22. des. 2006 : Rauði kross Íslands krefst þess að starfsmenn Rauða hálfmánans í Írak verði leystir úr haldi

Sunnudaginn 17. desember var hátt á annan tug starfsmanna og sjálfboðaliða Rauða hálfmánans í Írak numinn á brott frá einni af skrifstofum félagsins í Bagdad. Nokkrum hefur þegar verið sleppt en margir eru enn í haldi.

Rauði kross Íslands sameinast alþjóðahreyfingu Rauða krossins og Rauða hálfmánans í að krefjast þess að þeir verði leystir skilyrðislaust úr haldi nú þegar.

Starfsmenn og sjálfboðaliðar Rauða hálfmánans í Írak aðstoða samlanda sína alls staðar í landinu með mannúð og hlutleysi að leiðarljósi. Þeir vinna mannúðarstarf sitt við hættuleg skilyrði og fórna miklu fyrir þetta starf.

18. des. 2006 : Alþjóða Rauði krossinn krefst þess að íröskum starfsmönnum Rauða hálfmánans verði sleppt skilyrðislaust.

Þrjátíu manns, flestum írönskum starfsmönnum Rauða hálfmánans, var rænt í gærmorgun þar sem þeir voru við störf á skrifstofu Rauða hálfmánans í Bagdad, höfuðborg Íraks. Ekki er vitað hverjir ræningjarnir eru en þeir voru vopnaðir.

Pierre Krähenbühl yfirmaður Alþjóða Rauða krossins og Rauða hálfmánans hefur krafist þess að mönnunum verði sleppt tafarlaust og án skilyrða. -Starfsmenn íranska Rauða hálfmánans leggja hart að sér við að aðstoða alla Íraka í neyð. Þeir stunda störf sín af alúð við erfiðar aðstæður og þá ber að virða og aðstoða en ekki valda þeim erfiðleikum og skaða, sagði Krähenbühl.

18. des. 2006 : Rætt um aðstæður kvenna í Írak

Alþjóði Rauða krossinn stóð fyrir hringborðsumræðum í Amman, höfuðborg Jórdaníu, 11.-13. desember. Þar hittust 16 fulltrúar óopinberra samtaka í Írak til að ræða áhrif stríðsátaka á konur í Írak.

-Það eru mörg vandamál sem konur búa við þegar stríðátök geisa. Þær verða viðskila við ástvini sína, verða fyrir kynferðislegu ofbeldi og aðgangur að heilsugæslu verður erfiðaðri. Erfitt reynist að halda tengslum milli fjölskyldumeðlima, segir Florence Tercier Holst-Roness, sem sér um verkefnið Konur og stríð á vegum Alþjóða Rauða krossins. -Aðstæður þessara kvenna myndu batna ef alþjóðleg mannúðarlög væru virt að fullu.

Andrúmsloftið var tilfinningaþrungið þegar fulltrúarnir lýstu reynslu sinni og lýstu skoðunum sínum á því ástandi sem nú er við lýði. Einn þátttakandi frá Bagdad lagði áherslu á það hversu mikilvægar konur í Írak hefði verið í gegnum tíðina.

14. des. 2006 : Harðákveðin að fara aftur -Vísnabók heimsins fyrir börn í Malaví

Viðtal sem birtist í Rauða borðanum- tímariti Alnæmissamtakanna í desember 2006

Í ágústmánuði síðastliðnum héldu þau Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson til Malaví með fleira fólki. Tilefnið var útgáfa á diskinum Vísnabók heimsins

14. des. 2006 : Neyð í skugga þagnar: hvers vegna sumar hamfarir fara framhjá stjórnvöldum og almenningi

Þann 14. desember verður árleg skýrsla Alþjóða Rauða krossins um hamfarir í heiminum kynnt á alheimsvísu. Þetta er í fjórtánda sinn sem skýrslan kemur út, og er henni ætlað að líta með gagnrýnum augum á hvernig tekist hefur til að veita neyðaraðstoð í kjölfar hamfara.

Sérstakt þema er tekið fyrir ár hvert, og í þetta sinn er tekin fyrir neyð víða í heiminum sem fyrir einhverjar sakir nýtur lítillar eða engrar athygli ráðamanna né fjölmiðla eða jafnvel hjálparsamtaka í sumum tilfellum.

Í skýrslunni er fjallað um samspil umfjöllunar fjölmiðla og fjármögnunar neyðaraðstoðar og það mikla ójafnvægi sem þar gætir.

13. des. 2006 : Rauði krossinn með öflugt hjálparstarf vegna flóðanna í Sómalíu

Gríðarleg flóð í Sómalíu hafa nú áhrif á líf hundruð þúsunda manna. Suðurhluti landsins hefur orðið verst úti og fjöldi þeirra sem þurfa á aðstoð að halda eykst sífellt í héruðunum Hiran, Shabelle, Juba og Gedo.
Nýleg þurrkatíð hefur þó gert það að verkum að vegirnir eru betri á sumum svæðum en þeir voru áður þannig að auðveldara er að dreifa hjálpargögnum á þessa staði. Veðurspár gera hins vegar ráð fyrir frekari flóðum fram í janúar.

Flóðin, sem orsakast af óvenju mikilli rigningu í október og nóvember, hafa valdið gríðarlegum skemmdum á ræktarlandi, eyðilagt mat og einangrað heilu þorpin. Á mörgum svæðum hefur fólk flúið upp á flóðgarða þar sem vatn er allt í kring og krókódílar eru á sveimi. Þetta fólk hefur ekkert húsaskjól, vatn eða mat. Frést hefur af fólki sem hefur þurft að klifra upp í tré til að flýja villt dýr.

11. des. 2006 : Röð fellibylja á Filippseyjum

Filippseyjar hafa orðið illa úti vegna fjölda fellibylja sem gengið hafa yfir eyjarnar síðustu tvo mánuði. Hafa þeir valdið gríðarlegum skemmdum á stóru svæði og 20 héruð hafa orðið fyrir þeim. Í fellibylnum Durian var vindhraðinn 190 km á klukkustund, og allt að 225 km í hviðum.

Hús hafa hreinlega skolast burt vegna aurskriða sem komu í kjölfar stórrigninga og árnar hafa hörfað undan aurskriðunum. Mikið af ræktarlandi hefur eyðilagst og vatnsveitur eru mikið skemmdar í öllum borgum og þorpum sem hafa orðið fyrir fellibyljum. Ekki er enn vitað hversu mengað drykkjarvatnið er. Margir sjómenn hafa misst lífsviðurværi sitt þar sem bátar þeirra hafi skemmst eða net þeirra glatast.

