19. des. 2011 : Líf og fjör hjá Alþjóðlegum foreldrum Kópavogsdeildar

Mikið líf og fjör hefur verið í Rauðakrosshúsinu í Kópavogi alla fimmtudagsmorgna í haust þegar foreldrar af fjölbreyttum uppruna hittast með börn sín til að taka þátt í verkefninu Alþjóðlegir foreldrar. Foreldrarnir koma frá hinum ýmsu löndum eins og Póllandi, Bretlandi, Bandaríkjunum, Þýskalandi, Litháen, Portúgal, Rússlandi, Kína, Japan og Íslandi. Markmið deildarinnar með verkefninu er að rjúfa félagslega einangrun innflytjenda með börn á aldrinum 0-6 ára. Allir foreldar, innflytjendur og innfæddir eru innilega velkomnir, hvort sem þeir tala enga íslensku eða litla.

15. des. 2011 : Enter- og Eldhugastarfi haustsins lýkur hjá Kópavogsdeild

Krakkarnir í Enter, starfi fyrir unga innflytjendur í Kópavogi, og Eldhugar, starfi Kópavogsdeildar fyrir unglinga af íslenskum og erlendum uppruna, ljúka samverum sínum í þessari viku.

12. des. 2011 : Nýr samstarfssamningur undirritaður um rekstur Dvalar

Nýr samstarfssamningur um rekstur athvarfsins Dvalar var undirritaður fyrir helgi. Athvarfið er fyrir fólk með geðraskanir og tryggir samningurinn áframhaldandi rekstur á næsta ári. Ingibjörg Lilja Diðriksdóttir, formaður Kópavogsdeildar, og Guðrún Pálsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs, undirrituðu samninginn í Dvöl.

8. des. 2011 : Kjörnefnd Kópavogsdeildar

Stjórn Kópavogsdeildar samþykkti á fundi sínum þann 1. desember síðastliðinn að mynda þriggja manna kjörnefnd sem gera á tillögu um hverjir verði í kjöri, í stjórn og varastjórn á aðalfundi deildarinnar 2012. Verkefni kjörnefndar er að undirbúa kosningar stjórnar- og skoðunarmanna í samræmi við lög félagsins og tryggja að nægilega margir hæfir einstaklingar verði í framboði til þess að fylla þau sæti sem laus eru.

6. des. 2011 : Vel heppnuð sjálfboðaliðagleði í Kópavogi

Kópavogsdeild bauð sjálfboðaliðum sínum í gleði í gærkvöldi í tilefni af alþjóðadegi sjálfboðaliðans sem haldinn er árlega 5. desember. Alls mættu 55 sjálfboðaliðar og makar þeirra. Þeir áttu notalega stund saman yfir góðum veitingum, tónlist, söng og upplestri.

5. des. 2011 : Til hamingju með daginn, sjálfboðaliðar!

Í dag, 5. desember, er alþjóðadagur sjálfboðaliðans og í tilefni dagsins vill Kópavogsdeild Rauða krossins færa sjálfboðaliðum sínum bestu þakkir fyrir mikið og óeigingjarnt starf. Starf Rauða krossins er borið upp af sjálfboðnu starfi og án sjálfboðaliða gæti deildin ekki haldið úti öllum þeim verkefnum sem hún er að sinna og bjóða upp á. Störf sjálfboðaliða eru deildinni mikils virði og það er ómetanlegt fyrir okkur að eiga traustan hóp sjálfboðaliða að, án ykkar værum við ekki til. Til hamingju með daginn!

2. des. 2011 : Sjálfboðaliðagleði í tilefni af alþjóðadegi sjálfboðaliðans

Í tilefni af alþjóðadegi sjálfboðaliðans verður haldin hátíð mánudaginn 5. desember í Rauðakrosshúsinu í Hamraborg 11 fyrir alla sjálfboðaliða Kópavogsdeildar. Hátíðin stendur yfir frá kl. 19.30-21.30 og verður margt góðra gesta. Við bjóðum meðal annars upp á upplestur, tónlistaratriði og söng. Einnig verða ljúffengar veitingar með jólalegu ívafi á boði. Þetta er kjörið tækifæri fyrir sjálfboðaliða deildarinnar til að hittast og skemmta sér saman á aðventunni.

1. des. 2011 : Tekið á móti umsóknum vegna neyðaraðstoðar fyrir jólin til 6. desember, fylgigögn nauðsynleg

Mæðrastyrksnefnd Kópavogs og Kópavogsdeild Rauða krossins veita neyðaraðstoð fyrir komandi jól til þeirra sem eiga lögheimili í Kópavogi þann 1. desember 2011. Tekið er á móti umsóknum frá 7. nóvember til og með 6. desember.

Kópavogsdeild Rauða kross Íslands tekur við umsóknum í Rauðakrosshúsinu að Hamraborg 11, virka daga kl. 9-15. Einnig er hægt að sækja um hjá Mæðrastyrksnefnd Kópavogs í húsnæði nefndarinnar að Fannborg 5 á þriðjudögum kl. 16-18.

Nauðsynleg fylgiskjöl með umsókn:
*Afrit frá staðgreiðsluskrá Ríkisskattstjóra.
*Búsetuvottorð frá Kópavogsbæ.

30. nóv. 2011 : SJÁ 102 í Menntaskólanum í Kópavogi er vinsæll áfangi

Nemendur í Menntaskólanum í Kópavogi hafa nú lokið áfanganum SJÁ 102 en alls voru 24 nemendur skráðir í áfangann á þessari önn. Markmið áfangans er að nemendur kynnist sjálfboðnu starfi hjá Rauða krossinum.

28. nóv. 2011 : Tvö hundruð og sjötíu þúsund söfnuðust á jólabasar Kópavogsdeildar

Jólabasar deildarinnar var haldin á laugardaginn síðastliðinn og var afraksturinn 270 þúsund krónur. Fjármagnið verður nýtt í verkefni deildarinnar innanlands. Á basarnum var hægt að gera góð kaup á alls kyns prjónavörum og jólaföndri. Sjálfboðaliðar í verkefninu Föt sem framlag lögðu til prjónavörur og sjálfboðaliðar í sérstökum basarhópi lögðu til ýmis konar jólaföndur en hópurinn tók til starfa í haust í þeim tilgangi að útbúa handverk á basarinn. Enn er handverk til sölu í Rauðakrosshúsinu í Hamraborg 11, 2. hæð, og hægt að gera góð kaup á virkum dögum kl. 9-15

26. nóv. 2011 : Jólabasar í dag!

Kópavogsdeild Rauða krossins heldur jólabasar í dag 26. nóvember kl. 14-18 í Rauðakrosshúsinu Hamraborg 11, 2. hæð. Hefð hefur myndast hjá deildinni síðustu ár að halda basar fyrir jólin og hægt er að gera góð kaup á alls kyns handverki sjálfboðaliða deildarinnar og styrkja gott málefni í leiðinni. Í boði eru prjónavörur, meðal annars peysur, húfur, vettlingar og sokkar í öllum stærðum, ungbarnateppi, saumaðar töskur, hárskraut, jóladúkar, ýmis konar jólaskraut og margt fleira. Allur ágóði af markaðnum rennur til verkefna Kópavogsdeildar innanlands.

25. nóv. 2011 : Undirbúningur í fullum gangi fyrir jólabasar Kópavogsdeildar á morgun, laugardag

Undirbúningur fyrir jólabasar deildarinnar á morgun er í fullum gangi í Rauðakrosshúsinu í Hamraborg. Í síðustu viku föndruðu Enter-krakkarnir hitaplatta og jólaskraut úr perlum og skemmtu sér vel við það. Í gær útbjuggu Eldhugarnir svo brjóstsykur líkt og þeir hafa gert undanfarin ár fyrir basar deildarinnar. Öllum söluvörunum verður svo raðað upp í salnum í dag og allt gert tilbúið fyrir morgundaginn.

21. nóv. 2011 : Gott vinnuframlag í Kópavogi!

Kópavogsdeild barst rausnarlegt framlag til starfseminnar frá sjálfboðaliðasamtökunum Veraldarvinir - Worldwide Friends á dögunum  þar sem  sjálfboðaliðar þaðan lögðu fram krafta sína. Sjálfboðaliðar úr félaginu sinna á ári hverju ýmsum verkefnum bæði fyrir ríki, einstaklinga og stofnanir. Má þar nefna umhverfisverkefni og aðstoð við bændur. Á veturna fækkar verkefnum fyrir hópinn og  þess vegna höfðu þau samband við Kópavogsdeild og buðu fram aðstoð sína.

16. nóv. 2011 : Enter-krakkar útbúa jólaföndur fyrir jólabasar Kópavogsdeildar

Enter-hópur Kópavogsdeildar vinnur nú að gerð jólaföndurs sem selt verður á jólabasar deildarinnar laugardaginn 26. nóvember næstkomandi. Börnin eru að útbúa hitaplatta með jólaívafi sem þau perla samviskusamlega. Vinnan gengur vel hjá börnunum og meðfram föndurgerðinni hafa þau einnig verið í markvissri málörvun sem sjálfboðaliðar hafa tekið þátt í með krökkunum.

Jólabasarinn, sem afraksturinn verður seldur á, verður haldinn í Rauðakrosshúsinu Hamraborg 11, 2. hæð, og stendur frá kl. 14-18. Þar verður einnig selt fleira handverk sem unnið er af sjálfboðaliðum deildarinnar, jólaskraut, sauma– og prjónavörur og fleira föndur.

