinu Mannúð og menning sem Kópavogsdeild hélt í sumar. Auk þess urðu strákarnir varir við söfnunina Neyðarhjálp úr norðri fyrr á þessu ári til styrktar fórnarlömbum fljóðbylgjunnar í Asíu.
Ungir innflytjendur mættir að nýju í sjálfboðamiðstöðina
Byrjað var á að fara í nafnaleiki enda ný andlit í hópi nemenda og sjálfboðaliða. Því næst var farið í málörvunarleiki og rætt um hvað hver og einn gerði í sumarfríinu. Framundan er fjölbreytt vetrarstarf með krökkunum sem er skipulagt af hópi sjálfboðaliða.
Vellukkað landsmót athvarfa fyrir geðfatlaða
Lagt var af stað vestur í Dali 14. september og hittust mótsgestir hressir á Laugum, gæddu sér á góðum veitingum, fengu sér sundsprett og sungu og trölluðu fram á kvöld.
Við þurfum fleiri sjálfboðaliða!
Við þurfum fleiri sjálfboðaliða!
Kópavogsdeild Rauða kross Íslands óskar eftir sjálfboðaliðum til þess að sinna margvíslegum mannúðarverkefnum deildarinnar. Kynningarfundur fyrir nýja sjálfboðaliða verður haldinn í sjálfboðamiðstöðinni Hamraborg 11 fimmtudaginn 15. september kl. 20.
Um er að ræða verkefni sem henta körlum jafnt sem konum, fólki á öllum aldri:
• Heimsóknavinir
• Aðstoð við geðfatlaða í Dvöl
• Föt sem framlag
• Starf með ungum innflytjendum
• Neyðarvarnir
• Ökuvinir
• Fataflokkun og afgreiðsla í L-12
• Fjölsmiðjan
Nánari upplýsingar eru veittar í sjálfboðamiðstöðinni Hamraborg 11 sem er opin alla virka daga kl. 11-15, sími 554 6626, netfang kopavogur@redcross.is.
Við þurfum fleiri sjálfboðaliða!
Kópavogsdeild Rauða kross Íslands óskar eftir sjálfboðaliðum til þess að sinna margvíslegum mannúðarverkefnum deildarinnar.
Kynningarfundur fyrir nýja sjálfboðaliða verður haldinn í sjálfboðamiðstöðinni Hamraborg 11 fimmtudaginn 15. september kl. 20.
Um er að ræða verkefni sem henta körlum jafnt sem konum, fólki á öllum aldri.
Heimsóknavinir fræðast um nýtt sambýli aldraðra í Kópavogi
Sambýlið hóf starfsemi fyrr á árinu og hefur mætt brýnni þörf minnissjúkra og aðstandenda þeirra. Guðrún sagði ómetanlegt starf þeirra sjálfboðaliða Kópavogsdeildar sem eru að hefja störf við sambýlið, annað hvort með heimsóknum til einstakra vistmanna eða með því að stýra samverustundum. Enn er þörf á fleiri sjálfboðaliðum við sambýlið í Roðasölum og í önnur verkefni heimsóknavina í Kópavogi.
Sjálfboðaliðar í Dvöl hefja hauststarfið
Í haust munu um 10 sjálfboðaliðar starfa í Dvöl, athvarfi fyrir geðfatlaða, og skipta með sér vöktum á laugardögum. Sjálfboðaliðarnir hittust í vikunni til að stilla saman strengi fyrir starfið sem er framundan. Í hópnum eru tveir nýir sjálfboðaliðar sem munu njóta góðs af reynslu reyndari sjálfboðaliða fyrst um sinn enda starfa ávallt tveir saman á vakt.
Sjálfboðaliðar í Dvöl hafa verið virkir
í rekstri athvarfsins frá stofnun þess árið 1998. Sem sjálfboðaliðum Rauða krossins er þeim veitt nauðsynleg þjálfun og fræðsla án endurgjalds, svo sem námskeið í skyndihjálp og sálrænni skyndihjálp. Nýir sjálfboðaliðar eru alltaf velkomnir í hópinn og áhugasamir geta sett sig í samband við Kópavogsdeild Rauða krossins.
