22. feb. 2012 : Slípa íslenskuna í spjalli

Sjálfboðaliðar Rauða krossins í Kópavogi kenna nýbúum málið. Afslappað andrúmsloft og áherslan á að efla færni með samræðu.

Greinin birtist í Morgunblaðinu 22.02.2012

20. feb. 2012 : Tombóla

Vinirnir Axel Ingi, Dagur Ingi og Emil Grettir héldu tombólu á dögunum fyrir utan Nettó í Kópavogi.  Þeir höfðu safnað alls konar dóti frá fjölskyldu og vinum til að selja á tombólunni. Afraksturinn var rúmlega 6000kr sem þeir færðu Rauða krossinum til þess að hjálpa öðrum.

20. feb. 2012 : Tombóla

Vinkonurnar Áróra, Berglind Freyja og Sólveig Rut héldu tombólu á dögunum. Þær voru í rúma 5 tíma fyrir utan Stöðina við Smáralind. Starfsfólk á Stöðinni tók þeim mjög vel og gáfu þeim m.a. kakó. Stúlkurnar komu í Rauðakrosshúsið í Hamraborg 11 með afraksturinn sem var rúmlega 10.000kr. 

15. feb. 2012 : Bjargaði lífi móður sinnar

Theodór Fannar Eiríksson var meðal þeirra sem tilnefndir voru til skyndihjálparmanns ársins 2011. Theodór tók á móti viðurkenningu frá Rauða krossi Íslands í Rauðakrosshúsinu í Kópavogi fyrr í vikunni. Viðurkenninguna hlaut hann fyrir að bjarga lífi móður sinnar þegar eldur kom upp í íbúð þeirra og læstist í móður hans. Viðbrögð Theodórs voru hárrétt en hann rúllaði móður sinni inn í teppi og slökkti þannig eldinn og kom henni út úr húsinu. Atvikið átti sér stað í desember sl.

11. feb. 2012 : Bjargaði lífi dóttur sinnar með hjartahnoði

Rauði kross Íslands hefur valið Gísla Örn Gíslason sem skyndihjálparmann ársins 2011 fyrir að sýna hárrétt viðbrögð á neyðarstundu þegar dóttir hans fór í hjartastopp á heimili þeirra þann 29. janúar 2011. Gísli tók við viðurkenningu Rauða krossins í göngugötunni í verslunarmiðstöðinni Smáralind kl. 14:00 í dag á hátíðardagskrá Neyðarlínunnar og samstarfsaðila um 112-daginn.

9. feb. 2012 : Nýir söngvinir bætast í hópinn hjá Kópavogsdeild

Tveir nýjir söngvinir hafa bæst í hóp heimsóknavina Kópavogsdeildar sem taka þátt í söngstundum á dvalarheimilum fyrir aldraða. Einnig hefur nýr sjálfboðaliði sem spilar á gítar hafið störf í sambýlinu fyrir aldraða í Roðasölum. Þar spilar hann undir og syngur með vistmönnum og fleiri sjálfboðaliðum. Hann leysir einnig af í hjúkrunarheimilinu Sunnuhlíð á meðan leitað er að öðrum gítarspilara til þess að sjá um söngstundina þar á fimmtudögum.

1. feb. 2012 : Eldhugastarf í félagsmiðstöðvum Kópavogs

Hópur ungra sjálfboðaliða Kópavogsdeildar hefur tekið að sér umsjón með kynningarstarfi Eldhuga í félagsmiðstöðvum bæjarins. Hópurinn hefur undirbúið sig vel og samanstendur af sjálfboðaliðum deildarinnar sem sumir hverjir hafa tekið þátt í starfinu frá unga aldri.

1. feb. 2012 : Tombóla

Vinkonurnar Viktoría Rós Antonsdóttir og Embla Helgadóttir Isaksen í 3.SGG í Álfhólsskóla héldu tombólu á dögunum. Þær seldu jólakort, afmæliskort og listaverk sem þær höfðu sjálfar búið til. Afraksturinn var um 4000kr sem þær færðu Rauða krossinum til þess að hjálpa öðrum.