10. nóv. 2011 : Heimilisfólkið í Sunnuhlíð tekur þátt í verkefninu Föt sem framlag

Konur á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð gáfu Kópavogsdeild veglega gjöf í vikunni, 63 prjónuð teppi og 15 peysur ásamt sokkum og húfum. Boðið er upp á prjón í dægradvöl á heimilinu og hafa konurnar unnið að þessari gjöf allt árið. Þær nýta gjarnan afgangsgarn svo úr verður litríkt prjónles. Þessar prjónavörur verða sendar til Hvíta-Rússlands til barna og fjölskyldna í neyð og deildin þakkar konunum í Sunnuhlíð kærlega fyrir þessa hlýju gjöf

2. nóv. 2011 : Tilkynning - neyðaraðstoð fyrir jólin í Kópavogi

Mæðrastyrksnefnd Kópavogs og Kópavogsdeild Rauða krossins veita neyðaraðstoð fyrir komandi jól til þeirra sem eiga lögheimili í Kópavogi þann 1. desember 2011. Tekið er á móti umsóknum frá 7. nóvember til og með 6. desember.

2. nóv. 2011 : Alþjóðlegir foreldrar hittast vikulega í Kópavogi

Alþjóðlegir foreldrar er hópur af íslenskum og erlendum foreldrum sem hittist á fimmtudögum kl. 10-12 í Rauðakrosshúsinu í Kópavogi með börnin sín á aldrinum 0-6 ára. Markmið verkefnisins er að rjúfa félagslega einangrun foreldra af erlendum uppruna.

28. okt. 2011 : Hópstjórar óskast í verkefni Kópavogsdeildar

Kópavogsdeild vantar sjálfboðaliða til að vera hópstjórar í nokkrum verkefnum eins og heimsóknaþjónustu, Föt sem framlag og basarhóp. Hlutverk hópstjóra í heimsóknaþjónustu er meðal annars að stýra og undirbúa mánaðarlegar samverur, taka þátt í námskeiðum fyrir nýja heimsóknavini og önnur tilfallandi verkefni í samráði við verkefnastjóra. Í verkefninu Föt sem framlag vantar hópstjóra til að hafa umsjón með veitingum og öðrum tilfallandi verkefnum í mánaðarlegu prjónakaffi. Hlutverk hópstjóra í basarhóp er að undirbúa vikulegar samverur, hafa umsjón með handavinnunni og önnur tilfallandi verkefni.

25. okt. 2011 : Vinkonur sungu til styrktar Rauða krossinum

Vinkonurnar Júlía Guðbjörg Gunnarsdóttir og Helena Freysdóttir ákváðu að safna fyrir Rauða krossinn á dögunum með því að syngja fyrir fólk og biðja um framlög í staðinn. Með þessu framtaki sínu söfnuðu þær um 4.000 krónum sem þær færðu Rauða krossinum.

25. okt. 2011 : Tvær tombólur

Jökull Snær Árnason og Natan Dýri Hjartarson í 4. bekk í Kársnesskóla héldu tombólu á dögunum fyrir utan Nóatún í Hamraborg á dögunum og söfnuðu alls 1.932 kr. Þeir komu í Rauðakrosshúsið í Hamraborginni með afraksturinn og gáfu hann til hjálparstarfs.

Þá komu líka tvíburarnir Starkaður Snorri og Kolbeinn Sturla Baldurssynir, 7 ára, í Rauðakrosshúsið með afrakstur tombólu sem þeir héldu bæði fyrir utan Nóatún í Hamraborg og á Óðinstorgi í Reykjavík í sumar. Þeir söfnuðu rúmlega 5.000 krónum.

24. okt. 2011 : Afrakstur söfnunar í Rauðkrossvikunni ríflega 500 þúsund krónur

Söfnunin sem Kópavogsdeild stóð fyrir í Kópavogi á fimmtudag, föstudag og laugardag gekk mjög vel og söfnuðust ríflega 500 þúsund krónur. Sjálfboðaliðar deildarinnar stóðu á fjölförnum stöðum í bænum með söfnunarbauka en baukarnir voru einnig staðsettir hjá nokkrum fyrirtækjum. Aksturinn mun nýtast vel í starfi deildarinnar og styrkja þau fjölmörgu verkefni hún sinnir. Deildin þakkar kærlega öllum þeim sem gáfu í söfnunina sem og sjálfboðaliðunum sem stóðu vaktirnar.

21. okt. 2011 : Sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar safna fyrir deildina

Nú stendur yfir Rauðakrossvikan þar sem Rauði krossinn leggur áherslu á að vekja athygli á starfinu og hvetja fólk til að leggja hreyfingunni lið með beinni þátttöku í verkefnum eða fjárframlagi. Hjá Kópavogsdeild stendur yfir söfnun þar sem sjálfboðaliðar deildarinnar eru á fjölförnum stöðum í Kópavogi með söfnunarbauka. Söfnunin hófst í gær, fimmtudag og heldur áfram í dag og á morgun. Sjálfboðaliðarnir manna vaktir á stöðum eins og í Smáralindinni, á Smáratorgi, í Lindunum og við sundlaugarnar. Þeir fengu góð viðbrögð í gær og gengur söfnunin framar vonum. Deildin er afar þakklát fyrir stuðninginn og er hann mikils metinn, sem og framlag sjálfboðaliðanna í söfnuninni.

21. okt. 2011 : Viðtal við Lovísu Guðmundsdóttur, heimsóknavin

Lovísa Guðmundsdóttir er búin að vera heimsóknavinur hjá Kópavogsdeild í hátt í tvö ár. Hún ákvað að gerast heimsóknavinur eftir að hún hætti að vinna eins og hún segir sjálf frá: „Ég ætlaði að vinna þangað til ég yrði 67 ára en því miður varð ég að hætta vegna heilsubrests. Það er ekki auðvelt að þurfa að hætta vinnu fyrir aldur og mig langaði að gera eitthvað gagnlegt. Ég vissi að Rauði krossinn væri með alls konar sjálfboðaliðastörf ég fór í Rauðakrosshúsið í Kópavogi og sé ekki eftir því.“

20. okt. 2011 : Viðtal við Huldu Þorsteinsdóttur, sjálfboðaliða í Föt sem framlag

Hulda Þorsteinsdóttir hefur starfað sem sjálfboðaliði í verkefninu Föt sem framlag í rúm tvö ár. Hún prjónar og saumar ungbarnaföt ásamt öðrum sjálfboðaliðum en fötin eru síðan send til barna og fjölskyldna í neyð í Malaví. Hópurinn hittist einu sinni í mánuði í Rauðakrosshúsinu í Hamraborg en sinnir annars handavinnunni heima. Hulda hafði tíma aflögu þegar hún hætti að vinna og sá auglýsingu frá Kópavogsdeild um að það vantaði sjálfboðaliða.

19. okt. 2011 : Nýtt kynningarmyndband Rauða krossins

Nýtt kynningarmyndband Rauða krossins hefur verið útbúið vegna Rauðakrossvikunnar 17.-22. október. Hægt er að sjá myndbandið með því að smella hér. Kynntu þér málið og taktu þátt í starfi Rauða krossins!

18. okt. 2011 : Viðtal við Gunnar Hansson, formann Rekstrarstjórnar Fatasöfnunar Rauða kross Íslands

„Ég hef til margra ára fylgst með starfsemi Rauða krossins hérlendis og dáðst að  því hve fjölbreytileg verkefnin eru sem hreyfingin sinnir. Kona mín hefur verið sjálfboðaliði í allmörg ár og því lá það beinast við að bjóða fram krafta mína þegar um hægðist á starfsferli mínum.“
 

18. okt. 2011 : Viðtal við Sigrúnu Guðmundsdóttur, gestgjafa í heimsóknaþjónustu

Sigrún Guðmundsdóttir, sem er nýorðin 84 ára, hefur fengið til sín heimsóknavin frá Kópavogsdeild um nokkurra mánaða skeið. Dóttir Sigrúnar hafði samband við deildina fyrir hönd móður sinnar og óskaði eftir heimsóknavin fyrir hana. Sigrún og heimsóknavinurinn hittast einu sinni í viku og finnst henni það ágæt tilbreyting. Þau fara út að ganga saman og henni finnst gott að hafa stuðninginn í göngutúrunum. „Það er gott að fá félagsskapinn“, segir hún einnig og mælir með heimsóknaþjónustunni.

17. okt. 2011 : Viðtal við Dagbjörtu Rós Jónsdóttir, sjálfboðaliða í ungmennastarfi

Dagbjört Rós er 17 ára sjálfboðaliði í Plúsnum og Eldhugum. Hún kynntist fyrst Rauða krossinum þegar hún var sjálf þátttakandi í Eldhugum í 8., 9. og 10. bekk en Eldhugar eru íslensk og erlend ungmenni í Kópavogi á aldrinum 13-16 ára sem vinna saman að því að byggja betra samfélag í takt við hugsjónir Rauða krossins. Dagbjörtu fannst starfið svo skemmtilegt að þegar hún byrjaði í menntaskóla ákvað hún að skrifa undir sjálfboðaliðasamning við deildina. Þannig gat hún haldið áfram í starfi Kópavogsdeildar og gerst sjálfboðaliði í verkefninu. Seinna ákvað hún svo líka að starfa innan Plússins, ungmennastarfi Kópavogsdeildar fyrir 16-24 ára.

