26. ágú. 2008 : Systkini styrkja Rauða krossinn

Systkinin Magdalena Ósk, Viktoría Rós, Alexander Már og Gabríel Sær Bjarnþórsbörn komu í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar með afrakstur af tombólu sem þau héldu á dögunum. Alls söfnuðu þau 8.605 kr. til styrktar Rauða krossinum. Framlag þeirra rennur í sameiginlegan sjóð á landsvísu sem ráðstafað er einu sinni á ári í verkefni í þágu barna í neyð erlendis. Tilkynnt er hvaða verkefni verður fyrir valinu í desember ár hvert.

19. ágú. 2008 : Kópavogsdeild auglýsir eftir sjálfboðaliðum í ýmis verkefni

Undirbúningur fyrir hauststarf deildarinnar er í fullum gangi og vantar sjálfboðaliða til að sinna ýmsum verkefnum á næstu mánuðum. Verkefnin eru fjölbreytt og og ættu flestir að geta fundið eitthvað við sitt hæfi. Það er undir sjálfboðaliðum komið hversu mikið af tíma sínum þeir gefa í verkefni, hvort sem það er í hverri viku, aðra hvora viku eða sjaldnar. Verkefnin bjóða upp á einstakt tækifæri til að láta gott af sér leiða og öðlast dýrmæta reynslu.

Verkefnin eru:

18. ágú. 2008 : Skráning hafin á námskeið í skyndihjálp

Námskeið í almennri skyndihjálp verður haldið hjá Kópavogsdeild þriðjudaginn 7. október kl. 18-22. Námskeiðsgjald er 4.500 kr. og er skírteini sem staðfestir þátttöku innifalið. Á námskeiðinu læra þátttakendur grundvallaratriði í skyndihjálp og endurlífgun. Markmiðið er að þátttakendur verði hæfir til að veita fyrstu hjálp á slysstað.

14. ágú. 2008 : Þrír vinir héldu tombólu til styrktar Rauða krossinum

Þrír hressir vinir frá Kársnesinu héltu tombólu á dögunum á Borgarholtsbrautinni til styrktar Rauða krossinum og söfnuðu alls 2.106 kr. Þeir Garðar Snær, Svavar Bjarki og Andri Snær seldu hluti sem þeir voru hættir að nota ásamt föndri sem þeir höfðu búið til. Þeir komu færandi hendi í sjálfboðamiðstöð deildarinnar og fengu í staðinn dálítinn glaðning frá Rauða krossinum og horfðu svo á myndband þar sem upphaf, saga og starfsemi Rauða krossins er kynnt. Strákarnir eru allir að fara í 2. bekk í Kársnesskóla. 

11. ágú. 2008 : Sjálfboðamiðstöðin opnar aftur eftir sumarfrí

Sjálfboðamiðstöð deildarinnar er nú opin aftur og er undirbúningur hafinn fyrir starfið á komandi vetri. Öll helstu verkefni deildarinnar fara á fullt skrið á næstu vikum og að vanda er óskað eftir sjálfboðaliðum til að sinna þeim. Sjálfboðaliða vantar í verkefni eins og Enter, Eldhuga og Alþjóðlega foreldra. Einnig er þörf á sjálfboðaliðum í Dvöl, athvarf fyrir geðfatlaða, í heimsóknaþjónustu og Föt sem framlag. Upplýsingar um öll þessi verkefni má finna hér á síðunni. Einnig má fá upplýsingar með því að hringja í síma 554 6626. Eldri, sem og nýir sjálfboðaliðar, eru velkomnir til starfa.