8. des. 2006 : Sólveig Þorvaldsdóttir leiðir neyðarteymi Rauða krossins á Filippseyjum

Sólveig Þorvaldsdóttir, sem hélt á vegum Rauða krossins til Filippseyja á mánudag er nú komin til starfa á hamfarasvæðinu. Sólveig leiðir eitt af þremur alþjóðlegum neyðarteymum Rauða krossins sem skipuleggur neyðaraðstoð til þeirra sem misstu heimili sín í kjölfar fellibylsins Durian sem gekk yfir eyjarnar fyrir viku.

Sólveig hélt til Albey í gær en þar hefur fjöldi bæja og þorpa grafist undir aurskriðum sem féllu úr eldfjallinu Mayon vegna gífurlegs vatnsveðurs sem fylgdi fellibylnum. Talið er að allt að eitt þúsund manns hafi farist í hamförunum og að um 600.000 manns þurfi á einhverri aðstoð að halda.

7. des. 2006 : Viðskipti og alþjóðleg mannúðarlög

Þótt stöðugt fleiri fyrirtæki stundi viðskipti á svæðum þar sem vopnuð átök standa yfir eða hafa staðið yfir er flestum fyrirtækjunum ekki kunnugt um skyldur sínar og réttindi samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum.

5. des. 2006 : Ávarp framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna á degi sjálfboðaliða

Á hverjum degi sýna milljónir sjálfboðaliða og sanna að þrátt fyrir  fátækt og hatur og sinnuleysi og öll torleyst vandamál heimsins, þá geta einstaklingar breytt heiminum til batnaðar. 

Í smáu jafnt sem stóru hafa sjálfboðaliðar breytt samfélögum sínum og heiminum öllum. Og á þessum tímum þar sem vandamál virða ekki landamæri, hvort heldur sem er, HIV/Alnæmi, alþjóðlegt mansal eða smygl, eru sjálfboðaliðar svar grasrótarinnar við brýnustu vandamálum mannkynsins. 

4. des. 2006 : Sólveig Þorvaldsdóttir til neyðarstarfa í Filippseyjum á vegum Rauða kross Íslands

Sólveig Þorvaldsdóttir heldur til Filippseyja í dag til neyðarstarfa á vegum Rauða krossins vegna fellibylsins Durians sem gekk yfir landið aðfaranótt föstudagsins 30. nóvember. Óttast er að allt að eitt þúsund manns hafi farist þegar aurskriður féllu á fjölda bæja í kjölfar úrfellis sem fylgdi fellibylnum. Talið er að um 40.000 manns hafi misst heimili sín þegar veðurofsinn gekk yfir miðbik eyjaklasans.

Sólveig er ein af níu manna neyðarteymi Alþjóðasambands Rauða krossins sem heldur utan í dag til að aðstoða filippseyska Rauða krossinn við neyðaraðstoð. Sjálfboðaliðar Rauða krossins hafa verið að störfum á hamfarasvæðunum frá því að hörmungarnar gengu yfir, og hafa þrjú neyðarteymi filippseyska Rauða krossins þegar hafið dreifingu hjálpargagna til íbúa á svæðinu.

30. nóv. 2006 : Alþjóðlegi alnæmisdagurinn: Rauði krossinn segir konum og stúlkum hættara við alnæmissmiti vegna kynbundins ofbeldis

Í yfirlýsingu Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans í tilefni af alþjóðlega alnæmisdeginum 1. desember segir að samtökin hafi vaxandi áhyggjur af aukningu á alnæmissmiti kvenna og stúlkna um allan heim. Ástæðurnar felast einkum í slæmum félagslegum aðstæðum kvenna sem eru fórnarlömb nauðgana, misnotkunar, mansals og vændis.

Rauði kross Íslands styrkir alnæmisverkefni í Malaví, Suður Afríku og Mósambík, en alnæmistíðni er hæst í heimi í löndunum í sunnanverðri Afríku þar sem allt að 40% íbúa eru alnæmissmitaðir. Skjólstæðingar Rauða krossins í þessum löndum eru flestir konur.

„Alnæmissmit vegna kynbundins og kynferðislegs ofbeldis  má líkja við neyðarástand á þessum slóðum,” segir Kristján Sturluson, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands.

Alþjóða Rauði krossinn hefur sent frá sér neyðarbeiðni vegna alnæmisverkefna í sunnanverðri Afríku þar sem sóst er eftir 21 milljarði íslenskra króna sem verja á til baráttunnar gegn alnæmi næstu árin.

15. nóv. 2006 : Yfirlýsing frá Alþjóða Rauða krossinum á 61. Allsherjaþingi Sameinuðu þjóðanna, New York, 18. október 2006.

Yfirlýsing frá Alþjóða Rauða krossinum á 61. Allsherjaþingi Sameinuðu þjóðanna, New York, 18. október 2006.

Herra forseti.

Á þeim tveimur árum sem liðin eru frá því ályktun 59/39 var samþykkt hefur mikilvæg þróun átt sér stað á sviði alþjóðlegra mannúðarlaga. Alþjóða Rauði krossinn telur stóran áfanga hafa náðst með viðurkenningu allra ríkja heims á Genfarsamningunum fjórum frá 1949. Sú staðreynd að öll ríki heims hafa skuldbundið sig til að fylgja eftir ákvæðum Genfarsamninganna eru sterk rök gegn þeim sem halda því fram að alþjóðleg mannúðarlög séu ekki lengur fullnægjandi til þess að meðhöndla ástand sem skapast í vopnuðum átökum sem eiga sér stað í dag. Viðurkenningin gefur þvert á móti til kynna að alþjóðasamfélagið allt vill að þessir samningar séu virtir í hvívetna.

18. okt. 2006 : Malaví: Caroline, 13 ára, ein í heiminum

Grein af vef Alþjóða Rauða krossins um aðstoð við alnæmissmituð börn í Malaví. Rauði kross Íslands styður starfið í Malaví. Fé, sem safnaðist í landssöfnuninni „Göngum til góðs” í september sl. verður notað til aðstoðar börnum í Chiradzulu-héraði í suðurhluta landsins. Þar eru um 4.100 munaðarlaus börn sem njóta munu góðs af starfi Rauða krossins og verða m.a. opnaðar þrjár félagsmiðstöðvar fyrir börnin.

16. okt. 2006 : Barátta við malaríu í Sierra Leone

Hlín er sendifulltrúi Rauða kross Íslands og starfar nú að verkefni kanadíska Rauða krossins við að hefta útbreiðslu malaríu í Sierra Leone.

