26. jún. 2006 : Uppbygging í Aceh einu og hálfu ári eftir flóðbylgjuna

Robin er sendifulltrúi Rauða krossins í Aceh þar sem hann stýrir dreifingu hjálpargagna.

22. jún. 2006 : Rauði kristallinn samþykktur sem þriðja merkið

Rauði kristallinn er orðinn þriðja merki hreyfingarinnar og hefur sömu þýðingu og rauði krossinn og rauði hálfmáninn.
Samþykkt var á 29. alþjóðaráðstefnu Rauða krossins og Rauða hálfmánans sem lauk nú undir morgun að bæta við þriðja merki hreyfingarinnar ? rauða kristalnum. Merkið hefur sömu þýðingu og rauði krossinn og rauði hálfmáninn sem verndartákn á átakasvæðum og fyrir starfsmenn og sjálfboðaliða hreyfingarinnar.

Þá hefur Alþjóðaráð Rauða krossins viðurkennt Rauða hálfmánann í Palestínu og Rauðu Davíðstjörnuna í Ísrael sem fullgild landfélög. Alþjóðasamband Rauða krossins og Rauða hálfmánans samþykkti einnig inngöngu landsfélaganna nú í morgun.

22. jún. 2006 : Þjóðhátíðarkveðja frá Malaví

Birna er sendifulltrúi í Malaví þar sem hún stýrir matvæladreifingu í sunnanverðu landinu.

14. jún. 2006 : Chernobyl: Greining á krabbameini í skjaldkirtli getur bjargað mörg hundruð mannslífum

Tuttugu árum eftir kjarnorkuslysið í Chernobyl fjölgar krabbameinstilfellum í skjaldkirtli stöðugt meðal þeirra sem voru á barnsaldri þegar slysið átti sér stað.

9. jún. 2006 : Hjálparstarf komið á fullt í Indónesíu - enn mikið verk óunnið

Virkni eldfjallsins Merapi er enn að aukast. Rauði krossinn hefur sett af stað viðbragðsáætlun sem farið verður eftir ef fjallið fer að gjósa en þá gætu um milljón manns til viðbótar misst heimili sín. Mynd: REUTERS.
Alþjóða Rauði krossinn sendi út beiðni í vikunni fyrir 38 milljónir svissneskra franka (ríflega 2.200 milljónir króna) vegna hjálparstarfsins í Indónesíu. Áður var send beiðni um 12,8 milljónir svissneskra franka og hefur gengið vel að safna því fé.

Fénu verður varið í að styðja Rauða kross Indónesíu við hjálparstarfið eftir hamfarirnar á Jövu þann 27. maí þegar jarðskjálfti að stærðinni 6,3 stig reið yfir landið og snerti um hálfa milljón manna. Beiðnin nær yfir læknishjálp, mat, hreinlætisaðstöðu og tímabundið húsaskjól fyrir um 325.000 fórnarlömb jarðskjálftans næstu 12 mánuði. Einnig verður lögð áhersla á endurhæfingu og aðhlynningu eins og sálrænna aðstoð og munu hjálparteymi nýta sér reynsluna frá hinu mikla hjálparstarfi í Aceh síðustu 18 mánuði.

Nú, tæpum tveimur vikum eftir jarðskjálfann hrikalega, þurfa mörg fórnarlömb enn á aðstoð að halda á borð við læknishjálp, tímabundnu húsaskjóli, mat og vatni. Skemmdir vegir, almennar samgöngutruflanir og slæmt veður eru þær hindranir sem þarf að yfirstíga til að útvega hjálp en forgangsverkefni Rauða krossins er að koma lyfjum og öðrum nauðsynjum á sjúkrahús, veita fólki tímabundið húsaskjól og ná til afskekktra svæða.

7. jún. 2006 : Stjórnvöld veita 20 milljónir króna til alnæmisverkefna Rauða krossins

Tuttugu og fimm ár eru frá því að alnæmisveiran greindist fyrst og síðan þá hafa um 25 milljónir manna látist af völdum sjúkdómsins. Alnæmi hefur grafið undan hefðbundnum bjargráðum í Afríku og geta við að takast á við vá verður stöðugt minni.
Utanríkisráðherra hefur ákveðið að íslensk stjórnvöld muni styðja alnæmisverkefni Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans í sunnanverðri Afríku. Framlagið mun samtals nema 320.000 bandaríkjadollurum sem svarar til um það bil 20 milljónum íslenskra króna á núverandi gengi og mun verða greitt í fjórum jöfnum greiðslum á árunum 2006-2009.

Ríkisstjórnin og Rauði kross Íslands lögðu fram áheit um samvinnu um stuðning við alnæmissjúka á 28. alþjóðaráðstefnu Rauða krossins og Rauða hálfmánans og ríkja sem eru aðilar að Genfarsamningunum.

1. jún. 2006 : Vinadeildasamstarf á Norðurlandi

Deildir Rauða krossins á Norðurlandi eru í vinadeildarsamstarfi í Mósambík. Tveir sjálfboðaliðar fóru í vettvangsferð.