17. okt. 2011 : Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, heimsótti Kópavogsdeild í dag

Í tilefni af Rauðakrossvikunni, sérstakri kynningarviku Rauða krossins, sem hófst í dag heimsótti Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, Kópavogsdeild en forsetinn er verndari hreyfingarinnar á Íslandi. Hann hitti hóp af ungum sjálfboðaliðum og kynnti sér störf þeirra fyrir deildina. Hér voru komnir saman ungir sjálfboðaliðar sem taka þátt í verkefnum eins og Enter, Eldhugum, Plúsnum og heimsóknaþjónustu. Þeir sögðu honum frá verkefnunum, hvað þau gera fyrir deildina og hvað sjálfboðna starfið gefur þeim. Þá ræddu þeir við forsetann um mikilvægi sjálfboðaliðastarfa og hversu skemmtilegt og gefandi starfið er.

17. okt. 2011 : Rauða krossinn í Kópavogi: Hvað getur þú gert og hvað getur hann gert fyrir þig?

Í Rauðakrossvikunni 17.-22. október leggur Kópavogsdeild áherslu á að fjölga sjálfboðaliðum, félagsmönnum og ekki hvað síst, safna peningum til styrktar starfinu í Kópavogi. Sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar verða með söfnunarbauka á fjölförnum stöðum í bænum til að safna fé til styrkar starfinu, að auki verða söfnunarbaukar á nokkrum völdum stöðum í bænum alla vikuna. Kópavogsdeild þarf stuðning bæjarbúa til að halda uppi öflugu starfi og þjónustu í heimabyggð. Það væri okkur mikils virði ef þú gætir lagt okkur lið og um leið hvatt ættingja, vini og vinnufélaga til að gera það sama. Það er hægt að vekja athygli á málstað okkar á fésbók, með tölvupósti, í samtölum og víðar.

3. okt. 2011 : Tombóla

12. sep. 2011 : Deildin óskar eftir sjálfboðaliðum í nokkur verkefni

Nú er hauststarf deildarinnar að komast á fullt skrið og vantar sjálfboðaliða í nokkur verkefni. Það vantar heimsóknavini til að sinna heimsóknaþjónustu. Markmiðið heimsóknanna er að draga úr einsemd og félagslegri einangrun og eru heimsóknir á einkaheimili, hjúkrunarheimili, sambýli og aðrar stofnanir. Sjálfboðaliðarnir heimsækja gestgjafa sína einu sinni í viku, klukkustund í senn.

Þá vantar sjálfboðaliða í námsaðstoð í íslensku á framhaldsskólastigi fyrir nemanda af erlendum uppruna, með sérstaka áherslu á bókmenntir. Tími er samkomulag en að minnsta kosti einu sinni í viku fram í desember.

Einnig vantar sjálfboðaliða í Enter. Það er starf með ungum innflytjendum 9-12 ára sem felur í sér málörvun og tómstundastarf. Börnin mæta á vikulegar samverur á miðvikudögum kl. 13.00-15.00 i Rauðakrosshúsinu í Hamraborg 11 og vantar sjálfboðaliða til að stýra samverunum. Markmið verkefnisins er að auðvelda börnum af erlendum uppruna aðlögun að íslensku samfélagi og virka þátttöku í því.

12. sep. 2011 : Tombóla

Viktor Örn Ingvarsson í 2. bekk í Kársnesskóla hélt tombólu á dögunum fyrir utan Nóatún í Hamraborg og gaf afraksturinn, 1.275 kr. til Rauða krossins. Framlag hans rennur í sameiginlegan hjálparsjóð á landsvísu. Það er ráðstafað einu sinni á ári úr sjóðnum í verkefni í þágu barna í neyð erlendis. Tilkynnt er hvaða verkefni verður fyrir valinu í desember ár hvert.

 

11. sep. 2011 : Gestir athvarfa Rauða krossins sýna myndlist í Kringlunni

Gestir í athvörfum Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu hafa í vetur málað myndir, mest á masónítplötur með akrýllitum en einnig á striga. Þeir efna nú til sýningar á verkum sínum í Kringlunni, og verður hún opnuð í dag, föstudaginn

10. sep. 2011 : Námskeiði POWERtalk vel tekið

Gestir í athvörfum Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu hafa í vetur málað myndir, mest á masónítplötur með akrýllitum en einnig á striga. Þeir efna nú til sýningar á verkum sínum í Kringlunni, og verður hún opnuð í dag, föstudaginn

9. sep. 2011 : Starf Plússins hefst aftur eftir sumarfrí

Stýrihópur Plússins, ungmennastarfs Kópavogsdeildar fyrir 16-24 ára, hélt fund nú á dögunum þar sem farið var yfir skipulag starfsins í haust.

Verkefni Plússins verða margvísleg og spennandi líkt og áður. Hönnunarhópurinn verður áfram virkur og mun hittast á tveggja vikna fresti. Þar fá ungir sjálfboðaliðar tækifæri til þess að leyfa sköpunargáfunni að njóta sín, endurhanna og sauma föt og fylgihluti út frá hugmyndum hvers og eins. Þar að auki vinna þeir ákveðin verkefni sem deildin leggur fram hverju sinni. Fræðsluhópur mun sinna fræðslu og forvörnum og helsta verkefni annarinnar verður að taka þátt í fordómafræðslu fyrir jafningja í félagsmiðstöðvum Kópavogs. Það verkefni vinnur hópurinn í samstarfi við Eldhuga en það er starf deildarinnar fyrir 13-16 ára unglinga.

Í haust mun Plúsinn sömuleiðis taka þátt í móttöku ungra sjálfboðaliða frá Palestínu, ásamt öðrum ungmennum úr Rauða kross starfi á höfuðborgarsvæðinu. 

9. sep. 2011 : Viltu tala meiri íslensku?

Gestir í athvörfum Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu hafa í vetur málað myndir, mest á masónítplötur með akrýllitum en einnig á striga. Þeir efna nú til sýningar á verkum sínum í Kringlunni, og verður hún opnuð í dag, föstudaginn

8. sep. 2011 : Geta pabbar ekki grátið?

Gestir í athvörfum Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu hafa í vetur málað myndir, mest á masónítplötur með akrýllitum en einnig á striga. Þeir efna nú til sýningar á verkum sínum í Kringlunni, og verður hún opnuð í dag, föstudaginn

7. sep. 2011 : Nýr basarhópur hittist í fyrsta skipti í gær

Kópavogsdeild auglýsti nýlega eftir sjálfboðaliðum í nýjan basarhóp og fyrsta samveran var í gær. Hressar konur mættu og lögðu línurnar fyrir verkefni hópsins næstu mánuðina. Þær spjölluðu yfir kaffi, fóru á hugarflug um handverk fyrir basarinn og byrjuðu svo strax á handavinnunni. Þetta er handavinnumiðað fjáröflunarverkefni og er hlutverk hópsins að útbúa ýmis konar handverk fyrir jólabasar. Hópurinn er opinn öllum sem hafa áhuga á hvers kyns handavinnu  og vilja nýta hana til góðs. 

5. sep. 2011 : Hvað er í boði? - uppfærð útgáfa

Í febrúar 2009 hófu sjálfboðaliðar Rauða krossins í samstarfi við SÍBS og Háskóla Íslands vinnu við að kortleggja upplýsingar um námskeið og frístundir sem eru ókeypis eða kosta lítið og þau úrræði sem eru í boði fyrir þá sem misst hafa vinnuna. Markmiðið var að safna upplýsingum í gagnabanka á einn stað til að auðvelda fólki að nýta þau tækifæri til afþreyingar, fræðslu og þjónustu sem standa landsmönnum til boða.

Afraksturinn var bæklingurinn „Hvað er í boði?“ sem fyrst var gefin út 31. mars 2009. Sjálfboðaliðar og starfsmenn Rauða krossins hafa séð um að viðhalda upplýsingum og uppfæra þær eftir fremsta megni. Vinnu við uppfærslu þessa misseris er nýlokið og má nálgast nýjasta „Hvað er í boði? “ bæklinginn með því að smella á meira.

5. sep. 2011 : Garn- og efnisafgangar óskast

Kópavogsdeild er með hóp sjálfboðaliða sem prjónar og saumar ungbarnaföt fyrir börn í neyð í Malaví og er nú einnig farin af stað með sérstakan basarhóp sem útbýr handverk fyrir fjáröflunarbasar sem verður haldinn fyrir jólin. Deildin óskar eftir garn- og efnisafgöngum í verkefnin. Þeir sem geta styrkt verkefnin með þessum hætti eru hvattir til að koma með afganga í Rauðakrosshúsið í Kópavogi á opnunartíma þess, kl. 9-15 á virkum dögum.

2. sep. 2011 : Opið hús á Hamraborgarhátíð

Kópavogsdeild verður með opið hús í húsnæði sínu laugardaginn 3. september í tilefni af Hamraborgarhátíðinni. Hægt verður að kíkja í kaffi og kynna sér starf og verkefni deildarinnar kl. 13-16 í Hamraborg 11, 2. hæð. Þá verða einnig til sölu prjónavörur sjálfboðaliða en ágóðinn rennur í verkefnið Föt sem framlag.

30. ágú. 2011 : Hefurðu áhuga á handverki og vilt gefa af þér?

