22. des. 2006 : Rauði kross Íslands krefst þess að starfsmenn Rauða hálfmánans í Írak verði leystir úr haldi

Sunnudaginn 17. desember var hátt á annan tug starfsmanna og sjálfboðaliða Rauða hálfmánans í Írak numinn á brott frá einni af skrifstofum félagsins í Bagdad. Nokkrum hefur þegar verið sleppt en margir eru enn í haldi.

Rauði kross Íslands sameinast alþjóðahreyfingu Rauða krossins og Rauða hálfmánans í að krefjast þess að þeir verði leystir skilyrðislaust úr haldi nú þegar.

Starfsmenn og sjálfboðaliðar Rauða hálfmánans í Írak aðstoða samlanda sína alls staðar í landinu með mannúð og hlutleysi að leiðarljósi. Þeir vinna mannúðarstarf sitt við hættuleg skilyrði og fórna miklu fyrir þetta starf.

18. des. 2006 : Alþjóða Rauði krossinn krefst þess að íröskum starfsmönnum Rauða hálfmánans verði sleppt skilyrðislaust.

Þrjátíu manns, flestum írönskum starfsmönnum Rauða hálfmánans, var rænt í gærmorgun þar sem þeir voru við störf á skrifstofu Rauða hálfmánans í Bagdad, höfuðborg Íraks. Ekki er vitað hverjir ræningjarnir eru en þeir voru vopnaðir.

Pierre Krähenbühl yfirmaður Alþjóða Rauða krossins og Rauða hálfmánans hefur krafist þess að mönnunum verði sleppt tafarlaust og án skilyrða. -Starfsmenn íranska Rauða hálfmánans leggja hart að sér við að aðstoða alla Íraka í neyð. Þeir stunda störf sín af alúð við erfiðar aðstæður og þá ber að virða og aðstoða en ekki valda þeim erfiðleikum og skaða, sagði Krähenbühl.

18. des. 2006 : Rætt um aðstæður kvenna í Írak

Alþjóði Rauða krossinn stóð fyrir hringborðsumræðum í Amman, höfuðborg Jórdaníu, 11.-13. desember. Þar hittust 16 fulltrúar óopinberra samtaka í Írak til að ræða áhrif stríðsátaka á konur í Írak.

-Það eru mörg vandamál sem konur búa við þegar stríðátök geisa. Þær verða viðskila við ástvini sína, verða fyrir kynferðislegu ofbeldi og aðgangur að heilsugæslu verður erfiðaðri. Erfitt reynist að halda tengslum milli fjölskyldumeðlima, segir Florence Tercier Holst-Roness, sem sér um verkefnið Konur og stríð á vegum Alþjóða Rauða krossins. -Aðstæður þessara kvenna myndu batna ef alþjóðleg mannúðarlög væru virt að fullu.

Andrúmsloftið var tilfinningaþrungið þegar fulltrúarnir lýstu reynslu sinni og lýstu skoðunum sínum á því ástandi sem nú er við lýði. Einn þátttakandi frá Bagdad lagði áherslu á það hversu mikilvægar konur í Írak hefði verið í gegnum tíðina.

14. des. 2006 : Harðákveðin að fara aftur -Vísnabók heimsins fyrir börn í Malaví

Viðtal sem birtist í Rauða borðanum- tímariti Alnæmissamtakanna í desember 2006

Í ágústmánuði síðastliðnum héldu þau Ellen Kristjánsdóttir og Eyþór Gunnarsson til Malaví með fleira fólki. Tilefnið var útgáfa á diskinum Vísnabók heimsins

14. des. 2006 : Neyð í skugga þagnar: hvers vegna sumar hamfarir fara framhjá stjórnvöldum og almenningi

Þann 14. desember verður árleg skýrsla Alþjóða Rauða krossins um hamfarir í heiminum kynnt á alheimsvísu. Þetta er í fjórtánda sinn sem skýrslan kemur út, og er henni ætlað að líta með gagnrýnum augum á hvernig tekist hefur til að veita neyðaraðstoð í kjölfar hamfara.

Sérstakt þema er tekið fyrir ár hvert, og í þetta sinn er tekin fyrir neyð víða í heiminum sem fyrir einhverjar sakir nýtur lítillar eða engrar athygli ráðamanna né fjölmiðla eða jafnvel hjálparsamtaka í sumum tilfellum.

Í skýrslunni er fjallað um samspil umfjöllunar fjölmiðla og fjármögnunar neyðaraðstoðar og það mikla ójafnvægi sem þar gætir.

13. des. 2006 : Rauði krossinn með öflugt hjálparstarf vegna flóðanna í Sómalíu

Gríðarleg flóð í Sómalíu hafa nú áhrif á líf hundruð þúsunda manna. Suðurhluti landsins hefur orðið verst úti og fjöldi þeirra sem þurfa á aðstoð að halda eykst sífellt í héruðunum Hiran, Shabelle, Juba og Gedo.
Nýleg þurrkatíð hefur þó gert það að verkum að vegirnir eru betri á sumum svæðum en þeir voru áður þannig að auðveldara er að dreifa hjálpargögnum á þessa staði. Veðurspár gera hins vegar ráð fyrir frekari flóðum fram í janúar.