Kópavogsdeild aðstoðar 150 börn í vanda í Albaníu
150 börn úr bæjunum Gjirokastra, Permet og Tepelene í Albaníu hljóta nú aðstoð við að aðlagast vel skóla og samfélagi í gegnum nám og félagsstarf. Tekist hefur að auka hvata barnanna til náms og efla félagslega færni þeirra. Sum þessara barna eru munaðarlaus, hafa búið á götunni eða við mjög slæmar félagslegar og efnahagslegar aðstæður.
Líf og fjör á sumarnámskeiði
Pólskir Rauða kross félagar í heimsókn
Gestirnir komu í sjálfboða-miðstöð Kópavogsdeildar og fengu upplýsingar um deildina og helstu sjálfboðaverkefni. Því næst lögðu þeir leið sína í Fjölsmiðjuna og Dvöl og fengu kynningu á þeirri starfsemi sem þar fer fram.
Byggjum betra samfélag
Kópavogsdeild Rauða kross Íslands hvetur Kópavogsbúa og aðra höfuðborgarbúa til þátttöku í Menningarnótt í Reykjavík 20. ágúst þar sem Rauði kross Íslands stendur fyrir stórtónleikum á Miðbakka undir yfirskriftinni „Byggjum betra samfélag“. Tónleikarnir hefjast kl. 21.00 og eru haldnir í samvinnu við Rás 2 og Íslandsbanka.
Sumarlokun
Gestir athvarfa grilla saman
Pylsurnar runnu ljúflega niður í viðstadda í Guðmundarlundi. |
Gestir í athvörfunum Dvöl, Vin og Læk, sem eru athvörf Rauða kross Íslands fyrir geðfatlaða á höfuðborgarsvæðinu, grilluðu saman í Guðmundarlundi í Kópavogi 21. júní síðastliðinn. Gestirnir mættust á miðri leið því athvörfin þrjú eru í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði. Í Guðmundarlundi fengu viðstaddir að heyra sögu lundarins og farin var smá ganga um skóginn. Í grillveislunni voru kosnir pylsukóngar (þeir sem borðuðu flestar pylsur) og sunginn var afmælissöngur fyrir einn gestinn sem átti 44 ára afmæli þennan dag. Ætlunin er að gestir athvarfanna fari aftur í Guðmundarlund 20. júlí og grilli saman.
Fjöldi krakka safnar fyrir hjálparstarfi
Mannúð og menning - námskeið í júlí
Kópavogsdeild Rauða kross Íslands heldur sumarnámskeiðið „Mannúð og menning“ 4.-8. júlí í Hamraborg 11, 2. hæð. Námskeiðið er fyrir börn á aldrinum 9-11 ára og stendur kl. 9-16 alla dagana.
Á námskeiðinu er lögð áhersla á fræðslu og leiki í tengslum við hugsjónir Rauða krossins um mannúð og óhlutdrægni. Þátttakendur fræðast um starf Rauða krossins, skyndihjálp, mismunandi menningarheima og umhverfið.
Skráning í síma 864 6750 fyrir 29. júní. Verð: 7.500 kr.
Frábær aðsókn á Börn og umhverfi
Þátttakendur á Börn og umhverfi. |
Dvalarfólk í ferðalagi á Suðurlandi
Glatt á hjalla í hópefli heimsóknavina
Grillveisla og gleði hjá ungum innflytjendum
Samstarfssamningur um neyðarvarnir á höfuðborgarsvæðinu
Fulltrúar deilda Rauða kross Íslands á höfuðborgar-svæðinu undirrita samstarfssamning um neyðarvarnir. |
Meðfram aðalfundinum skrifuðu deildir Rauða kross Íslands á höfuðborgar-svæðinu undir samkomulag um að sameina neyðar-nefndir félagsins á svæðinu. Með því er ætlunin að efla samvinnu deildanna svo þær geti betur brugðist við neyðarástandi á svæðinu.
Nemendur MK fræðast um þróunarstarf Rauða krossins
Hefur þú gögn um sögu Kópavogsdeildar?
Börn og umhverfi - námskeið í maí og júní
Kópavogsdeild Rauða kross Íslands
Fyrsta námskeiðið: 23., 24., 25. og 26. maí
kl. 17-20 alla dagana.
Annað námskeiðið: 1., 2., 6. og 7. júní
kl. 17-20 alla dagana.
