26. des. 2007 : Þrjú ár liðin frá flóðbylgjunni við Indlandshaf

Nú, þegar þrjú ár eru liðin frá flóðbylgjunni hrikalegu í Indlandshafi, hefur Alþjóða Rauði krossinn stutt þúsundir samfélaga við Bengalflóa í að taka mikilvæg skref á vegferð þeirra til bata.

Samkvæmt þriggja ára skýrslu Alþjóða Rauða krossins, þar sem teknar eru saman aðgerðir meira en þrjátíu landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans, hafa hjálpargögn og aðstoð við uppbyggingu náð til 3.873.000 manns í tíu löndum.

Aðstoð Rauða kross Íslands, sem fer að langmestu leyti í gegnum Alþjóða Rauða krossinn, heldur áfram í samstarfi við Rauða kross félögin á svæðinu. Heildarframlög Rauða kross Íslands til verkefna vegna flóðbylgjunnar námu samtals rúmlega 150 milljónum íslenskra króna.

Alþjóða Rauði krossinn gerir ráð fyrir að klára endurreisn að mestu í lok árs 2009. Hægt er að hlaða niður þriggja ára skýrslu Alþjóða Rauða krossins á slóðinni www.ifrc.org/tsunami

19. des. 2007 : Styrkur til vinadeildarsamstarfs í Gambíu

Bæjaryfirvöld á Akranesi veittu Rauða krossinum styrk að upphæð hundrað og fimmtíu þúsund krónur til verkefna í Gambíu. Styrkurinn er þannig til kominn að í stað þess að senda út jólakort til viðskiptavina Akraneskaupstaðar var ákveðið að veita þeim fjármunum sem til þess hefði verið kostað í verðugt mannúðarverkefni.

Deildir á Vesturlandi hafa um árabil átt í vinadeildarsamstarfi við Rauða kross deildina í Western Region í Gambíu. Íslensku deildirnar styðja systurdeild sína á ýmsan hátt, m.a. með þjálfun sjálfboðaliða sem veita fólki á svæðinu fjölbreytta aðstoð. Um fimm þúsund flóttamenn frá Senegal hafa flúið til vesturhluta Gambíu og njóta þeir liðsinnis sjálfboðaliða Rauða krossins. Einnig er áhersla lögð á að aðstoða þá sem missa hús sín í bruna eða flóðum sem eru tíð í Gambíu.

18. des. 2007 : Rauði krossinn bregst við loftslagsbreytingum

Rauði krossinn fagnar því að ríkari þjóðir heims skuli ætla að stofna sérstakan sjóð til að auðvelda þróunarríkjum að aðlagast lofslagsbreytingum. Stofnun sjóðsins var samþykkt á loftslagsþinginu í Balí nú um helgina.

 

Á Alþjóðaráðstefnu Rauða krossins í lok nóvember sem sótt var af 192 ríkisstjórnum og 186 landfélögum Rauða krossins og Rauða hálfmánans var skorað á þátttakendur í loftslagsþinginu í Balí um að auka aðstoð við fátækar þjóðir sem þurfa að takast á við æ fleiri náttúruhamfarir sem afleiðingar loftslagsbreytinga.

17. des. 2007 : Árleg neyðarbeiðni Alþjóða Rauða krossins aldrei verið hærri

Alþjóðaráð Rauða krossins hefur gefið út neyðarbeiðni fyrir árið 2008 þar sem óskað er eftir rúmum milljarði svissneskra franka (um það bil 55 milljörðum íslenskra króna) til að fjármagna mannúðarstarf félagsins í 80 löndum.

„Vopnuð átök eiga sér stað um allan heim og það er mikilvægara en nokkru sinni að Alþjóðaráð Rauða krossins bregðist við þeim mannúðarvanda sem af því hlýst. Stundum skapast alvarlegt neyðarástand mjög skyndilega og þá þarf að taka á því tafarlaust. Víða ríkir einnig langvarandi mannúðarvandi af völdum ófriðar og þar er þörf fyrir hjálparstarf til lengri tíma,“ sagði Jakob Kellenberger formaður Alþjóðaráðsins þegar árleg neyðarbeiðni félagsins var birt styrktaraðilum í Genf. „Hlutleysi og sjálfstæði Alþjóða Rauða krossins gerir okkur mögulegt að ná til þeirra sem þurfa á vernd og hjálp að halda á átakasvæðum.“

17. des. 2007 : Rauði krossinn fordæmir morð á sjálfboðaliða í Sri Lanka

Landsfélög Rauði krossins og Rauði hálfmánans um allan heim fordæma morðið á sjálfboðaliða Rauða krossins í Sri Lanka þann 14. desember síðastliðinn.  Sooriyakanthy Thavarajah var sjálfboðaliði í deild Rauða krossins í Jaffna í norðurhluta landsins. Hann var numinn á brott af heimili sínu á föstudaginn var. Lík hans fannst í gær, sunnudag.  Ekki er vitað hverjir voru að verki.

Thavarajah hafði unnið fyrir Rauða krossinn í Sri Lanka í fjöldamörg ár. Árið 2005 hlaut hann sjálfboðaliðaviðurkenningu landsfélags síns fyrir óeigingjörn störf í þágu fórnarlamba flóðbylgjunnar miklu

14. des. 2007 : Þjáningar almennings í Palestínu vaxa með degi hverjum

Lífsskilyrði íbúa á herteknu svæðunum í Palestínu hafa versnað mikið á undanförnum misserum vegna takmarkana á ferðafrelsi og vöruinnflutningi. Alþjóða Rauði krossinn hefur lýst yfir sérstökum áhyggjum vegna þeirra erfiðleika sem almenningur býr við af þessum sökum.

