Nemendur Fjölsmiðjunnar fræddir um skyndihjálp
Fjölsmiðjan, sem staðsett er í Kópavogi, er mennta- og verkþjálfunarsetur fyrir fólk á aldrinum 16-24 ára sem ekki hefur náð að fóta sig í námi eða á vinnumarkaði.
Áhugasamir strákar söfnuðu fyrir Rauða krossinn
Strákarnir voru áhugasamir um Rauða krossinn og komu aftur í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar til að taka þátt í starfi með ungum innflytjendum sem fer fram á miðvikudögum kl. 14-15.30.
Sjö ára nemendur í Hjallaskóla styðja börn í Sri Lanka
![]() |
Nemendurnir ásamt Garðari H. Guðjónssyni, formanni Kópavogsdeildar, sem tók við söfnunarfénu. Sigríður Stefánsdóttir umsjónarkennari er lengst til hægri. |
Krakkarnir söfnuðu alls 11.057 kr. með fjölbreyttum hætti, svo sem með því að safna flöskum og dósum, halda tombólur og einn nemandinn gaf hluta af peningum sem hann hafði nýlega fengið í afmælisgjöf. Kennslustundir í samfélagsfræði og kristinfræði voru nýttar undir söfnunina og fræðslu henni tengdri en þar að auki urðu stærðfræðitímarnir mjög vinsælir þegar þeir voru nýttir í flokkun og talningu á drykkjarílátum sem höfðu safnast.
Fjölmennt fræðslukvöld um geðraskanir
Rauði krossinn rekur eins og kunnugt er þrjú athvörf fyrir geðfatlaða á höfuðborgarsvæðinu: Dvöl í Kópavogi, Læk Hafnarfirði og Vin í Reykjavík. Markmiðið með rekstrinum er að rjúfa félagslega einangrun geðfatlaðra og styrkja með samneyti við aðra andlega og líkamlega heilsu. Þar sem athvörfin eru þrjú á höfuðborgarsvæðinu þykir tilvalið að standa að sameiginlegum fræðslukvöldum og frumraunin var nú í vikunni.
Gestir athvarfanna höfðu gert veggspjöld um starfsemi athvarfanna sem hengd voru upp og því næst kynntu gestir og sjálfboðaliðar starfsemina á hverjum stað.
Flöskusöfnun stúlkna í Smárahverfi
Stúlkurnar höfðu búið til lag um sólina, tunglið og norðurljósin sem þær sungu fyrir fólkið í hverfinu og einnig þegar þær komu í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar Rauða krossins.
Samstarf um aðstoð við fjölskyldur í Kópavogi
Í desember munu sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar aðstoða Mæðrastyrksnefnd við úthlutanir á matarstyrkjum og fatnaði til Kópavogsbúa. Mæðrastyrksnefnd sér um að úthluta fatnaði til þeirra sem þurfa á þriðjudögum kl. 16-18 í Fannborg 5. Rauði kross Íslands úthlutar fatnaði á miðvikudögum kl. 9-14 í fataflokkunarstöðinni að Gjótuhrauni 7 í Hafnarfirði.
Sjálfboðaliðar fjölmenntu á Woyzeck
Fjölmargir sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar sáu sýninguna Woyzeck í síðustu viku í boði leikhópsins Vesturports. Sýningin er sýnd á fjölum Borgarleikhússins þessa dagana við góðar undirtektir. Fyrir utan frábæran leik og óvenjulega sviðsmynd vekur sýningin ekki síst athygli fyrir tónlistina sem Nick Cave samdi sérstaklega fyrir sýninguna. Áhugasamir eru hiklaust hvattir til að skella sér á Woyzeck á meðan færi gefst.
Kópavogsdeild þakkar Vesturporti kærlega fyrir boðið og að viðurkenna með þessum hætti störf sjálfboðaliða Rauða krossins.
Sigrún kveður sem sjálfboðaliði og framkvæmdastjóri
Sigrún hefur á undanförnum misserum sinnt af alúð heimsóknum til vistmanna á sambýli fyrir aldraða í Gullsmára. Sökum búferlaflutninga Sigrúnar út fyrir landsteinana mun hún hætta að sinni sjálfboðastörfum fyrir Kópavogsdeild en snýr vonandi aftur að einhverjum tíma liðnum.
Góð þátttaka á námskeiðum í skyndihjálp
Námskeið í skyndihjálp hafa verið vinsæl að undanförnu hjá Kópavogsdeild. Vegna mikillar eftirspurnar verður aukanámskeið í viðbrögðum og vörnum gegn slysum á börnum 21. og 22. nóvember kl. 19-22. Uppselt er á námskeið í skyndihjálp 14. nóvember. Áhugasamir eru þó hvattir til að hafa samband því hægt er að skipuleggja annað námskeið á næstunni ef þátttaka leyfir.
Um er að ræða fjögurra klukkustunda námskeið þar sem þátttakendur læra grundvallaratriði í skyndihjálp og endurlífgun. Markmiðið er að þátttakendur verði hæfir til að veita fyrstu hjálp á slysstað. Námskeiðið byggist á glænýju kennsluefni sem er í takt við nýjustu aðferðir í skyndihjálp og slysaforvörnum.
Á námskeiðinu Slys á börnum læra þátttakendur að þekkja varnir gegn slysum á börnum og orsakir slysa almennt, þroska barna og slys sem tengjast aldri.