Kópavogsdeild leitar að sjálfboðaliðum til að taka þátt í skemmtilegu og handavinnumiðuðu fjáröflunarverkefni. Deildin er að fara af stað með basarhóp sem hefur það hlutverk að útbúa ýmis konar handverk fyrir jólabasar. Okkur vantar áhugasamt fólk í hópinn til að föndra, prjóna, hekla, sauma eða búa til hvers kyns handverk til að selja á basarnum. Vertu með og nýttu handavinnu til góðs!

25. ágú. 2011 : Viðtal við sjálfboðaliða: Íris Sigurðardóttir

Íris Sigurðardóttir er ungur sjálfboðaliði hjá Kópavogsdeildinni sem sinnir sjálfboðnu starfi í verkefninu Viltu tala meiri íslensku? Hún, ásamt fleiri sjálfboðaliðum, sér um vikulegar samverur þar sem íslenskir sjálfboðaliðar hitta fólk af erlendum uppruna sem vill æfa sig í að tala íslensku. Markmiðið er að gefa þeim sem vilja læra meiri íslensku tækifæri til að nota málið og auka við orðaforða sinn.

Íris hafði lengi hugsað um að gerast sjálfboðaliði og gera gagn. Hún segir: „Maður getur alltaf fundið tíma til að gera eitthvað sem gerir öðrum gott og þá fer manni sjálfum líka að líða betur.“ Hún segist hafa kynnst yndislegu fólki sem býr yfir ótrúlegum krafti og metnaði og hún dáist að því. Það er hvatning fyrir hana að sjá hvað fólk getur lagt mikið á sig til að ná markmiðum sínum.

19. ágú. 2011 : Krakkarnir duglegir með tombólur

Síðustu daga hafa nokkrir vinir komið í Rauðakrosshúsið í Kópavogi með afrakstur tombólu og styrkt Rauða krossinn. Vinirnir Birkir Steinarsson og Sigurjón Bogi Ketilsson sem eru í Snælandsskóla og á leið í 5. bekk héldu tombólu í Hamraborginni og söfnuðu alls 8.122 kr. Þá héldu vinkonurnar Saga Dögg Christinsdóttir, Freyja Ellingsdóttir og Hafdís Ósk Hrannarsdóttir tombólu fyrir utan Samkaup í Vatnsendahverfinu og söfnuðu rúmlega 6 þúsund krónum. Þær eru í Hörðuvallaskóla og einnig á leið í 5. bekk. Hægt er að sjá myndir af þeim hér fyrir neðan.

17. ágú. 2011 : Leikföng óskast

Kópavogsdeild óskar eftir leikföngum fyrir börn á aldrinum 0-6 ára. Deildin heldur vikulegar samverur fyrir foreldra allra landa sem eru með börn á aldrinum 0-6 ára og vilja hitta aðra með lítil börn. Boðið er upp samverur þar sem reglulega fara fram fjölbreyttar kynningar og fræðsla fyrir foreldrana. Leikföng fyrir börnin eru á staðnum og vantar nú fleiri leikföng fyrir hópinn.

11. ágú. 2011 : Tombóla

Systkinin Ísólfur Unnar og Friðný Karítas héldu tombólu á dögunum í Hamraborg og komu með afraksturinn til Kópavogsdeildar. Þau söfnuðu 1.000 kr. og mun framlag þeirra aðstoða börn í neyð erlendis.

Systkinin eru dæmi um þau fjölmörgu börn sem árlega styrkja ýmis góð málefni með álíka hætti. Rauði krossinn metur mikils framtak sem þetta af hálfu yngstu sjálfboðaliða hreyfingarinnar.

8. ágú. 2011 : Góð gjöf

Katrín Rós Torfadóttir kom færandi hendi í Rauðakrosshúsið í Kópavogi. Hún vildi leggja Rauða krossinum lið en nú stendur yfir söfnunarátak vegna hungursneyðar í Sómalíu. Framlag hennar verður nýtt til að kaupa vítamínbætt hnetusmjör sem Rauði krossinn gefur börnum á næringarstöðvum í Sómalíu. Katrín Rós safnaði peningum með því að fara út að ganga með hunda en hún gaf einnig hluta af afmælispeningum sínum. Hún færði Rauða krossinum rúmlega 3.000 krónur en þær duga til að kaupa hnetusmjör handa tveimur alvarlega vannærðum börnum. Að öllu jöfnu tekur tvær til fjórar vikur að hjúkra barni þannig til fullrar heilsu eftir að það kemur illa vannært til Rauða krossins.

4. ágú. 2011 : Undirbúningur hafinn fyrir haustið!

Rauðakrosshúsið í Kópavogi hefur opnað aftur eftir sumarlokun og undirbúningur fyrir verkefni haustsins er því hafinn. Nú þegar eru nokkur námskeið komin á döfina sem hægt er að skrá sig á. Kópavogsdeild býður upp á þrjú skyndihjálparnámskeið á haustmánuðum þar sem farið verður yfir grundvallaratriði í skyndihjálp og endurlífgun. Þá verður boðið upp á tvö námskeið Slys og veikindi barna þar sem meðal annars er fjallað um varnir gegn slysum á börnum og orsakir slysa almennt, þroska barna og slys sem tengjast aldri. Frá september býður Rauði kross Íslands upp á grunnnámskeið Rauða krossins einu sinni í mánuði en á þeim námskeiðum er farið yfir störf hreyfingarinnar hér heima sem og á alþjóðavettvangi. Það er ætlað sjálfboðaliðum og öðru áhugafólki um málefnið. 

8. júl. 2011 : Sumarlokun í Rauðakrosshúsinu í Kópavogi

Rauðakrosshúsið í Kópavogi er lokað frá 11. júlí og opnar aftur miðvikudaginn 3. ágúst og verður þá opið sem fyrr alla virka daga kl. 9-15. Hægt er að senda deildinni tölvupóst á netfangið [email protected] og við höfum samband við fyrsta tækifæri.

6. júl. 2011 : Þakkir til sjálfboðaliða og leiðbeinenda!

Kópavogsdeild hélt námskeiðið Gleðidagar tvisvar sinnum í júní og vill þakka þeim fjölmörgu sjálfboðaliðum og leiðbeinendum sem tóku þátt og stuðluðu að vel heppnuðum námskeiðum. Alls nutu 30 börn á aldrinum 7-9 ára leiðsagnar eldri borgara og lærðu af þeim. Markmiðið með námskeiðunum var að þeir yngri lærðu af þeim eldri. Börnin lærðu meðal annars að prjóna og binda hnúta. Þau fóru á söfn, lærðu um plöntur, fóru í leiki og nutu útiveru. Þá heimsóttu þau einnig hjúkrunarheimilið Sunnuhlíð og lærðu um starfsemi þess.

5. júl. 2011 : Rauði krossinn vinsælastur á Facebook

Facebook, fyrirtækið sem rekur samnefndan félagsmiðil, hefur með hjálp notenda vefsins valið Rauða krossinn sem þá alþjóðlegu hjálparstofnun sem fjallað verður sérstaklega um á miðlinum. Í tilefni af Degi félagsmiðla í síðustu viku gerði Facebook skoðanakönnun meðal þeirra 46 milljóna manna sem fylgjast með fréttum af fyrirtækinu. Fólk var spurt hvaða hjálparstofnun af fjórum sem nefndar voru það vildi hafa í hávegum á deginum.

Af þeim fjórum stofnunum eða félögum sem nefnd voru – Alþjóðaráð Rauða krossins, Læknar án landamæra, Livestrong og UNICEF – fékk Rauði krossinn rúmlega helming atkvæða.

Kópavogsdeild er með síðu á Facebook og geta áhugasamir gerst vinir deildarinnar þar. Á síðunni er hægt að fylgjast með fréttum og viðburðum hjá deildinni. Síðuna má finna með því að smella hér.

30. jún. 2011 : Viðhorfskönnun vegna viðburða í Rauðakrosshúsinu í Hamraborg

Deildin minnir á viðhorfskönnunina sem hefur verið sett upp hérna á síðunni vegna opna hússins sem deildin hefur boðið upp á síðustu misseri. Gestir á opnu húsi í Rauðakrosshúsinu í Hamraborg eru beðnir um að svara þessari stuttu viðhorfskönnun varðandi þátttöku sína í viðburðum hússins. Markmiðið er að kanna hverjir hafa sótt viðburði á opnu húsi og hvað gestunum hefur fundist um dagskrána. Þá er einnig hægt að koma með tillögur að dagskrárliðum fyrir haustið. Könnunina er að finna með því að smella hér.

23. jún. 2011 : Gestir Dvalar á Hvanneyri

Gestir Dvalar og starfsmenn lögðu á dögunum land undir fót og var ferðinni heitið til  Hvanneyrar. Þátttakan var mjög góð og hópurinn söng á leiðinni ásamt því að njóta leiðsagnar um það sem fyrir augu bar. Það var tekið vel á móti hópnum á Hvanneyri og hann fékk fræðslu um traktora og önnur gömul tæki auk þess að skoða kirkjuna á staðnum. Þá var einnig komið við í Ullarsetrinu þar sem hópurinn kynnti sér garn og prjónavörur.

22. jún. 2011 : Gaman á Gleðidögum

Kópavogsdeild heldur námskeiðið „Gleðidagar – ungur nemur gamall temur“ þessa dagana. Námskeiðið er ókeypis og er fyrir 7-9 ára börn. Það er haldið í samvinnu við Öldrunarráð Íslands og er dagskráin fjölbreytt og skemmtileg. Leiðbeinendur á námskeiðinu eru að mestu eldri borgarar og er markmiðið að þeir yngri læri af þeim eldri. Deildin heldur tvö námskeið, eitt í þessari viku og það seinna í næstu viku. Fullt er á bæði námskeiðin.