12. okt. 2006 : Jarðskjálftinn í Pakistan. Flestir enn í tjöldum

Ragnheiður Þórisdóttir sendifulltrúi vann í sjö mánuði við hjálparstörf í Balakot í Pakistan. Atli Ísleifsson blaðamaður á Blaðinu tók viðtal við Ragnheiði sem birtist í Blaðinu í dag.

11. ágú. 2006 : Alþjóðlegur dagur æskunnar 12. ágúst

„Ungt fólk sem býður sig fram til starfa fyrir Rauða krossinn gefur tíma sinn og starfsgetu til nauðsynlegra verkefna sem það sér í sínu umhverfi. Þannig elst það upp við að leggja sitt af mörkum til að byggja upp betra samfélag,” segir Juan Manuel Suárez del Toro forseti Alþjóða Rauða krossins, í yfirlýsingu í tilefni af alþjóðlegum degi æskunnar, 12. ágúst.

4. ágú. 2006 : Neyðaraðstoð til óbreyttra borgara í Suður-Líbanon

Meira en 5000 sjálfboðaliðar og starfsfólk líbanska Rauða krossins hafa lagt sig í lífshættu við hjálparstarfið. Þau halda ótrauð áfram við að útvega nauðsynleg lyf og veita þeim sem misst hafa heimili sín og eru í hættu aðhlynningu.

3. ágú. 2006 : Fulltrúi Rauða krossins hjá SÞ segir að vopnahlé verði að komast á í Líbanon

Greinin birtist í Morgunblaðinu 1. ágúst 2006.

28. júl. 2006 : Alþjóða Rauði krossinn leggur fram neyðarbeiðni að upphæð sex milljörðum íslenskra króna

Líbanski Rauði krossinn, sem rekur 50 heilsugæslustöðvar og tugi sjúkrabíla, hefur reynt eftir fremsta megni að flytja þá sem þurfa undir læknishendur.
Mynd: Reuters/Adnan Hajj.
Alþjóða Rauði krossinn hefur lagt fram nýja neyðarbeiðni sem nemur rúmlega 82 milljónum Bandríkjadala eða sem svarar um sex milljörðum íslenskra króna til að bregðast við ástandinu í Líbanon. Þetta er sú upphæð sem þarf til að halda úti hjálparstarfi Rauða krossins í Líbanon til áramóta.

Hundruð þúsunda óbreyttra borgara hafa misst heimilli sín og miklar skemmdir hafa orðið í Líbanon á mikilvægum innviðum samfélagsins. Rauði krossinn hefur einnig áhyggjur af áhrifum átakanna á fólk sem býr í Norður-Ísrael, en þar hafa óbreyttir borgarar þurft að búa við stöðugar eldflaugaárásir.

25. júl. 2006 : Rauði krossinn heldur ótrauður áfram aðstoð sinni í Líbanon

Salwa Raffoul og dóttir hennar fá aðhlynningu hjá sjálfboðaliða Rauða krossins.
Mynd: Reuters/Christinne Muschi.
Ástandið í Líbanon versnar með hverjum degi í harðnandi átökum Ísraels og Hezbollah-samtakanna. Líbanski Rauði krossinn, með stuðningi Alþjóða Rauða krossins, er einn af fáum hjálparsamtökum á átakasvæðunum sem hefur getað haldið starfsemi sinni áfram og komið særðum og sjúkum til aðstoðar. Yfir 400 manns hafa farist í átökunum og þúsundir særst. 

?Við höfum þungar áhyggjur af ástandinu í Líbanon. Árásirnar koma verst niður á óbreyttum borgurum og æ erfiðara reynist að ná til þeirra sem þurfa á tafarlausri aðstoð að halda. Rauði kross Íslands hefur því ákveðið nú þegar að senda 2 milljónir íslenkra króna til að svara neyðarbeiðni Alþjóða Rauða krossins,? sagði Kristján Sturluson, framkvæmdastjóri Rauða kross Íslands. ?Við munum að sjálfsögðu fylgjast með framvindu mála og veita meiri aðstoð ef þörf verður á.?

21. júl. 2006 : Sneri heim til Búrúndí eftir 13 ár í flóttamannabúðum: kýr frá himnum

Jean-Berchman og Rosetta kona hans ásamt kúnni sem mun breyta lífi þeirra.
Þegar Jean-Berchman Ntahomvukiye sneri aftur heim eftir 13 ára dvöl í flóttamannabúðum í Kanembwa varð sú endurkoma ekki eins og hann hafði áætlað. Þegar hann íhugaði það alvarlega að snúa aftur var hann handtekinn og settur í fangelsi. Á meðan hann var þar var heimili hans í búðunum rænt og peningum sem hann hafði sparað fyrir heimkomu sína stolið. Þetta voru tæp hálf milljón tansanískra skildinga, eða um 30 þúsund krónur. Hann var í fangelsi í þrjá mánuði og segist enn ekki vita hvers vegna.

19. júl. 2006 : Alþjóða Rauði krossinn sendir út neyðarbeiðni vegna átakanna í Líbanon

Sjálfboðaliðar Rauða krossins í Líbanon leggja nótt við dag við að aðstoða fórnarlömb sprengjuárásanna.
Alþjóða Rauði krossinn lýsti í dag yfir þungum áhyggjum vegna ástandsins í Líbanon í kjölfar sprengjuárásanna sem staðið hafa nú í heila viku. Í yfirlýsingunni kemur fram að hundruð óbreyttra borgara hafi farist í átökunum og enn fleiri særst. Æ erfiðara reynist að veita þeim sem þurfa læknisaðstoð og óbreyttir borgarar fari verst út úr sprengjuárásunum ? sem virðast beinast í æ ríkara mæli að opinberum byggingum og mannvirkjum.

Alþjóðaráð Rauða krossins hefur aukið við stuðning sinn í Líbanon til að hjálpa særðum og sjúkum og kallar eftir frekari aðstoð.  Neyðarbeiðnin hljóðar upp á 8 milljónir Bandríkjadollara eða sem svarar um 590 milljónum íslenskra króna. Þá hefur Alþjóðaráð Rauða krossins minnt bæði ísraelsk yfirvöld og liðsmenn Hezbollahsamtakanna á að virða í einu og öllu alþjóðleg mannúðarlög.

