14. okt. 2011 : Hungur í heimi allsnægta

5. okt. 2011 : Þrír hjúkrunarfræðingar til Íraks

Hólmfríður Garðarsdóttir, Áslaug Arnoldsdóttir og Magna Björk Ólafsdóttir vinna við verkefni í Írak á vegum Rauða krossins Íslands.

30. sep. 2011 : 50 þúsund manns fá neyðaraðstoð í Sómalíu

Aðstoð Rauða kross Íslands vegna hungursneyðarinnar í Sómalíu nær til 50 þúsund manna og nemur nú alls um 56 milljónum króna.

13. sep. 2011 : Við þurfum kraft til að klára hlaupið

Þegar jarðskjálftinn ógurlegi reið yfir Haítí í ársbyrjun 2010 fylgdust Íslendingar í beinni útsendingu með því hörmungarástandi sem alls staðar blasti við; eyðilegging og dauði. Almenningur brást skjótt við og sýndi mikið örlæti í fjárframlögum sínum til neyðaraðstoðarinnar.

12. sep. 2011 : Starfsemi Rauða krossins í Sierra Leone á myndbandi

Rauði kross Íslands styður 150 ungmenni árlega til náms og starfsþjálfunar í Moyamba athvarfinu í Síerra Leone. Ungmennin læra að lesa og skrifa og stunda iðnnám í valinni grein. Hver nemandi fær áhöld fyrir sitt sérsvið sem hann nýtir í náminu og fær svo til eignar eftir útskrift. Þannig fá ungmenni í trésmíðanámi sagir, hamra, hefla og annað slíkt en klæðskeranemarnir fá meðal annars saumavél.

Rauði krossinn í Síerra Leone heldur úti nokkrum slíkum athvörfum víðs vegar um landið, en Rauði kross Íslands hefur stutt starfsemina frá 2004, meðal annars með styrk frá Mannvinum Rauða krossins.

7. sep. 2011 : Ostaveisla í Pakistan

Hrafnhildur Sverrisdóttir er sendifulltrúi Rauða krossins í Pakistan. Hún skrifaði dagbók fyrir Morgunblaðið sem birtist í blaðinu þann 21.08.2011.

6. sep. 2011 : Fimm þúsund eplum pakkað í afríska taupoka

Málshátturinn margar hendur vinna létt verk átti svo sannarlega við í dag þegar um 30 sjálfboðaliðar frjálsra félagasamtaka sem starfa að alþjóðlegri þróunarsamvinnu komu saman til að pakka 5000 eplum í taupoka sem saumaðir voru í Úganda. Verkefnið er samstarf átta félagasamtaka og Þróunarsamvinnustofnunar Íslands um að kynna þróunarmál fyrir almenningi á Íslandi. Á morgun verður eplunum svo dreift á átta stöðum á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri undir yfirskriftinni: Þróunarsamvinna ber ávöxt.

Með eplunum fylgja upplýsingar um þann árangur sem náðst hefur með þróunarsamvinnu á síðustu árum. Upphaflega stóð til að prenta þessar upplýsingar á bréfpoka, en kostnaður við það þótti of hár. Í staðinn voru félagasamtök í Úganda sem starfa að uppbyggingu samfélagsins í fimm þorpum þar sem stuðlað er að betri menntun, fullorðinsfræðslu, heilsugæslu og ræktun fengin til verksins. Þannig varð því saumaskapurinn í raun sjálfstætt þróunarverkefni sem gefur þessu kynningarátaki sérstakan lit og undirstrikar gildi þróunarsamvinnu. Pokarnir eru svo í sjálfu sér fallegir minjagripir sem nýta má til ýmissa hluta.

2. sep. 2011 : Þróunarsamvinna ber ávöxt

Frjáls félagasamtök á Íslandi sem starfa að alþjóðlegri þróunarsamvinnu standa að kynningu á þróunarmálum í samstarfi við Þróunarsamvinnustofnun Íslands vikuna 5.-7. september. Markmiðið er að auka skilning og þekkingu almennings á málefnum þróunarlanda og vekja Íslendinga betur til vitundar um samfélagslegar og siðferðilegar skyldur þjóðarinnar í baráttunni gegn fátækt í heiminum.

Til að vekja athygli á málaflokknum munu félagasamtökin dreifa eplum á fjölförnum stöðum á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri miðvikudaginn 7. september undir yfirskriftinni: Þróunarsamvinna ber ávöxt. Auk ávaxtarins fær fólk í hendur upplýsingar í stuttu máli um árangur sem náðst hefur með þróunarsamvinnu á síðustu árum.

31. ágú. 2011 : Tólf milljónir ríkisfangslausra í heiminum

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur að undanförnu vakið athygli almennings og ríkisstjórna að enn eru um 12 milljónir karla, kvenna og barna ríkisfangslaus í heiminum. Það eru fleiri en búa samanlagt í Danmörku, Noregi, Íslandi, Færeyjum og Grænlandi.

Þar sem ríkisfangslausir einstaklingar eru tæknilega ekki ríkisborgarar neins ríkis er þeim oft neitað um grundvallarmannréttindi og um aðgengi að vinnumarkaði, húsnæði, menntun og heilbrigðisþjónustu. Sumir lenda í því að vera handteknir og dæmdir til fangelsisvistar því þeir geta ekki sýnt fram á hverjir þeir eru því þeir eiga hvorki vegabréf né önnur skilríki.

30. ágú. 2011 : Tveir sendifulltrúar Rauða krossins til starfa í Írak

Tveir sendifulltrúar Rauða kross Íslands, Áslaug Arnoldsdóttir og Magna Björk Ólafsdóttir hjúkrunarfræðingar, munu halda til Íraks þann 1. september til starfa með Alþjóða Rauða krossinum.

Áslaug mun dvelja í 9 mánuði í Írak og verður starf hennar fólgið í heimsóknum í fangelsi, sjúkrahús og á geðsjúkrahús í Bagdad þar sem unnið er að því að bæta aðbúnað vistmanna.  Áslaug mun einnig sjá um heilbrigðismál starfsmanna Alþjóða Rauða krossins í borginni.

Áslaug er einn reyndasti sendifulltrúi Rauða kross Íslands og hefur áralanga reynslu af störfum á átakasvæðum. Hún fór fyrst sem sendifulltrúi Rauða krossins árið 1996 þar sem hún starfaði á sjúkrahúsi Alþjóða Rauða krossins í Suður-Súdan og hefur síðan unnið meðal annars í Georgíu, Írak, Líbanon, Eþíópíu, Úganda, Pakistan og á Haítí. Nú síðast var Áslaug fengin til starfa í Líbíu þar sem hún vann sem hjúkrunarfræðingur hjá Alþjóða Rauða krossinum nú í sumar vegna átakanna sem enn standa yfir í landinu.

26. ágú. 2011 : Rauði krossinn veitir matvælaaðstoð í öllum héruðum Sómalíu

Hjálparstarf Alþjóða Rauða krossins og Rauða hálfmánans í Sómalíu hefur aukist jafnt og þétt síðustu tvær vikur og nær nú til allra héraða landsins.  Fjórar nýjar næringarstöðvar Rauða krossins voru opnaðar á átakasvæðunum í Gedo og Bakool, en þau héruð hafa orðið einna verst úti í þurrkunum undanfarna mánuði.

„Fimmti hver Sómali þjáist af alvarlegri vannæringu. Það er grafalvarlegt ástand," segir Dr. Ahmed Mohamed Hassan, formaður Rauða hálfmánans í Sómalíu. „Það er því spurning um líf og dauða að opna næringarstöðvar um gervalla Sómalíu til að bjarga eins mörgum ungum börnum og mæðrum með börn á brjósti og hægt er frá vannæringu."

26. ágú. 2011 : Læknasveitir Rauða krossins koma til Trípólí að hjúkra særðum

Skurðlækningasveit Alþjóða Rauða krossins kemur til Trípólí í dag til að hjálpa við að annast þann mikla fjölda sem særst hefur í átökunum í Líbýu undanfarna daga. Hópur skurðlækna frá Rauða krossinum í Finnlandi er einnig væntanlegur til höfuðborgarinnar á morgun. Læknasveitir Rauða krossins flytja með sér birgðir af lyfjum og hjálpargögnum.

„Eins og er höfum við nóg til að annast um 500 manns, en það gæti dugað skammt því átökin hafa harðnað mikið síðustu daga,“ segir George Comninos, yfirmaður skrifstofu Rauða krossins í Líbýu. „Við höfum einnig miklar áhyggjur af því að starfsfólk á sjúkrahúsum kemst ekki til vinnu sinnar. Til að mynda getur Abu Salim slysavarðsstofan, sem er  staðsett í miðju verstu átakanna, varla annast þá sem þangað leita vegna skorts á starfsfólki."

18. ágú. 2011 : Tombólubörn fljót að bregðast við neyð jafnaldra sinna í Sómalíu

Yngstu sjálfboðaliðar Rauða krossins, tombólubörnin, fylgjast vel með heimfréttunum og eru fljót að bregðast við til hjálpar börnum sem eiga um sárt að binda annarsstaðar í heiminum. Um leið og fréttir bárust af hungursneyð í Austur Afríku nú í sumar hefur mikill straumur tombólubarna legið til Rauða krossins þar sem beðið er sérstaklega um að framlögin verði nýtt til að kaupa mat fyrir sveltandi börn í Sómalíu.

Hugmyndaauðgi barnanna er svo til ótakmörkuð þegar kemur að fjáröfluninni.

12. ágú. 2011 : Þar sem þörfin er mest

Rauða kross félög eru í svo til hverju einasta landi í heiminum. Þórir Guðmundsson ræðir um sögu, sérstöðu og mikilvægt starf Rauða krossins. Greinin birtist í Viðskiptablaðinu 11. ágúst 2011.

