31. maí 2006 : Hjálparstarf í fullum gangi í Indónesíu

Alþjóða Rauði krossinn hefur þegar sent þrjú neyðarteymi  til aðstoðar við læknisstörf, dreifingu hjálpargagna og fjarskipti. 
Nú er ljóst að hátt í 6.000 manns fórust í jarðskjálftanum sem reið yfir eyna Jövu í Indónesíu laugardaginn 27. maí. Þúsundir særðust í skjálftanum og um 200.000 manns eru taldir hafa misst heimili sín.

Unnið er ötullega að hjálparstarfi, en mikið liggur á að koma heimilislausum í skjól og slösuðum undir læknishendur. Alþjóða Rauði krossinn hefur þegar sent þrjú neyðarteymi alþjóðlegra sérfræðinga til aðstoðar við læknisstörf, dreifingu hjálpargagna og fjarskipti. 

29. maí 2006 : Skjót viðbrögð Rauða krossins vegna jarðskjálftans í Indónesíu

Indónesískir íbúar í Piyungan í Jógjakarta horfa á skemmdir af völdum jarðskálftans. Um 5.000 manns eru sagðir hafa látist af völdum hans, þúsundir slösuðust og um 200.000 manns misstu heimili sín.
Neyðarbeiðni hefur borist frá Alþjóðasambandi landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans vegna jarðskjálftans sem skók eyjuna Jövu í Indónesíu laugardaginn 27. maí.

Um 5.000 manns eru sagðir hafa látist af völdum skjálftans, þúsundir slösuðust og um 200.000 manns misstu heimili sín. Neyðarbeiðnin hljóðar upp á 10 milljónir bandaríkjadollara eða 725 milljónir íslenskra króna og er ætlað að aðstoða um 200,000 manns á næstu 8 mánuðum.

18. maí 2006 : Þrjár vikur í þurrki og þrautum

Kristjón, sem er pípulagningameistari að mennt, vinnur sem sendifulltrúi við vatnsveituverkefni í Harar í Eþíópíu.

11. maí 2006 : Í Níger eru hlutirnir öðruvísi!

Baldur Steinn er sendifulltrúi í Níger þar sem hann vinnur við birgðastjórnun.

5. maí 2006 : 8. maí - alþjóðadagur Rauða krossins haldinn hátíðlegur um allan heim

Þegar Hringrásarbruninn varð í nóvember 2004 opnuðu sjálfboðaliðar fjöldahjálparstöð og hlúðu að fólkinu.
Á hverju ári heldur Rauða kross fólk um allan heim upp á Alþjóðadag Rauða krossins og Rauða hálfmánans þann 8. maí - á fæðingardegi Henry Dunants stofnanda hreyfingarinnar.

Ýmislegt er gert til að halda starfsemi Rauða krossins á lofti þann dag, en flest landsfélög nota tækifærið til að heiðra sjálfboðaliða sína sem bera hitann og þungann af starfi hreyfingarinnar.

3. maí 2006 : Rúmenía ? Rauði krossinn óskar aðstoðar fyrir fórnarlömb verstu flóða í hálfa öld

Dýrin þurfa að hafast við á litlu blettum sem vatnsyfirborðið nær ekki til. Þau eru hrædd og hætta er á að þessar litlu eyjar sökkvi þá og þegar.
Í kjölfar gríðarlegra flóða í Rúmeníu hefur Alþjóða Rauði krossinn sent út beiðni um neyðaraðstoð næstu þrjá mánuði fyrir um 13 þúsund manns sem misst hafa heimili sín.

Leitað er 2,4 milljóna svissneskra franka (144 milljónir íslenskra króna) til að styðja við hjálparstarf sem Rauði kross Rúmeníu leiðir og til að kaupa tjöld, teppi, ábreiður, dýnur og svefnpoka, eldhúsáhöld, gúmmístígvél, mat og hreinlætisefni. Þá á einnig að setja upp hreinlætisaðstöðu.

2. maí 2006 : Uppflosnaðir þjást víða

Þessi grein birtist í Fréttablaðinu 20. apríl 2006. Sigrún María er blaðamaður.