22. des. 2010 : Lokun um jól og áramót

Rauðakrosshúsið i Kópavogi er lokað en opnar aftur þriðjudaginn 4. janúar 2008, kl.10.

Kópavogsdeild Rauða krossins færir sjálfboðaliðum og samstarfsaðilum bestu óskir um gleðileg jól og farsæld á nýju ári með kærri þökk fyrir ánægjulegt samstarf og samskipti á árinu sem er að líða.

Hægt er að hafa samband með því að senda línu á [email protected] og við svörum við fyrsta tækifæri.
 

16. des. 2010 : Sjálfboðaliða vantar í Viðbragðshóp Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu

Viðbragðshópurinn sinnir neyðaraðstoð fyrir óslasaða þolendur á vettvangi bruna, vatnstjóna, rýmingu á húsnæði og annarra alvarlegra atburða sem lenda utan skipulags almannavarna.

Hópfélagar eru á bakvakt í viku í senn og taka ítarlegt námskeið á vegum Neyðarnefndar höfuðborgarsvæðisins áður en þeir hefja störf, m.a. í sálrænum stuðningi og úrlausnum eftir tjón. Hópurinn starfar undir Neyðarnefndinni og hún velur einstaklinga í hann. Aldurstakmark í Viðbragðshóp er 23 ár.

10. des. 2010 : Sjálfboðaliðar úr Menntaskólanum í Kópavogi tóku á móti viðurkenningu fyrir vel unnin störf

Nemendur í Menntaskólanum í Kópavogi í áfanganum SJÁ 102 fengu viðurkenningu á dögunum fyrir vel unnin sjálfboðaliðastörf. Á þessari önn útskrifuðust 14 nemendur úr áfanganum en hann er samstarfsverkefni Kópavogsdeildar og Menntaskólans í Kópavogi. Meðal verkefna sem nemendur unnu að voru störf í Dvöl, athvarfi fyrir fólk með geðraskanir, störf í Rjóðrinu, hvíldarheimili fyrir langveik börn, félagsstarf með 13-16 ára ungmennum af íslenskum og erlendum uppruna, vinna með innflytjendum á aldrinum 9-12 ára og aðstoð við jafningja með það að markmiði að liðsinna við nám og rjúfa félagslega einangrun. Þar að auki sátu þeir grunnnámskeið Rauða krossins þar sem þeir lærðu um upphaf, sögu, hugsjónir og verkefni hreyfingarinnar. Þeir héldu einnig dagbók um störf sín og lokaverkefni þeirra var að sjá um handverksmarkað í Rauðakrosshúsinu sem haldinn var 20. nóvember síðastliðinn og þar söfnuðust 300 þúsund krónur sem runnu til styrktar verkefnum innanlands.

Markmið áfangans er að nemendur kynnist sjálfboðnu starfi hjá Rauða krossinum og margir nemendur hafa haft á orði að þessi reynsla af sjálfboðaliðastörfum muni fylgja þeim og hafi breytt sýn þeirra á lífið. Deildin fékk leyfi til að vitna í hluta úr dagbók eins nemanda sem vann sem sjálfboðaliði í Rjóðrinu, hvíldarheimili fyrir langveik börn:

9. des. 2010 : Alþjóðlegir foreldrar á haustönn

Hópur alþjóðlegra foreldra mætti í dag á lokasamveru hópsins fyrir jól en mikið líf og fjör hefur verið í Rauðakrosshúsinu alla fimmtudagsmorgna í haust þegar hópurinn mætir með börnin sín til að taka þátt í verkefninu Alþjóðlegir foreldrar. Foreldrarnir koma frá hinum ýmsu löndum, t.d. Litháen, Þýskalandi, Póllandi, Kína, Japan og Íslandi.

Ýmislegt hefur verið á dagskrá í haust líkt og skyndihjálparfræðsla með tilliti til ungra barna, fræðsla um holla næringu fyrir börn, kynning á þroskaleikföngum og heimsókn frá Tónagulli þar sem foreldrarnir fengu fræðslu um tónlistaruppeldi auk fastra liða eins og þegar þátttakendur koma með veitingar frá sínu heimalandi. Þá eru sumar samverurnar einnig helgaðar spjalli og almennri samveru foreldra þar sem þeir fá tækifæri til að kynnast á meðan börnin leika sér.

8. des. 2010 : Fjölmenni á sjálfboðaliðagleði

Deildin bauð sjálfboðaliðum sínum í gleði síðastliðið mánudagskvöld í tilefni af alþjóðadegi sjálfboðaliðans sem haldinn er árlega 5. desember. Metþátttaka var þetta kvöld en alls mættu 55 sjálfboðaliðar og makar þeirra. Þeir áttu notalega stund saman yfir góðum veitingum, tónlist, söng og upplestri. Anna Bjarnadóttir, sjálfboðaliði, gerð að heiðursfélaga deildarinnar við þetta tilefni. Hún hefur verið sjálfboðaliði hjá deildinni í fjöldamörg ár, fyrst sem sjúkravinur og síðar í verkefninu Föt sem framlag. Hún hefur unnið mjög mikið og óeigingjarnt starf í þágu deildarinnar.  