12. ágú. 2011 : Styrkjum Sómalíu og hlaupum fyrir Rauða kross Íslands

Rauði kross Íslands hvetur félaga og velunnara sína að heita á eða hlaupa fyrir Rauða krossinn í Reykjavíkurmaraþoni Íslandsbanka laugardaginn 20. ágúst. Hægt er að heita á hlaupara með því að smella á http://www.hlaupastyrkur.is/godgerdafelog/felag/530269-2649. Öll áheit félagsins í Reykjavíkurmaraþoninu munu renna í Sómalíusöfnun Rauða krossins til kaupa á bætiefnaríku hnetusmjöri fyrir vannærð börn.

Meðal þess frábæra hlaupafólks sem þegar hefur skráð sig til leiks í maraþoninu fyrir Rauða krossinn er Steindi Jr. sem ætlar að minnsta kosti að taka skemmtiskokkið ef ekki lengri vegalengd. Rauði krossinn hvetur alla að heita sem fyrst á hlaupagarpana sem vilja leggja félaginu lið.

4. ágú. 2011 : Rauði krossinn tvöfaldar neyðarbeiðni fyrir Sómalíu og eykur neyðaraðstoð fyrir milljón manns

Alþjóða Rauði krossinn eykur nú jafnt og þétt neyðarhjálp sína í Mið- og Suður Sómalíu til að koma rúmlega 1 milljón manna til aðstoðar í viðbót við þær þúsundir sem þegar njóta hjálpar. Milljónir Sómala heyja nú baráttu upp á líf og dauða vegna afleiðinga átaka og þurrka síðustu ára. Rauði krossinn hefur tvöfaldað neyðarbeiðni sína og leitar nú eftir stuðningi fyrir alls 19 milljarða íslenskra króna í Sómalíu einni.

"Þetta eru viðbrögð Rauða krossins við aðstæðum sem versna með hverjum degi sem líður," segir Jakob Kellenberger, formaður Alþjóða Rauða krossins. "Milljónir manna eru nú í hættu vegna hungursneyðar og skorts á vatni. Þetta eru afleiðingar 20 ára borgarastyrjaldar og viðvarandi þurrka. Verðbólga og hækkun heimsmarkaðsverðs á matvælum og eldsneyti hafa einnig orðið þess valdandi að ástandið hefur hríðversnað frá áramótum.”

3. ágú. 2011 : Rauði krossinn dreifir matvælum til 162 þúsund manns í Sómalíu

Alþjóða Rauði krossinn er langt kominn með að dreifa mat til 162.000 manna á hungursvæðum í Mið- og Suður-Sómalíu. Alls er verið að dreifa þrjú þúsund tonnum af hrísgrjónum, baunum og matarolíu sem á að duga fjölskyldu í einn mánuð.

29. júl. 2011 : Þess vegna nær Rauði krossinn með mat til hungraðra

Þegar þetta er skrifað eru 5.500 börn í næringarstöðvum Rauða krossins í Sómalíu, þangað sem þau komu aðfram komin af hungri en er nú hjúkrað til heilbrigðis. Þessar næringarstöðvar eru meðal annars á svæðum al-shabaab uppreisnarmanna.

Rauði krossinn er að dreifa matvælum –baunum, matarolíu og hrísgrjónum – til þúsunda fjölskyldna í Mið- og Suður-Sómalíu, þvert á átakalínur á meðan stríð geysar.
Þá vaknar spurningin, hvernig getur Rauði krossinn náð til nauðstaddra á svæðum sem aðrir komast ekki inn á? Svarið er að finna í einstöku hlutverki Rauða krossins og áherslu samtakanna á óhlutdrægni og hlutleysi gagnvart aðilum átaka.

29. júl. 2011 : Rauði krossinn dreifir matvælum daglega í Sómalíu þrátt fyrir erfiðar aðstæður

Rauði krossinn dreifir matvælum daglega til þúsunda fjölskyldna í Mið- og Suður Sómalíu, þvert á átakalínur meðan stríð geisar þar. Þá njóta um 5.500 börn umönnunar í 40 næringarmiðstöðvum Rauða krossins og Rauða hálfmánans víðsvegar um landið.  Rauði krossinn rekur einnig um 20 heilsugæslustöðvar um allt land og vinnur að vatnsveituverkefnum á þurrkasvæðunum.

Vegna sérstöðu sinnar nær Rauði krossinn til nauðstaddra á átakasvæðum þar sem önnur hjálparsamtök eiga erfitt með aðgang. Alþjóða Rauði krossinn hefur sinnt hjálparstarfi í Sómalíu síðan 1982. Nú þegar verstu þurrkar í 60 ár geisa á svæðinu hefur Rauði krossinn aukið hjálparstarf sitt jafnt og þétt þrátt fyrir að aðstæður séu erfiðar og víða mjög hættulegar vegna átaka uppreisnarherja.

26. júl. 2011 : Rauði krossinn dreifir mat á svæðum uppreisnarmanna í Sómalíu

Rauði krossinn dreifði um helgina 400 tonnum af matvælum til 24.000 manna á svæði uppreisnarmanna í Sómalíu. Næringarstöðvar og heilsugæslustöðvar Rauða krossins eru starfandi um allt landið.

Mikilvægt er að þetta komi fram vegna frétta um að ekki hafi fengist leyfi til að dreifa matvælum til hungraðra á svæðum uppreisnarmanna, þar sem ástandið er verst.
Rauði krossinn hefur verið með hjálparstarf á þessum svæðum undanfarin ár en hefur orðið að efla það verulega vegna yfirstandandi neyðar. Áhersla er á neyðaraðstoð við fólk – einkum börn – sem er aðfram komið af næringarskorti.

25. júl. 2011 : Umfangsmikið hjálparstarf Rauða krossins í Austur-Afríku

Á meðan fé er safnað um allan heim fyrir neyðaraðstoðinni í Austur-Afríku, þá er hjálparstarf Rauða krossins í Sómalíu, Eþíópíu, Kenýu og Djíbútí í fullum gangi. Starfsmenn og sjálfboðaliðar Rauða krossins dreifa næringarríkum mat til barna, aðstoða bændur með útvegum útsæðis, bora eftir vatni þar sem þurrkar herja og hjálpa hirðingjum með fóður svo þeir þurfi ekki að losa sig við búféð.

Alls eru nú fimm þúsund börn í næringarstöðvum Rauða krossins í Sómalíu, þar sem þau fá orkuríkan mat og aðra umönnun. Að öllu jöfnu tekur 2 – 4 vikur að hjúkra barni þannig til fullrar heilsu, eftir að það kemur illa vannært til Rauða krossins.

22. júl. 2011 : Rauði krossinn eykur við neyðaraðstoð í Austur Afríku

Alþjóða Rauði krossinn eykur nú jafnt og þétt við neyðaraðstoð sína í Austur Afríku. Verst er ástandið í Sómalíu þar sem áratugalöng borgarastyrjöld eykur á neyð fólks og gerir það enn berskjaldaðra fyrir þeim þurrkum og uppskerubresti sem nú geisa á svæðinu. Rauði krossinn, sem er ein fárra hjálparstofnana sem starfa í Sómalíu, vinnur nú að því að opna 10 nýjar næringarmiðstöðvar fyrir börn í suðurhluta landsins til viðbótar við þær 18 sem hafa verið starfræktar um árabil.

Þá sendi Alþjóða Rauði krossinn í dag út neyðarbeiðni vegna þurrkanna í Kenýu sem eru þeir verstu í 60 ár. Kallað er eftir 2 milljörðum íslenskra króna til að aðstoða um 1 milljón manna. Búist er við að neyðarbeiðni frá öðrum landsfélögum Rauða krossins og Rauða hálfmánans á svæðinu fylgi í kjölfarið á næstu dögum og vikum.

21. júl. 2011 : Formlega lýst yfir hungursneyð í Sómalíu

Sameinuðu þjóðirnar hafa nú formlega lýst yfir því að hungursneyð ríki í tveimur héruðum Sómalíu. Það þýðir að fleiri en tveir af 10.000 látast daglega, yfir 30% manna er alvarlega vannærður, vatnsneysla komin undir fjóra lítra á dag og kaloríuinntaka komin undir 1.500 á dag, miðað við 2.100 sem mælt er með.

Rauði krossinn er ein af fáum alþjóðlegum hjálparstofnunum með starfsemi í mið- og sunnanverðri Sómalíu þar sem ástandið er verst. Á firstu fimm mánuðum ársins dreifði Rauði krossinn (að miklum hluta í gegnum sómalska Rauða hálfmánann) vatni til 347.000 manns á þurrkasvæðum auk þess sem sama fólk fékk aðstoð við gerð skýlis, áhöld til matargerðar og önnur mikilvæg áhöld til heimilishalds.

14. júl. 2011 : Hungur hvergi í veröldinni meira en í Sómalíu, segir Rauði krossinn

Alþjóða Rauði krossinn segir að hvergi í heiminum sé vannæring barna jafn mikil og í Sómalíu, þar sem ástandið hefur hríðversnað á undanförnum vikum. Fjöldi barna sem þjást af alvarlegri vannæringu hefur tvöfaldast síðan í mars í sumum hlutum Sómalíu.

Rauði kross Íslands hefur opnað söfnunarsímann 904-1500 vegna hungursneyðarinnar í austanverðri Afríku. Þá hefur félagið varið rúmlega fjórum milljónum króna til kaupa á næringarríkum matvælum fyrir börn.