Námskeiðsgjald: 5.500 kr. Innifalin eru námskeiðsgögn, bakpoki með skyndihjálparbúnaði og hressing.
Skráning: Í síma 554 6626 eða á kopavogur@redcross.is
Ágóði af fatamarkaði Kópavogsdeildar til barna í neyð
Kópavogsdeild þakkar öllum þeim sem komu á markaðinn og keyptu föt. Þar að auki eiga þakkir skyldar allir þeir sjálfboðaliðar sem tóku þátt í að undirbúa og halda markaðinn. Ekki er útilokað að annar fatamarkaður verði haldinn á vegum deildarinnar áður en langt um líður.
Slys á börnum - námskeið
Á námskeiðinu er fjallað um varnir gegn slysum á börnum og orsakir slysa almennt, þroska barna og slys sem tengjast aldri. Leiðbeint er í skyndihjálp við barnaslysum og áverkum af ýmsu tagi, endurlífgun barna, andlegum undirbúningi við komu barna á sjúkrahús o.fl. Námskeiðið getur gagnast öllum þeim sem umgangast börn hvort sem er í starfi eða daglegu lífi.
Frétt RKÍ
Kópavogsdeild Rauða krossins heldur námskeiðið Slys á börnum 10. og 12. maí kl. 19-22 í Hamraborg 11, 2. hæð. Á námskeiðinu er fjallað um varnir gegn slysum á börnum og orsakir slysa almennt, þroska barna og slys sem tengjast aldri. Leiðbeint er í skyndihjálp við barnaslysum og áverkum af ýmsu tagi, endurlífgun barna, andlegum undirbúningi við komu barna á sjúkrahús o.fl. Námskeiðið getur gagnast öllum þeim sem umgangast börn hvort sem er í starfi eða daglegu lífi.
· Leiðbeinandi: Sigríður K. Sverrisdóttir , hjúkrunarfræðingur.
· Námskeiðsgjald: 5.000 kr./7.000 kr. ef maki eða eldra systkin tekur líka þátt. Innifalin eru námskeiðsgögn og skírteini sem staðfestir þátttöku.
· Skráning í síma 554 6626 eða með tölvupósti á kopavogur@redcross.is eigi
síðar en 10. maí.
Fatamarkaður 7. maí
Kópavogsdeild Rauða krossins heldur fatamarkað laugardaginn 7. maí kl. 11-16 í sjálfboðamiðstöðinni Hamraborg 11. Allur ágóði rennur til styrktar börnum í neyð vegna alnæmisvandans í Malaví. Fatamarkaðurinn er haldinn í tilefni alþjóðadags Rauða krossins 8. maí og 50 ára afmælis Kópavogsbæjar. Seld verða notuð föt á konur, karla, ungmenni og börn.
Verð 300 kr./500 kr.
Kaffi á könnunni.
Rætt um árangursríkt samstarf innan Rauða krossins
![]() |
David Lynch frá landsskrifstofu Rauða kross Íslands, Hulda Perry úr Reykjavíkurdeild Rauða krossins, Aurelia Balpe starfsmaður Alþjóðasambandsins og Garðar Guðjónsson formaður Kópavogsdeildar. |
Umræða um árangursríkt samstarf innan Rauða krossins
![]() |
David Lynch frá landsskrifstofu Rauða kross Íslands, Hulda Perry úr Reykjavíkurdeild Rauða krossins, Aurelia Balpe starfsmaður Alþjóðasambandsins og Garðar Guðjónsson formaður Kópavogsdeildar. |
Fulltrúar Kópavogsdeildar og Reykjavíkurdeildar ræddu við Aureliu um hvernig hægt væri að gera vinadeildasamstarf sem árangursríkast og tryggja að unnið sé að sameiginlegum markmiðum.
Aukin aðsókn í Dvöl
-Sjaldgæft er að fólk komi í Dvöl upp á eigin spýtur, heldur er það oftast fyrir tilstilli og með stuðningi aðila innan heilbrigðiskerfisins. Aðilar í stuðningsteymi fyrir geðfatlaða, sem sett var saman í fyrra, hafa til að mynda verið iðnir við að benda fólki á Dvöl og aðstoða einstaklinga við að stíga þangað fyrstu skrefin. Það er mjög mikilvægt að fólki sé fylgt nokkrum sinnum í Dvöl til að gera einstaklingum auðveldara með að aðlagast, annars er hætta á að þeir komi aldrei aftur, segir Sólrún.