16. jún. 2011 : Viðhorfskönnun vegna viðburða í Rauðakrosshúsinu í Hamraborg

Viðhorfskönnun hefur verið sett upp hérna á síðunni vegna opna hússins sem Kópavogsdeild hefur boðið upp á síðustu misseri. Gestir á opnu húsi í Rauðakrosshúsinu í Hamraborg eru beðnir um að svara þessari stuttu viðhorfskönnun varðandi þátttöku sína í viðburðum hússins. Markmiðið er að kanna hverjir hafa sótt viðburði á opnu húsi og hvað gestunum hefur fundist um dagskrána. Þá er einnig hægt að koma með tillögur að dagskrárliðum fyrir haustið. Könnunina er að finna með því að smella hér.

10. jún. 2011 : Ungir sjálfboðaliðar stóðu fyrir söfnun til styrktar Japans

Elvar Bragi Bjarkason, sjálfboðaliði Kópavogsdeildar Rauða krossins, stóð fyrir söfnun þar sem hann og samnemendur hans úr Menntaskólanum við Hamrahlíð söfnuðu pening til styrktar bágstöddum í Japan. Fleiri sjálfboðaliðar úr Plúsnum, ungmennastarfi deildarinnar, tóku einnig þátt í söfnuninni.

Unga fólkið hélt tónleika ásamt því að selja kökur og handgerða hluti í Smáralind. Þá gengu sjálfboðaliðarnir um með bauka og dreifðu bankanúmeri fyrir þá sem vildu gefa til söfnunarinnar.

9. jún. 2011 : Tombóla!

Vinkonurnar Mjöll Ívarsdóttir, Kolka Ívarsdóttir, Eyrún Flosadóttir og Helga Hlíf Snorradóttir héldu tombólu fyrir utan Nóatún í Hamraborginni til styrktar Rauða kossinum. Þær söfnuðu alls 3.042 kr. Framlag þeirra rennur í sameiginlegan hjálparsjóð á landsvísu. Það er ráðstafað einu sinni á ári úr sjóðnum í verkefni í þágu barna í neyð erlendis. Tilkynnt er hvaða verkefni verður fyrir valinu í desember ár hvert.

7. jún. 2011 : Laus pláss á námskeiðið Gleðidagar

Nokkur pláss voru að losna á námskeiðið Gleðidagar sem Kópavogsdeild stendur fyrir núna í júní. Námskeiðin verða tvö og eru fyrir börn fædd á árunum 2002-2004. Fyrra námskeiðið verður 20.-24. júní og það síðara 27. júní-1. júlí.

Á námskeiðinu eru eldri borgarar í hlutverki leiðbeinenda. Markmið námskeiðsins er að tengja saman kynslóðirnar og miðla reynslu og þekkingu þeirra á milli. Rauði kross Íslands stendur fyrir námskeiðunum í samstarfi við Öldrunarráð Íslands. Dagskráin er fjölbreytt og skemmtileg. Meðal þess sem boðið er upp á eru: gamlir leikir, tafl, prjónaskapur, tálgun, hnútabindingar, kveðskapur, söngur, ljósmyndun, skyndihjálp og vettvangsferðir.
 

6. jún. 2011 : Árleg kirkjuferð á uppstigningardag

Á uppstigningardag var farin hin árlega kirkjuferð með heimilisfólkinu í Sunnuhlíð. Þá er fólkinu boðið í messu í Kópavogskirkju í tilefni af kirkjudegi aldraðra sem er þennan sama dag. Heimsóknavinir og sjálfboðaliðar deildarinnar sem sjá um upplestur og söngstundir í Sunnuhlíð fara í ferðina og aðstoða fólkið á leiðinni. Eftir messu er svo boðið upp á kaffiveitingar í safnaðarheimili kirkjunnar. Að þessu sinni fóru yfir 40 manns í ferðina og um 10 sjálfboðaliðar.

30. maí 2011 : Metþátttaka í vorgleði sjálfboðaliða um helgina

Vorgleði sjálfboðaliða Kópavogsdeildar var haldin í sól og blíðu á laugardaginn í athvarfinu Dvöl við Reynihvamm 43. Sjálfboðaliðar deildarinnar fjölmenntu með maka, börn, barnabörn og aðra ættingja en vel yfir 80 manns voru mættir.

Gestirnir nutu veðurblíðunnar saman yfir grillmat og öðrum veitingum. Þeir sungu saman og börnin fengu andlitsmálun ásamt því að töframaður sýndi listir sínar. Nokkrir hundar sem starfa sem heimsóknavinir mættu einnig og slógu í gegn hjá öðrum gestum vorgleðinnar.

Myndir úr vorgleðinni má sjá ef smellt er á hlekkinn hér að neðan.
 

27. maí 2011 : Námskeiðið Slys og veikindi barna 31.maí og 1.júní

Þann 31. maí og 1. júní verður haldið 6 klukkustunda námskeið um forvarnir gegn slysum og viðbrögð við veikindum barna. Kennslan fer fram í Rauðakrosshúsinu í Kópavogi, Hamraborg 11, á 2.hæð milli 18 og 21 báða dagana.

Skráning er í fullum gangi og ennþá eru nokkur pláss laus. Hægt er að skrá sig beint á námskeið með því að smella hér. Einnig er hægt að senda tölvupóst á [email protected] eða hringja í síma 554-6626 og fá nánari upplýsingar.

25. maí 2011 : Kópavogsdeild fékk viðurkenningu fyrir Eldhuga, Enter og Takt á aðalfundi Rauða kross Íslands

Aðalfundur Rauða kross Íslands var haldinn í Stapanum í Reykjanesbæ laugardaginn 21.maí.

Á annað hundrað fulltrúar af öllu landinu sóttu fundinn og voru veittar viðurkenningar til verkefna sem rjúfa félagslega einangrun, sinna berskjölduðum og efla ungmenni í samfélaginu. Kópavogsdeild tók við viðurkenningu fyrir verkefnin Eldhuga og Enter. Í Enter hittast ungir innflytjendur einu sinni í viku í deildinni og er markmiðið að auðvelda börnum af erlendum uppruna að aðlagast íslensku samfélagi og virkja þeirra þátttöku í því. Verkefnið er unnið í samvinnu við mótttökudeild nýbúa í Álfhólsskóla og hófst árið 2004. Eldhugar eru unglingar í Kópavogi á aldrinum 13-16 ára. Þar vinna íslensk og erlend ungmenni  að því að byggja betra samfélag án mismununar og fordóma. Verkefninu er einnig ætlað að skapa grundvöll fyrir ungmenni af ólíkum uppruna til að hittast og hafa gaman saman.

Einnig fékk deildin viðurkenningu fyrir að taka þátt í átaksverkefni á vegum Vinnumálastofnunnar sem bar heitið Ungt fólk til athafna - Taktur. Þar fékk ungt atvinnulaust fólk að kynnast sjálfboðastörfum ásamt því að fá aðstoð í atvinnuleit og ferilskrárgerð.

Myndir af fundinum á Facebook.

23. maí 2011 : Rauði krossinn hvetur fólk til að huga að sínum nánustu og nágrönnum á hamfarasvæðinu

Rauði krossinn hvetur íbúa á hamfarasvæðunum að huga vel að sínum nánustu og sinna nágrönnum sínum, sérstaklega þeim sem ekki eiga aðstandendur á svæðinu. Mikilvægt er að finna fyrir samhug og samstöðu þegar áföll sem þessi dynja yfir.
 
Jóhann Thoroddsen, verkefnisstjóri áfallahjálpar Rauða krossins, segir að reynslan sé sú að fólk þurfi að sýna sjálfu sér þolinmæði hvað varðar viðbrögð við álaginu sem það býr við.
 
„Það skiptir máli að vera í samvistum við fjölskyldu sína, vini og félaga því mikill stuðningur felst í því. Börnin þurfa að geta sótt stuðning og öryggi til foreldra sinna og annarra fullorðinna sem þau treysta. Það er því mikilvægt að þau upplifi samstöðu fullorðna fólksins," segir Jóhann.

22. maí 2011 : Fjöldahjálparstöðvar opnar og Hjálparsíminn 1717 veitir upplýsingar vegna gossins - Icelandic Red Cross response to the volcanic eruption in Vatnajökull glacier

Tvær fjöldahjálparstöðvar eru nú opnar á hamfarasvæðinu, á Kirkjubæjarklaustri og Hofgarði í Öræfum. Rauði krossinn vinnur nú að því að skipuleggja áfallahjálp til íbúa á svæðinu ásamt heilbrigðisþjónustunni, kirkju, sveitarfélögum og almannavörnum.

Hjálparsími Rauða krossins 1717 var virkjaður þegar í gærkvöldi sem upplýsingasími fyrir almenning eins og jafnan er gert í almannaástandi. Fólki er því bent á að hringja í Hjálparsímann 1717 til að nálgast almennar upplýsingar og til að sækja sér sálrænan stuðning.

Um 1000 íbúar eru á hamfarasvæðinu, og njóta þeir aðstoðar sitthvorum megin við Skeiðarársand þar sem Vegagerðin hefur lokað veginum af öryggisaðstæðum. Klausturdeild og Hornafjarðardeild Rauða krossins sjá um aðstoð á svæðinu, en aðrar deildir verða virkjaðar eftir því sem þörf krefur þar sem sjálfboðaliðar eru margir hverjir einnig þolendur vegna öskufallsins og þurfa að huga að fjölskyldu og eigin aðstæðum.