„Aðgerðir Ísraelsmanna hafa gríðarleg áhrif á lífskjör Palestínumanna. Almenningur hefur ekki nóg til að geta lifað af því sómasamlega," sagði Béatrice Mégevand Roggo sem hefur yfirumsjón með aðgerðum Alþjóða Rauða krossins í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku. „Þjáningar almennings fara stöðugt vaxandi vegna átaka milli Ísraelshers og stríðandi fylkinga Palestínumanna. Innbyrðis ófriður meðal Palestínumanna gera ástandið enn verra. Það er fyrst og fremst almenningur í Palestínu sem þjáist af þessum sökum."

13. des. 2007 : Mismunun í neyðarstarfi

Í dag verður árleg skýrsla Alþjóða Rauða krossins um hamfarir í heiminum kynnt á heimsvísu. Þetta er í fimmtánda sinn sem skýrslan kemur út, og er henni ætlað að skoða með gagnrýnum augum á hvernig tekist hefur til að veita neyðaraðstoð í kjölfar hamfara.

Sérstakt þema er tekið fyrir ár hvert, og í þetta sinn er tekin fyrir mismunun í neyðarstarfi. Þar er litið til þess hvaða hópar verða helst útundan í slíku starfi og hvers vegna, hvaða áhrif slík mismunun hefur og hvernig fórnarlömbin verða því berskjaldaðri fyrir afleiðingum hamfara

12. des. 2007 : Rauði hálfmáninn í Alsír hjálpar fórnarlömbum sprengjuárásarinnar

Rauði hálfmáninn í Alsír tók strax virkan þátt í björgunarstörfum eftir að tvær sprengjur sprungu í miðborg Algeirsborgar í gær. Önnur sprengjan féll á skólabíl en hin við skrifstofu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna í Hydra hverfi þar sem skrifstofur sendiráða og fjármálaráðuneytið eru staðsett. Fréttir herma að um 26 manns hafi látist. Sprengingin olli miklum skemmdum á byggingu Flóttamannastofnunar og starfsfólk stofnunarinnar er meðal þeirra sem létust. Sprengingarnar eru taldar tengjast Al Kaída hryðjuverkamönnum.

Á annað hundrað sjálfboðaliðar Rauða hálfmánans frá nærliggjandi stöðum fóru á vettvang og hjálpuðu við leitar- og björgunaraðgerðir. Settar voru upp neyðarstöðvar þar sem veitt er skyndihjálp. Sjálfboðaliðar eru einnig til staðar á vettvangi og á sjúkrahúsum þar sem þeir sinna sálrænum stuðningi og flutningi á slösuðum með sjúkrabílum Rauða hálfmánans.

5. des. 2007 : Hlutlaus, óháð mannúðaraðstoð bjargar mannslífum

Brýn nauðsyn er á að skerpa línurnar milli mannúðarstarfs hlutlausra og óháðra samtaka eins og Rauða krossins og þeirrar aðstoðar sem ríki veita í pólitískum og hernaðarlegum tilgangi á átakasvæðum.

 

30. nóv. 2007 : Alþjóðlegi alnæmisdagurinn 1. desember: „Almenningur þarf að taka málin í sínar eigin hendur“

Í tilkynningu Alþjóða Rauða krossins á Alþjóðlega alnæmisdeginum er lögð á það höfuðáhersla að hjálpa samfélögum að taka frumkvæðið í baráttunni gegn alnæmi og ójafnri stöðu kynjanna.

28. nóv. 2007 : Alþjóða Rauði krossinn óskar eftir auknum framlögum fyrir Bangladess

Alþjóða Rauði krossinn hefur nú lagt fram nýja neyðarbeiðni fyrir Bangladess að upphæð tæplega 1,4 milljörðum íslenskra króna (24.500.000 CHF). Það fé sem safnast verður notað til að hjálpa 1,2 milljónum manna sem orðið hafa fórnarlömb fellibylsins Sidr. Rauði kross Íslands sendi þriggja milljóna króna framlag til neyðaraðstoðarinnar þann 19. nóvember.

Aðstoðin mun ná til níu af þeim héruðum landsins þar sem fellibylurinn olli mestu tjóni. Þar verður  fjölskyldum sem misst hafa heimili sín í hamförunum séð fyrir mat, húsaskjóli, heilbrigðisþjónustu, vatni og hreinlætisaðstöðu. Neyðaraðstoðinni er ætlað að koma til móts við mikilvægustu þarfir fórnarlambanna. Dreift verður byggingarefni, mat, fötum og fólkinu séð fyrir hreinu vatni og  heilbrigðisþjónustu.

27. nóv. 2007 : 186 landsfélög Rauða krossins og Rauða hálfmánans

Rauði kross Svartfjallalands (Montenegro) hefur verið formlega samþykktur af Alþjóða Rauða krossinum, og eru landsfélög Rauða krossins og Rauða hálfmánans nú 186 að tölu um allan heim. 

Þó svo að Rauði krossinn í Svartfjallalandi sé nýjasta landsfélagið í Rauða kross hreyfingunni fer því fjarri að það sé nýtekið til starfa. Félagið var stofnað árið 1875, en varð síðan deild innan Rauða kross Júgóslavíu þegar ríkið var stofnað í lok fyrri heimstyrjaldar árið 1918 og allt þar til landið hlaut sjálfstæði árið 2006 þegar það gekk úr ríkjasambandi við Serbíu.

27. nóv. 2007 : Þjóðríki gera lítið til að draga úr notkun klasasprengna

Alþjóða Rauði krossinn hefur lýst yfir vonbrigðum sínum með þau þjóðríki sem eiga aðild að alþjóðasáttmála um takmörkun hefðbundinna vopna, en fulltrúar aðildarríkjanna samþykktu

26. nóv. 2007 : Sameinuðu þjóðirnar og Alþjóða Rauði krossinn: Öflug samvinna í þágu mannúðar

Í ræðu sinni á aðalfundi Alþjóða Rauða krossins fjallaði Dr Asha-Rose Migiro varaframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna sérstaklega um þá vaxandi samvinnu við Alþjóða Rauða krossinn sem stofnunin hefur notið á undanförnum árum.

