Verkefnastjóri sjálfboðamiðstöðvar tekinn til starfa
![]() |
Ingunn Ásta er verkefnastjóri sjálfboðamiðstöðvar. |
Ingunn Ásta lauk nýverið námi í uppeldis- og menntunarfræði við Háskóla Íslands og hefur aðstoðað við rannsóknir á því sviði. ?Það er mér sönn ánægja að vera komin til starfa hjá Kópavogsdeild Rauða kross Íslands. Starf verkefnastjóra er fjölbreytt, felur í sér víðtæka reynslu og samskipti við sérstaklega gott fólk. Ég vonast til að störf mín láti gott af sér leiða og verði viðbót við það mikilvæga starf sem hér fer fram.?, segir Ingunn Ásta.
Vinkonur söfnuðu fyrir börn í neyð
![]() |
Þuríður Simona og Herdís Brá komu í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar með ágóðann af söfnun sinni. |
Söfnunarfé stelpnanna mun styrkja börn í neyð í gegnum verkefni Rauða krossins erlendis. Stelpurnar sögðust ætla að halda áfram að safna fyrir Rauða krossinn og lýstu yfir áhuga á að taka þátt í landssöfnuninni Göngum til góðs sem verður laugardaginn 9. september. Í Göngum til góðs er tilvalið fyrir ungmenni að fá foreldrana til liðs við sig og ganga með sérmerkta söfnunarbauka Rauða krossins um hverfi Kópavogs.
Skemmtileg dagsferð gesta í Dvöl
Næsta stopp var við Strandakirkju og kirkjan skoðuð. Rétt hjá kirkjunni er lítið, snoturt veitingahús sem heitir T-húsið þar sem ferðalangarnir fengu sér kaffisopa. Konan sem rekur kaffihúsið prjónar lopapeysur þegar rólegt er og selur á staðnum. Hópurinn sló saman og keypti peysu í kveðjugjöf handa Joakim Lilljegren, sjálfboðaliða frá Alþjóðlegum Ungmennaskiptum, sem hefur starfað í Dvöl undanfarið eitt ár en er nú farinn heim til Svíþjóðar.