Feiknagóð fjársöfnun sex stúlkna
![]() |
Dagbjört Rós, Harpa Hrönn og Dagbjört Silja. |
![]() |
Stefanía Ósk, Álfrún og Helga Jóna. |
Duglegar Kópavogsstelpur safna fyrir hjálparstarfi
![]() |
Dagbjört Silja og Harpa Hrönn. |
Það var ekkert aprílgabb þegar tvær hressar stelpur, Dagbjört Silja Bjarnadóttir og Harpa Hrönn Stefánsdóttir, bönkuðu upp á 1. apríl og færðu Kópavogsdeild Rauða kross Íslands 6.363 kr. til styrktar hjálparstarfi í Asíu. Stelpurnar höfðu verið að safna að undanförnu eftir skóla og um helgar með góðum árangri. Fólk sem varð á vegi þeirra var duglegt að gefa þótt ekki hefðu allir verið með reiðufé á sér.
- Sumir tæmdu veski sín og vasa af smápeningum og afhentu okkur. Við fengum hugmyndina að þessari söfnun þegar við fundum tóma öskju úti á götu og ákváðum að safna í hana peningum til styrktar hjálparstarfi. Við horfum alltaf á fréttir og höfum þannig fylgst með ástandinu í Asíu vegna flóðbylgjunnar á annan í jólum. Við heyrðum líka um þetta í skólanum okkar sem tók þátt í söfnuninni Neyðarhjálp úr norðri, sögðu þær Dagbjört Silja og Harpa Hrönn sem eru nemendur í 5. bekk Kársnesskóla.
Krakkar leika sér alls staðar eins
Kannt þú skyndihjálp?
Kópavogsdeild Rauða kross Íslands heldur námskeið í almennri skyndihjálp miðvikudaginn 6. apríl kl. 18-22 í Hamraborg 11, 2. hæð.
Á námskeiðinu læra þátttakendur grundvallaratriði í skyndihjálp og endurlífgun. Markmiðið er að þátttakendur verði hæfir til að veita fyrstu hjálp á slysstað.
Námskeiðsgjald er 4900 kr. Sjálfboðaliðar deildarinnar eiga þó kost á að sitja námskeiðið endurgjaldslaust.
Skráning fer fram í síma 554 6626 eða á kopavogur@redcross.is eigi síðar en 4. apríl.
Sjálfboðaliðar flokka föt fyrir ungt fólk
Árlega berast um 500 tonn af notuðum fötum til Rauða krossins. Það sem ekki er nýtt beint til hjálparstarfa er selt. Fataflokkunin er mikilvæg tekjuöflun Rauða krossins sem skilar sér beint í alþjóðlega neyðaraðstoð.
Ásgeir Jóhannesson er fyrsti heiðursfélagi Kópavogsdeildar
Garðar H. Guðjónsson formaður tilkynnti þetta á fjölmennum aðalfundi deildarinnar sem haldinn var í gærkvöldi og afhenti Ásgeiri skjal þessu til staðfestingar. Ásgeir var formaður Kópavogsdeildar um árabil. Hann átti stóran þátt í uppbyggingu hjúkrunarheimilisins Sunnuhlíðar, stofnun Rauðakrosshússins, athvarfs fyrir ungmenni í vanda, stofnun Vinjar, athvarfs fyrir geðfatlaða, og síðast en ekki síst stofnun Fjölsmiðjunnar í Kópavogi. Kópavogsdeild er afar þakklát Ásgeiri fyrir eldmóð, dugnað og fórnfýsi hans í störfum sínum fyrir Rauða krossinn.
Aðalfundur Kópavogsdeildar haldinn á miðvikudag
Aðalfundur Kópavogsdeildar Rauða kross Íslands verður haldinn miðvikudaginn 9. mars kl. 20 í Hamraborg 11, 2, hæð.
Dagskrá:
Venjuleg aðalfundarstörf
Önnur mál
Veitingar og spjall í lok fundarins. Allir velkomnir!
