26. apr. 2012 : Sjálfboðaliða vantar í fatabúðir

Kópavogsdeild leitar að sjálfboðaliðum til starfa í fatabúðum Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu.

 

23. apr. 2012 : Námskeiðin Börn og umhverfi að hefjast hjá Kópavogsdeild

Námskeiðin Börn og umhverfi eru að hefjast hjá Kópavogsdeild Rauða krossins. Fullbókað er á námskeiðið sem hefst í dag. Næstu námskeið verða 7.-10. maí og 21.- 24. maí. Enn eru laus pláss á þau námskeið og hægt að skrá sig hér

14. apr. 2012 : Takk fyrir stuðninginn!

Vorbasar deildarinnar var haldin í dag og var afraksturinn 190.000 þúsund krónur. Fjármagnið verður nýtt í verkefni deildarinnar innanlands. Á basarnum var hægt að gera góð kaup á alls kyns handverki sjálfboðaliða.  Sjálfboðaliðar í verkefninu Föt sem framlag lögðu til prjónavörur,  sjálfboðaliðar í basarhópi lögðu til ýmis konar handverk og nemar í MK mættu með bakkelsi auk þess að vinna á markaðnum ásamt öðrum sjálfboðaliðum deildarinnar. Handverk sjálfboðaliða verður áfam til sölu í Rauðakrosshúsinu í Hamraborg 11, 2. hæð og hægt að gera góð kaup á virkum dögum kl. 9-15.

Deildin færir sjálfboðaliðum sem lögðu fram krafta sína fyrir basarinn bestu þakkir sem og öllum þeim sem styrktu deildina með kaupum sínum. Takk fyrir!

13. apr. 2012 : Risabasar í Rauðakrosshúsinu í Kópavogi

Kópavogsdeild Rauða krossins heldur RISAbasar á morgun laugardaginn 14. apríl kl. 12-16 í Rauðakrosshúsinu Hamraborg 11, 2. hæð. Þar verður hægt er að gera góð kaup á alls kyns handverki sjálfboðaliða deildarinnar en þeir hafa staðið í ströngu við að undirbúa Basarinn síðustu vikur. Í boði verða prjóna- og saumavörur af ýmsu tagi. Meðal annars treflar, peysur, húfur, vettlingar og sokkar í ýmsum stærðum, ungbarnateppi, saumaðar töskur, hárskraut, gjafakort og margt fleira.Nemendur úr áfanga um sjálfboðið starf í Menntaskólanum í Kópavogi verða einnig með kökubasar á staðnum.

Allur ágóði af markaðnum rennur til verkefna Kópavogsdeildar innanlands.

 

13. apr. 2012 : Samningur um rekstur Rauðakrossbúðanna á höfuðborgarsvæðinu

Deildir á höfuðborgarsvæði hafa gert með sér samstarfssamning um rekstur Rauðakrossbúðanna á svæðinu og mun Kópavogsdeild Rauða krossins fara með stjórnun verkefnisins fyrir hönd deildanna. Markmiðið með sölu á notuðum fatnaði í Rauðakrossbúðunum er að afla tekna í Hjálparsjóð Rauða kross Íslands, fyrir 1717 og deildir á svæðinu. 

11. apr. 2012 : Undirbúningur fyrir Risabasar í fullum gangi

Undirbúningur fyrir Risabasar Kópavogsdeildar á laugardaginn næstkomandi er nú í fullum gangi í Rauðakrosshúsinu í Hamraborg. Basarhópurinn hefur hist alla þriðjudaga í haust til að útbúa handverk á basarinn en ungmennin í hönnunarhóp Plússins eiga einnig vörur á basarnum. Þá hafa sjálfboðaliðar í Föt sem framlag einnig lagt til vörur á basarinn. Öllum söluvörunum verður svo raðað upp í salnum á föstudaginn og allt gert tilbúið fyrir þennan Risabasar.