26. nóv. 2007 : Saman í þágu mannúðar - Alþjóðaráðstefna Rauða krossins og ríkisstjórna 26.-30. nóvember

Alþjóðaráðstefna Rauða krossins og Rauða hálfmánans hófst í Genf í dag. Búist er við því að um 1.500 fulltrúar Rauða kross hreyfingarinnar og þjóðríkja sem eiga aðild að Genfarsamningunum taki þátt í  ráðstefnunni sem haldin er undir kjörorðunum „Saman í þágu mannúðar.”

Alþjóðaráðstefnan er haldin á fjögurra ára fresti. Eitt af meginmarkmiðum hennar nú er að fjalla um þann margslungna vanda sem steðjar að jarðarbúum á komandi áratugum. Meðal helstu umræðuefna má nefna stórfellda fólksflutninga milli landa og heimshluta, vaxandi glæpi og ofbeldi í borgum, sjúkdómsfaraldra, loftslagsbreytingar og annan umhverfisvanda. Á ráðstefnunni munu samstarfsaðilar ræða hvað þeir geti gert í sameiningu til að hjálpa bágstöddum samfélögum að takast á við framtíðina.

20. nóv. 2007 : Sögulegur dagur í Mósambík

Heilsugæslustöð sem Rauði krossinn og Þróunarsamvinnustofnun Íslands reistu í sameiningu í Mósambík var formlega opnuð þann 30. október. Stöðin var afhent heilbrigðisyfirvöldum í Mósambík til rekstrar.

19. nóv. 2007 : Fjárskortur hamlar blóðsöfnun Rauða krossins í Mongólíu

Sjálfboðaliðar Rauða krossins í Mongólíu vinna ötullega að blóðsöfnun og gengur hún langbest meðal nemenda í skóla einum í Ulaanbaatar. Greinin er eftir Francis Markus hjá Alþjóða Rauða krossinum í Mongólíu.

19. nóv. 2007 : 3 milljónir í neyðaraðstoð til Bangladess

Rauði kross Íslands sendi í dag þriggja milljóna króna framlag til neyðaraðstoðar í Bangladess vegna fellibyljarins Sidr sem gekk yfir landið á fimmtudag. Alþjóða Rauða krossinn kallaði í gær eftir 213 milljónum íslenskra króna til að aðstoða 235.000 manns á hamfarasvæðunum næstu níu mánuðina. 

Sjálfboðaliðar og starfsfólk Rauða hálfmánans í Bangladess hafa unnið sleitulaust að neyðaraðstoð frá því að hamfarirnar gengur yfir. Fjöldi látinna er nú talin rúmlega 3.000, en óttast er að enn fleiri hafi farist þar sem aðstoð hefur enn ekki borist á afskekktari svæði.

15. nóv. 2007 : Að ganga í óstraujaðri flík er ósómi í Gambíu

María Guðrún Gunnlaugsdóttir sjálfboðaliði URKÍ-R fór til Gambíu og starfaði með vinadeild Reykjavíkurdeildar í Banjul. Fréttablaðið tók viðtal við Maríu sem birtist þann 17. október síðastliðinn.

6. nóv. 2007 : Rauði krossinn í Mexíkó aðstoðar þúsundir fórnarlamba flóðanna í landinu

Tabasco-fylki er enn lamað eftir verstu flóð í sögu þess. Yfirvöld áætla að 90% af fylkinu og yfir milljón manns hafi orðið fyrir barðinu á flóðunum. Flóðin hafa eyðilagt uppskeru og lifibrauð fólks.

Um sex þúsund sjálfboðaliðar Rauði krossins í Mexíkó taka nú á móti framlögum til hjálparstarfsins á söfnunarstöðum um allt land.  Í Tabasco-fylki taka sjálfboðaliðar þátt í björgun fólks sem er innlyksa vegna flóðanna, veita læknishjálp, sinna sjúkraflutningum og aðstoða fólk í neyðarskýlum. Um 56 þúsund fjölskyldur hafa fengið matarpakka sem duga á fyrir fimm manna fjölskyldur í eina viku auk vatns og klæðnaðar.

3. nóv. 2007 : Gríðarleg flóð í Mexíkó

Tabasco-fylki í Mexíkó er lamað eftir úrhellisrigningar. Samkvæmt upplýsingum yfirvalda er 80% af fylkinu undir vatni. Rauði krossinn í Mexíkó hefur kallað út 2.500 sjálfboðliða sem veita fyrstu hjálp, taka þátt í leit og björgun, dreifa nauðsynjum og meta þörfina á áframhaldandi hjálparstarfi.

Forgangsverkefni Rauða krossins eru að útvega mat, hreint vatn, veita húsaskjól og hreinlætisaðgerðir.

1. nóv. 2007 : Tsjad: sameiginleg fréttatilkynning frá Alþjóða Rauða krossinum, Flóttamannastofnun og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNHCR og UNICEF) vegna barnanna 103 frá Abéché

Abéché, 1. nóvember 2007 – Alþjóða Rauði krossinn (ICRC), Flóttamannastofnun og Barnahjálp Sameinuðu þjóðanna (UNHCR og UNICEF) hafa sameiginlega annast börnin 103 sem tekin voru úr umsjá starfsmanna frönsku samtakanna Örk Zoéar á flugvellinum í Abéché þann 25. október síðastliðinn.  Starfsmenn frönsku samtakanna voru handteknir í kjölfarið.

Börnin eru nú vistuð í munaðarleysingjahæli í borginni Abéché.  Alþjóða Rauði krossinn, Flóttamannastofnun og UNICEF hafa farið þess á leit við yfirvöld í Tsjad að þau sjái börnunum fyrir húsnæði, fæði, og brýnustu nauðsynjum auk heilbrigðisþjónustu með stuðningi Rauða krossins í Tsjad.

