12. sep. 2011 : Deildin óskar eftir sjálfboðaliðum í nokkur verkefni

Nú er hauststarf deildarinnar að komast á fullt skrið og vantar sjálfboðaliða í nokkur verkefni. Það vantar heimsóknavini til að sinna heimsóknaþjónustu. Markmiðið heimsóknanna er að draga úr einsemd og félagslegri einangrun og eru heimsóknir á einkaheimili, hjúkrunarheimili, sambýli og aðrar stofnanir. Sjálfboðaliðarnir heimsækja gestgjafa sína einu sinni í viku, klukkustund í senn.

Þá vantar sjálfboðaliða í námsaðstoð í íslensku á framhaldsskólastigi fyrir nemanda af erlendum uppruna, með sérstaka áherslu á bókmenntir. Tími er samkomulag en að minnsta kosti einu sinni í viku fram í desember.

Einnig vantar sjálfboðaliða í Enter. Það er starf með ungum innflytjendum 9-12 ára sem felur í sér málörvun og tómstundastarf. Börnin mæta á vikulegar samverur á miðvikudögum kl. 13.00-15.00 i Rauðakrosshúsinu í Hamraborg 11 og vantar sjálfboðaliða til að stýra samverunum. Markmið verkefnisins er að auðvelda börnum af erlendum uppruna aðlögun að íslensku samfélagi og virka þátttöku í því.

12. sep. 2011 : Tombóla

Viktor Örn Ingvarsson í 2. bekk í Kársnesskóla hélt tombólu á dögunum fyrir utan Nóatún í Hamraborg og gaf afraksturinn, 1.275 kr. til Rauða krossins. Framlag hans rennur í sameiginlegan hjálparsjóð á landsvísu. Það er ráðstafað einu sinni á ári úr sjóðnum í verkefni í þágu barna í neyð erlendis. Tilkynnt er hvaða verkefni verður fyrir valinu í desember ár hvert.

 

11. sep. 2011 : Gestir athvarfa Rauða krossins sýna myndlist í Kringlunni

Gestir í athvörfum Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu hafa í vetur málað myndir, mest á masónítplötur með akrýllitum en einnig á striga. Þeir efna nú til sýningar á verkum sínum í Kringlunni, og verður hún opnuð í dag, föstudaginn

10. sep. 2011 : Námskeiði POWERtalk vel tekið

Gestir í athvörfum Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu hafa í vetur málað myndir, mest á masónítplötur með akrýllitum en einnig á striga. Þeir efna nú til sýningar á verkum sínum í Kringlunni, og verður hún opnuð í dag, föstudaginn

9. sep. 2011 : Starf Plússins hefst aftur eftir sumarfrí

Stýrihópur Plússins, ungmennastarfs Kópavogsdeildar fyrir 16-24 ára, hélt fund nú á dögunum þar sem farið var yfir skipulag starfsins í haust.

Verkefni Plússins verða margvísleg og spennandi líkt og áður. Hönnunarhópurinn verður áfram virkur og mun hittast á tveggja vikna fresti. Þar fá ungir sjálfboðaliðar tækifæri til þess að leyfa sköpunargáfunni að njóta sín, endurhanna og sauma föt og fylgihluti út frá hugmyndum hvers og eins. Þar að auki vinna þeir ákveðin verkefni sem deildin leggur fram hverju sinni. Fræðsluhópur mun sinna fræðslu og forvörnum og helsta verkefni annarinnar verður að taka þátt í fordómafræðslu fyrir jafningja í félagsmiðstöðvum Kópavogs. Það verkefni vinnur hópurinn í samstarfi við Eldhuga en það er starf deildarinnar fyrir 13-16 ára unglinga.

Í haust mun Plúsinn sömuleiðis taka þátt í móttöku ungra sjálfboðaliða frá Palestínu, ásamt öðrum ungmennum úr Rauða kross starfi á höfuðborgarsvæðinu. 

9. sep. 2011 : Viltu tala meiri íslensku?

Gestir í athvörfum Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu hafa í vetur málað myndir, mest á masónítplötur með akrýllitum en einnig á striga. Þeir efna nú til sýningar á verkum sínum í Kringlunni, og verður hún opnuð í dag, föstudaginn

8. sep. 2011 : Geta pabbar ekki grátið?

Gestir í athvörfum Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu hafa í vetur málað myndir, mest á masónítplötur með akrýllitum en einnig á striga. Þeir efna nú til sýningar á verkum sínum í Kringlunni, og verður hún opnuð í dag, föstudaginn

7. sep. 2011 : Nýr basarhópur hittist í fyrsta skipti í gær

Kópavogsdeild auglýsti nýlega eftir sjálfboðaliðum í nýjan basarhóp og fyrsta samveran var í gær. Hressar konur mættu og lögðu línurnar fyrir verkefni hópsins næstu mánuðina. Þær spjölluðu yfir kaffi, fóru á hugarflug um handverk fyrir basarinn og byrjuðu svo strax á handavinnunni. Þetta er handavinnumiðað fjáröflunarverkefni og er hlutverk hópsins að útbúa ýmis konar handverk fyrir jólabasar. Hópurinn er opinn öllum sem hafa áhuga á hvers kyns handavinnu  og vilja nýta hana til góðs. 

5. sep. 2011 : Hvað er í boði? - uppfærð útgáfa

Í febrúar 2009 hófu sjálfboðaliðar Rauða krossins í samstarfi við SÍBS og Háskóla Íslands vinnu við að kortleggja upplýsingar um námskeið og frístundir sem eru ókeypis eða kosta lítið og þau úrræði sem eru í boði fyrir þá sem misst hafa vinnuna. Markmiðið var að safna upplýsingum í gagnabanka á einn stað til að auðvelda fólki að nýta þau tækifæri til afþreyingar, fræðslu og þjónustu sem standa landsmönnum til boða.

Afraksturinn var bæklingurinn „Hvað er í boði?“ sem fyrst var gefin út 31. mars 2009. Sjálfboðaliðar og starfsmenn Rauða krossins hafa séð um að viðhalda upplýsingum og uppfæra þær eftir fremsta megni. Vinnu við uppfærslu þessa misseris er nýlokið og má nálgast nýjasta „Hvað er í boði? “ bæklinginn með því að smella á meira.

5. sep. 2011 : Garn- og efnisafgangar óskast

Kópavogsdeild er með hóp sjálfboðaliða sem prjónar og saumar ungbarnaföt fyrir börn í neyð í Malaví og er nú einnig farin af stað með sérstakan basarhóp sem útbýr handverk fyrir fjáröflunarbasar sem verður haldinn fyrir jólin. Deildin óskar eftir garn- og efnisafgöngum í verkefnin. Þeir sem geta styrkt verkefnin með þessum hætti eru hvattir til að koma með afganga í Rauðakrosshúsið í Kópavogi á opnunartíma þess, kl. 9-15 á virkum dögum.

2. sep. 2011 : Opið hús á Hamraborgarhátíð

Kópavogsdeild verður með opið hús í húsnæði sínu laugardaginn 3. september í tilefni af Hamraborgarhátíðinni. Hægt verður að kíkja í kaffi og kynna sér starf og verkefni deildarinnar kl. 13-16 í Hamraborg 11, 2. hæð. Þá verða einnig til sölu prjónavörur sjálfboðaliða en ágóðinn rennur í verkefnið Föt sem framlag.