Sjálfboðaliðar skemmtu sér á Kabarett

Héldu tombólu í Salahverfi
Stelpurnar sögðust hafa selt fullt af dóti og eiga enn nóg í aðra tombólu sem þær stefna á að halda þegar hlýnar aftur í veðri.
Ný stefna Kópavogsdeildar lítur brátt dagsins ljós
Sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar funduðu í gær um drög að nýrri stefnu og verkefnaáætlun deildarinnar. Á fundinum komu fram gagnlegar ábendingar um áherslur í starfi deildarinnar. „Ég vil þakka sjálfboðaliðum deildarinnar kærlega fyrir að hafa með þessum hætti tekið þátt í að hafa áhrif á stefnu og verkefni deildarinnar“, sagði Garðar H. Guðjónsson, formaður Kópavogsdeildar, í lok fundarins.
Ný stefna deildarinnar mun ná yfir starfsárin 2006-2010 og taka við af núverandi stefnu sem hefur verið í gildi árin 2003 til 2005. Hin nýja stefna og verkefnaáætlun byggir á stefnumótun sem hefur staðið yfir undanfarnar vikur þar sem fjórir hópar, sem aðallega voru skipaðir sjálfboðaliðum deildarinnar auk starfsfólks, skiptu með sér endurskoðun á núgildandi stefnu. Öllum sem tóku þátt í stefnumótuninni eru færðar bestu þakkir fyrir.
Slys á börnum - námskeið
Á námskeiðinu er fjallað um varnir gegn slysum á börnum og orsakir slysa almennt, þroska barna og slys sem tengjast aldri. Leiðbeint er í skyndihjálp við barnaslysum og áverkum af ýmsu tagi, endurlífgun barna, andlegum undirbúningi við komu barna á sjúkrahús o.fl. Námskeiðið getur gagnast öllum þeim sem umgangast börn hvort sem er í starfi eða daglegu lífi.
Ungum innflytjendum boðið á Annie
Krakkarnir vissu ekki við hverju var að búast en eftir sýninguna ljómuðu andlit þeirra af ánægju. Það vakti síðan enn meiri lukku þegar sýningarstjórinn bauð þeim upp á svið til þess að skoða leikmunina og fór svo með hópinn baksviðs til að spjalla við nokkra af leikurunum. Aðalsöguhetjan, sjálf Annie, áritaði veggspjald fyrir krakkana sem hengt hefur verið upp í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar.
Heimsóknavinir óskast!

Undirbúningsnámskeið verður haldið 24. október kl. 18-21 í húsakynnum Reykjavíkurdeildar að Laugavegi 120. Áhugasamir hafi samband í síma 554 6626 eða með tölvupósti á kopavogur@redcross.is Dagskrá námskeiðsins sést hér fyrir neðan.
Öflugt Rauða kross starf á höfuðborgarsvæðinu
Sigrún Jóhannsdóttir, fráfarandi formaður svæðisráðs á höfuðborgarsvæði, og Jóhann Gunnar Gunnarsson, nýr formaður ráðsins. |
Á fundinum var einnig fjallað um umfangsmikla fatasöfnun og fataflokkun deildanna sem fjölmargir sjálfboðaliðar taka þátt í, svo sem með úthlutun fatnaðar í neyðaraðstoð og afgreiðslustörf í fataverslunum Rauða krossins á Laugavegi 12 í Reykjavík og Strandgötu 24 í Hafnarfirði.
Margt góðra gesta í 7 ára afmæli Dvalar
Afmælisgestirnir veittu eftirtekt flottum málverkum í listasmiðjunni sem gestir Dvalar hafa unnið við að undanförnu undir leiðsögn sjálfboðaliða frá Svíþjóð sem mun starfa í Dvöl næstu mánuði.
Fjórir vinir safna fyrir bágstöddum börnum
Hópurinn boðaði síðan komu sína fljótt aftur í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar með annað framlag því þau áttu enn til varning sem þau ætla sér að koma í verð með enn annarri tombólu.
Sjálfboðaliðar fræðast um áfallastreitu
Guðbjörg sagði einnig frá för sinni til Palestínu fyrr á árinu þar sem hún lagði mat á verkefni danska Rauða krossins sem felur í sér sálrænan stuðning við börn sem búa við stríðsátök.