18. jan. 2013 : Nýir starfsmenn hjá Rauða krossinum í Kópavogi

Tveir nýir starfmenn hófu störf hjá Rauða krossinum í Kópavogi í byrjun árs. Guðrún Eyjólfsdóttir tók við starfi Hrafnhildar Helgadóttur sem verkefnastjóri verkefna. Guðrún hefur starfað sem þroskaþjálfi hjá Ási styrktarfélagi síðastliðin 22 ár. Hrafnhildur Helgadóttir hóf störf hjá UNICEF á Íslandi um áramótin.  

Bára Björk Elvarsdóttir tók við starfi verslunarstjóra Fataverslana Rauða krossins á höfuðborgarsvæðinu af Helgu Pálsdóttur. Bára er menntaður viðskiptafræðingur og hefur mikla reynslu af verslunarstörfum og -rekstri.