13. júl. 2006 : Vesturbakkinn: tekna aflað fyrir fórnarlömb múrsins

Starfsmaður Rauða krossins þjálfar upprennandi býflugnabændur.
Margar fjölskyldur hafa þurft að búa við skert lífsviðurværi vegna byggingar Ísraelsmanna á Vesturbakkamúrnum, en með honum er aðgangur að störfum og ræktarlandi takmarkaður verulega. Alþjóða Rauði krossinn hefur af þessum sökum aðstoðað fólk með því að afla því verkefna sem auka tekjumöguleika þess.

Shawgieh Al-Iraqi hoppar til og frá meðan býflugurnar svífa um bú sín með háværi suði. Mohammed Ghanen, búfræðingur og starfsmaður Alþjóða Rauða krossins heldur hunangsvaxköku upp á móti sólinni og fagnar uppskerunni. Hann er klæddur eins og geimfari.

11. júl. 2006 : Uppbygging fjáröflunarverkefna í sunnanverðri Afríku

Í alþjóðlegu hjálparstarfi leggur Rauði kross Íslands mikla áherslu á aðstoð í sunnanverðri Afríku, bæði með fjárframlögum og beinni aðstoð íslenskra sendifulltrúa.

10. júl. 2006 : Íslensk stjórnvöld styðja verkefni Rauða krossins og Rauða hálfmánans í Palestínu

Sjúkraliði palestínska Rauða hálfmánans að störfum í Gazaborg.
Utanríkisráðherra hefur ákveðið að íslensk stjórnvöld muni styrkja hjálparstarf Rauða krossins og Rauða hálfmánans á herteknu svæðunum og sjálfstjórnarsvæðum Palestínu.  Framlag íslenska stjórnvalda til starfs Palestínska Rauða hálfmánans og Alþjóða Rauða krossins á svæðinu nemur alls 100.000 Bandaríkjadollurum, sem svarar til rúmra 7,5 milljóna íslenskra króna á núverandi gengi.

Rauði kross Íslands hefur lagt til 5 milljónir íslenskra króna til verkefna Rauða krossins og Rauða hálfmánans úr hjálparsjóði sínum.  Framlag Rauða krossins og íslenskra stjórnvalda nemur því samtals um 12,5 milljónum króna.

Ástandið á herteknu svæðunum og sjálfstjórnarsvæðum Palestínu hefur farið stigversnandi á undanförnum vikum, og stendur Palestínski Rauði hálfmáninn frammi fyrir miklum erfiðleikum í starfi sínu við að veita fólki lífsnauðsynlega aðstoð.

4. júl. 2006 : Rauði krossinn í Mið-Ameríku býr sig undir tíma fellibylja

Sjálfboðaliðar Rauða krossfélaga í Karabíska hafinu við undirbúning fyrir fellibyljatímabilið.
Fellibyljatíminn við Atlantshaf hófst 1. júní og búast veðurfræðingar við að styrkur þeirra verði yfir meðallagi í karabíska hafinu og Rómönsku Ameríku. Búist er við að á þessu tímabili, sem varir fram í miðjan nóvember, verði allt að 14 hitabeltisstormar, sex til átta verða fellibyljir og tveir til fjórir stórir fellibyljir.

Rauði krossinn hefur búið sig undir þetta tímabil af kappi og meðal annars hittust fulltrúar félagsins ásamt mannúðarhjálp Evrópuráðsins, mannúðarskrifstofu Sameinuðu þjóðanna og fleiri hjálparsamtökum á þriggja daga fundi í maí. Þar var sérstaklega hugað að því að styrkja hjálparnet samtakanna sem nýtast mun ef hamfarir eiga sér stað.

26. jún. 2006 : Uppbygging í Aceh einu og hálfu ári eftir flóðbylgjuna

Robin er sendifulltrúi Rauða krossins í Aceh þar sem hann stýrir dreifingu hjálpargagna.

22. jún. 2006 : Rauði kristallinn samþykktur sem þriðja merkið

Rauði kristallinn er orðinn þriðja merki hreyfingarinnar og hefur sömu þýðingu og rauði krossinn og rauði hálfmáninn.
Samþykkt var á 29. alþjóðaráðstefnu Rauða krossins og Rauða hálfmánans sem lauk nú undir morgun að bæta við þriðja merki hreyfingarinnar ? rauða kristalnum. Merkið hefur sömu þýðingu og rauði krossinn og rauði hálfmáninn sem verndartákn á átakasvæðum og fyrir starfsmenn og sjálfboðaliða hreyfingarinnar.

Þá hefur Alþjóðaráð Rauða krossins viðurkennt Rauða hálfmánann í Palestínu og Rauðu Davíðstjörnuna í Ísrael sem fullgild landfélög. Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans samþykkti einnig inngöngu landsfélaganna nú í morgun.

22. jún. 2006 : Þjóðhátíðarkveðja frá Malaví

Birna er sendifulltrúi í Malaví þar sem hún stýrir matvæladreifingu í sunnanverðu landinu.

14. jún. 2006 : Chernobyl: Greining á krabbameini í skjaldkirtli getur bjargað mörg hundruð mannslífum

Tuttugu árum eftir kjarnorkuslysið í Chernobyl fjölgar krabbameinstilfellum í skjaldkirtli stöðugt meðal þeirra sem voru á barnsaldri þegar slysið átti sér stað.

9. jún. 2006 : Hjálparstarf komið á fullt í Indónesíu - enn mikið verk óunnið

Virkni eldfjallsins Merapi er enn að aukast. Rauði krossinn hefur sett af stað viðbragðsáætlun sem farið verður eftir ef fjallið fer að gjósa en þá gætu um milljón manns til viðbótar misst heimili sín. Mynd: REUTERS.
Alþjóða Rauði krossinn sendi út beiðni í vikunni fyrir 38 milljónir svissneskra franka (ríflega 2.200 milljónir króna) vegna hjálparstarfsins í Indónesíu. Áður var send beiðni um 12,8 milljónir svissneskra franka og hefur gengið vel að safna því fé.

Fénu verður varið í að styðja Rauða kross Indónesíu við hjálparstarfið eftir hamfarirnar á Jövu þann 27. maí þegar jarðskjálfti að stærðinni 6,3 stig reið yfir landið og snerti um hálfa milljón manna. Beiðnin nær yfir læknishjálp, mat, hreinlætisaðstöðu og tímabundið húsaskjól fyrir um 325.000 fórnarlömb jarðskjálftans næstu 12 mánuði. Einnig verður lögð áhersla á endurhæfingu og aðhlynningu eins og sálrænna aðstoð og munu hjálparteymi nýta sér reynsluna frá hinu mikla hjálparstarfi í Aceh síðustu 18 mánuði.