Alþjóða Rauði krossinn segir að jafnvel í þeim héruðum Sómalíu þar sem aðstæður til landbúnaðar eru góðar þjáist 11% af börnum undir fimm ára aldri af alvarlegri vannæringu. Tölurnar sýni að fólk sé að kikkna undan samanlögðum áhrifum þurrka og langvarandi styrjaldarástands. Hirðingjar og bændur sem reiða sig á reglubundnar rigningar eru í verstri stöðu.

12. júl. 2011 : Rauði krossinn opnar söfnunarsíma og sendir næringarkex til Sómalíu

Rauði kross Íslands hefur opnað söfnunarsímann 904-1500, sem er opinn þeim sem vilja styðja hjálparstarf Rauða krossins í austanverðri Afríku, þar sem hungursneyð ógnar lífi milljóna manna. Þeir sem hringja í símann gefa þar með 1.500 krónur, sem eru dregnar af næsta símreikningi.

Rauði kross Íslands tilkynnti Alþjóða Rauða krossinum í dag um fjögurra milljóna króna framlag, sem gerir kleift að senda næringarkex fyrir 176.400 máltíðir barna í Sómalíu, þar sem hungursneyðin er mest. Um er að ræða svokallað BP-5 kex, sem veitir mikla næringu og er hægt að borða beint eða blanda í vatn og borða sem graut.

11. júl. 2011 : Varðveittu skóginn fyrir börnin þín, sem faðir er það skylda þín. (Georgískt spakmæli)

Amiran Tvaradze frá þorpinu First Tola í Ambrolauri héarði í Georgíu er sjálfboðaliði georgíska Rauða krossins við trjáplöntun. Með því leggur hann sitt af mörkum við að hefta jarðvegseyðingu af völdum loftslagsbreytinga.

6. júl. 2011 : Árangursríkt starf í Malaví

„Starfið í þágu alnæmissmitaðra í Malaví er mjög öflugt og hefur greinilega skilað árangri," segir Bernard Gardiner sem um þessar mundir er að gera úttekt á aðstoð Rauða krossins vegna alnæmisvandans í sunnanverðri Afríku. Hann hefur ásamt nokkrum öðrum sérfræðingum á þessu sviði metið árangurinn af starfinu í tíu löndum og er Malaví þar á meðal.

Rauði krossinn hér heima hefur um árabil stutt alnæmissmitaða í Malaví og hafa regluleg framlög frá mannvinum Rauða krossins runnið m.a. til þessa starfs.

4. júl. 2011 : Rauði krossinn vinsælastur á Facebook

Facebook, fyrirtækið sem rekur samnefndan félagsmiðil, hefur með hjálp notenda vefsins valið Rauða krossinn sem þá alþjóðlegu hjálparstofnun sem fjallað verður sérstaklega um á miðlinum.

Í tilefni af Degi félagsmiðla í síðustu viku gerði Facebook skoðanakönnun meðal þeirra 46 milljóna manna sem fylgjast með fréttum af fyrirtækinu. Fólk var spurt hvaða hjálparstofnun af fjórum sem nefndar voru það vildi hafa í hávegum á deginum.

Af þeim fjórum stofnunum eða félögum sem nefnd voru – Alþjóðaráð Rauða krossins, Læknar án landamæra, Livestrong og UNICEF – fékk Rauði krossinn rúmlega helming atkvæða. Finna má síðu Alþjóðaráðs Rauða krossins á www.facebook.com/icrcfans og síða Rauða kross Íslands er á http://www.facebook.com/pages/Rau%C3%B0i-kross-%C3%8Dslands/112993518722561?sk=wall

21. jún. 2011 : Sendifulltrúar þjálfaðir í uppbyggingu skjóls í kjölfar náttúruhamfara

Tveir meðlimir veraldarvaktar Rauða kross Íslands, Óskar Torfi Þorvaldsson byggingarverkfræðingur og Gísli Guðfinnsson byggingariðnfræðingur fóru fyrir skömmu í gegnum þjálfun hjá Alþjóðasambandi Rauða krossins í uppbyggingu skjóls í kjölfar náttúruhamfara.

Fyrri hluti námskeiðsins var í formi fimm vikna net-námskeiðs sem þróað var af spænska Rauða krossinum. Til að fá aðgang á seinni hlutann þurftu þátttakendur að ná viðunandi árangri í fyrri hlutanum.

Seinni hluti námskeiðsins fór fram á fimm daga tímabili í byrjun júní í Ottawa í Kanada. Þjálfunin var skipulögð af sérfræðingum frá kanadíska og ástralska Rauða krossinum. Fengu þátttakendur meðal annars tækifæri til að framkvæma þær lausnir sem fjallað var um í fyrri hluta námskeiðs.

 

10. jún. 2011 : Rauði krossinn krefst þess að komast óhindrað að átakasvæðum í Sýrlandi

Alþjóða Rauði krossinn harmar það hversu margir hafa látið lífið og særst í átökunum í Sýrlandi, og krefst þess að fá leyfi til að aðstoða fórnarlömb átakanna, og sérstaklega þá sem teknir hafa verið til fanga.

„Þrátt fyrir ítrekaðar beiðnir til sýrlenskra yfirvalda hefur Rauða krossinum ekki verið leyft að aðstoða þá sem eru í sárri neyð. Við erum staðráðin í því að aðstoða borgara sem nú líða miklar þjáningar vegna ofbeldisverka og átaka. Og við erum einnig staðráðin í því að aðstoða þá sem teknir hafa verið höndum,“ sagði Jakob Kellenberger formaður Alþjóða Rauða krossins (ICRC). „Þetta fólk þarf að fá lífsnauðsynlega aðstoð án tafar.“

7. jún. 2011 : Harmleikurinn við Miðjarðarhafið sýnir að enn frekari þörf er á að tryggja réttindi farenda

Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans lýsir áhyggjum yfir afdrifum þeirra hundruða farenda (e. migrants) sem flúðu yfir Miðjarðarhafið í byrjun árs.

30. maí 2011 : Nú tekur réttvísin við

Óhæfuverk í stríði eru orðin að hversdagslegum viðburði, sem við heyrum af og horfum jafnvel á í sjónvarpi og á vefnum. Svo tíðar fréttir berast af tillitsleysi og grimmd að flestir hætta að taka eftir þeim. 

26. maí 2011 : Sendifulltrúi Rauða krossins aðstoðar fórnarlömb átaka í Líbýu

Áslaug Arnoldsdóttir sendifulltrúi Rauða kross Íslands heldur til Líbýu nú á sunnudag.  Áslaug mun starfa sem hjúkrunarfræðingur með Alþjóða Rauða krossinum (ICRC) í borginni Benghazi, en þangað hefur sært fólk verið flutt af átakasvæðunum í Líbýu til að veita þeim læknisaðstoð. 

Mörg hundruð manns hafa látist síðan átök milli stjórnarhers og uppreisnarmanna í Líbýu brutust út í febrúar og þúsundir hafa særst. Gífurleg eyðilegging hefur átt sér stað á heimilum og opinberum byggingum eins og sjúkrahúsum. Vatns- og rafmagnsveitur hafa einnig verið sprengdar í loft upp svo lífskilyrði fólks eru mjög erfið á þessu svæði. Nokkur hundruð þúsund manns hafa flúið Líbýu undanfarið, einkum til nágrannaríkjanna Túnis og Egyptalands.

24. maí 2011 : Samstarf innsiglað við Rauða kross Síerra Leone

Rauði kross Íslands hefur gert samstarfssamning við Rauða kross Síerra Leone. Um er að ræða rammasamning um það hvernig félögin standa að hjálparstarfi í Síerra Leone, sem er eitt fátækasta ríki í heimi og enn að ná sér eftir harðvítuga borgarastyrjöld.

Rauði kross Íslands styður 150 ungmenni árlega til náms í Moyamba athvarfinu í Síerra Leone. Ungmennin læra að lesa og skrifa og stunda iðnnám í valinni grein.

Nú stendur yfir val á nemendum fyrir næsta skólaár, sem hefst upp úr næstu mánaðamótum. Það er erfitt verkefni því þeir sem komast inn fá dýrmætt tækifæri til mennta og sjálfseflingar sem getur skipt sköpum í lífinu.

19. maí 2011 : Nemendur í Lindaskóla láta gott af sér leiða

Á dögunum afhentu Eyþór Hafliðason gjaldkeri nemendafélags Lindaskóla í Kópavogi og Gunnsteinn Sigurðsson skólastjóri skólans fulltrúum Rauða krossins 123.000 krónur. Peningarnir eru afrakstur fjáröflunar sem nemendur unglingadeildarinnar stóðu fyrir á þemadögum fyrir skemmstu. Þá höfðu nemendur ákveðið í sameiningu að ágóðinn rynni til Rauða krossins til hjálpar bágstöddum í Japan.

Þórir Guðmundsson, sviðsstjóri alþjóðamála Rauða kross Íslands og Hrafnhildur Helgadóttir, verkefnastjóri ungmenna og alþjóðamála Kópavogsdeildar veittu framlaginu viðtöku, þökkuðu skólanum og nemendum fyrir frábært framlag, auk þess sem þau gerðu grein fyrir þeim verkefnum sem Rauði krossinn vinnur að í Japan. 

Kópavogsdeild þakkar Lindaskóla fyrir frábært framtak og þann góða hug sem þar ríkir.

 

16. maí 2011 : Hjúkrunarfræðingur Rauða kross Íslands við störf á Haítí

O. Ragnheiður Þórisdóttir hjúkrunarfræðingur Rauða kross Íslands hóf nýverið störf í búðum Alþjóða Rauða krossins á Haíti. Meginstarf hennar er að huga að heilsufari hundruða hjálparstarfsmanna í Port-au-Prince.