Starfsmenn Alþjóða Rauða krossins, Flóttamannastofnunar og UNICEF hafa undanfarna daga rætt við börnin til að komast að persónulegum högum þeirra og hvaðan þau eru upprunninn. 

25. okt. 2007 : Rauði krossinn aðstoðar þúsundir manna vegna skógareldanna í Suður-Kaliforníu

Rauði krossinn sinnir hjálparstarfi fyrir þær þúsundir manna sem hafa þurft að flýja heimili sín vegna skógareldanna í Suður-Kaliforníu.

Aðfararnótt miðvikudags hafði Rauði krossinn opnað 23 fjöldahjálparstöðvar sem hýstu þá vel á sjötta þúsund manns. 75 bílar eru á ferðinni, sem sjá um matvæladreifingu til þolenda og 40 vörubílar hafa komið á staðinn, fullir af matvælum og öðrum nauðsynjum.

Flestar fjöldahjálparstöðvarnar eru starfræktar í opinberum skólabyggingum eða félagsmiðstöðvum. Í þeim er þolendum séð fyrir gistiaðstöðu, nýjustu upplýsingum um ástandið, heitum mat, auk sálræns stuðnings og aðhlynningar.

Fyrst um sinn leggur Rauði krossinn megináherslu á að starfrækja fjöldahjálparstöðvar, sjá þolendum fyrir mat og sálrænum stuðningi.

16. okt. 2007 : Harður vetur í vændum í Mongólíu eftir þurrkasumar

Rannsóknir benda til þess að harður vetur og vor kunni að fylgja í kjölfar þurrkasumars í Mongólíu. Rauði krossinn bregst við þessum erfiðleikum með ýmsum hætti.

10. okt. 2007 : Takast þarf á við afleiðingar loftslagsbreytinga

Loftslagsbreytingar hafa valdið því að hamfarir í heiminum hafa á undanförnum misserum orðið bæði tíðari og alvarlegri en á undanförnum áratugum. Það hefur orðið til þess að Sameinuðu þjóðirnar og Alþjóða Rauði krossinn gefa nú út áskorun til stjórnvalda í þjóðríkjum heims um að leggja aukna áherslu á að draga úr hættunni sem stafar af náttúruhamförum.

Þessi áskorun var lögð fram í dag á fundi með öllum aðildarþjóðum Sameinuðu þjóðanna. Á fundinum lagði Alþjóða Rauði krossinn í félagi við Sameinuðu þjóðirnar (UN/ISDR, United Nations International Strategy for Disaster Reduction) fram hugmyndir sínar um að auka starf Rauða kross hreyfingarinnar á sviði fyrirbyggjandi aðgerða til að draga úr því tjóni sem náttúruhamfarir á borð við flóð og fellibylji valda íbúum á hættusvæðum. Fyrirhugaðar aðgerðir felast fyrst og fremst  í fyrirbyggjandi aðgerðum til að vernda mannslíf, draga úr tjóni af völdum hamfara og auka getu samfélagsins til að bregðast við þeim.

8. okt. 2007 : Tvö ár liðin frá jarðskjálftanum í Pakistan

Liðin eru tvö ár frá jarðskjálftunum í Pakistan þann 8. október 2005. Þeir urðu rúmlega 73.000 manns að bana og eyðilögðu heimili 3,5 milljóna manna. Endurbygging á þeim svæðum sem urðu verst úti er nú langt á veg komin og mjög hefur dregið úr þörfinni fyrir neyðaraðstoð. Þess er vænst að í vetur geti pakistanski Rauði hálfmáninn og Alþjóða Rauði krossinn beitt kröftum sínum til endurbyggingar í stað neyðaraðstoðar til þeirra samfélaga sem verst urðu úti í skjálftunum.

Um þetta leyti á síðasta ári var Rauði krossinn að undirbúa viðamikið hjálparstarf til aðstoðar tugum þúsunda manna sem stóu frammi fyrir öðrum vetri sínum í illa upphituðum bráðabirgðaskýlum. Aðgerðirnar heppnuðust vel og rúmlega 18.000 fjölskyldur á afskekktum stöðum fengu þau hjálpargögn sem þarf til að geta tekist á við veturinn í fjöllunum. Ríflega 1,1 milljón manna hafa nú fengið neyðaraðstoð frá pakistanska Rauða hálfmánanum og Alþjóða Rauða krossinum.

3. okt. 2007 : Ertu frönskumælandi og með háskólapróf?

Rauði kross Íslands leitar að háskólamenntuðum einstaklingi sem talar reiprennandi frönsku og ensku og hefur brennandi áhuga á mannúðarmálum til að vera á Veraldarvakt félagsins. Félagar á Veraldarvakt eru þeir sem eru tilbúnir til hjálparstarfa á erlendum vettvangi, oft með skömmum fyrirvara. Skilyrði fyrir veru á Veraldarvakt er að sækja sendifulltrúanámskeið félagsins.

Nú leitar Rauði kross Íslands sérstaklega að ofangreindum einstaklingi sem væri tilbúinn til að vinna með alþjóða Rauða krossinum á átakasvæðum að vernd og aðstoð til þeirra sem ekki taka þátt í átökum. Meðal helstu verkefna eru heimsóknir til fanga sem eru í fangelsi vegna átaka til að tryggja mannúðlega meðferð þeirra, leitarþjónusta og sameining fjölkyldna, skipulagning matvæladreifingar og útbreiðsla mannúðarlaga. 

3. okt. 2007 : Alvarlegt ástand á Gaza-ströndinni

Gaza-ströndin hefur verið nær algerlega lokuð í þrjá mánuði og ástandið er að verða mjög alvarlegt,“ sagði Angelo Gnaediger frá Alþjóða Rauða krossinum eftir nýlega heimsókn sína til Gaza. Erfitt er að halda sjúkrahúsum, vatnsveitum og skólpkerfi gangandi og fátækt hefur aukist gífurlega meðal almennings á svæðinu.