Mikið öskufall er í Vestur Skaftafellssýslu. Almenningur er hvattur til að halda sig innandyra en nota grímur og hlífðargleraugu þegar menn eru utandyra.

Two shelters have been opened for inhabitants and tourists in the disaster area, one at the community centre in Kirkjubæjarklaustur at Klausturvegur 10 and at Hofgardur in Öræfi. The Icelandic Red Cross is organizing psychological support in the area together with health authorities, municipalities and the civil protection authorities.
The Red Cross Helpline 1717 serves as a source of general information for the public during times of emergency. For all information about the current situation in the area around Vatnajökull glacier simply dial 1717. If you are calling from abroad the number is + 354 551 7853 and you will be connected with the helpline. Calls from abroad are not free of charge.

Ashfall is ongoing in the area from east of Vík to Höfn. People are advised to stay inside, but use masks when travelling outside. Road 1 is closed east of Klaustur.

20. maí 2011 : Blómlegu barna-unglingastarfi vetrarins fagnað

Krakkarnir sem taka þátt Enter- starfi fyrir unga innflytjendur í Kópavogi og Eldhugum- starfi Kópavogsdeildar fyrir 13-16 ára unglinga af íslenskum og erlendum uppruna hafa nú lokið starfi sínu í vetur og héldu upp á það með sínum hætti. Börnin í Enter fóru í hestaferð með öðrum deildum af höfuðborgarsvæðinu en Eldhugarnir hittu jafnaldra sína úr starfi Hafnarfjarðardeildar þar sem meðal annars var haldin myndasýning úr starfi vetrarins. Starfið í vetur hefur verið í miklum blóma bæði í Enter og Eldhugum og krakkarnir tekið þátt í ýmsum spennandi verkefnum en þátttakendur í báðum verkefnum hafa sömuleiðis verið af fjölbreyttum uppruna eða frá Víetnam,Tælandi, Haítí,Rúmeníu, Póllandi, Portúgal, Spáni, Litháen og Rússlandi.
 

19. maí 2011 : Nemendur í Lindaskóla láta gott af sér leiða

Á dögunum afhentu Eyþór Hafliðason gjaldkeri nemendafélags Lindaskóla í Kópavogi og Gunnsteinn Sigurðsson skólastjóri skólans fulltrúum Rauða krossins 123.000 krónur. Peningarnir eru afrakstur fjáröflunar sem nemendur unglingadeildarinnar stóðu fyrir á þemadögum fyrir skemmstu. Þá höfðu nemendur ákveðið í sameiningu að ágóðinn rynni til Rauða krossins til hjálpar bágstöddum í Japan.

Þórir Guðmundsson, sviðsstjóri alþjóðamála Rauða kross Íslands og Hrafnhildur Helgadóttir, verkefnastjóri ungmenna og alþjóðamála Kópavogsdeildar veittu framlaginu viðtöku, þökkuðu skólanum og nemendum fyrir frábært framlag, auk þess sem þau gerðu grein fyrir þeim verkefnum sem Rauði krossinn vinnur að í Japan. 

Kópavogsdeild þakkar Lindaskóla fyrir frábært framtak og þann góða hug sem þar ríkir.

 

16. maí 2011 : Gaf hluta fermingapenings til Malaví

Anna Rún Arnfríðardóttir, nemandi í 8.bekk Kópavogsskóla, kom færandi hendi á dögunum til Kópavogsdeildar með peningagjöf að upphæð 20.000 krónur. Upphæðin var hluti  fermingarpeningsins hennar og vildi Anna Rún láta þessa fjárhæð renna til góðs. Hún óskaði eftir því að peningurinn rynni til alþjóðaverkefna en hún hafði einnig tekið þátt í Göngum til góðs síðastliðið haust og vildi að peningurinn rynni í sama málstað. Peningagjöfin verður því nýtt til að styrkja starf Rauða kross Íslands í Malaví en hann hefur unnið að hjálparstarfi þar síðan 2002. Mikill árangur hefur náðst í starfi Rauða kross Íslands í Malaví í þau ár sem samvinnan hefur staðið og má til að mynda nefna að árið 2009 nutu um 3.600 börn aðstoðar og fengu tækifæri til að sækja skóla ásamt því að fá fæði og klæði og félagslegan stuðning. Áætlað er að efla verkefni Rauða krossins í Malaví enn frekar á næstu árum, meðal annars með því fjármagni sem safnaðist í landssöfnuninni Göngum til góðs í október 2010.

Kópavogsdeild er stolt af því að ungir Kópavogsbúar vilji láta gott af sér leiða með þessum hætti og færir Önnu Rún bestu þakkir fyrir óeigingjarnt framlag.

 

13. maí 2011 : Kópavogsdeild færir nemum Sjá 102 viðurkenningu

Nemendur í Menntaskólanum í Kópavogi í áfanganum SJÁ 102 fengu viðurkenningu á dögunum fyrir vel unnin sjálfboðaliðastörf hjá Kópavogsdeild. Nemendurnir voru 28 í áfanganum á þessari önn og unnu sjálfboðin störf í Rjóðrinu, með Eldhugum, í athvarfinu Dvöl og í Sunnuhlíð. Þar að auki sátu þeir grunnnámskeið Rauða krossins þar sem þeir lærðu um upphaf, sögu, hugsjónir og verkefni hreyfingarinnar. Þeir héldu einnig dagbók um störf sín og lokaverkefni þeirra var að sjá um markað í Rauðakrosshúsinu sem haldinn var þann 16. apríl síðastliðinn. Á markaðinum mátti finna ýmist handverk sjálfboðaliða frá aldrinum 7 ára upp í 96 ára. Þá var einnig bakkelsi til sölu  sem nemendur höfðu útbúið sjálfir. Að þessu sinni rann allur ágóði markaðarins til neyðaraðstoðar innanlands. Markaðurinn gekk mjög vel og alls söfnuðu MK-nemarnir 230 þúsund krónum.  
 

12. maí 2011 : Kópavogsdeild á afmæli í dag 12.maí.

Kópavogsdeild var stofnuð þennan dag árið 1958 og fagnar því nú 53 ára afmæli sínu. Deildin hefur stækkað hratt síðustu ár og er nú með fjöldan allan af öflugum sjálfboðaliðum sem starfa í fjölbreyttum verkefnum.

Deildin leitast reglulega við að umbuna sjálfboðaliðum fyrir vel unnin störf og má þess geta að fyrir skemmstu bauð Borgarleikhúsið 60 sjálfboðaliðum ásamt mökum á sýninguna ,,Nei-Ráðherra“ og komust færri að en vildu.

Laugardaginn 28.maí verður haldinn vorfagnaður sjálfboðaliða í Dvöl, Reynihvammi 43. Deildin vonast til þess að sjá sem flesta sjálfboðaliða gleðjast saman og fagna öflugu vetrarstarfi um leið og við höldum inn í sumarið. 
 

10. maí 2011 : Sjálfboðaliðar kynntu verkefni deildarinnar í Íþróttahúsinu Digranesi

Um helgina var uppskeruhátíð eldra fólks í Kópavogi haldin í Íþróttahúsinu Digranesi. Margt var á dagskránni og var mikið um að vera. Boðið var uppá kynningar á félagslífi eldri borgara, samkvæmisdansa, jóga, tréskurð, bókband og margt fleira.

Sjálfboðaliðar Rauða krossins í Kópavogi létu sig ekki vanta og voru með bás á staðnum. Þar var hægt að fræðast um hin ýmsu verkefni deildarinnar ásamt því að spjalla við sjálfboðaliða um starfið. Þó nokkur umgangur var um básinn og vel var tekið á móti öllum sem stoppuðu við.

Kópavogsdeild þakkar aðstandendum hátíðarinnar fyrir að fá að taka þátt í þessari skemmtilegu uppákomu.

9. maí 2011 : Margt um að vera hjá Enter krökkunum

Það hefur ýmislegt skemmtilegt verið á döfinni síðustu vikur hjá Enter krökkunum. Þau fengu meðal annars góða heimsókn þar sem söngur var á dagskránni en Birte Harksen tónlistarkennari kenndi börnunum ýmis lög sem vöktu mikla athygli og lukku hjá börnunum. Uppruni laganna var frá ýmsum löndum og meðal annars frá þeirra fæðingarlöndum. Þá fóru krakkarnir einnig í heimsókn í Þjóðminjasafnið þar sem þau fengu góðar móttökur, fengu málörvun og fóru í ýmsa leiki. Á laugardaginn næsta verður síðan farið með hópinn í hina árlegu vorferð þar sem börnin fá að fara á hestbak og leiki úti í náttúrunni

4. maí 2011 : Kópavogsdeild býður upp á námsaðstoð í Molanum

Kópavogsdeild býður upp á ókeypis námsaðstoð fyrir fólk á framhaldsskólaaldri í Molanum, ungmennahúsi að Hábraut 2 í Kópavogi.
 