Þó að sextán mánuðir séu liðnir síðan jarðskjálftinn á Haítí varð rúmlega 220.000 manns að bana þá er enn þörf fyrir umfangsmikið hjálparstarf. Það fer fram við afar erfiðar aðstæður, og því er mikilvægt að huga að heilbrigði hjálparstarfsmanna.

„Enn eru fleiri en 600 þúsund manns í tjaldbúðum á Haítí,“ segir Þórir Guðmundsson sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða kross Íslands. „Það þýðir að meðfram uppbyggingunni, sem er hafin, þá þarf að sinna þörfum fólks sem býr við álíka aðstæður og á fyrstu vikunum eftir skjálftann.“

 

8. maí 2011 : Sjálfboðin störf skipta sköpum í að bæta heiminn

Sameiginleg yfirlýsing formanna Alþjóðaráðs og Alþjóðasambands Rauða krossins á Alþjóðadegi Rauða krossins og Rauða hálfmánans 8. maí.

27. apr. 2011 : 25 árum eftir Tsérnóbýl slysið

Þó að 25 ár séu liðin síðan kjarnorkuslysið varð í Tsérnóbýl í gömlu Sovétríkjunum þá eru afleiðingar slyssins enn að koma í ljós. Á vegum Rauða krossins fara sjö rannsóknarstofur á hjólum á milli þorpa á sléttunum í kringum Tsérnóbýl og leita að merkjum skjaldkyrtilskrabba í fólki.

Stuðningur Rauða kross Íslands við starfið hefur skipt miklu máli enda er oft erfitt að halda úti hjálparstarfi árum saman, jafnvel þó að þörfin hafi síst minnkað.

Læknar ferðast um á bílum sem útbúnir eru með tækjum til að skanna skjaldkirtil fólks, sem margt var á barnsaldri þegar slysið varð. Geislavirkt joð sem þessi börn urðu fyrir á þeim tíma getur orðið þess valdandi að krabbamein myndist í skjaldkirtli 20 – 30 árum síðar.

14. apr. 2011 : Samhugur, samstaða og samábyrgð – mánuði eftir hamfarirnar í Japan

Þann 11. mars reið öflugur jarðskjálfti sem mældist 9 á Richter yfir norðausturströnd Japans. Í kjölfarið fylgdi flóðbylgja sem reis allt að 38 metrum og rústaði 500 km af strandlengjunni.

12. apr. 2011 : Sömdu lag og sungu til styrktar Japan

Sjö músíkalskar stúlkur úr 5. og 6. bekk Hamraskóla í Grafarvogi komu syngjandi á landsskrifstofu Rauða krossins með 34.000 krónur sem þær söfnuðu til að styrkja fórnarlömb hamfaranna í Japan.

Fjárhæðina unnu þær sér inn með því að syngja lag, sem þær sömdu sjálfar, fyrir fólk gegn frjálsum framlögum. Umhyggjusemi stúlknanna skilar sér vel í textanum við lagið:

11. apr. 2011 : Menntaskólanemi gefur Rauða krossinum 50.000 krónur í nafni kærustunnar

Hjalti Hilmarsson, menntaskólanemi í Garðabæ, kom kærustu sinni, Kristrúnu Höllu Helgadóttur, skemmtilega á óvart þegar hann gaf 50.000 krónur til Japanssöfnunar Rauða krossins í hennar nafni.

Hjalti segir að Kristrún Halla sé mikil áhugamanneskja um Japan og allt sem japanskt er. Hann var með féð á sérstökum reikningi og hafði hugsað sér að gleðja hana á einhvern hátt. Þegar til átti að taka fannst honum best að styðja þolendur jarðskjálfta og flóða í Japan í hennar nafni.

Þórir Guðmundsson sviðsstjóri alþjóðasviðs Rauða krossins veitti gjöfinni viðtöku og þakkaði Hjalta fyrir óeigingjarnt framlag. Það verður nýtt til að styðja þá sem urðu fyrir miklum búsifjum á hamfarasvæðinum.

8. apr. 2011 : Öflugur jarðskjálfti skekur Japan mánuði eftir hamfarirnar miklu

Þrír fórust í jarðskjálfta sem reið yfir norðausturhluta Japans í gær. Fjölda bygginga eyðilagðist, og 3,6 milljónir manna eru nú án rafmagns. Sjúkrahús japanska Rauða krossins er eina sjúkrahúsið á þessu svæði sem enn er starfhæft, og segja forsvarsmenn að hægt sé að knýja vararafstöðvar næstu þrjá daga, en þá þverri eldsneyti verði rafmagn ekki komið aftur á.  Gerist það mun hættuástand skapast í Miyagi héraði.

Þetta er veruleikinn sem blasir við íbúum Japans nú einum mánuði eftir að hamfarirnar miklu skóku landið þann 11. mars. Öflugir skjálftar hafa fylgt í kjölfarið, svo öflugir að ekki er hægt að tala um eftirskjálfta. Jarðskjálftinn í gær mældist 7,1 á Richter.

30. mar. 2011 : Plúsinn afhendir styrk til Haítí

Sæunn Gísladóttir og Anna María Guðmundsdóttir fóru fyrir hópi sjálfboðaliða úr starfi Plússins, ungmennastarfi Kópavogsdeildar, og afhentu Þóri Guðmundssyni sviðsstjóra alþjóðasviðs og Sólveigu Ólafsdóttur sviðsstjóra útbreiðslusviðs, hátt í fimmtíu þúsund krónur sem söfnuðust á fatamarkaði hópsins þann 19. mars síðastliðinn.

Peningurinn verður nýttur til að styðja við börn á Haítí sem enn eiga um sárt að binda vegna jarðskjálftans sem reið yfir landið fyrir rúmu ári. Samanlagt hefur þá Plúsinn styrkt það verkefni um vel yfir hundrað þúsund krónur en þau lögðu einnig ágóða af markaði sínum á síðasta ári í sama verkefni.

25. mar. 2011 : Hjálparstarf Rauða krossins í Japan stóreflt

Rauði krossinn í Japan hefur stóreflt neyðaraðgerðir sínar fyrir fórnarlömb hamfaranna miklu sem riðu yfir landið fyrir hálfum mánuði. Rauði krossinn sinnir allri heilbrigðisþjónustu á vettvangi og í fjöldahjálparstöðvum á hamfarasvæðunum þar sem nálægt þrjú hundruð þúsund manns eru enn. Í neyðarsveitum Rauða krossins eru einnig sérfræðingar sem veita sálrænan stuðning og áfallahjálp.

Þá mun Rauði krossinn á næstu dögum vinna að bættum lífsgæðum þeirra sem þurfa að dvelja í fjöldahjálparstöðvum til langs tíma. Koma á upp heitum sturtum, dreifa hreinlætisvörum og bæta hreinlætisaðstöðu fólksins. Rauði krossinn hefur nú þegar dreift um 130.000 teppum  til nauðstaddra auk annarra hjálpargagna. Fatnaði verður dreift á næstunni, með sérstakri áherslu á þarfir ungra barna.

24. mar. 2011 : Líf og starf á flóðasvæði í Pakistan

Jóhannes Sigfússon lögregluvarðstjóri vinnur í Pakistan sem öryggisfulltrúi Alþjóða Rauða krossins. Hann skrifar um störf sín á vettvangi:

19. mar. 2011 : Aðstoðar við hjálparstörf

Gísli Ólafsson starfar hjá NetHope sem aðstoðar Rauða krossinn og fleiri samtök við björgunarstörf í Japan. Greinin birtist í Morgunblaðinu 19.03.2011.

18. mar. 2011 : Almenningur sýnir samstöðu og örlæti vegna hamfaranna í Japan

Rauði krossinn í Japan hefur nú sent neyðarsveitir til allra héraða sem urðu hvað verst úti vegna jarðskjálftans mikla og flóðbylgjunnar sem kom í kjölfar hans fyrir einni viku, og hefur sett upp starfstöðvar þar sem fá eða engin önnur hjálparsamtök eru. Tæplega hálf milljón manna hefst við í bráðabirgðaskýlum eftir að hafa misst heimili sín eða verið flutt í burtu vegna geislunarhættu.

Íslenska þjóðin hefur brugðist vel við söfnun Rauða krossins vegna hamfaranna í Japan. Hátt í þrjár milljónir króna hafa safnast í gegnum söfnunarsíma Rauða krossins 904 1500 og beinum framlögum á bankareikning 0342, hb. 26, reikn. 12, kt. 530269-2649. Rauði krossinn hefur einnig fengið stuðning frá stórum hópi fólks sem tengist Japan og hefur vakið athygli á söfnun félagsins.

16. mar. 2011 : Engin orð yfir eyðilegginguna sem blasir við á hamfarasvæðunum

Engin orð eru til að lýsa eyðileggingunni sem blasir við í bænum Otsuchi á norðaustur strönd Japans. Flóðbylgjan sem fylgdi í kjölfar stóra skjálftans þann 11. mars hefur engu eirt. Íbúar fengu hálftíma viðvörun áður en 10 metra há bylgjan skall á bænum og hreif með sér allt sem á vegi varð. Enn er 9.500 íbúa saknað af 17.500. Eldar brenna hvarvetna þar sem eldsneyti úr bílum og bátum lekur út í umhverfið, og þar sem gasleiðslur bæjarins hafa farið í sundur.

Formaður Alþjóða Rauða krossins og landsfélagsins í Japan, Tadateru Konoé er einnig orða vant. „Þetta er það versta sem ég hef séð á ferli mínum hjá Rauða krossinum. Þetta kveikir upp minningar um ástandið í lok seinni heimstyrjaldar þegar borgir eins og Tokýó og Osaka voru rústir einar eftir sprengjuárásir," segir hann.