Aðgerðir hersins og innbyrðis deilur Palestínumanna hafa valdið miklum skemmdum á orkuveitu, seinkunum á greiðslum og stöðvað flutninga á eldsneyti. Þetta ásamt öðrum erfiðleikum hefur komið í veg fyrir rekstur og viðgerðir á vatnsveitum og frárennsliskerfi á Gaza-ströndinni.

1. okt. 2007 : Langtíma hjálparstarf nauðsynlegt vegna flóðanna í Afríku

Rúmlega milljón manna hefur orðið fyrir gríðarlegum skakkaföllum vegna flóða í Afríku síðan í sumar og tjónið nær nú til 18 landa. 650.000 manns hafa misst heimili sín vegna flóðanna og vitað er til þess að þau hafi orðið 250 manns að bana. Vatnselgurinn hefur jafnframt valdið skelfilegum spjöllum á uppskeru og matargeymslum.

Vegna þeirra gríðarlegu erfiðleika sem fórnarlömb flóðanna í Afríku eiga við að etja hefur Alþjóða Rauði krossinn óskað eftir því að alþjóðasamfélagið leggi hreyfingunni lið í hjálparstarfinu. Búist er við því að ástandið á svæðinu fari versnandi næstu vikur og þörf er á aðstoð bæði til skemmri og lengri tíma. Alþjóða Rauði krossinn hefur gefið út nokkrar neyðarbeiðnir til að sinna þörfum fórnarlamba á svæðinu.

1. okt. 2007 : Íslenskur sendifulltrúi tekur þátt í kennslu fyrir hermenn í Búrúndí

Hrafnhildur Sverrisdóttir starfar sem sendifulltrúi í sendinefnd Alþjóðaráðs Rauða krossins í Búrúndi þar sem hún starfar að vernd þeirra sem ekki taka þátt í stríðsátökum.

28. sep. 2007 : Litháen hefur tekið við hælisleitendum í tíu ár

Í þessum mánuði eru liðin tíu ár síðan Litháen hóf að veita hælisleitendum viðtöku og vernd. Í september árið 1997 fékk fyrsti flóttamaðurinn hæli í Litháen á grundvelli flóttamannasamnings Sameinuðu þjóðanna frá 1951.

 

26. sep. 2007 : Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna fagnar átaki félagasamtaka á Norðurlöndum

Tuttugu félagasamtök á Norðurlöndum standa fyrir átakinu „Keep Them Safe“ eða „Veitum þeim öryggi" sem miðar af því að styrkja og bæta vernd í löndunum fimm fyrir þá einstaklinga sem sótt hafa um hæli eftir að hafa neyðst til að flýja heimalönd sín vegna ofbeldis og alvarlegra mannréttindabrota.

„Norðurlöndin eru á margan hátt öðrum ríkjum til fyrirmyndar og hafa reynst Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna drjúgur stuðningur í málefnum flóttamanna," segir Hans ten Feld yfirmaður svæðisskrifstofu Flóttamannastofnunar fyrir Norðurlönd og Eystrasaltsríkin. „Sem stendur er hins vegar það kerfi sem alþjóðleg vernd byggir á ekki alltaf vel til þess fallið að tryggja fólki vernd sem flýr almennt og útbreitt ofbeldi í heimalöndum sínum. Ekki einu sinni á Norðurlöndum, þrátt fyrir að jákvæð þróun hafi orðið í þá átt í sumum Norðurlandanna."

25. sep. 2007 : Rauði krossinn endurhæfir barnahermenn í Síerra Leone

Rauði krossinn í Síerra Leone rekur fimm skóla þar í landi þar sem börn sem tóku þátt í borgarastyrjöldinni fá endurhæfingu til að takast á við daglegt líf að nýju, en mörg þeirra voru barnahermenn. Borgarastyrjöldin sem ríkti í landinu kom á margan hátt í veg fyrir eðlilegan þroska þeirra á líkama og sál, og flest hafa misst fjölmörg ár úr skóla.

Um 2,500 börn undir 18 ára aldri hafa fengið aðstoð frá Rauða krossinum. Í skólunum fimm stunda börnin almennt bóknám og einnig ýmiss konar iðnnám. Fyrir mörg þeirra er þetta fyrsta og eina tækifærið til að læra að lesa og skrifa. Að auki býðst þeim að læra ýmsar iðngreinar, t.d. húsa- eða húsgagnasmíði, bakstur, saumaskap, sápugerð, hárgreiðslu og landbúnað. Þau fá einnig fræðslu um alnæmi og getnaðarvarnir.

18. sep. 2007 : Ríkisstjórn Íslands veitir fé til aðstoðar Írökum

Utanríkisráðuneytið hefur veitt Rauða krossinum sjö milljónir króna til hjálpar óbreyttum borgurum í Írak.

Fjármagnið mun renna til viðbótarbeiðni Alþjóða Rauða krossins um fjárstuðning til að hægt sé að sinna brýnustu þörfum fórnarlamba átakanna í landinu. Alþjóðabeiðnin hljóðaði upp á rúmlega 5 milljarða íslenskra króna (75 milljónir dollara) til viðbótar 1,8 milljörðum króna beiðni frá því í vor. Heildarfjármagn sem Alþjóða Rauði krossinn hyggst verja til verkefna í Íraks verður þá orðið um 10 milljarðar króna. Viðbótarfjármagnið rennur einkum til aðstoðar aldraðra, fatlaðra og munaðarlausra barna.