Að venju var boðið upp á fjölbreytta og áhugaverða dagskrá. Þrír nemendur í Tónlistarskóla Kópavogs spiluðu nokkur lög fyrir gestina, þá komu í heimsókn Stefán Helgi Stefánsson tenórsöngvari og Margrét Sesselja Magnúsdóttir en þau mynda hópinn Elligleði. Stefán söng skemmtileg lög við góðar undirtektir viðstaddra. Einar Kárason kom einnig og las upp úr bók sinni Mér er skemmt. Eftir góða kvöldstund var svo happadrætti og fengu nokkrir heppnir gestir gjafir.

6. des. 2010 : Síðasti dagurinn fyrir umsóknir vegna jólaaðstoðar í Kópavogi

Í dag, mánudag, er síðasti dagurinn fyrir Kópavogsbúa til að sækja um neyðaraðstoð hjá Mæðrastyrksnefnd Kópavogs og Kópavogsdeild Rauða krossins fyrir jólin. Hægt verður að koma í Rauðakrosshúsið í Hamraborg 11, 2. hæð, og fylla út umsókn til kl. 16 í dag.

Nefndin mun svo úthluta matvörum, jólapökkum og fleiri nauðsynjum vegna jólanna í húsnæði nefndarinnar að Fannborg 5 dagana 14., 15. og 16. desember frá 16-19.

5. des. 2010 : Alþjóðadagur sjálfboðaliðans

Í dag, 5. desember, er alþjóðadagur sjálfboðaliðans og í tilefni dagsins vill Kópavogsdeild Rauða krossins færa sjálfboðaliðum sínum bestu þakkir fyrir mikið og óeigingjarnt starf.

Starf Rauða krossins er borið upp af sjálfboðnu starfi og án sjálfboðaliða gæti deildin ekki haldið úti öllum þeim verkefnum sem hún er að sinna og bjóða upp á. Störf sjálfboðaliða eru deildinni mikils virði og það er ómetanlegt fyrir okkur að eiga traustan hóp sjálfboðaliða að, án ykkar værum við ekki til.

Við getum með stolti sagt að verkefni deildarinnar sé í fullum blóma, verkefnin næg og hundruðir sjálfboðaliða að störfum í hinum ýmsu verkefnum. Sjálfboðaliðar í verkefninu Föt sem framlag eru yfir 60 talsins, þeir prjóna, hekla og sauma fatnað í ungbarnapakka sem sendir eru til neyðaraðstoðar erlendis og alls pökkuðu þeir 658 fatapökkum á árinu. Þá útbúa þeir ýmsan varning fyrir fjáröflunarmarkaði deildarinnar. Ungmennastarf Kópavogsdeildar er gróskumikið og á árinu störfuðu vel yfir 100 sjálfboðaliðar í barna- og ungmennaverkefnum deildarinnar. Í ungmennastarfinu er að finna ýmsa áhugahópa eins og hönnunarhóp, leiklistarhóp, fjáröflunarhóp og stýrihóp.

3. des. 2010 : Sjálfboðaliðagleði á mánudag - alþjóðadagur sjálfboðaliðans

Kópavogsdeild heldur upp á alþjóðadag sjálfboðaliðans mánudaginn 6. desember kl. 19.30-21.30 með gleði fyrir sjálfboðaliða deildarinnar. Við hvetjum því alla sjálfboðaliða okkar til að mæta og eiga skemmtilega kvöldstund saman í Rauðakrosshúsinu í Kópavogi í Hamraborg 11. 

Dagskrá:
 

2. des. 2010 : Það er gott að láta gott af sér leiða - Viðtal við sjálfboðaliða

Rakel Sara Hjartardóttir er 19 ára Kópavogsbúi sem hefur verið sjálfboðaliði hjá Kópavogsdeild í hátt á annað ár. Hún hefur unnið með börnunum í Enter en þau eru ungir innflytjendur á aldrinum 9-12 ára. Verkefnið er unnið í samvinnu við móttökudeild nýbúa í Álfhólsskóla og hófst árið 2004. Börnin koma einu sinni í viku eftir skóla í Rauðakrosshúsið Hamraborg 11 og fá meðal annars málörvun og fræðslu í gegnum fjölbreytta leiki og vettvangsferðir. Markmið verkefnisins er að auðvelda börnum af erlendum uppruna aðlögun að íslensku samfélagi og virka þátttöku í því.

Rakel Sara ákvað í byrjun að gerast sjálfboðaliði þar sem hún hafði frítíma sem hún vildi nýta til góðs. Þá hafði hún heyrt af Rauða krossinum í Kópavogi í gegnum vinkonu sína. Hún hafði því samband við Kópavogsdeild, fór í viðtal og fékk að heyra hvaða sjálfboðaliðastörf væru í boði fyrir hana. Hún hafði sérstakan áhuga á því að vinna með börnum og þess vegna varð Enter-starfið fyrir valinu.