14. mar. 2011 : Rauði krossinn tekur við framlögum vegna hamfaranna í Japan

Rauði krossinn í Japan vinnur nú á sólarhringsvöktum við að veita aðstoð fyrir fórnarlömb hamfaranna miklu sem skóku landið síðastliðin föstudag. Japanski Rauði krossinn hefur áratuga reynslu af því að bregðast við hamförum sem þessum, jarðskjálftum og flóðbylgjum, jafnt innanlands sem utan. Rauði krossinn hefur þjálfað tugþúsundir starfsmanna og sjálfboðaliða á liðnum árum sem hafa nú verið virkjaðir til hjálparstarfa.

Sextíu og tvær neyðarsveitir japanska Rauða krossins sem skipaðar eru rúmlega 400 heilbrigðisstarfsmönnum hafa veitt aðstoð á hamfarasvæðunum frá því jarðskjálftinn reið yfir.  Rauði krossinn gegnir einnig lykilhlutverki við að dreifa hjálpargögnum, veita skyndihjálp og sálrænan stuðning.

13. mar. 2011 : Íslenskur sendifulltrúi við hjálparstörf á Fiji eyju

„Hugur okkar er með þeim þúsundum manna sem hafa orðið fyrir skaða vegna jarðskjálftans og flóðbylgjunnar í Japan,“ segir Helga Bára Bragadóttir sendifulltrúi Rauða krossins á Fiji. „Sem betur fer fór ekki eins illa á Kyrrahafseyjunum eins og við óttuðumst í upphafi.“

Helga Bára hefur unnið á Kyrrahafssvæðinu að viðbúnaði fyrir hamfarir í á þriðja ár. Verkefnið miðar að því að fyrir hendi sé á hverjum stað kerfi sem auðveldar innstreymi hjálpargagna og fólks þegar neyðarástand skapast.

Samstundis og í ljós kom hvílíkur jarðskjálfti hafði orðið við Japan fóru Helga Bára og kollegar hennar að vinna að viðbúnaði á svæðinu. Í Kyrrahafi er fjöldi eyja sem liggja svo lágt að ef stór alda hefði skollið á þeim hefði hún getað skolað fólki á haf út.

 

11. mar. 2011 : Var skotmark talíbana

Áslaug Arnoldsdóttir flúði átakasvæði í Pakistan þegar talibanar hugðust gera árás á hana og aðra sendifulltrúa Rauða krossins. Greinin birtist í Fréttatímanum 11. mars 2011.

11. mar. 2011 : Rauði krossinn bregst við jarðskjálfta og flóðbylgju í Japan

Japanski Rauði krossinn hefur unnið sleitulaust við aðstoð við fórnarlömb jarðskjálftans sem reið yfir Japan í dag kl. 14:46 að staðartíma og átti upptök sín undan austurströnd Japans. Rauði krossinn í Japan hefur á að skipa fjölbreyttum neyðarsveitum sem eru sérþjálfaðar í viðbrögðum við hamförum sem þessum. Ekki hefur borist beiðni frá japönskum yfirvöldum um alþjóðlega aðstoð. Að minnsta kosti 300 manns hafa látist og þúsunda er saknað.

Fjöldamörg lönd eru í hættu vegna flóðbylgju sem fylgdi í kjölfar skjálftans. Flóðbylgjuviðvörun hefur verið send út til allra ríkja sem liggja að Kyrrahafi, þeirra á meðal allra Kyrrahafseyja, Ástralíu, Nýjasjálands, Havaí, Indónesíu, Mið og Suður-Ameríku, og Mexíkó. Rauðakrosshreyfingin um allan heim er í viðbragðsstöðu vegna þessa og hefur Rauði kross Íslands beðið reynda sendifulltrúa sína að vera reiðubúnir reynist þörf fyrir hjálparstarfsmenn í einhverjum þeirra landa sem flóðbylgjan kann að skella á næstu klukkustundirnar.

8. mar. 2011 : Hægt að koma í veg fyrir kynferðisglæpi gegn konum í stríði segir Rauði krossinn á Alþjóðadegi kvenna 8. mars

Því er oft haldið fram að kynferðisofbeldi gegn konum sé óumflýjanlegur fylgikvilli vopnaðra átaka en að mati Alþjóða Rauða krossins er það einfaldlega rangt. Rauði krossinn vill nota tækifærið á Alþjóðadegi kvenna þann 8. mars til að hvetja ríki heims að hvika hvergi í baráttunni gegn nauðgunum og öðru kynferðisofbeldi sem eyðileggur líf kvenna á átakasvæðum.
 
„Kynferðisofbeldi gegn konum á tímum átaka gerist ekki sjálfkrafa,“ segir Nadine Puechguirbal, ráðgjafi Alþjóða Rauða krossins í málefnum kvenna og stríðs. „Slíkt ofbeldi er viðurstyggilegur glæpur, og því verður að sækja menn til saka fyrir verknaðinn. Gerendur myndu ef til vill halda aftur af sér ef þeir vissu fyrir víst að þeim yrði refsað fyrir gerðir sínar.“

4. mar. 2011 : Rauði krossinn og Rauði hálfmáninn aðstoða fórnarlömb átaka í Líbýu

Starfsmenn og sjálfboðaliðar Rauða krossins og Rauða hálfmánans vinna nú á vöktum allan sólarhringinn við að veita aðstoð innan Líbýu og við landamæri nágrannalandanna. Tugþúsundir flóttamanna streyma á hverjum degi til Egyptalands og Túnis þar sem Rauðakrosshreyfingin og fleiri mannúðarsamtök veita viðeigandi aðstoð.

Nokkur hundruð manns hafa látið lífið og þúsundir særst í átökum öryggissveita stjórnvalda og vopnaðra uppreisnarhópa sem brutust út um miðjan febrúar. Mikil neyð ríkir meðal almennings og tugþúsundir manna hafa flúið til Egyptalands og Túnis, sérstaklega erlent vinnuafl frá Asíu og ríkjum sunnan Sahara.

1. mar. 2011 : Viðbúnaður í fjallahéruðum Kákasus

Rauði kross Íslands er í samstarfi við danska Rauða krossinn og Rauða kross félög í Georgíu og Armeníu sem gengur út á að efla almannavarnir í Kákasuslöndunum. Verkefnið er styrkt af Evrópusambandinu. Almannavarnir þessara landa hafa fram að þessu verið fremur bágbornar og löndin hafa átt erfitt með að takast á við afleiðingar náttúruhamfara.

Samstarfsverkefnið hófst árið 2010. Það nær til 72.000 íbúa og markmiðið er að efla hæfni og þrautseigju fólks til að takast á við tíðar náttúruhamfarir en sem dæmi má nefna að árið 1988 létust um 25.000 manns í öflugum jarðskjálfta í Armeníu.

Verkefnið felst meðal annars í því að efla viðbúnað og bæta þekkingu á neyðarvörnum og neyðaraðstoð. Íbúar í þessum heimshluta hafa löngum búið við vopnuð átök og náttúruhamfarir auk þess sem efnahagur er bágborinn og stjórnvöld misvel í stakk búin til að mæta þörfum þeirra.

24. feb. 2011 : Lóð á vogarskálarnar í baráttu gegn mansali

Mansal er til í mörgum myndum. Konur eru seldar til kynlífsánauðar, verkafólk er sent í þrælavinnu og börnum er smyglað yfir landamæri í misjöfnum tilgangi. Stundum eru viðkomandi sendir nauðugir en oft er fólk tælt til að yfirgefa erfiðar aðstæður með von um betra líf annars staðar.

Fátækir íbúar landanna sem áður tilheyrðu Sovétríkjunum eru í sérstakri hættu. Þar sem lífsskilyrði eru nöpur og horfur slæmar freistast ungt fólk til að láta ginnast af gylliboðum.

Rauði kross Íslands styður unga sjálfboðaliða í Gomel-héraði í Hvíta-Rússlandi við að fræða ungmenni um hættur mansals. Þá fá fórnarlömb mansals aðstoð þegar þau koma aftur heim, stundum eftir áralanga ömurlega vist erlendis.

22. feb. 2011 : Brennandi áhugi sjálfboðaliða Rauða krossins í Mangochi

Hannock Masanga formaður Mangochi deildar malavíska Rauða krossins er stoltur af sínu fólki. Alls 2.500 sjálfboðaliðar í 47 undirdeildum sinna víðtæku hjálparstarfi á svæði þar sem þarfirnar eru miklar en Rauða krossinum þröngur stakkur skorinn.

1. feb. 2011 : Bjartar vonir um góða uppskeru stuðningshópa í Malaví

Stuðningshópar alnæmissmitaðra í Chiradzulu eru himinlifandi yfir góðum spretti maísins sem þeir plöntuðu í nóvember. Rigningarnar hafa verið stöðugar þetta árið og ef fram heldur sem horfir verður úrvalsuppskera í mars.

Hins vegar verða næstu vikur erfiðar og hungurvofan er ekki langt undan. Uppskeran í fyrra var nefnilega rýr og margir eru þegar orðnir uppiskroppa með maísmjöl.

31. jan. 2011 : Þróunarsamvinnustofnun og Rauði krossinn í viðræðum um samstarf í Malaví

Á þessu ári ætlar Þróunarsamvinnustofnun Íslands að undirbúa nýtt fimm ára verkefni í lýðheilsu með héraðsstjórn Mangochi. Að sögn Stefáns Jóns Hafstein umdæmisstjóra ÞSSÍ í Malaví er hugmyndin sú að Rauði krossinn geti hugsanlega haft hlutverk í verkefninu. Rauði kross Íslands hefur starfað um nokkurra ára hríð í Malaví og "reynslan af þeim verkefnum þykir góð," segir Stefán Jón.