Í Molanum er opin lesaðstaða fyrir nemendur alla virka daga en dagana 4. maí, 6.maí, 9.maí og 10. maí kl. 17-19 verða sjálfboðaliðar frá Kópavogsdeild á staðnum. Þar munu þeir veita þeim sem vantar sérstaka leiðsögn í stærðfræði en sjálfboðaliðarnir búa allir yfir góðri þekkingu í því fagi. Einnig er hægt að óska eftir aðstoð í öðrum fögum með því að hafa samband við Kópavogsdeild í síma 554 6626 eða á [email protected]
 

28. apr. 2011 : Alþjóðlegir foreldrar fengu góða heimsókn

Alþjóðlegir foreldrar hittast vikulega í Rauðakrosshúsinu í Kópavogi og eiga góða stund saman með börnunum sínum. Reglulega er boðið upp á ýmiss konar fræðslu eða viðburði sem tengist annaðhvort börnum eða innflytjendum á Íslandi. Það sem af er ári hafa Alþjóðlegir foreldrar til dæmis fengið ráðgjöf varðandi svefnvenjur ungbarna, málþroska tvítyngdra barna og auk þess fengið fræðslu um heilbrigt og gott mataræði ungbarna. Auk þess eru reglulega haldnar samverur þar sem þátttakendur koma með ,,smakk að heiman” þar sem hver kemur með smárétt frá sínu heimalandi til að kynna fyrir hinum.

Á dögunum fékk hópurinn einnig góða heimsókn frá Birte Harksen sem er dönsk og menntuð sem grunnskólakennari, en hefur síðustu ár sérhæft sig í tónlistarstarfi og starfar nú sem tónlistarkennari í tveimur leikskólum. Hún hefur einnig hlotið  þróunarstyrki í þágu tónmenntar ungra barna. Hún fór með börnunum í ýmsa leiki með söng og leiklist sem vakti mikla lukku hjá börnunum og foreldrum líkt og myndir sýna. 
 

26. apr. 2011 : Tvær vinkonur héldu tombólu til styrktar Rauða krossinum

 

Vinkonurnar Guðbjörg Ýr og Helena Lilja héldu tombólu í Krónunni í Lindum til styrktar Rauða kossinum. Þær seldu meðal annars fótboltamyndir og skopparabolta en einnig báðu þær fólk um að leggja góðu málefni lið með því að gefa pening til styrktar börnum í neyð. Alls söfnuðu þær 10.243.- krónum og má því segja að vel hafi tekist hjá þeim stöllum.

Peningurinn rennur síðan í sameiginlegan hjálparsjóð á landsvísu. Það er ráðstafað einu sinni á ári úr sjóðnum í verkefni í þágu barna í neyð erlendis. Tilkynnt er hvaða verkefni verður fyrir valinu í desember ár hvert.

Þessar stúlkur eru dæmi um þau fjölmörgu börn sem árlega styrkja ýmis góð málefni með álíka hætti. Rauði krossinn metur mikils framtak sem þetta af hálfu yngstu sjálfboðaliða hreyfingarinnar. Þeir sem vilja afhenda Rauða krossinum afrakstur af fjársöfnun sinni geta komið í Rauðakrosshúsið í Kópavogi, Hamraborg 11, alla virka daga á milli kl. 9-15.

19. apr. 2011 : Námskeiðið Börn og umhverfi verður í boði í maí

Kópavogsdeild heldur fjögur Börn og umhverfi námskeið í maí. Það fyrsta er 2.-5. maí, annað er 9.-12. maí, þriðja er 16.-19. maí og það fjórða er 23.-26.maí. Enn eru laus pláss á námskeiðin og hægt er að skrá sig með því að smella hér.  

Námskeiðin eru ætluð ungmennum á 12. aldursári eða eldri sem gæta yngri barna. Farið er í ýmsa þætti er varða umgengni og framkomu við börn. Rætt er um árangursrík samskipti, aga, umönnun og hollar lífsvenjur, leiki og leikföng. Lögð er áhersla á umfjöllun um slysavarnir og algengar slysahættur í umhverfinu ásamt ítarlegri kennslu í skyndihjálp. Að auki fá þátttakendur innsýn í sögu og starf Rauða krossins.

Kópavogsdeild verður lokuð frá skírdag og framyfir páska. Starfsmenn og stjórn óskar sjálfboðaliðum og velunnurum gleðilegra páska.

16. apr. 2011 : Bestu þakkir til sjálfboðaliða eftir vel heppnaðan markað!

Fjöldi fólks lagði leið sína í Rauðakrosshúsið í Kópavogi í dag og gerði góð kaup á markaði MK-nema en markaðurinn er lokaverkefni þeirra í áfanga um sjálfboðið Rauða kross starf. Til sölu voru alls kyns prjónavörur og handverk sjálfboðaliða deildarinnar, brjóstsykur, lyklakippur og þá höfðu nemendur einnig útbúið veglegan kökubasar. Alls söfnuðust tæplega 230 þúsund krónur. Ágóðinn rennur til verkefna innanlands.
 

Meðal sjálfboðaliða sem unnið hafa handverk fyrir markaðinn er Oddur Jónsson Kópavogsbúi og elsti sjálfboðaliði Kópavogsdeildar, en Oddur er fæddur þann 20. apríl 1915 og fagnar því  96 ára afmæli í næstu viku. Oddur mætti á markaðinn færandi hendi líkt og ávallt en hann lagði til gríðarlega mikið magn af sokkum og vettlingum sem hann vinnur bæði hratt og vel. Að eigin sögn hefur hann mikið gagn og gaman af sinni vinnu þrátt fyrir að sjónin sé farin að daprast aðeins.
 

Fjölmargir aðrir sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar komu að markaðinum með einum eða öðrum hætti og vill deildin færa þeim innilegar þakkir fyrir ómetanlegt framlag. Þá vill deildin einnig þakka þem sem keyptu vörur á markaðinum og styrktu innanlandsstarf deildarinnar með þessum hætti. Stuðningur ykkar skiptir okkur miklu máli.
 

16. apr. 2011 : Velkomin á markað Kópavogsdeildar í dag!

Markaður Kópavogsdeildar hefst kl. 11 í dag, laugardag, og þar verður hægt að gera góð kaup á ýmis konar prjónavörum og öðru handverki sem sjálfboðaliðar deildarinnar hafa búið til.  Einnig verður veglegur kökubasar á staðnum og brjóstsykur sem hefur verið búið til sérstaklega fyrir markaðinn.Lyklahirslur og lyklakippur sem yngstu þátttakendur deildarinnar í Rauða kross starfi – Enter-börnin – hafa handgert verða líka til sölu.

Nemendur Menntaskólans í Kópavogi í áfanga um sjálfboðið Rauða kross starf sjá um markaðinn. Markaðurinn er staðsettur í Rauðakrosshúsinu í Hamraborg 11, 2. hæð, og verður opinn frá kl. 11-16. Þar er tilvalið að kaupa handverk til að gefa t.d. í sumargjafir eða sængurgjafir og styrkja gott málefni í leiðinni! Allur ágóði rennur til verkefna innanlands.

15. apr. 2011 : Börnin í Enter bjuggu til handverk fyrir markað Kópavogsdeildar á morgun

Börnin í Enter verkefni Kópavogsdeildar hafa nú lokið við að búa til lyklahirslur og lyklakippur sem seldar verða á markaði deildarinnar á morgun laugardaginn, 16. apríl. Vinnan hefur gengið vel hjá börnunum og afraksturinn glæsilegur. Börnin í Enter eru 9-12 ára innflytjendur úr Álfhólsskóla í Kópavogi en þau hittast einu sinni í viku í húsnæði deildarinnar og fá meðal annars málörvun og taka þátt í ýmsum tómstundum í gegnum fjölbreytta fræðslu og leiki.

Markaðurinn verður haldinn í Rauðakrosshúsinu Hamraborg 11, 2. hæð, og stendur frá kl. 11-16. Þar verður einnig selt fleira handverk sem unnið er af sjálfboðaliðum deildarinnar, prjónavörur fyrir allan aldur, föndur og heimagerðar kökur. Markaðurinn er lokaverkefni nemenda Menntaskólans í Kópavogi í áfanga um sjálfboðið Rauða kross starf.

13. apr. 2011 : Markaður Kópavogsdeildar á laugardaginn

Hér er tækifæri til að verða sér úti um góðgæti fyrir helgina, fallegt handverk, setja það jafnvel í afmælispakka, gefa sem sumargjafir og styrkja um leið gott málefni!
 

Kópavogsdeild Rauða krossins heldur markað á laugardaginn 16. apríl kl. 11-16 í Rauðakrosshúsinu Hamraborg 11, 2.hæð. Markaðurinn er lokaverkefni nemenda Menntaskólans í Kópavogi í áfanga um sjálfboðið Rauða kross starf. Einnig koma sjálfboðaliðar úr ýmsum öðrum verkefnum Kópavogsdeildar að markaðnum, ungir sem aldnir.
 

Til sölu verður fjölbreytt úrval af handverki sjálfboðaliða líkt og prjóna- og saumaverk fyrir allan aldur,  treflar, ennisbönd, peysur og fallegar handunnar ljósaseríur. Auk þess hafa yngstu sjálfboðaliðar deildarinnar útbúið lyklakippur og sælgæti sem einnig verður til sölu. Þá verður veglegur kökubasar á staðnum.
 

8. apr. 2011 : Gestir athvarfa Rauða krossins sýna myndlist í Kringlunni

Gestir í athvörfum Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu hafa í vetur málað myndir, mest á masónítplötur með akrýllitum en einnig á striga. Þeir efna nú til sýningar á verkum sínum í Kringlunni, og verður hún opnuð í dag, föstudaginn 8. apríl kl. 13:30.