Óbreyttir borgarar í Írak búa við linnulaust ofbeldi og óöryggi. Mannfall eykst, fleiri eru á flótta, lífsviðurværi skortir og aðgangur að grunnþjónustu er mjög takmarkaður. Alþjóða Rauði krossinn er í nánu samstarfi við íraska Rauða hálfmánann. Samkvæmt upplýsingum frá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hafa ríflega fjórar milljónir Íraka flúið heimili sín vegna átaka í landinu undanfarin ár, u.þ.b. tvær milljónir eru á vergangi innan Íraks og tvær milljónir hafa farið úr landi.

18. sep. 2007 : Stuðningur við alnæmissjúka í sunnanverðri Afríku - 2006

Um 10% af þeim 127 milljónum, sem búa í sunnaverðri Afríku, eru smituð af alnæmi. Um 4,6 milljónir barna í þessum löndum eru munaðarlaus vegna sjúkdómsins.

 

 

18. sep. 2007 : Stuðningur við alnæmissjúka í sunnanverðri Afríku - 2006

Um 10% af þeim 127 milljónum, sem búa í sunnaverðri Afríku, eru smituð af alnæmi. Um 4,6 milljónir barna í þessum löndum eru munaðarlaus vegna sjúkdómsins.

 

 

17. sep. 2007 : Rauði kross Íslands styður hjálparstarf vegna fellibylsins Felixar

Rauði kross Íslands hefur brugðist við neyðarbeiðni Alþjóða Rauða krossins með fjögurra milljóna króna framlagi úr hjálparsjóði félagsins. Neyðarbeiðnin hjlóðaði upp á 53 milljónir íslenskra króna. Fjármunirnir verða notaðir til að hjálpa þeim sem verst urðu úti þegar fellibylurinn Felix reið yfir Mið-Ameríku að morgni 3. september. Hann mældist 5. stigs fellibylur sem er efsta stig á mælikvarða um styrk slíkra fárviðra.

Felix olli mikilli eyðileggingu bæði í Hondúras og Níkvaragva en miklar rigningar fylgdu einnig í kjölfar hans í Gvatemala og Belize. Í Hondúras þurftu um 24.000 manns að yfirgefa heimili sín og að minnsta kosti 3.900 fjölskyldur urðu fyrir tjóni. Í Níkvaragva þar sem fellibylurinn olli mestum usla létu að minnsta kosti sjö manns lífið en 11 slösuðust. Einnig þurftu 35.000 manns að flýja heimili sín þar í landi og alls er vitað um að meira en 5.000 hús hafi eyðilagst í hamförunum.

14. sep. 2007 : Rauði krossinn í Indónesíu aðstoðar fórnarlömb jarðskjálfta

Jarðkjálftahrinan í Indónesíu sem hófst miðvikudaginn 12. september heldur áfram. Bengkulu and Padang sem eru á vesturhluta eyjunnar Súmötru hafa orðið harðast úti í skjálftunum.

Indónesíski Rauði krossinn hefur sett upp færanlegt sjúkrahús á vettvangi og fjögur neyðarsjúkraskýli. Sjúkraflutningamenn Rauða krossins sjá um að flytja sjúka og særða. Rauði krossinn hefur einnig sent hjálpargögn úr neyðarvarnarbirgðum landsfélagsins til að koma þeim sem misst hafa heimili sín sem fyrst í skjól. Þá hafa um 1.500 kassar af hreinlætisvörum verið dreift á jarðskjálftasvæðin og einnig búsáhöld fyrir um 150 fjölskyldur.

 

„Sjálfboðaliðar Rauða krossins í Indónesíu bruðguðst mjög skjótt við og hófu aðstoð strax eftir að fyrstu skjálftarnir fundust. Þar byggir Rauði krossinn á þeirri miklu reynslu sem hefur áunnist í aðgerðum og uppbyggingu eftir eyðilegginguna og manntjónið sem varð í jarðskjálftunum og flóðbylgjunni miklu um jólin árið 2004," sagði Fiona Ching, verkefnisstjóri neyðarvarna hjá Alþjóða Rauða krossinum í Indónesíu. 

13. sep. 2007 : Blóðgjöf og heyöflun helstu áhersluverkefni í Mongólíu

Mongólía er víðfemt og strjálbýlt land sem liggur milli Rússlands í norðri og Kína í suðri. Landið er sjöunda stærsta land heims eða um 1.56 milljón ferkílómetrar. Íbúar þess eru um 2,5 milljónir.

11. sep. 2007 : Starfsmenn Rauða kross Íslands í Afganistan og með stríðshrjáðum Afgönum í Pakistan 1986 - 2005

Frá árinu 1989 þegar fyrsti sendifulltrúi Rauða kross Íslands hélt til starfa í Afganistan hefur félagið sent þangað 16 hjálparstarfsmenn í 18 starfsferðir alls.

10. sep. 2007 : Leiðbeiningarskjal Flóttamannastofnunar um hvernig beri að meta þörf einstaklinga frá Írak á alþjóðlegri vernd

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur gefið út leiðbeiningarskjal um hvernig eigi að meta þörf hælisleitenda frá Írak á alþjóðlegri vernd.

10. sep. 2007 : Rauði krossinn tryggir íbúum í Darfur héraði öruggari lífsafkomu

Alþjóða Rauði krossinn hefur sett á fót verkefni þar sem bólusett verða alls 80.000 húsdýr í nágrenni Kmumga og Saga sem er á svæði sem nefnist Kabkabiya og er hluti af Darfur héraði í Súdan.

Rauði krossinn hefur á að skipa fólki með þekkingu á sviði dýralækninga og vinnur í samvinnu við Landbúnaðaryfirvöld í Norður-Darfur. Dýrin verða bólusett við miltisbrandi og fjársjúkdómum en það eru algengustu dýrasjúkdómarnir á þessu svæði. 10.000 húsdýr hafa þegar verið bólusett á undanförnum tveimur vikum en áætlað er að verkefninu ljúki í október.

