Slys og veikindi barna 6. og 7. febrúar – nokkur laus pláss
Enn eru nokkur laus pláss á námskeiðið slys og veikindi barna sem haldið verður dagana 6. og 7. febrúar n.k.. Kennslan fer fram í Rauðakrosshúsinu í Kópavogi, Hamraborg 11, á 2. hæð kl.18 til 21 báða dagana. Hægt er að skrá sig beint á námskeið með því að smella hér. Einnig er hægt að senda tölvupóst á kopavogur@redcross.is eða hringja í síma 554-6626 og fá nánari upplýsingar.
Nýr starfsmaður hjá Kópavogsdeild
Hrafnhildur Kvaran hóf störf hjá Kópavogsdeild Rauða krossins í byrjun vikunnar en hún gegnir stöðu verkefnastjóra félags- og sjálfboðaliðamála í 50% starfi. Hún starfar einnig hjá Garðabæjardeild Rauða krossins þar sem hún hefur gegnt stöðu framkvæmdastjóra síðan um mitt árið 2010.
Kópavogsdeild óskar eftir garni og ungbarnafötum
Deildin starfrækir verkefnið Föt sem framlag þar sem sjálfboðaliðar útbúa fatapakka til að senda til ungbarna í neyð í Malaví. Í pakkana fara prjónaðar flíkur sem og notuð föt en markmiðið með verkefninu er að mæta skorti á ungbarnafötum á svæðum þar sem neyð ríkir en í almennum fatasöfnunum berst minnst af barnafötum. Þeir sem eiga garn, garnafganga og ungbarnaföt aflögu og vilja aðstoða deildina í þessu verkefni geta komið í Rauðakrosshúsið í Hamraborg 11 með framlag sitt. Af ungbarnafötum er tekið á móti samfellum, nærfötum, peysum, buxum, sokkum og treyjum fyrir 0-12 mánaða.
Gítarleikari óskast í sjálfboðið starf í Sunnuhlíð
Kópavogsdeild vantar sjálfboðaliða til að spila á gítar í söngstundum á hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð. Söngstundirnar eru vikulega á fimmtudögum kl. 15-16 og eru hugsaðar sem afþreying fyrir heimilisfólk Sunnuhlíðar. Sjálfboðaliðar sjá um söng og vantar nú gítarleikara í undirspil. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt í þessu verkefni eru vinsamlega beðnir um að hafa samband við Kópavogsdeild í síma 554 6626 eða á netfangið kopavogur@redcross.is.
Laust starf: Rekstrarstjóri
Kópavogsdeild Rauða krossins auglýsir eftir rekstrarstjóra fataverslana á höfuðborgarsvæðinu í 50% starf. Um er að ræða fimm verslanir sem selja notaðan fatnað og sjá sjálfboðaliðar félagsins um afgreiðslustörf.
Námskeið hjá Kópavogsdeild í febrúar og mars
Kópavogsdeild býður upp á hefðbundin námskeið í febrúar og mars og hér á síðunni er hægt að fá upplýsingar og skrá sig á þau. Þann 13. febrúar og 14. mars verða almenn skyndihjálparnámskeið þar sem farið verður yfir grundvallaratriðið í skyndihjálp og endurlífgun. Námskeiðið Slys og veikindi barna fer fram 6.-7. febrúar og 6.-7. mars. Þá verður meðal annars fjalla um varnir gegn slysum á börnum og orsakir slysa almennt, þroska barna og slys sem tengjast aldri.
Þú skiptir máli! - Hjálpaðu okkur að hjálpa öðrum
Rauði krossinn í Kópavogi leitar að hópstjórum í verkefni á nýju ári.
Við leitum að duglegu fólki sem hefur góðan tíma aflögu og vill gefa af sér. Hópstjórar bera ábyrgð á hluta framkvæmdar og eftirfylgni verkefnanna. Hlutverk hópstjóranna eru margvísleg en þeir þurfa að hafa leiðtogahæfileika og góða samstarfs-, skipulags- og samskiptahæfni