Sigríður kveður eftir frábært starf í Dvöl
Starfsemi Dvalar hefur dafnað vel frá opnun og aðsóknin verið góð og hefur Sigríður átt stóran hlut í velgengni athvarfsins. Gestir eru sammála um að notalegt andrúmsloft og vistlegt umhverfi einkenni athvarfið. Þeir einstaklingar sem sækja athvarfið koma flestir til að rjúfa einangrun og fá stuðning en þetta er mjög breiður hópur á aldrinum 20 til 70 ára. Bæði konur og karlar sækja athvarfið.
Nýtur sannarlega hverrar stundar
Þegar Sigríður Pálsdóttir sá fram á starfslok um sjötugt, bjó hún sér til stundaskrá. Hún hefur verið á fullum dampi í tíu ár og er nú m.a. sjálfboðaliði hjá Kópavogsdeild Rauða krossins. Hún sagði Jóhönnu Ingvarsdóttur að viljinn til sjálfshjálpar væri mikilvægur því ef menn reyndu ekki að hjálpa sér sjálfir, væri varla von að aðrir gerðu það.
Heimsóknavinir fræðast um flóðin í Asíu
Guðbjörg segir frá reynslu sinni í Aceh. |
Sjálfboðaliðar fjölmenntu í Borgarleikhúsið

Segðu mér allt fjallar um unga stúlku sem bundin er við hjólastól en hefur þó meiri fótfestu í lífinu en foreldrar hennar. Hún á sér draumaveröld en hún flýr á náðir hennar þegar foreldrar hennar ætlast til of mikils af henni.
Ungir innflytjendur heimsækja Alþingi
Krakkarnir í starfi með ungum innflytjendum heimsóttu í gær, ásamt sjálfboðaliðum í verkefninu, Alþingi. Tekið var á móti hópnum og hann leiddur um húsið og fræddur um starfshætti Alþingis. Krakkarnir fræddust um fjölda þingmanna, fjölda ráðherra, upphaf Alþingis og fleira skemmtilegt. Auk þess fengu þau að sitja á pöllunum og fylgjast með þingumræðum um hvort hækka ætti hámarkshraða á Reykjanesbraut.
Eftir ánægjulega heimsókn lá leiðin á Kaffi París þar sem krökkunum var boðið upp á heitt kakó. Þar sátu þau, drukku ljúffengt kakó og spjölluðu saman um það sem fyrir augum bar á Alþingi.
Rauði krossinn gefur út bækling um skyndihjálp
Rauði kross Íslands hefur gefið út bækling í skyndihjálp sem inniheldur einfaldar upplýsingar um hvernig bregðast má við neyð. Markmiðið með bæklingnum er að kynna fyrir almenningi helstu atriði skyndihjálpar með stuttum og hnitmiðuðum hætti og myndrænni lýsingu. Allar myndir í bæklingnum sýna rétt viðbrögð.
Bæklingurinn tekur á þremur megin þáttum; endurlífgun, slysum og bráðum veikindum. Í bæklingnum er einnig upplýsingar um sálrænan stuðning og Rauða kross hreyfinguna. Innihald bæklingsins er aðeins ítarlegra en innihald veggspjaldsins í skyndihjálp sem Rauði krossinn gaf út í janúar og dreifði m.a. í alla skóla landsins. Sérfræðiráðgjöf við gerð bæklingins veitti Hjalti Már Björnsson læknir.
Nemendur í MK sýna sjálfboðnu starfi áhuga
Nemendurnir, sem allir eru í áfanga um þroskasálfræði, sýndu starfinu mikinn áhuga og fjöldi þeirra hefur í hyggju að gerast sjálfboðaliðar. Kópavogsdeild býður þau hjartanlega velkomin til starfa.
Starfið felst í því að veita fólkinu hlýju og umhyggju

'Fræðslufundir af þessu tagi hjálpa okkur að bæta þjónustuna sem við veitum og ekki er síður mikilvægt að við sjáum og hittum hver aðra. Hér á þessum fundum ræðum við starf okkar og það sem þarf að gera í framtíðinni,' segir Pálína Jónsdóttir heimsóknarvinur.
Rúmlega 25 heimsóknavinir fara reglulega í heimsóknir á dvalarheimili aldraðra í Sunnuhlíð í Kópavogi og Skjólbraut og Gullsmára, sambýli fyrir aldraða. 12 manns til viðbótar heimsækja einstaklinga sem enn búa heima hjá sér en hafa þörf fyrir félagsskap og afþreyingu.