Bólusetningarnar eru aðeins eitt af mörgum verkefnum sem Rauði krossinn sinnir í Darfur héraði. Á fyrstu sex mánuðum ársins dreifði Alþjóða Rauði krossinn matvælum og öðrum nauðsynjum til 120.000 flóttamanna sem flúið hafa frá öðrum svæðum landsins og búa nú í Gereida flóttamannabúðunum í Suður-Darfur. Um það bil tveir þriðju þessara flóttamanna eru börn.

6. sep. 2007 : Neyðarvarnir Rauða krossins afstýra manntjóni í Puerto Cabezas í Nikaragúa

Alþjóða Rauði krossinn hefur sent út neyðarbeiðni að upphæð 825,000 bandaríkjadollara (rúmlega fimmtíu og þrjár milljónir króna) til aðstoðar fórnarlömbum í Mið-Ameríku sem urðu fyrir barðinu á fellibylnum Felix sem gekk yfir á þriðjudag. Rauði krossinn mun dreifa hjálpargögnum, svo sem tjöldum, moskítónetum, teppum, fötum, rúmfötum og öðrum nauðsynjum, til 23.000 manns.

Landsfélög Rauða krossins fluttu tugþúsundir manna frá heimilum sínum áður en fellibylurinn reið yfir og tókst með neyðarvarnaraðgerðum sínum að koma í veg fyrir stórfelldan mannskaða á borð við þann þegar fellibylurinn Mitch reið yfir svæðið árið 1998. 

5. sep. 2007 : Alþjóða Rauði krossinn fylgist með landamærum á Sri Lanka

Hlutar af Sri Lanka hafa lengi verið í höndum uppreisnarhreyfingar Tamila sem eru minnihluti íbúa landsins. Enn ríkir mikill ófriður á milli ríkisstjórnar landsins og uppreisnarmanna sem best eru þekktir sem tamílsku Tígrarnir.

30. ágú. 2007 : Afganistan: Alþjóða Rauði krossinn hefur milligöngu um lausn tólf suður-kóreskra gísla

Alþjóða Rauði krossinn hafði í gær milligöngu um lausn tólf suður-kóreskra gísla úr haldi mannræningja í Afganistan. Þær tíu konur og tveir karlar sem um ræðir höfðu verið í haldi vopnaðra uppreisnarmanna í Ghazni héraði í meira en sex vikur. Vonast er til að sjö kóreskir gíslar sem enn eru í haldi mannræningjanna verði látnir lausir seinna í dag.

Starfsmenn Alþjóðaráðs Rauða krossins komu þeim í hendur suður-kóreskrar sendinefndar í bænum Ghazni. Rauði krossinn var ekki í aðstöðu til að láta fram fara ítarlega læknisskoðun en gíslarnir virtust vera við góða heilsu. Uppreisnarmenn sögðu starfsmönnum Alþjóða Rauða krossins að þeir sjö kóresku gíslar sem eftir væru yrðu leystir úr haldi fljótlega.

Alþjóða Rauði krossinn hafði milligöngu um lausn gíslanna í krafti hlutleysis samtakanna og óhlutdrægni, og var það að beiðni bæði gíslatökumanna og suður-kóresku sendinefndarinnar. Alþjóða Rauði krossinn hafði einnig milligöngu um beinar viðræður milli beggja aðila í höfuðstöðvum Ghazni deildar Afganska Rauða hálfmánans.

30. ágú. 2007 : Bæta þarf stöðu kvenna og draga úr fátækt svo að árangur náist í baráttunni gegn alnæmi

Mukesh Kapila, sem stýrir alþjóðlegu átaki Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans gegn alnæmisvandanum, greindi nýlega frá nýjum leiðum til að takast á við útbreiðslu alnæmis.

28. ágú. 2007 : Forseti Alþjóðaráðs Rauða krossins heimsækir Kólumbíu

Forseti Alþjóðaráðs Rauða krossins, Jakob Kellenberger, hóf í gær þriggja daga heimsókn til höfuðborgar Kólumbíu til að kynna sér aðstæður í landinu. Hann mun ræða við forseta landsins, Alvaro Uribe Vélez, utanríkisráðherra Kólumbíu, Fernando Araújo Perdomo, og varnarmálaráðherrann Juan Manual Santos Calderón.

Viðræðurnar munu að öllum líkindum snúast að mestu um starfsemi Alþjóðaráðs Rauða krossins í Kólumbíu og mannúðarmálefni, svo sem fjölda flóttamanna innan landamæra Kólumbíu og alþjóðleg mannúðarlög sem gilda í þeim innanlandsófriði sem hefur geysað í Kólumbíu í meira en fjóra áratugi.

17. ágú. 2007 : Neyðaraðstoð Rauða krossins í fullum gangi í Perú

Alþjóða Rauði krossinn hefur sent frá sér neyðarbeiðni vegna aðstoðar við fórnarlömb jarðskjálftans sem skók suðurhluta Perú fyrir rúmum sólarhring. Neyðarbeiðnin hljóðar upp á 92 milljónir íslenskra króna.

9. ágú. 2007 : Viðamikið hjálparstarf vegna flóðanna í Pakistan

Enn stendur yfir hjálparstarf vegna flóðanna sem urðu í Pakistan fyrr í sumar. Miklar rigningar, hiti og flóð hafa valdið því að íbúar í héruðunum Baluchistan og Sindh búa nú við skelfilegar aðstæður. Í kjölfar flóðanna sendi Alþjóða Rauði krossinn nokkur neyðarteymi til að veita fórnarlömbum flóðanna í Pakistan nauðsynlega heilbrigðisþjónustu og sjá þeim fyrir hreinu vatni. Sólveig Þorvaldsdóttir sendifulltrúi Rauða krossins, fór utan í byrjun júlí sem meðlimur í níu manna vettvangsteymi til að meta aðstæður og koma hjálparstarfinu af stað. Hún segir að aðkoman hafi verið mjög slæm.

