13. jan. 2006 : Eitt ár frá hörmungunum við Indlandshaf

Yfir 100 fjölskyldur eru þegar komnar með framtíðarhúsnæði á Sri Lanka.
Á sunnudag er ár liðið frá þeim einstæða atburði er allar sjónvarpsstöðvar á Íslandi stóðu að sameiginlegri útsendingu til þess að safna fé fyrir fórnarlömb flóðbylgjunnar miklu í Asíu á annan dag jóla 2004. Að minnsta kosti 225 þúsund manns létust og milljónir misstu heimili sín og lífsviðurværi.  

Samtökin fimm sem tóku við fjármununum: Barnaheill - Save the Children, Hjálparstarf kirkjunnar, Rauði kross Íslands, SOS barnaþorp og UNICEF - Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna hafa staðið fyrir gríðarlegu neyðar- og uppbyggingarstarfi á svæðinu, hvert í samstarfi við sín alþjóðasamtök og í samvinnu við félagasamtök á staðnum.

10. jan. 2006 : Jólin í Úganda

Áslaug hefur starfað sem sendifulltrúi í eitt ár í Úganda.

6. jan. 2006 : Athvarf fyrir syrgjendur í Chinari í Kasmír-héraði

Muner Ahmed sýður te fyrir viðskiptavini sína.
Majid Ali, tvítugur hagfræðinemi hætti að borða brauðið sitt og gaf sig á tal við tvo ókunnuga menn sem voru nýsestir niður. Litla tebúðin í Chinari var full af viðskiptavinum og hann varð að hækka róminn til að mennirnir heyrðu í honum. Vörubílar þeyttu flauturnar fyrir utan og troðfullir strætisvagnar skröltu áfram niður Jhelum dalinn.

Það er auðvelt að draga þá ályktun af kliðnum fyrir utan að þessi biðstöð í Kashmír-héraði í Pakistan, sem áður var iðandi væri að vakna til lífsins að nýju eftir jarðskjálftan 8. október. En það sem Ali og félagar hans sögðu við gesti sína í löngum samræðum vakti upp sterkar minningar um jarðskjálftann sjálfan og eftirköst hans.

?Ég var í versluninni þegar skjálftinn hófst,? sagði Majid og saup á teinu. ?Hann var svo sterkur að ég datt á gólfið og þegar ég stóð upp sá ég ekki neitt fyrir ryki. Það var algjör þögn. Þá fór fólk að öskra og kalla á hjálp og ég hljóp til og reyndi að draga fólk úr rústum bygginganna.?

3. jan. 2006 : Sierra Leone/Líbería: 15 fjölskyldur sameinaðar

Gorgboyee flýði heimili sitt þegar ráðist var á bæinn Ganta í Norður Líberíu árið 2002 og hefur dvalið í flóttamannabúðum í Guinea. Nú er hann kominn heim með aðstoð Alþjóða Rauða krossins og hittir tvær yngri systur sínar.
Þann 21. desember sl. náði Alþjóða Rauði krossinn að finna fjölskyldur 15 ungmenna nokkrum árum eftir að þau neyddust til að flýja heimaland sitt, Líberíu, vegna stríðsátaka. Ungmennin eru á aldrinum 9-19 ára og hafa búið hjá fósturfjölskyldum í nokkrum flóttamannabúðum í Sierra Leone.

Þegar búið var að hafa uppi á fjölskyldunum eftir mikla vinnu voru þau flutt akandi frá búðunum til Freetown og síðan þaðan með einni af flugvélum Rauða krossins til Monroviu og Voinjama í Líberíu. Þar biðu ættingjarnir eftir þeim. Í fyrsta sinn í mörg ár gátu þessar fjölskyldur eytt jólunum saman.

Síðan átökunum í Sierra Leone lauk árið 2002 hefur Alþjóða Rauði krossinn fundið fjölskyldur eða nána ættingja yfir 2.300 ungmenna frá Sierra Leone, Líberíu, Gíneu og Fílabeinsströndinni.