Nú, tæpum tveimur vikum eftir jarðskjálfann hrikalega, þurfa mörg fórnarlömb enn á aðstoð að halda á borð við læknishjálp, tímabundnu húsaskjóli, mat og vatni. Skemmdir vegir, almennar samgöngutruflanir og slæmt veður eru þær hindranir sem þarf að yfirstíga til að útvega hjálp en forgangsverkefni Rauða krossins er að koma lyfjum og öðrum nauðsynjum á sjúkrahús, veita fólki tímabundið húsaskjól og ná til afskekktra svæða.

7. jún. 2006 : Stjórnvöld veita 20 milljónir króna til alnæmisverkefna Rauða krossins

Tuttugu og fimm ár eru frá því að alnæmisveiran greindist fyrst og síðan þá hafa um 25 milljónir manna látist af völdum sjúkdómsins. Alnæmi hefur grafið undan hefðbundnum bjargráðum í Afríku og geta við að takast á við vá verður stöðugt minni.
Utanríkisráðherra hefur ákveðið að íslensk stjórnvöld muni styðja alnæmisverkefni Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans í sunnanverðri Afríku. Framlagið mun samtals nema 320.000 bandaríkjadollurum sem svarar til um það bil 20 milljónum íslenskra króna á núverandi gengi og mun verða greitt í fjórum jöfnum greiðslum á árunum 2006-2009.

Ríkisstjórnin og Rauði kross Íslands lögðu fram áheit um samvinnu um stuðning við alnæmissjúka á 28. alþjóðaráðstefnu Rauða krossins og Rauða hálfmánans og ríkja sem eru aðilar að Genfarsamningunum.

1. jún. 2006 : Vinadeildasamstarf á Norðurlandi

Deildir Rauða krossins á Norðurlandi eru í vinadeildarsamstarfi í Mósambík. Tveir sjálfboðaliðar fóru í vettvangsferð.

31. maí 2006 : Hjálparstarf í fullum gangi í Indónesíu

Alþjóða Rauði krossinn hefur þegar sent þrjú neyðarteymi  til aðstoðar við læknisstörf, dreifingu hjálpargagna og fjarskipti. 
Nú er ljóst að hátt í 6.000 manns fórust í jarðskjálftanum sem reið yfir eyna Jövu í Indónesíu laugardaginn 27. maí. Þúsundir særðust í skjálftanum og um 200.000 manns eru taldir hafa misst heimili sín.

Unnið er ötullega að hjálparstarfi, en mikið liggur á að koma heimilislausum í skjól og slösuðum undir læknishendur. Alþjóða Rauði krossinn hefur þegar sent þrjú neyðarteymi alþjóðlegra sérfræðinga til aðstoðar við læknisstörf, dreifingu hjálpargagna og fjarskipti. 

29. maí 2006 : Skjót viðbrögð Rauða krossins vegna jarðskjálftans í Indónesíu

Indónesískir íbúar í Piyungan í Jógjakarta horfa á skemmdir af völdum jarðskálftans. Um 5.000 manns eru sagðir hafa látist af völdum hans, þúsundir slösuðust og um 200.000 manns misstu heimili sín.
Neyðarbeiðni hefur borist frá Alþjóðasambandi landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans vegna jarðskjálftans sem skók eyjuna Jövu í Indónesíu laugardaginn 27. maí.

Um 5.000 manns eru sagðir hafa látist af völdum skjálftans, þúsundir slösuðust og um 200.000 manns misstu heimili sín. Neyðarbeiðnin hljóðar upp á 10 milljónir bandaríkjadollara eða 725 milljónir íslenskra króna og er ætlað að aðstoða um 200,000 manns á næstu 8 mánuðum.

18. maí 2006 : Þrjár vikur í þurrki og þrautum

Kristjón, sem er pípulagningameistari að mennt, vinnur sem sendifulltrúi við vatnsveituverkefni í Harar í Eþíópíu.

11. maí 2006 : Í Níger eru hlutirnir öðruvísi!

Baldur Steinn er sendifulltrúi í Níger þar sem hann vinnur við birgðastjórnun.

5. maí 2006 : 8. maí - alþjóðadagur Rauða krossins haldinn hátíðlegur um allan heim

Þegar Hringrásarbruninn varð í nóvember 2004 opnuðu sjálfboðaliðar fjöldahjálparstöð og hlúðu að fólkinu.
Á hverju ári heldur Rauða kross fólk um allan heim upp á Alþjóðadag Rauða krossins og Rauða hálfmánans þann 8. maí - á fæðingardegi Henry Dunants stofnanda hreyfingarinnar.

Ýmislegt er gert til að halda starfsemi Rauða krossins á lofti þann dag, en flest landsfélög nota tækifærið til að heiðra sjálfboðaliða sína sem bera hitann og þungann af starfi hreyfingarinnar.

3. maí 2006 : Rúmenía ? Rauði krossinn óskar aðstoðar fyrir fórnarlömb verstu flóða í hálfa öld

Dýrin þurfa að hafast við á litlu blettum sem vatnsyfirborðið nær ekki til. Þau eru hrædd og hætta er á að þessar litlu eyjar sökkvi þá og þegar.
Í kjölfar gríðarlegra flóða í Rúmeníu hefur Alþjóða Rauði krossinn sent út beiðni um neyðaraðstoð næstu þrjá mánuði fyrir um 13 þúsund manns sem misst hafa heimili sín.

Leitað er 2,4 milljóna svissneskra franka (144 milljónir íslenskra króna) til að styðja við hjálparstarf sem Rauði kross Rúmeníu leiðir og til að kaupa tjöld, teppi, ábreiður, dýnur og svefnpoka, eldhúsáhöld, gúmmístígvél, mat og hreinlætisefni. Þá á einnig að setja upp hreinlætisaðstöðu.

2. maí 2006 : Uppflosnaðir þjást víða

Þessi grein birtist í Fréttablaðinu 20. apríl 2006. Sigrún María er blaðamaður.

25. apr. 2006 : Rauði krossinn aðstoðar í baráttunni við fuglaflensu

Sjálfboðaliðar Rauða kross Indónesíu að störfum. Mynd: AlertNet.
Alþjóða Rauði krossinn hefur ákveðið að verja ríflega 800 milljónum íslenskra króna í að bregðast við útbreiðslu fuglaflensu og hugsanlegri hættu á að um heimsfaraldur í mönnum verði að ræða.