Myndir úr starfi Kópavogsdeildar á vefinn

Nýir sjálfboðaliðar bætast í hópinn
Nýir sjálfboðaliðar hafa sýnt heimsóknaþjónustu, starfi í Dvöl og starfi með ungum innflytjendum áhuga en deildin getur alltaf tekið á móti nýjum sjálfboðaliðum. Áhugasamir geta haft samband í síma 554 6626 eða á kopavogur@redcross.is.
Við þurfum fleiri sjálfboðaliða!
Kópavogsdeild Rauða kross Íslands óskar eftir sjálfboðaliðum til þess að sinna margvíslegum mannúðarverkefnum deildarinnar. Kynningarfundur fyrir nýja sjálfboðaliða verður haldinn í sjálfboðamiðstöðinni Hamraborg 11 fimmtudaginn 20. janúar kl. 20.
Um er að ræða verkefni sem henta körlum jafnt sem konum, fólki á öllum aldri:
• Heimsóknavinir
• Aðstoð við geðfatlaða í Dvöl
• Föt sem framlag
• Starf með ungum innflytjendum
• Neyðarvarnir
• Ökuvinir
• Fataflokkun og afgreiðsla í L-12
• Fjölsmiðjan
Nánari upplýsingar eru veittar í sjálfboðamiðstöðinni Hamraborg 11 sem er opin alla virka daga kl. 11-15, sími 554 6626, netfang kopavogur@redcross.is.
110 milljónir söfnuðust

Fjöldi listamanna lagði söfnuninni lið auk fjölda útvarpsstöðva, dagblaða og fyrirtækja. Söfnunarfénu verður varið til neyðaraðstoðar og uppbyggingar á næstu árum sem fimm mannúðarsamtök hafa umsjón með; Barnaheill, Hjálparstarf kirkjunnar, Rauði kross Íslands, SOS barnaþorpin og UNICEF - Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna. Söfnunarfénu er ætlað að treysta framtíð barna sem misst hafa foreldra sína, hjálpa fjölskyldum sem misstu allt sitt til að koma undir sig fótum á ný og til að veita læknisaðstoð og heilsugæslu og koma í veg fyrir frekari skaða.
Fjöldi manns gaf fé í gegnum söfnunarsímann en á laugardagskvöld sat þjóðþekkt fólk við símann og tók við framlögum. Einnig voru haldin uppboð í beinni sjónvarpsútsendingu á ýmiskonar munum. Þar má nefna teinótt jakkaföt Björgólfs Guðmundssonar sem seldust á 10 milljónir króna og fótboltatreyju Eiðs Smára Guðjónssonar sem fengust rúmlega 300 þúsund krónur fyrir.
Samstarf um neyðarhjálp úr norðri
Allt fé sem safnast í landssöfnuninni fer til neyðarhjálpar og uppbyggingar á hamfarasvæðunum í Asíu. |
Söfnunin fer fram undir kjörorðunum Neyðarhjálp úr norðri. Landsmönnum mun gefast kostur á að hringja í söfnunarsíma alla næstu viku og einnig verður safnað í Smáralind og Kringlunni á föstudag og laugardag í næstu viku.
Hjálpum fórnarlömbum flóðanna í Asíu
Rauði kross Íslands sendi í gær 10 tonn af vatni og eitt og hálft tonn af segldúkum til flóðasvæða í Tælandi með flugvél sem ríkisstjórn Íslands tók á leigu til að ná í slasaða Svía. Ölgerð Egils Skallagrímssonar gaf vatnið og Seglagerðin Ægir veitti Rauða krossinum verulegan afslátt af segldúkunum.
Hjálpum fórnarlömbum flóðanna í Asíu
Rauði kross Íslands sendi í gær 10 tonn af vatni og eitt og hálft tonn af segldúkum til flóðasvæða í Tælandi með flugvél sem ríkisstjórn Íslands tók á leigu til að ná í slasaða Svía. Ölgerð Egils Skallagrímssonar gaf vatnið og Seglagerðin Ægir veitti Rauða krossinum verulegan afslátt af segldúkunum.