Á flótta, hlutverkaleikur Rauða krossins

Þorir þú að vera flóttamaður í 24 klukkustundir?
Á flótta, hlutverkaleikur Rauða krossins verður haldinn 14.september 2013.

Skráning er hafin. [Mynd 1]

Að þessu sinni verða þátttakendur frá Ítalíu, Þýskalandi og Belgíu með í leiknum.

Á flótta er hlutverkaleikur sem gefur þátttakendum tækifæri til að upplifa á einum sólarhring það sem milljónir flóttamanna um allan heim þurfa að búa við jafnvel svo árum eða áratugum skiptir.

Meðan á leik stendur upplifa þátttakendur það óöryggi, vantraust, þreytu og annað sem fylgir því að vera á flótta. Þátttakendurnir eru settir í þá aðstöðu að þeir séu óvelkomnir, þolendur skrifræðis og fordóma, háðir neyðaraðstoð auk þess sem þeir verða að gera sig skiljanlega á framandi tungumálum og vera komnir upp á náð og miskunn fólks sem ber enga virðingu fyrir þeim.

Rétt er að benda á að allar líkamlegar snertingar eru bannaðar og þeir leiðbeinendur sem fara í hlutverk hermanna og skæruliða bera ekkert sem minnir á vopn, enda er markmiðið ekki að hræða þátttakendur. Þátttakendur eru aldrei einir meðan á leik stendur og fullorðnir leiðbeinendur sem sótt hafa viðeigandi þjálfun eru alltaf innan seilingar.

Þátttakendum er frjálst að hætta í leiknum hvenær sem þeir kjósa sjálfir. Í flestum tilfellum dvelja þeir þá í bækistöð leiksins fram að leikslokum og taka svo þátt í rýnifundi að honum loknum. Ef þátttakandi neitar að fara eftir reglum leiksins og hagar sér á óviðeigandi hátt geta leiðbeinendur tekið hann út úr leiknum.


Á flótta, hlutverkaleikur Rauða krossins

14. september 2013

Þorir þú að vera flóttamaður í 24 klukkustundir?
Á flótta, hlutverkaleikur Rauða krossins verður haldinn 14.september 2013.

Skráning er hafin. [Mynd 1]

Að þessu sinni verða þátttakendur frá Ítalíu, Þýskalandi og Belgíu með í leiknum.

Á flótta er hlutverkaleikur sem gefur þátttakendum tækifæri til að upplifa á einum sólarhring það sem milljónir flóttamanna um allan heim þurfa að búa við jafnvel svo árum eða áratugum skiptir.

Meðan á leik stendur upplifa þátttakendur það óöryggi, vantraust, þreytu og annað sem fylgir því að vera á flótta. Þátttakendurnir eru settir í þá aðstöðu að þeir séu óvelkomnir, þolendur skrifræðis og fordóma, háðir neyðaraðstoð auk þess sem þeir verða að gera sig skiljanlega á framandi tungumálum og vera komnir upp á náð og miskunn fólks sem ber enga virðingu fyrir þeim.

Rétt er að benda á að allar líkamlegar snertingar eru bannaðar og þeir leiðbeinendur sem fara í hlutverk hermanna og skæruliða bera ekkert sem minnir á vopn, enda er markmiðið ekki að hræða þátttakendur. Þátttakendur eru aldrei einir meðan á leik stendur og fullorðnir leiðbeinendur sem sótt hafa viðeigandi þjálfun eru alltaf innan seilingar.

Þátttakendum er frjálst að hætta í leiknum hvenær sem þeir kjósa sjálfir. Í flestum tilfellum dvelja þeir þá í bækistöð leiksins fram að leikslokum og taka svo þátt í rýnifundi að honum loknum. Ef þátttakandi neitar að fara eftir reglum leiksins og hagar sér á óviðeigandi hátt geta leiðbeinendur tekið hann út úr leiknum.