Alþjóða Rauði krossinn er nú að búa sig undir eða bregðast við fuglaflensu í Benín, Nígeríu, Kamerún, Keníu, Egyptalandi, Afganistan, Pakistan, Indlandi, Nepal, Sri Lanka, Burma, Laos, Víetnam, Kambódíu, Malasíu, Singapúr, Indónesíu, Mongólíu, Hong Kong, Filippseyjum, Tímor Leste, Kína, Úkraínu, Írak, Níger og Suður-Kóreu.

18. apr. 2006 : Ánægð að geta gengið aftur

Alþjóða Rauði krossinn býður í samvinnu við gervilimasmiðju í Rawakpindi í Pakistan upp á endurhæfingu fyrir þá sem misst hafa útlimi eftir jarðskjálftann sem reið yfir í haust. Ein þeirra sem hefur notið góðs af þessu er Samia Mukhtar, tíu ára stúlka, sem nú er farin að geta gengið auðveldlega. Hún missti hægri fótinn fyrir neðan hné í jarðskjálftanum en hefur nú fengið gervilim í staðinn.

Samia var í skóla í hverfi í Muzaffarabad þegar jarðskjálftinn reið yfir. Hún hljóp strax út úr byggingunni en þegar hún fór svo aftur inn til að ná í töskuna sína hrundi skólabyggingin eftir öflugan eftirskjálfta.

11. apr. 2006 : Rauði krossinn leggur áherslu á vinnu sjálfboðaliða gegn útbreiðslu alnæmis á Alþjóða heilbrigðisdeginum

Munaðarlaust barn í Malaví í fangi ömmu sinnar en foreldrarnir dóu úr alnæmi. Mynd: Sólveig Hildur Björnsdóttir.
Á alþjóða heilbrigðisdeginum, 7. apríl, lagði Alþjóða Rauði krossinn áherslu á að sjálfboðaliðar félagsins verða sífellt mikilvægari í ýmiss konar samfélagsvinnu, meðal annars þeirri sem tengd er alnæmi. Samkvæmt Alþjóða heilbrigðisstofnuninni er talið að um fjórar milljónir starfmanna vanti í heilbrigðisþjónustu um allan heim. Skorturinn er sérstaklega mikill í fátækum löndum og þá sérstaklega í sveitahéruðum.

Sjálfboðaliðar Rauða krossins eru gríðarlega mikilvægir í stuðningi við HIV-smitaða einstaklinga og fjölskyldur þeirra, sérstaklega þar sem heilbrigðiskerfi viðkomandi lands bregst ekki á fullnægjandi hátt við þörfum fólksins.

Mikil áhersla var lögð á vinnu sjálfboðaliðanna á þingi í Jóhannesarborg 6. - 7. apríl um heilbrigðisþjónustu í heimabyggð fyrir þá sem eru HIV- eða alnæmissmitaðir. Þetta þing var haldið af Alþjóða Rauða krossinum í samvinnu við tíu landsfélög í sunnanverðri Afríku.

10. apr. 2006 : Fjöldi einstaklinga sem sækir um hæli í iðnríkjum hefur minnkað um helming

Undanfarin fimm ár hefur fjöldi þeirra sem sækir um hæli í iðnríkjunum fallið um helming og hefur fjöldi hælisleitenda ekki verið lægri í nær tvo áratugi.

?Þessar tölur sýna að allt tal í iðnvæddu ríkjunum um aukin vandamál vegna hælismála endurspegla ekki raunveruleikann,? sagði António Guterres yfirmaður Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna. Hann bætti við að í staðinn ættu iðnríkin að spyrja sig hvort strangari takmarkanir gagnvart hælisleitendum væru ekki aðeins til þess fallnar að skella hurðum á menn, konur og börn sem væru að flýja ofsóknir.

7. apr. 2006 : Frábær söfnun á fatamarkaði MK-nema

Nína Helgadóttir, sem veitti söfnunarfénu viðtöku, er hér ásamt fulltrúum nemenda í MK, Garðari Guðjónssyni formanni Kópavogsdeildar og Fanneyju Karlsdóttur framkvæmdastjóra deildarinnar.
Nemendur í áfanga um sjálfboðið starf í MK afhentu í gær Rauða krossi Íslands 140.017 krónur sem renna eiga til götubarna í Mósambík. Fjárhæðin er ágóði af fatamarkaði sem haldinn var í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar 1. apríl síðastliðinn.

Nína Helgadóttir, sem sinnir verkefnum Rauða kross Íslands í Afríku, veitti söfnunarfé MK-nemanna viðtöku í sjálfboðamiðstöð Kópavogsdeildar og sagði að fjárhæðin myndi nýtast afar vel þeim götubörnum í Mósambík sem leita skjóls í athvörfum Rauða krossins.

5. apr. 2006 : Undirbúningur samfélagsins skiptir öllu þegar hörmungar eiga sér stað

Þórir Guðmundsson hitti þessa konu á ströndinni í Sri Lanka um miðjan janúar 2005, tæpum mánuði eftir að flóðbylgjan skall á landið.
Á meðan sérfræðingar frá öllum heimshornum koma saman í Bonn í Þýskalandi til að ræða forgangsatriði þegar vara á samfélög við yfirvofandi hörmungum leggur Alþjóða Rauði krossinn áherslu á að menn einbeiti sér að því að þróa samfélögin en ekki aðeins tæknina. Síðan flóðbylgjurnar skullu á Asíu í desember 2004 hefur mikil umræða átt sér stað um mikilvægi veðurmælinga, skynjara á hafsbotni og notkun gervitungla. Jarðskjálftafræðingar segja að aðrir stórir skjálftar geti komið af stað flóðbylgjum af svipaðri stærð.

4. apr. 2006 : 800 þúsund leita til Rauða krossins í sárri neyð

Ómar er sendifulltrúi í Nairobi, Kenya á svæðisskrifstofu Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans fyrir Austur-Afríku.

4. apr. 2006 : Hundrað hjálparlið vinna við rústabjörgun í Íran

Jarðskjálftinn átti sér stað í Lorestan héraði þann 31. mars.
Rauði hálfmáninn í Íran hefur sent 100 hópa sérþjálfaðra björgunarmanna, ásamt átta hjálparhópum sem í eru m.a. tólf sporhundar (alls 622 manns) í Lorestan-héraðið þar sem þrír jarðskjálftar skóku fjallahéraðið milli borganna Doroud og Borujerd. Jarðskjálftinn átti sér stað þann 31. mars. Hóparnir aðstoða við að ná þeim sem lifðu skjálftann af úr húsarústum, hlúa að slösuðum og meta hjálparþörf þeirra sem lifðu af.

