28. feb. 2006 : Komið var í veg fyrir aðra bylgju dauðsfalla

Grein sem birtist í Morgunblaðinu 26.02.2006.
Rafn Jónsson vann að hjálparstarfi á skjálftasvæðunum í Pakistan.

24. feb. 2006 : Fræðsla í Úganda

Áslaug Arnoldsdóttir sendifulltrúi kom heim frá Úganda fyrir skömmu. Meðfylgjandi myndir eru af fræðslu sem var hluti af starfi hennar.

23. feb. 2006 : Átak vegna hungursneyðar framlengt

Sjálfboðaliðar Rauða krossins sinna pappírsvinnu fyrir mæður sem bíða með börnum sínum eftir mataraðstoð í Tahoua í Níger.
Alþjóða Rauði krossinn hefur ákveðið að framlengja svokallað Sahel-átak sitt um sex mánuði. Þetta átak var sett á laggirnar til að stemma stigu við hungursneyð í Burkina Fasó, Malí, Máritaníu og Níger. Rauði krossinn hyggst auka heildarfjárframlagið í 1,5 milljarða íslenskra króna en upphaflega upphæðin var um 900 milljónir króna.

Starfsmenn Rauða krossins sem vinna að þessu átaki hafa einkum áhyggjur af langtímaáhrifum matarskortsins í þessum löndum. Þessi skortur hefur haft mikil áhrif á lífsviðurværi fólks og dæmi eru um að fólk hafi selt eignir sínar til að kaupa mat. Þetta hefur að sjálfsögðu gríðarleg áhrif á tilveru fólksins.

21. feb. 2006 : Rauði krossinn óskar eftir aðstoð vegna skriðufallanna á Filippseyjum

Hamfarasvæðið er eitt afskekktasta og óaðgengilegasta svæði landsins. Sjálfboðaliðar Rauða kross Filipseyja vinna hörðum höndum við að hjálpa fórnarlömbum skriðufallanna. Mynd: REUTERS/ Romeo Ranoco
Alþjóða Rauði krossinn hefur óskað eftir jafnvirði um 100 milljóna íslenskra króna til hjálparstarfs sem Rauði kross Filippseyja leiðir vegna aurskriðunnar sem féll í suðurhluta eyjunnar Leyte í miðhluta landsins. Fjármunirnir verða notaðir til að fjármagna kaup á eldunaráhöldum, flugnanetum, efnivið fyrir tímabundið húsaskjól, hreinlætis- og heilbrigðisáhöld, vatnsgeyma og vatnshreinsunartöflur fyrir þá sem lifðu hörmungarnar af fyrir næstu sex mánuðina.

20. feb. 2006 : Sjálfboðaliðar gegna lykilhlutverki í fækkun dauðsfalla af völdum mislinga

Athygli var vakin á starfi Antons Chilufya og annarra sjálfboðaliða á sjötta ársþingi Samtaka um varnir gegn mislingum, sem haldið var í höfuðstöðvum Rauða kross Bandaríkjanna í Washington í síðustu viku.

3. feb. 2006 : Rauði krossinn aðstoðar fórnarlömb flóða í sunnanverðri Afríku

Úrhellisrigningar hafa eyðilagt heilu landssvæðin í Afríku og tugþúsundir hafa misst heimili sín.
Landsfélög Rauða krossins í sunnanverðri Afríku hafa undanfarið brugðist við miklum flóðum sem herjað hafa á Malaví, Namibíu, Mósambík, Sambíu, Suður Afríku og Botswana. Mikið úrhelli á þessum slóðum hefur orðið til þess að ár hafa flætt yfir bakka sína og tugþúsundir manna hafa misst heimili sín.

Flóðin koma í kjölfar langvarandi þurrka í sunnanverðri Afríku. Uppskerubrestur hefur verið á þessum slóðum og er talið að allt að 12 milljón manns þurfi matvælaaðstoð á næstu mánuðum. Alþjóða Rauði krossinn sendi í október í fyrra út neyðarbeiðni til aðstoðar 1.5 milljón manns í 7 löndum vegna yfirvofandi hungursneyðar.