Í síðustu viku fóru fram viðræður milli fulltrúa frá íslenska Rauða krossinum og malavíska Rauða krossinum við umdæmisstjóra ÞSSÍ í Malaví um slíkt samstarf í Mangochi héraði. Þórir Guðmundsson frá íslenska Rauða krossinum og Helen Dzoole frá malavíska Rauða krossinum fóru þá í vettvangsferð um Mangochi með Stefáni Jóni, sem sýndi þeim verkefni ÞSSÍ, auk þess sem þau ræddu við félagsmenn í Rauða krossins í héraðinu.

28. jan. 2011 : Nemendur í Foldaskóla styrkja börn á Haítí

Nemendur í 6. bekk Foldaskóla gáfu ágóða af markaðssölu sem þeir stóðu fyrir í desember til hjálparstarfs Rauða krossins á Haítí en alls söfnuðu þeir rúmlega 23 þúsund krónum. Þeir hönnuðu og útbjuggu sjálfir varninginn í nýsköpunartímum sem seldur var á markaðssölunni. 

Um árlegt verkefni er að ræða en eitt af markmiðum skólans er að nemendur láti gott af sér leiða. Að þessu sinni rann ágóðinn til Rauða krossins og gaf skólinn mótframlag sem samsvaraði efniskostnaði nýsköpunarverkefnisins, rúmlega 28 þúsund krónur.

25. jan. 2011 : Stórir draumar fylgja smálánum Rauða krossins í Malaví

Eftirvæntingin skín úr augum fólks sem hefur safnast saman í athvarfi Rauða krossins í fjallaþorpi í sunnanverðu Malaví. Verkefnisstjóri Rauða krossins er kominn með peninga sem afhentir verða fólki sem ætlar að freista þess að nýta þá til að bæta líf sitt og sinna fjölskyldna.

Um er að ræða skjólstæðinga úr alnæmisverkefnum sem Rauði kross Íslands styður í Malaví. Fólkið hefur allt farið á vikulangt námskeið þar sem það hefur lært að gera viðskiptaáætlanir, fengið fræðslu um rekstur lítilla fyrirtækja og hlustað á fyrirlestra um meðferð fjár.

Þórir Guðmundsson sviðsstjóri alþjóðastarfs Rauða kross Íslands var nýlega á ferð um verkefnasvæðin í Chiradzulu og ræddi við sjálfboðaliða og skjólstæðinga, þar á meðal áhugasama smálánaþega.

13. jan. 2011 : 15 milljónir til hjálparstarfs Rauða krossins í Austur Kongó og á Haítí

Rauði kross Íslands er eitt þeirra fimm félagasamtaka sem fá til ráðstöfunar 46 milljónir króna til alþjóðlegrar neyðar- og mannúðaraðstoðar frá utanríkisráðuneytinu. Rauði krossinn fær 10 milljónir af upphæðinni til að aðstoða fórnarlömb jarðskjálftanna á Haítí og fimm milljónir til að styrkja mannúðarstarf Alþjóðaráðs Rauða krossins í Austur-Kongó, þar sem stríð geisar.

Fjárframlög utanríkisráðuneytisins eru að þessu sinni veitt til aðstoðar í fjórum löndum. Auk Haíti og Austur-Kongó er aðstoðinni beint til Úganda í gegnum SOS barnaþorpin, Pakistan í gegnum Hjálparstarf kirkjunnar og ABC barnahjálpina. Barnaheill fær einnig til ráðstöfunar framlag til hjálpar á Haítí.

12. jan. 2011 : Enn er neyð á Haítí

Nú, ári eftir jarðskjálftann sem lagði Port-au-Prince höfuðborg Haítí í rúst þann 12. janúar 2010, eru húsarústirnar enn á sínum stað. Rúmlega milljón manns býr í tjöldum.

11. jan. 2011 : 600 tombólubörn aðstoða 600 börn á Haítí

Börn sem þjást vegna jarðskjálftans á Haítí njóta nú góðs af fjáröflunum tombólubarna Rauða krossins á síðasta ári. Munaðarlaus börn, sem hingað til hafa sofið á jörðinni, fengu rúm og skólabörn ritföng og nýjar skólatöskur.

Tæplega 600 krakkar styrktu starf Rauða kross Íslands á síðasta ári um samtals rúmlega eina milljón króna. Í ár héldu íslensku börnin í langflestum tilvikum tombólur til styrktar börnum á Haítí, en framlag tombólubarna rennur ætíð til styrktar verkefnum Rauða krossins við að aðstoða börn í fátækari ríkjum heims.

Svo skemmtilega vill til að alls munu milli 500 og 600 börn njóta góðs af gjafmildi íslensku barnanna og því má segja að hvert og eitt tombólubarn hafi glatt eitt barn á Haítí með sínu starfi.

10. jan. 2011 : Eitt ár liðið frá jarðskjálftanum á Haítí: Rauði krossinn sendi 27 hjálparstarfsmenn og 80 milljónir til neyðaraðstoðar

Á síðasta ári störfuðu 27 hjálparstarfsmenn Rauða kross Íslands við neyðarstörf á Haítí vegna jarðskjálftans mikla sem skók eyjuna þann 12. janúar 2010. Fyrsti sendifulltrúinn hélt til starfa aðeins tveimur dögum eftir að skjálftinn reið yfir og síðustu hjálparstarfsmenn Rauða kross Íslands komu heim nú í lok desember. Þetta er mesti fjöldi íslenskra sendifulltrúa sem Rauði krossinn hefur sent á einn stað til hjálparstarfa á einu ári.

Framlag Rauða krossins til hjálparstarfanna á Haítí nemur samtals um 80 milljónum króna. Almenningur lagði fram um 44 milljónir króna í símasöfnun Rauða krossins, tombólubörn söfnuðu rúmri milljón, ríki og sveitarfélög lögðu fram um alls 31 milljón króna, og Rauði krossinn um 4 milljónir króna úr neyðarsjóðum sínum. Um 65 milljónum hefur þegar verið varið til neyðaraðstoðarinnar og um 15 milljónir króna renna til verkefna á næstu tveimur árum.

3. jan. 2011 : Hjálp þar sem neyðin var stærst

„Það er mjög lærdómsríkt að taka þátt í svona verkefnum og sömuleiðis gefandi. Ég get hagað minni vinnu þannig að stundum er borð fyrir báru og get þá farið fyrirvaralítið af stað þegar kallið kemur...Greinin birtist í Morgunblaðinu 31.12.2010

21. des. 2010 : Mannvinir Rauða krossins

Mannvinir Rauða krossins, styrktarfélagar til margra ára, styrkja langtímaverkefni félagsins á alþjóða vettvangi í þágu einstaklinga sem búa við miklar þrengingar. Þeir gera Rauða krossinum kleift að vinna að mikilvægu og árangursríku hjálparstarfi.

Fjárstuðningur Mannvina Rauða krossins renna til verkefna í Malaví, Síerra Leone og Palestínu.

17. des. 2010 : „Starfið í Pakistan var áhugavert og árangursríkt"

Lilja Óskarsdóttir hjúkrunarfræðingur kom heim frá Pakistan 15. desember en hún fór til Larkana í Sindh héraði í byrjun nóvember. Verkefni Lilju í Larkana var að taka þátt í hjálparstarfi fjölþjóðlegs teymis undir stjórn norska Rauða krossins sem hófst í lok ágúst í kjölfar flóðanna í Indus. 

„Við fórum sex daga vikunnar með færanlega sjúkrastöð í héruðin í kring, til Shikarpur, Shadad Kot og Larkana. Þar störfuðu tveir til þrír læknar, tveir hjúkrunarfræðingar og tíu pakistanskir starfsmenn frá Rauða hálfmánanum við móttöku, greiningu og meðhöndlun sjúkra á svæðinu. Hlutverk mitt í teyminu var að stjórna uppsetningu stöðvarinnar og skipuleggja starfið á hverjum stað, sinna almennum hjúkrunarstörfum, t.d. sáraskiptingum og lyfjagjöfum, velja úr veikustu sjúklingana, sem fengu læknisviðtal, og meðhöndla einfaldari vandamál við innganginn,“ segir Lilja eftir heimkomuna.

15. des. 2010 : Börn og unglingar úr Gufunesbæ afhenda ágóða af jólamarkaði

Börn og unglingar í frístundaheimilum, frístundaklúbbi og félagsmiðstöðvum afhentu fulltrúum Rauða krossins ágóða af jólamarkaði sem haldinn var í Hlöðunni við Gufunesbæinn 2. desember s.l. Seld voru jólakort, jólasmákökur, brjóstsykur, fímó-skart, perlumyndir og margt fleira sem börn og unglingar höfðu útbúið í sameiningu.

Í Geiralundi við Gufunesbæinn var hægt að gæða sér á kakói, sykurpúðum og piparkökum gegn vægu gjaldi.

Fjöldi fólks lagði leið sína í Hlöðuna og í Geiralund þennan dag og lagði um leið góðu málefni lið en alls söfnuðust rúmar 75 þúsund krónur sem renna til styrktar barnaheimilum í Malaví.

14. des. 2010 : Norræn Rauða kross félög skora á ríkisstjórnir sínar að leiða bann við kjarnavopnum

Landsfélög Rauða krossins á Íslandi, í Danmörku, Finnlandi, Noregi og Svíþjóð afhentu í gær forsætisráðherrum landa sinna áskorun um að beita sér í sameiginlegu átaki fyrir því að kjarnavopnum verði útrýmt í heiminum í samræmi við mannúðarhlutverk Rauða krossins og grundvallarmarkmið alþjóðlegra mannúðarlaga. Skorað er á ríkisstjórnir Norðurlandanna að leiða ferli um undirritun alþjóðasamnings sem feli í sér bann við notkun, þróun, birgðasöfnun og flutningi á kjarnavopnum.