23. mar. 2006 : Jarðskjálftinn í Pakistan: fórnarlömb byggja upp líf sitt

Það er mikilvægt fyrir börnin í Pakistan að geta horft jákvæðum augum til framtíðarinnar. Það hjálpar þeim að ná sér af áfallinu eftir jarðskjálftann. Hér eru þau þátttakendur í kennslustund framan við húsarústir.
Nú hálfu ári eftir hinn mannskæða jarðskjálfta í Pakistan leggur Alþjóða Rauði krossinn áherslu á mikilvægi þess að gera þeim sem lifðu skjálftann af kleift að ákveða sjálfir hvernig endurreist samfélag þeirra mun líta út.

?Það skiptir öllu máli að fólkið á staðnum leiði uppbyggingarstarfið,? segir Azmat Ulla hjá Alþjóða Rauða krossinum. ?Það fólk veit best um sínar þarfir og það er stór hluti af uppbyggingarstarfinu að hjálpa þessu fólki að taka við stjórnartaumunum. Þegar fólk er virkjað á þennan hátt er einnig líklegra að ýmsar breytingar til lengri tíma komist í gagnið, eins og í heilsugæslu, menntun og almennu lífsviðurværi.?

16. mar. 2006 : Erlent samstarf um málefni hælisleitenda og flóttamanna

PERCO ? Samráðsvettvangur Rauða kross félaga í Evrópu í málefnum hælisleitenda, flóttamanna og útlendinga almennt.

8. mar. 2006 : Rauði krossinn vinnur að velferð kvenna viða um heim

Mynd unnin af Vinoliu í Suður Afríku. Hún situr í fangelsi og hún og stöllur hennar sauma út myndir og selja til að afla sér tekna. Þær sækja myndefnið í þann raunveruleika sem þær búa við.
Alþjóðlegur dagur kvenna 8. mars

Í fjölmörgum löndum heims búa konur við hvað kröppustu kjörin í þjóðfélaginu. Stríðsátök, sjúkdómar, hamfarir, fátækt og ofbeldi koma oft hvað harðast niður á þeim sem ekkert eiga undir í samfélaginu. Alþjóða Rauði krossinn hefur það að markmiði að aðstoða þá sem minnst mega sín og gerir því ýmislegt til að meta og mæta þörfum kvenna sem eiga undir högg að sækja.

Í Kongó aðstoðar Alþjóða Rauði krossinn fórnarlömb kynferðisofbeldis, í Pakistan er boðið upp á sérstaka umönnun fyrir mæður og börn á skjálftasvæðunum og í Yemen eru haldin námskeið fyrir kvenfanga til að auðvelda þeim að fóta sig í lífinu eftir að konurnar losna úr fangelsi.

6. mar. 2006 : Rauði krossinn bregst við kólerufaraldri í Suður-Súdan

Alþjóða Rauði krossinn hefur sent út neyðarbeiðni að jafnvirði um 50 milljóna íslenskra króna til að Rauði kross Súdan geti brugðist strax við kólerufaraldri í Suður-Súdan.

Þessi faraldur hefur geisað í héruðunum Juba og Yei síðan í byrjun febrúar en sjúkdómurinn er einnig farinn að berast til annarra staða fyrir austan Juba. Þann 1. mars tilkynnti Alþjóða heilbrigðisstofnunin um að tilfellin væru orðin 4.906 og að 89 hefðu látist.

Héraðið er svæði þar sem fólk hefur hrakist af heimilum sínum og bíður eftir að fá að snúa heim að nýju og 5.000 þeirra halda til í búðum skammt frá Juba. Svæði eins og þetta, þar sem margir halda til á litlu svæði, vekja sérstakar áhyggjur.

3. mar. 2006 : Sjúkrahús í Abbottabat í Pakistan

Hildur vann á sjúkrahúsi sem sett var upp eftir jarðskjálftann í Pakistan.

2. mar. 2006 : 50 ár frá aðild Íslands að flóttamannasamningi Sameinuðu þjóðanna

Börn í flóttamannabúðum í Mutata í Kólumbíu. Á síðasta ári tóku íslensk stjórnvöld á móti 24 flóttamönnum frá Kólumbíu og sjö frá Kósovó.
Þann 1. mars árið 1956 gekk staðfesting Íslands á samningi um réttarstöðu flóttamanna í gildi. Flóttamannasamningur Sameinuðu þjóðanna, eins og hann er jafnan kallaður, hafði verið samþykktur tæpum fimm árum áður í borginni Genf í Sviss.

Meginmarkmið flóttamannasamningsins var að aðstoða rúmlega milljón manns sem voru enn á vergangi í Evrópu af völdum síðari heimsstyrjaldarinnar við að fá úrlausn sinna mála.

Á Íslandi er Rauði kross Íslands fulltrúi Flóttamannastofnunar SÞ og hefur tekið að sér málsvarahlutverk og réttindagæslu hælisleitenda á Íslandi ásamt því að aðstoða íslensk stjórnvöld og sveitarfélög við móttöku flóttamanna sem boðin er landvist hér á landi í samvinnu við Flóttamannastofnun.

28. feb. 2006 : Komið var í veg fyrir aðra bylgju dauðsfalla

Grein sem birtist í Morgunblaðinu 26.02.2006.
Rafn Jónsson vann að hjálparstarfi á skjálftasvæðunum í Pakistan.

24. feb. 2006 : Fræðsla í Úganda

Áslaug Arnoldsdóttir sendifulltrúi kom heim frá Úganda fyrir skömmu. Meðfylgjandi myndir eru af fræðslu sem var hluti af starfi hennar.

23. feb. 2006 : Átak vegna hungursneyðar framlengt

Sjálfboðaliðar Rauða krossins sinna pappírsvinnu fyrir mæður sem bíða með börnum sínum eftir mataraðstoð í Tahoua í Níger.
Alþjóða Rauði krossinn hefur ákveðið að framlengja svokallað Sahel-átak sitt um sex mánuði. Þetta átak var sett á laggirnar til að stemma stigu við hungursneyð í Burkina Fasó, Malí, Máritaníu og Níger. Rauði krossinn hyggst auka heildarfjárframlagið í 1,5 milljarða íslenskra króna en upphaflega upphæðin var um 900 milljónir króna.

Starfsmenn Rauða krossins sem vinna að þessu átaki hafa einkum áhyggjur af langtímaáhrifum matarskortsins í þessum löndum. Þessi skortur hefur haft mikil áhrif á lífsviðurværi fólks og dæmi eru um að fólk hafi selt eignir sínar til að kaupa mat. Þetta hefur að sjálfsögðu gríðarleg áhrif á tilveru fólksins.