Flóðin, sem orsakast af óvenju mikilli rigningu í október og nóvember, hafa valdið gríðarlegum skemmdum á ræktarlandi, eyðilagt mat og einangrað heilu þorpin. Á mörgum svæðum hefur fólk flúið upp á flóðgarða þar sem vatn er allt í kring og krókódílar eru á sveimi. Þetta fólk hefur ekkert húsaskjól, vatn eða mat. Frést hefur af fólki sem hefur þurft að klifra upp í tré til að flýja villt dýr.

11. des. 2006 : Röð fellibylja á Filippseyjum

Filippseyjar hafa orðið illa úti vegna fjölda fellibylja sem gengið hafa yfir eyjarnar síðustu tvo mánuði. Hafa þeir valdið gríðarlegum skemmdum á stóru svæði og 20 héruð hafa orðið fyrir þeim. Í fellibylnum Durian var vindhraðinn 190 km á klukkustund, og allt að 225 km í hviðum.

Hús hafa hreinlega skolast burt vegna aurskriða sem komu í kjölfar stórrigninga og árnar hafa hörfað undan aurskriðunum. Mikið af ræktarlandi hefur eyðilagst og vatnsveitur eru mikið skemmdar í öllum borgum og þorpum sem hafa orðið fyrir fellibyljum. Ekki er enn vitað hversu mengað drykkjarvatnið er. Margir sjómenn hafa misst lífsviðurværi sitt þar sem bátar þeirra hafi skemmst eða net þeirra glatast.

8. des. 2006 : Sólveig Þorvaldsdóttir leiðir neyðarteymi Rauða krossins á Filippseyjum

Sólveig Þorvaldsdóttir, sem hélt á vegum Rauða krossins til Filippseyja á mánudag er nú komin til starfa á hamfarasvæðinu. Sólveig leiðir eitt af þremur alþjóðlegum neyðarteymum Rauða krossins sem skipuleggur neyðaraðstoð til þeirra sem misstu heimili sín í kjölfar fellibylsins Durian sem gekk yfir eyjarnar fyrir viku.

Sólveig hélt til Albey í gær en þar hefur fjöldi bæja og þorpa grafist undir aurskriðum sem féllu úr eldfjallinu Mayon vegna gífurlegs vatnsveðurs sem fylgdi fellibylnum. Talið er að allt að eitt þúsund manns hafi farist í hamförunum og að um 600.000 manns þurfi á einhverri aðstoð að halda.

7. des. 2006 : Viðskipti og alþjóðleg mannúðarlög

Þótt stöðugt fleiri fyrirtæki stundi viðskipti á svæðum þar sem vopnuð átök standa yfir eða hafa staðið yfir er flestum fyrirtækjunum ekki kunnugt um skyldur sínar og réttindi samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum.

5. des. 2006 : Ávarp framkvæmdastjóra Sameinuðu þjóðanna á degi sjálfboðaliða

Á hverjum degi sýna milljónir sjálfboðaliða og sanna að þrátt fyrir  fátækt og hatur og sinnuleysi og öll torleyst vandamál heimsins, þá geta einstaklingar breytt heiminum til batnaðar. 

Í smáu jafnt sem stóru hafa sjálfboðaliðar breytt samfélögum sínum og heiminum öllum. Og á þessum tímum þar sem vandamál virða ekki landamæri, hvort heldur sem er, HIV/Alnæmi, alþjóðlegt mansal eða smygl, eru sjálfboðaliðar svar grasrótarinnar við brýnustu vandamálum mannkynsins. 

4. des. 2006 : Sólveig Þorvaldsdóttir til neyðarstarfa í Filippseyjum á vegum Rauða kross Íslands

Sólveig Þorvaldsdóttir heldur til Filippseyja í dag til neyðarstarfa á vegum Rauða krossins vegna fellibylsins Durians sem gekk yfir landið aðfaranótt föstudagsins 30. nóvember. Óttast er að allt að eitt þúsund manns hafi farist þegar aurskriður féllu á fjölda bæja í kjölfar úrfellis sem fylgdi fellibylnum. Talið er að um 40.000 manns hafi misst heimili sín þegar veðurofsinn gekk yfir miðbik eyjaklasans.

Sólveig er ein af níu manna neyðarteymi Alþjóðasambands Rauða krossins sem heldur utan í dag til að aðstoða filippseyska Rauða krossinn við neyðaraðstoð. Sjálfboðaliðar Rauða krossins hafa verið að störfum á hamfarasvæðunum frá því að hörmungarnar gengu yfir, og hafa þrjú neyðarteymi filippseyska Rauða krossins þegar hafið dreifingu hjálpargagna til íbúa á svæðinu.