Rauði krossinn rekur þrjú athvörf fyrir fólk með geðraskanir á höfuðborgarsvæðinu: Vin i Reykjavík, Læk í Hafnarfirði og Dvöl í Kópavogi. Markmið athvarfanna er að rjúfa félagslega einangrun, draga úr fordómum og auka lífsgæði þeirra sem eiga við geðsjúkdóma er að stríða.

7. apr. 2011 : Námskeiði POWERtalk vel tekið

POWERtalk deildin Fífa í Kópavogi hélt þriggja kvölda námskeið fyrir atvinnuleitendur og sjálfboðaliða Rauða krossins í mars. Á námskeiðinu var farið yfir framkomu í ræðustól, líkamstjáningu, uppbyggingu ræðu og margt fleira. Almenn ánægja var með námskeiðið og höfðu sjálfboðaliðar á orði að það væri gaman að fá tækifæri til að þjálfa sig í að tala fyrir framan hóp af fólki.

Kópavogsdeild þakkar Fífu frábært framtak, hlýhug og veit að námskeiðið mun nýtast atvinnuleitendum og sjálfboðaliðum deildarinnar vel.

4. apr. 2011 : Geta pabbar ekki grátið?

Hjálparsími Rauða krossins 1717 stendur fyrir átaki vikuna 4. – 10. apríl undir yfirskriftinni ,,Geta pabbar ekki grátið?“ Á þessum tímum efnahagsþrenginga eru fjárhagsáhyggjur mjög algengar og ófáir upplifa mikinn kvíða vegna þess. Langvarandi fjárhagsáhyggjur leiða auðveldlega til kvíða, streitu og jafnvel þunglyndis sem getur sligað sterkasta fólk. Slík vanlíðan er eitthvað sem aldrei má gera lítið úr. Margir hverjir eiga mjög erfitt með að ræða um vandamál sín, jafnvel við sína nánustu og sitja því einir með hugsanir sínar. Það að tala um líðan sína getur verið stórt skref í átt að því að byrja að takast á við vandann.

4. apr. 2011 : Viltu tala meiri íslensku?

Um liðna helgi hittist hópur innflytjenda og sjálfboðaliða sem taka þátt í verkefninu Viltu tala meiri íslensku?  Verkefnið hófst í janúar  2009 en á samverunum gefst innflytjendunum tækifæri til að tala íslensku við íslenska sjálfboðaliða og þannig þjálfa sig í notkun málsins. Hópurinn hefur hist vikulega í vetur í Molanum, ungmennahúsi Kópavogs en þess fyrir utan hefur hann einnig hist á kaffihúsum og farið á listasýningar svo eitthvað sé nefnt. 
 

1. apr. 2011 : Prjónað og pakkað fyrir Malavi

Fimmtudaginn 31.mars komu sjálfboðaliðar úr verkefninu ,,Föt sem framlag“ saman og pökkuðu afrakstri vetrarins. Pökkun fer fram tvisvar til þrisvar á ári og var þetta sú fyrsta á þessu ári. Alls var pakkað 226 pökkum og má því með sanni segja að vel hafi gengið að prjóna í vetur.

Fatapakkarnir eru sendir til barna og fjölskyldna í Malaví. Sjálfboðaliðarnir prjóna, hekla og sauma peysur, sokka, húfur, teppi og bleyjubuxur en auk þess fer líka í pakkana handklæði, treyja, buxur, samfellur, taubleyjur og taustykki

30. mar. 2011 : Plúsinn afhendir styrk til Haítí

Sæunn Gísladóttir og Anna María Guðmundsdóttir fóru fyrir hópi sjálfboðaliða úr starfi Plússins, ungmennastarfi Kópavogsdeildar, og afhentu Þóri Guðmundssyni sviðsstjóra alþjóðasviðs og Sólveigu Ólafsdóttur sviðsstjóra útbreiðslusviðs, hátt í fimmtíu þúsund krónur sem söfnuðust á fatamarkaði hópsins þann 19. mars síðastliðinn.

Peningurinn verður nýttur til að styðja við börn á Haítí sem enn eiga um sárt að binda vegna jarðskjálftans sem reið yfir landið fyrir rúmu ári. Samanlagt hefur þá Plúsinn styrkt það verkefni um vel yfir hundrað þúsund krónur en þau lögðu einnig ágóða af markaði sínum á síðasta ári í sama verkefni.

28. mar. 2011 : Duglegar vinkonur héldu tombólu til styrktar Rauða krossinum

Þær Guðrún, Ásta og Katla Rut, allar nemendur í 4. bekk í Kársnesskóla héldu tombólu á dögunum og söfnuðu  1.207 kr. til styrktar Rauða krossinum.  Þær höfðu safnað dóti í smá tíma og seldu fyrir utan sundlaug Kópavogs. Framtakinu var vel tekið og fengu þær góð viðbrögð frá gestum sundlaugarinnar.

Þessar stúlkur eru dæmi um þau fjölmörgu börn sem árlega styrkja ýmis góð málefni með með álíka hætti. Rauði krossinn metur mikils framtak sem þetta af hálfu yngstu sjálfboðaliða hreyfingarinnar. Þeir sem vilja afhenda Rauða krossinum afrakstur af fjársöfnun sinni geta komið í Rauðakrosshúsið í Kópavogi, Hamraborg 11, alla virka daga á milli kl. 9-15.


 

25. mar. 2011 : Birta brött og bleik heimsækir Kópavogsdeild

Krakkarnir í Enter og Eldhugum fengu skemmtilega heimsókn í vikunni en kötturinn Birta kom í heimsókn ásamt eiganda sínum Belindu Theriault. Belinda byrjaði á að lesa upp úr bókinni ,,Birta brött og bleik” sem fjallar um hvernig hægt er að takast á við fordóma á skemmtilegan hátt og að allir þurfi ekki að vera steypti í sama mót.  Þegar upplestrinum var lokið kom Belinda krökkunum á óvart með því að sækja Birtu og leyfa henni að vera með og hitta krakkana.
 

21. mar. 2011 : Ungir sjálfboðaliðar safna til styrktar börnum í neyð

Margir lögðu leið sína á hinn árlega fatamarkað Plússins sem ungir sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar  héldu í Molanum, ungmennahúsi Kópavogs á laugardaginn var. Á markaðinum voru seld notuð föt til styrktar börnum sem enn búa við mikla neyð eftir jarðskjálftana á Haítí fyrir rúmu ári. Full þörf er á áframhaldandi stuðning þar og nauðsynlegt að halda áfram að styðja við þau verkefni sem fyrir eru og þarfnast neyðaraðstoðar, þó svo að ný og krefjandi verkefni séu að bætast við. Fötin voru seld á mjög vægu verði, nærri allt undir þúsund krónum, auk þess sem fólk gat fengið að prútta niður verð á stærri flíkum. Salan gekk vel og alls söfnuðust hátt í fimmtíu þúsund krónur. Að auki var var Alþjóðatorg ungmenna með svokallað lifandi bókasafn á staðnum en það líkt og venjulegt bókasafn þar sem lesendur koma og fá lánaða bók í takmarkaðan tíma.

17. mar. 2011 : Öflugir ungir sjálfboðaliðar Kópavogsdeildar halda fatamarkað

Ungir sjálfboðaliðar úr Plúsnum, ungmennastarfi Rauða krossins í Kópavogi fyrir 16-24 ára, hafa unnið að margvíslegum verkefnum undanfarin ár og haft áhrif á samfélagið sitt með ýmsum hætti. Hægt er að taka þátt í ýmsum hópum innan Plússins líkt og stýrihópi, hönnunarhópi og fræðsluhópi.

Meðal verkefna sem Plúsinn hefur staðið að eru alþjóðleg kaffihúsakvöld, forvarnarfræðsla, viðburðir og fjáraflanir en undanfarna daga hafa þeir verið að undirbúa sinn árlega fatamarkað til styrktar góðu málefni.

15. mar. 2011 : List til styrktar Rauða krossinum

Verk eftir fjórar listakonur sem gefið hafa  verk sín styrktar Hjálparsjóði Rauða krossins eru nú til sölu hjá Gallerí Fold. Um er að ræða verk eftir hinar hæfileikaríku listakonur Fríðu Gísladóttur (nafn verks: Mjólk sem sjór, verð 70.000), Hrafnhildi Ingu Sigurðardóttur (nafn verks: Eyðibýlið, verð 80.000) Laufey Johansen (nafn verks: Áhrif frá Vúlkan, verð 110.000) og Sesselju Tómasdóttur (nafn verks: Kærleikurinn, verð: 50.000).

14. mar. 2011 : Eldhugar undirbúa viðburð gegn fordómum

Unglingarnir í Eldhugum Kópavogsdeildar standa í ströngu þessa dagana við að undirbúa  viðburð í Smáralind sem þeir hyggjast taka þátt í á fimmtudaginn næstkomandi, þann 17.mars  kl. 17.30. Viðburðurinn er samstarfsverkefni Rauða krossins, Mannréttindaskrifstofu Íslands, Æskulýðsstarfs þjóðkirkjunnar og Alþjóðatorgs ungmenna  sem standa saman að því fagna fjölmenningu á Íslandi. Viðburðurinn er haldinn í tengslum við alþjóðadaginn gegn kynþáttamisrétti sem er 21.mars en þá koma þúsundir manna saman til að kveða niður kynþáttafordóma og misrétti í Evrópu.