Kakósöfnun Rauða krossins

Nú, eins og áður, stendur Rauði krossinn að fjársöfnun með því að gefa gestum og gangandi kakó gegn frjálsu framlagi. Söfnunin hefst þann 30. nóvember og stendur fram að jólum.

Að þessu sinni verður Rauði krossinn ekki aðeins í Reykjavík heldur einnig í Strandgötu í Hafnarfirði.

Við leitum nú til þín, að taka að þér að gefa kakó á Laugavegi og Strandgötu þessar dagsetningar og safna fyrir innanlandsstarfi Rauða krossins og styrkja einstaklinga sem minna mega sín. Á hverri starfsstöð verður staðsettur söfnunarbaukur Rauða krossins.

Boðið verður uppá kakó frá kl. 13 til 18 og höfðum við hugsað okkur að tvískipta vöktum. Mjólkin verður í boði MS og súkkulaðið í boði Nóa-Síríus.

Smelltu á hlekkina hér að neðan til að taka þátt. Nánar um tímasetningar þar:

Skráning fyrir Strandgötu. Hafnarfirði.

Skráning fyrir Laugaveg, Reykjavík.

Ef þú hefur tækifæri til að verja nokkrum tímum þessa tilteknu daga, til að safna fyrir Rauða krossinn, þá endilega skráðu þig hér að ofan. Þú getur einnig sent okkur tölvupóst ef óskað er eftir frekari spurningum, [email protected] eða [email protected]