21. feb. 2006 : Rauði krossinn óskar eftir aðstoð vegna skriðufallanna á Filippseyjum

Hamfarasvæðið er eitt afskekktasta og óaðgengilegasta svæði landsins. Sjálfboðaliðar Rauða kross Filipseyja vinna hörðum höndum við að hjálpa fórnarlömbum skriðufallanna. Mynd: REUTERS/ Romeo Ranoco
Alþjóða Rauði krossinn hefur óskað eftir jafnvirði um 100 milljóna íslenskra króna til hjálparstarfs sem Rauði kross Filippseyja leiðir vegna aurskriðunnar sem féll í suðurhluta eyjunnar Leyte í miðhluta landsins. Fjármunirnir verða notaðir til að fjármagna kaup á eldunaráhöldum, flugnanetum, efnivið fyrir tímabundið húsaskjól, hreinlætis- og heilbrigðisáhöld, vatnsgeyma og vatnshreinsunartöflur fyrir þá sem lifðu hörmungarnar af fyrir næstu sex mánuðina.

20. feb. 2006 : Sjálfboðaliðar gegna lykilhlutverki í fækkun dauðsfalla af völdum mislinga

Athygli var vakin á starfi Antons Chilufya og annarra sjálfboðaliða á sjötta ársþingi Samtaka um varnir gegn mislingum, sem haldið var í höfuðstöðvum Rauða kross Bandaríkjanna í Washington í síðustu viku.

3. feb. 2006 : Rauði krossinn aðstoðar fórnarlömb flóða í sunnanverðri Afríku

Úrhellisrigningar hafa eyðilagt heilu landssvæðin í Afríku og tugþúsundir hafa misst heimili sín.
Landsfélög Rauða krossins í sunnanverðri Afríku hafa undanfarið brugðist við miklum flóðum sem herjað hafa á Malaví, Namibíu, Mósambík, Sambíu, Suður Afríku og Botswana. Mikið úrhelli á þessum slóðum hefur orðið til þess að ár hafa flætt yfir bakka sína og tugþúsundir manna hafa misst heimili sín.

Flóðin koma í kjölfar langvarandi þurrka í sunnanverðri Afríku. Uppskerubrestur hefur verið á þessum slóðum og er talið að allt að 12 milljón manns þurfi matvælaaðstoð á næstu mánuðum. Alþjóða Rauði krossinn sendi í október í fyrra út neyðarbeiðni til aðstoðar 1.5 milljón manns í 7 löndum vegna yfirvofandi hungursneyðar.

13. jan. 2006 : Eitt ár frá hörmungunum við Indlandshaf

Yfir 100 fjölskyldur eru þegar komnar með framtíðarhúsnæði á Sri Lanka.
Á sunnudag er ár liðið frá þeim einstæða atburði er allar sjónvarpsstöðvar á Íslandi stóðu að sameiginlegri útsendingu til þess að safna fé fyrir fórnarlömb flóðbylgjunnar miklu í Asíu á annan dag jóla 2004. Að minnsta kosti 225 þúsund manns létust og milljónir misstu heimili sín og lífsviðurværi.  

Samtökin fimm sem tóku við fjármununum: Barnaheill - Save the Children, Hjálparstarf kirkjunnar, Rauði kross Íslands, SOS barnaþorp og UNICEF - Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna hafa staðið fyrir gríðarlegu neyðar- og uppbyggingarstarfi á svæðinu, hvert í samstarfi við sín alþjóðasamtök og í samvinnu við félagasamtök á staðnum.

10. jan. 2006 : Jólin í Úganda

Áslaug hefur starfað sem sendifulltrúi í eitt ár í Úganda.

6. jan. 2006 : Athvarf fyrir syrgjendur í Chinari í Kasmír-héraði

Muner Ahmed sýður te fyrir viðskiptavini sína.
Majid Ali, tvítugur hagfræðinemi hætti að borða brauðið sitt og gaf sig á tal við tvo ókunnuga menn sem voru nýsestir niður. Litla tebúðin í Chinari var full af viðskiptavinum og hann varð að hækka róminn til að mennirnir heyrðu í honum. Vörubílar þeyttu flauturnar fyrir utan og troðfullir strætisvagnar skröltu áfram niður Jhelum dalinn.

Það er auðvelt að draga þá ályktun af kliðnum fyrir utan að þessi biðstöð í Kashmír-héraði í Pakistan, sem áður var iðandi væri að vakna til lífsins að nýju eftir jarðskjálftan 8. október. En það sem Ali og félagar hans sögðu við gesti sína í löngum samræðum vakti upp sterkar minningar um jarðskjálftann sjálfan og eftirköst hans.

?Ég var í versluninni þegar skjálftinn hófst,? sagði Majid og saup á teinu. ?Hann var svo sterkur að ég datt á gólfið og þegar ég stóð upp sá ég ekki neitt fyrir ryki. Það var algjör þögn. Þá fór fólk að öskra og kalla á hjálp og ég hljóp til og reyndi að draga fólk úr rústum bygginganna.?

3. jan. 2006 : Sierra Leone/Líbería: 15 fjölskyldur sameinaðar

Gorgboyee flýði heimili sitt þegar ráðist var á bæinn Ganta í Norður Líberíu árið 2002 og hefur dvalið í flóttamannabúðum í Guinea. Nú er hann kominn heim með aðstoð Alþjóða Rauða krossins og hittir tvær yngri systur sínar.
Þann 21. desember sl. náði Alþjóða Rauði krossinn að finna fjölskyldur 15 ungmenna nokkrum árum eftir að þau neyddust til að flýja heimaland sitt, Líberíu, vegna stríðsátaka. Ungmennin eru á aldrinum 9-19 ára og hafa búið hjá fósturfjölskyldum í nokkrum flóttamannabúðum í Sierra Leone.

Þegar búið var að hafa uppi á fjölskyldunum eftir mikla vinnu voru þau flutt akandi frá búðunum til Freetown og síðan þaðan með einni af flugvélum Rauða krossins til Monroviu og Voinjama í Líberíu. Þar biðu ættingjarnir eftir þeim. Í fyrsta sinn í mörg ár gátu þessar fjölskyldur eytt jólunum saman.

Síðan átökunum í Sierra Leone lauk árið 2002 hefur Alþjóða Rauði krossinn fundið fjölskyldur eða nána ættingja yfir 2.300 ungmenna frá Sierra Leone, Líberíu, Gíneu og Fílabeinsströndinni.