Anna Stefánsdóttir formaður Rauða kross Íslands og Kristján Sturluson framkvæmdastjóri gengu á fund Jóhönnu Sigurðardóttur forsætisráðherra í gær og afhentu henni sameiginlega yfirlýsingu norrænu Rauða kross félaganna.

9. des. 2010 : Sjálfboðaliðar Rauða krossins aðstoða vegna fannfergis í Skotlandi

Sjálfboðaliðar Rauða kross Bretlands hafa staðið vaktina allan sólarhringinn síðastliðnar tvær vikur og aðstoðað fólk vegna mikils fannfergis í Skotlandi og á Norður-Englandi. Umferðaröngþveiti hefur hamlað för sjúkrabifreiða í Glasgow og Lanarkshire og hafa neyðarsveitir breska Rauða krossins aðstoðað sjúkraflutningamenn við að komast leiðar sinnar. Þá hafa sjálfboðaliðar aðstoðað strandaglópa á Glasgow flugvelli með því að útvega þeim bedda til að halla höfði sínu á.

2. des. 2010 : Mikilvæg aðstoð í Pakistan

Rauði kross Íslands sendir um helgina þriðja fulltrúa sinn til starfa á flóðasvæðum landsins, Neyð fólksins enn gríðarleg, Margir fá alls ekki næga hjálp. Greinin birtist í Morgunblaðinu 2. desember 2012.

2. des. 2010 : Rauði kross Íslands vinnur gegn útbreiðslu kóleru á Haítí

Um 20 haítískir sjálfboðaliðar og þrír íslenskir sendifulltrúar á vegum Rauða kross Íslands taka nú þátt í baráttunni gegn kólerufaraldrinum á Haítí. Þegar hafa rúmlega 1.700 manns látið lífið af völdum farsóttarinnar, sem óttast er að breiðist út með síauknum hraða á næstu vikum.

Haítísku sjálfboðaliðarnir vinna við verkefni í sálrænum stuðningi til rúmlega tveggja ára sem íslenska utanríkisráðuneytið styrkti nýlega með tíu milljóna króna framlagi. Um er að ræða 20 ungmenni sem hafa tekið að sér 15.000 manna hverfi í hæðum Port-au-Prince og vinna einkum með börnum, sem enn eru að vinna úr afleiðingum jarðskjálftans mikla 12. janúar. 

1. des. 2010 : Vanræksla við sprautufíkla eykur hættu á alnæmissmiti meðal almennings

Alþjóða Rauði krossinn telur að hægt sé að draga verulega úr útbreiðslu alnæmis ef sprautufíklar væru meðhöndlaðir sem sjúklingar frekar en afbrotamenn.  Í skýrslu sem gefin er út af tilefni alþjóðlega alnæmisdagsins 1. desember kemur fram að meðan dregið hefur úr nýsmitun alnæmis í Afríku hefur hún aukist mikið meðal sprautufíkla um allan heim.

Í skýrslunni er sagt að stjórnvöld hafi brugðist þessum hópi með því að dæma fólk í fangelsi í stað þess að veita sprautufíklum betri aðgang að heilbrigðiskerfinu og aðstöðu til að fá hreinar nálar og sprautur til að koma í veg fyrir smit og sýkingar.

23. nóv. 2010 : Þýskur dómstóll gagnrýnir aðbúnað hælisleitenda á Ítalíu

Þann 9. nóvember sl. ákvað þýskur dómstóll að fresta tímabundið endursendingu hælisleitanda til Ítalíu á grundvelli Dublinar reglugerðarinnar. Í ákvörðun dómstólsins var lýst yfir áhyggjum af aðbúnaði hælisleitenda á Ítalíu, sérstaklega hvað varðar atriði sem lúta að heilbrigðismálum og húsnæði, sem eru ekki í samræmi við evrópsk lágmarksviðmið.

Í dómnum er einnig lýst áhyggjum yfir því hvort Ítalía geti með viðunnandi hætti tryggt grundvallarréttindi einstaklinga sem óskað hafa alþjóðlegrar verndar. Dóminn má nálgast á vefnum með því að smella á meira.

23. nóv. 2010 : Lilja á flóðasvæðum í Pakistan: „Fólkið er svangt, órólegt og skítugt“

Lilja Óskarsdóttir hjúkrunarfræðingur tók á móti 154 sjúklingum á færanlegri sjúkrastöð Rauða krossins á flóðasvæðum í Pakistan á mánudag. Flóðin færðu fimmtung af Pakistan í kaf og ollu skaða hjá 20 milljónum manna.

„Ég fór núna í tjaldbúðir fyrir fólk sem hefur orðið að flýja heimili sín,“ segir Lilja. „Það var verið að koma upp enn fleiri tjöldum fyrir fólk sem hingað til hefur fengið að gista í skólum. En nú þarf að rýma skólana sem eiga að taka til starfa á ný.“

Lilja starfar á sjúkrastöð sem sendir fjögur teymi lækna og hjúkrunarfræðinga út á flóðasvæðin. Þrjú teymi fara daglega út á flóðasvæði og snúa til baka um kvöldið en það fjórða fer lengri leið og þar gista hjálparstarfsmenn þrjá daga í senn. Aðstaðan er ekki beysin: Moskítónetstjald á húsþaki.

18. nóv. 2010 : Rauði krossinn sendir hjálparstarfsmenn og meira fjármagn til neyðarverkefna í Pakistan

Þrír hjálparstarfsmenn Rauða kross Íslands verða við störf í Pakistan næstu misseri við neyðarverkefni vegna flóðanna miklu sem ollu búsifjum á um 70% alls landssvæðis í ágúst og september. Um ein milljón manna er enn heimilislaus af völdum flóðanna og mun hafast við í tjöldum nú þegar vetur gengur í garð.

Tvær vikur eru síðan Lilja Óskarsdóttir hjúkrunarfræðingur hélt til starfa í Pakistan. Lilja starfar með alþjóðlegu teymi Rauða krossins sem aðstoðar fórnarlömb flóðanna í Sindh héraði í suðurhluta landsins.

15. nóv. 2010 : Heimsókn til endurhæfingarathvarfs Rauða krossins í Moyamba í Sierra Leone

Á meðan landar mínir tóku fram potta, pönnur og sleifar og mótmæltu þrengingum sínum í íslenskri kreppu var ég stödd í þorpinu Moyamba í Sierra Leone, fátækasta ríki heims, og snæddi steikta banana og hænsnakjöt úr stórum bala.

12. nóv. 2010 : Kóleran er tifandi tímasprengja

Þrír íslenskir sendifulltrúar Rauða krossins á Haítí taka nú þátt í að berjast gegn kólerufaraldri sem stöðugt verður skæðari. Sjúkdómurinn hefur náð inn til Port-au-Prince og er eins og tifandi tímasprengja í flóttamannabúðum þar sem hundruð þúsunda manna hafast við.

Þrátt fyrir mikla áherslu á vatns- og hreinlætisaðstöðu í höfuðborginni – þar sem Rauði krossinn útvegar um 40 prósent af öllu drykkjarvatni – eru aðstæður samt víða hrikalegar. Fellibylurinn Tomas gerði illt verra.

„Það eru komin næstum 10 þúsund tilfelli og 643 dauðsföll skráð vegna kóleru,“ segir Birna Halldórsdóttir rekstrarstjóri tjaldsjúkrahúss Rauða krossins í Carrefour. „En mörg tilfelli hafa ekki verið skráð og sumir segja að það sé hægt að tvöfalda þessar tölur.“

10. nóv. 2010 : Tók á móti 75 sjúklingum fyrsta daginn í vinnunni

Lilja Óskarsdóttir sendifulltrúi Rauða kross Íslands hefur hafið störf sem hjúkrunarfræðingur í alþjóðlegu teymi Rauða krossins í Larkana í Sindh héraði í Pakistan sem fór illa í flóðunum miklu í ágúst.

Lilja sendi Rauða krossinum tölvupóst í dag til að láta vita að allt gengi vel og sagði að þennan fyrsta dag í starfi sínu hefðu 75 manns mætt í færanlega sjúkrastöð Rauða krossins.

„Það var mjög skemmtilegt að taka þátt í að setja upp flotta aðstöðu, taka á móti 75 sjúklingum og taka svo allt saman aftur og pakka niður fyrir næsta stað," sagði Lilja í pósti sínum.

9. nóv. 2010 : „Höfum alveg séð það verra“

„Þetta er mjög áhugavert ástand vægast sagt á spítalanum okkar núna því það er allt á fullu í skipulagi,“ segir Kristjana Þuríður Þorláksdóttir, hjúkrunarfræðingur sem er að störfum á Haítí fyrir Rauða kross Íslands. Viðtalið birtist á mbl.is 09.11.2010.

5. nóv. 2010 : Göngum til góðs söfnunin gerir kleift að efla hjálparstarfið í Malaví

Rauði kross Íslands hefur unnið að hjálparstarfi í Malaví síðan 2002, fyrst í einu þéttbýlasta og fátækasta héraði landsins, Chiradzulu, og síðan 2008 einnig í héraðinu Mwanza. Árið 2009 nutu um 3.600 börn aðstoðar og fengu tækifæri til að sækja skóla ásamt því að fá fæði og klæði og félagslegan stuðning frá sjálfboðaliðum. Áætlað er að efla verkefni Rauða krossins í Malaví enn frekar á næstu árum, meðal annars með því fjármagni sem safnaðist í landssöfnuninni Göngum til góðs í október 2010.

