26. júl. 2010 : Mannúð og menning - nokkur sæti laus!

Námskeið er fyrir börn á aldrinum 7-9 ára (fædd 2001-2003) 3.-6. ágúst kl. 9-16 í sjálfboðamiðstöð deildarinnar í Hamraborg 11, 2. hæð. Skráning er til 30. júlí.

Á námskeiðunum „Mannúð og menning" er lögð áhersla á fræðslu og leiki í tengslum við hugsjónir Rauða krossins um mannúð og óhlutdrægni. Þátttakendur fræðast um Rauða kross starf, skyndihjálp, mismunandi menningarheima og umhverfið.

 

2. júl. 2010 : Sjálfboðaliðar úr Plúsnum á leið á sumarbúðir til Finnlands

Hulda Hvönn Kristinsdóttir og Dagbjört Rós Jónsdóttir, sjálfboðaliðar í ungmennastarfi Kópavogsdeildar Rauða krossins taka þátt í sumarbúðum á vegum finnska Rauða krossins í Herttoniemi Helsinki 2.-8. ágúst næstkomandi. Hulda og Dagbjört hófu þátttöku sína í Rauða kross starfi með því að gerast Eldhugar en færðu sig svo yfir í Plúsinn þegar þær urðu eldri en það er starf fyrir 16-24 ára ungmenni. Auk þeirra fara tvö önnur ungmenni frá Rauða krossinum á Suðurnesjum og Stykkishólmi í sumarbúðirnar.