Skráning stendur yfir á námskeið í sálrænum stuðningi
Kópavogsdeild Rauða krossins heldur námskeiðið Sálrænn stuðningur mánudaginn 7. apríl kl. 17-21 í Hamraborg 11, 2. hæð, og stendur skráning yfir.
Á námskeiðinu fræðast þátttakendur um gildi sálræns stuðnings í aðstæðum sem geta valdið áföllum. Þátttakendur læra að gera sér betur grein fyrir eðlilegum viðbrögðum fólks sem lendir í sársaukafullum aðstæðum og hvernig þeir geti veitt stuðning og umhyggju.Viðfangsefni eru meðal annars: Mismunandi tegundir áfalla, áhrif alvarlegra atvika á einstaklinginn, sálræn skyndihjálp, stuðningur við úrvinnslu alvarlegs atviks, sorg og sorgarferli.
Vinsælt prjónakaffi
Nemendur í Snælandsskóla gáfu Rauða krossinum þrettán hjól
Ungmenni gegn fordómum
Í gær tóku Rauði kross Íslands, Mannréttindaskrifstofa Íslands, Alþjóðahús, Amnesty International, Þjóðkirkjan, Ísland Panorama og Soka Gakkai Íslandi höndum saman við Smáralind, Glerártorg og Neista um dagskrá í tilefni af Evrópuviku gegn fordómum.
Í Reykjavík tóku Hara systur nokkur velvalin lög við góðar undirtektir Smáralindargesta og um hundrað krakka sem sérstaklega voru komin frá hinum ýmsu ngmennahreyfingum til að taka þátt í uppákomunni. Á Glerártorgi var mikið um dýrðir en þar kom hljómsveitin Edocsil fram og skemmti gestum.
Evrópuvika gegn kynþáttamisrétti 15. - 23. mars 2008: Viðburður í Smáralind 18. mars kl. 16
Á morgun hefst Evrópuvika gegn kynþáttamisrétti sem hverfist um alþjóðadag gegn kynþáttamisrétti, 21. mars. Allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna valdi daginn í minningu 69 mótmælenda myrtir voru 21. mars 1960 er þeir mótmæltu aðskilnaðarstefnu stjórnvalda í Suður-Afríku. Evrópuvikan miðar að því að uppræta mismunun, fordóma og þjóðernishyggju í álfunni og stuðla þannig að umburðarlyndu Evrópusamfélagi þar sem allir eru jafnir, óháð útliti og uppruna.
Birtingarmyndir kynþáttamisréttis eru ólíkar eftir löndum og menningarsvæðum en kynþáttamisrétti nær yfir vítt svið - allt frá fordómum til ofbeldisverka. Kynþáttamisrétti á Íslandi birtist helst í útlendingafælni og duldum fordómum gagnvart fólki af erlendum uppruna en hefur því miður nýlega einnig brotist út í ofbeldi. Fordómarnir birtast einkum í hversdagslífinu - þegar talað er niður til þeirra sem ekki eru skilgreindir sem ,,hreinir” Íslendingar og þeir fá lakari þjónustu og atvinnu.