Einn megin styrkur þessara verkefna er að þau eru unninn í samvinnu við heimamenn, sniðin að aðstæðum á hverjum stað og það er verið að styrkja landsfélag Rauða krossins, samfélagið og fólkið til sjálfshjálpar. Mikill árangur hefur náðst í samstarfi Rauða kross Íslands og í Malaví í þau átta ár sem samvinnan hefur staðið. Vegna þess að um langtímaskuldbindingu er að ræða hafa verkefnin breyst og þróast til að mæta nýjum aðstæðum og þörfum skjólstæðinga Rauða krossins. 

5. nóv. 2010 : Rauði krossinn eflir neyðarvarnir vegna fellibyls á Haítí

Mikill viðbúnaður er nú hjá Rauða krossinum á Haítí en búist er við að fellibylurinn Tómas muni skella á eyna Hispaníólu á hverri stundu. Fellibylurinn hefur valdið miklum usla síðustu daga í Karabíska hafinu, og er óttast að afleiðingarnar kunni að verða skelfilegar þegar hann nær landi á Haítí þar sem milljónir manna hafast enn við í bráðabirgðahúsnæði eftir jarðskjálftann mikla í janúar. Miklar rigningar fylgja fellibylnum og eykur það enn á hættuna á að kólerufaraldur blossi upp í höfuðborginni.

Þrír hjálparstarfsmenn Rauða kross Íslands eru nú að störfum á Haítí við tjaldsjúkrahús Rauða krossins í einu úthverfa Port-au-Prince, Birna Halldórsdóttir sem sér um starfsmannamál fyrir sjúkrahúsið og hjúkrunarfræðingarnir Oddfríður Ragnheiður Þórisdóttir og Kristjana Þuríður Þorláksdóttir.

4. nóv. 2010 : Efling neyðarvarna í Kákasuslöndunum

Rauði kross Íslands er að hefja samstarf við danska Rauða krossinn og Rauða kross félög í Georgíu og Armeníu sem gengur út á að efla almannavarnir í Kákasuslöndunum. Verkefnið er styrkt af Evrópusambandinu. Almannavarnir þessara landa hafa fram að þessu verið fremur bágbornar og löndin hafa átt erfitt með að takast á við afleiðingar náttúruhamfara.

Samstarfsverkefnið hófst árið 2010. Það nær til 72.000 íbúa og markmiðið er að efla hæfni og þrautseigju fólks til að takast á við tíðar náttúruhamfarir en sem dæmi má nefna að árið 1988 létust um 25.000 manns í öflugum jarðskjálfta í Armeníu.

1. nóv. 2010 : Þróunarsamvinna og hjálparstarf á vettvangi - í átt að betri heimi

Rauði krossinn, utanríkisráðuneytið og Þróunarsamvinnustofnun Íslands standa saman að námskeiði um þróunarsamvinnu og hjálparstarf á vettvangi. 

29. okt. 2010 : Rauði krossinn berst við kóleru á Haítí

Rauði krossinn berst nú gegn því að kólera breiðist út á Haítí og berist til höfuðborgarinnar Port-au-Prince þar sem milljónir manna hafast enn við í bráðabirgðahúsnæði eftir jarðskjálftann mikla í janúar. Hreinlætismálum er mjög ábótavant, og óttast er að ekki verði við neitt ráðið blossi kólerufaraldur upp í höfuðborginni.

Þrír hjálparstarfsmenn Rauða kross Íslands eru nú að störfum á Haítí við tjaldsjúkrahús Rauða krossins í einu úthverfa Port-au-Prince,  Birna Halldórsdóttir sem sér um starfsmannamál fyrir sjúkrahúsið og hjúkrunarfræðingarnir Oddfríður Ragnheiður Þórisdóttir og Kristjana Þuríður Þorláksdóttir. 

28. okt. 2010 : Rauði krossinn bregst við tvöföldum hamförum í Indónesíu

Rauði krossinn í Indónesíu stendur í ströngu á tveimur vígstöðvum til að bregðast við hamförum sem riðu yfir landið síðasta mánudag. Þá hófst eldgos á eynni Jövu, og á sama tíma kom jarðskjálfti flóðbylgju af stað sem sópaði burt fjölda þorpa á Mentawaieyjum sem eru út af strönd Vestur Súmötru.

Merapi eldfjallið, virkasta eldfjall Indónesíu, hóf að spúa sjóðheitri ösku og kviku og rýma varð svæði í 10 km radíus frá fjallinu. Um 8000 íbúar voru fluttir á brott, og telja yfirvöld að allt að 40.000 manns kunni að vera í hættu. 25 manns fórust þegar heit aska rigndi yfir svæðið. Þar á meðal var einn sjálfboðaliði Rauða krossins í Indónesíu sem vann að rýmingu svæðisins, en tókst ekki að forða sér undan sjóðandi öskufallinu.

4. okt. 2010 : Eru alþjóðleg mannúðarlög úrelt á tímum hryðjuverka?

Rauði krossinn og Lagastofnun Háskóla Íslands boða til opins fundar um upphaf og þróun alþjóðlegs mannúðarréttar. Fundurinn verður kl. 12:15 - 13:15 í stofu 101 í Lögbergi miðvikudaginn 6. október.

Þar verður meðal annars rætt um hvort alþjóðleg mannúðarlög séu úrelt á tímum hryðjuverka og breyttra aðstæðna í heiminum í dag.

Antoine Bouvier, lögfræðingur hjá Alþjóðaráði Rauða krossins, flytur erindi og svarar fyrirspurnum. Hann er einn reyndasti sérfræðingur Alþjóða Rauða krossins á þessu sviði og er höfundur greina og bóka um alþjóðleg mannúðarlög.

2. okt. 2010 : Himnarnir hrundu

Caroline Seyani missti móður sína þegar hún var fimmtán ára gömul. Föður sinn þekkti hún aldrei. Hún er einn skjólstæðinga Rauða kross Íslands í Malaví og Fréttablaðið birtir hér brot úr sögu hennar. Sigríður Björg Tómasdóttir tók saman.

29. sep. 2010 : Samtakamáttur til stuðnings Afríku skilar árangri

Vandi Afríku er mikill. Alnæmi dregur unga foreldra til dauða og talið er að allt að 12 milljónir barna séu munaðarlaus af völdum sjúkdómsins.

10. sep. 2010 : Haítí: Styrkur til að sinna grunnþörfum

Hin 60 ára Maríe Elide Mimot íbúi í Automeca tjaldbúðunum í Port-au-Prince, fékk á dögunum smáskilaboð frá breska Rauða krossinum sem sögðu að hún ætti rétt á fjárstyrk að upphæð 250 dollara, eða 11 þúsund krónur íslenskar. Það eina sem hún þurfti að gera til að nálgast styrkinn var að fara í einn af mörgum Unitransfer bönkum á svæðinu, sýna persónuskilríki sín og smáskilaboðin.

Þetta er fyrsta af þremur skiplögðum styrkveitingum til 3.000 heimila í Automeda tjaldbúðunum sem breski Rauði krossinn mun veita næstu tvö árin. Til þess nýtir Rauði krossinn sér tæknina, og lætur skjólstæðinga sína vita í gegnum smáskilaboð í farsímum viðkomandi.

31. ágú. 2010 : Hjálpargögn til hamfarasvæða á sem skemmstum tíma

Baldur Steinn Helgason er sendifulltrúi Rauða kross Íslands á skrifstofu Alþjóða Rauða krossins í Dúbæ í Sameinuðu arabísku furstadæmunum. Hann sendi þennan pistil til að veita innsýn í hin mismunandi störf sendifulltrúa Rauða krossins á vettvangi:

19. ágú. 2010 : Rauði krossinn fjórfaldar neyðarbeiðni vegna flóðanna í Pakistan

Alþjóða Rauði krossinn fjórfaldaði í dag neyðarbeiðni sína vegna flóðanna í Pakistan og kallar nú eftir 8.2 milljörðum íslenskra króna til hjálparstarfsins. Neyðaraðstoð Rauða krossins og Rauða hálfmánans mun ná til um 900.000 íbúa á flóðasvæðunum.

Rauði kross Íslands opnaði fyrir söfnunarsíma sinn 904 1500 strax í kjölfar flóðanna fyrir þá sem vilja styrkja neyðaraðstoðina. Einnig er hægt að styðja neyðarbeiðnina með því að smella á vefborðann hér fyrir ofan. Félagið hefur þegar sent 3,5 milljónir íslenskra króna úr neyðarsjóði sínum í hjálparstarfið.

19. ágú. 2010 : Viðskiptavinir Sjóvár veita styrk til hjálparstarfs Rauða krossins á Haítí

Sjóvá færði, fyrir hönd viðskiptavina sinna í Stofni, peningagjöf til Rauða kross Íslands í vikunni og er gjöfin til styrktar hjálparstarfi á Haítí. 

Tjónlausir viðskiptavinir Sjóvár í STOFNI fá hluta iðgjalda sinna endurgreiddan á hverju ári. Í ár gafst viðskiptavinum kostur á að ráðstafa endurgreiðslunni eða hluta hennar til góðgerðarmála. Alls söfnuðust 350.000 krónur sem renna óskert til Rauða krossins.

„Fjölmargir viðskiptavinir völdu að gefa Rauða krossinum og því góða starfi sem Rauða kross hreyfingin vinnur á Haítí hluta af upphæð sinni, sagði Sigurjón Andrésson markaðsstjóri Sjóvar þegar hann afhenti Þóri Guðmundssyni gjöf viðskiptavina tryggingarfélagsina.