Bláfátækar bændafjölskyldur misstu heimili sín og lífsviðurværi þegar flóðgarðar brustu og veituskurðir flæddu yfir bakka sína vegna óvenjumikillar úrkomu. Sumum var búið að koma fyrir í neyðarskýlum, s.s. í skólum, við alltof þröngan kost og ömurlega hreinlætisaðstæður. Aðrir leituðu hælis á vegum eða flóðgörðum sem stóðu enn upp úr flóðinu, og enn aðrir innlyksa í þorpum sínum og gátu sér enga björg veitt."

8. ágú. 2007 : Alþjóðaráð Rauða krossins og störf þess í þágu flóttamanna

Alþjóðahreyfing Rauða krossins og Rauða hálfmánans hefur aðstoðað flóttamenn og aðra sem neyðast til að yfirgefa heimili sín síðan á ofanverði 19. öld.

1. ágú. 2007 : Sýnir að alþjóðasamfélagið er meðvitað

Viðtal við Mohammed Al-Hadid, forseti Rauða hálfmánans í Jórdaníu í tilefni heimsóknar Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra á Ashrafiehspítala samtakanna í Amman. Greinin, eftir Þórð Snæ Júlíusson, birtist í Blaðinu 26. júlí.

27. júl. 2007 : Nýr yfirmaður svæðisskrifstofu Flóttamannstofnunar Sameinuðu þjóðanna í Stokkhólmi

Hans ten Feld hefur verið skipaður yfirmaður svæðisskrifstofu Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) í Stokkhólmi frá og með 1. júlí 2007. Hann tekur við starfinu af frú Machiko Kondo sem fer nú á eftirlaun eftir að hafa starfað hjá stofnuninni í tæpan aldarfjórðung.

Hans ten Feld er 52 ára gamall hollenskur ríkisborgari sem hefur starfað fyrir Flóttamannastofnun víða um heim síðan 1981. Hann hefur til að mynda starfað í höfuðstöðvum Flóttamannastofnunarinnar í Genf og á svæðisskrifstofum í Nýja Sjálandi, Myanmar, Þýskalandi, Indlandi, Kambódíu og í Zambíu. Hann er með meistaragráðu í alþjóðalögum frá háskólanum í Utrecht í Hollandi. Hans ten Feld er giftur og á tvö börn.

Svæðisskrifstofa Flóttamannastofnunar í Stokkhólmi vinnur með málefni flóttamanna sem tengjast Norðurlöndunum fimm ásamt Eystrasaltsríkjunum þremur Eistlandi, Lettlandi og Litháen. Rauði kross Íslands er umboðsaðili Flóttamannastofnunar á Íslandi.

19. júl. 2007 : Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna lýsir yfir ánægju með ályktun fulltrúaþings Bandaríkjanna um aukna aðstoð við flóttamenn í Kólumbíu

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) lýsti á þriðjudag yfir ánægju með ályktun sem nýlega var samþykkt á fulltrúaþingi Bandaríkjanna sem mælir fyrir um aukna aðstoð við kólumbíska flóttamenn í Kólumbíu.

11. júl. 2007 : Rauði krossinn eina starfandi hjálparstofnunin í Darfur héraði í Súdan

Þrátt fyrir slæmt öryggisástand í Darfur í Súdan og erfiðar samgöngur hefur Alþjóða Rauði krossinn aukið aðstoð sína við íbúa þessa strjálbýla héraðs. Mikilvægt er að aðstoðin berist þeim sem eru hjálpar þurfi áður en fer að líða á júlí mánuð og rigningar verða meiri.

Jafnhliða dreifingu hjálpargagna vinnur Alþjóða Rauði krossinn sleitulaust að því að efla virðingu fyrir lífi óbreyttra borgara og eigum þeirra. Rík áhersla er lögð á nauðsyn þess að hjálparstarfsmenn fái frið fyrir deiluaðilum til að sinna störfum sínum til hjálpar bágstöddum í héraðinu.

6. júl. 2007 : Stofnanir Sameinuðu þjóðanna hvetja til ráðstafana til að draga úr dauðsföllum á höfum úti

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) og Alþjóða Siglingamálastofnunin (IMO) hafa snúið bökum saman til að stuðla að auknum aðgerðum til að koma í veg fyrir dauðsföll meðal flóttamanna sem fara á smábátum yfir Miðjarðarhaf, Aden flóa og önnur hættuleg hafssvæði.

„Það er mjög fjölbreyttur hópur sem ferðast á bátum með þessum hætti, flóttamenn og hælisleitendur á hrakningi undan ofsóknum eða átökum, en einnig fólk í leit að betri lífskjörum. Fólkið er oft á mjög lélegum bátum og í bráðri lífshættu. Ferðirnar eru oft skipulagðar af glæpahringjum sem enga virðingu bera fyrir mannslífum," segir Erika Feller, sem stýrir aðgerðum Flóttamannastofnunar til að vernda flóttamenn og hælisleitendur.

5. júl. 2007 : Neyðarbeiðni til hjálpar fórnarlömbum flóðanna í sunnanverðri Asíu

Alþjóða Rauði krossinn hefur gefið út neyðarbeiðni fyrir Pakistan að upphæð rúmlega 500 milljónir króna til að hægt verði að aðstoða fórnarlömb flóða og fellibylja sem valdið hafa alvarlegu tjóni á undanförnum vikum. Mun það hjálpa pakistanska Rauða hálfmánanum við að koma lífsnauðsynlegri aðstoð til um 98.000 manns sem nú eiga um sárt að binda vegna hamfaranna. Rauði kross Íslands hefur nú þegar lagt til tvær milljónir til þessa verkefnis.

Að auki hefur Alþjóða Rauði krossinn sent sérstakt neyðarteymi til Pakistans til að meta afleiðingar hamfaranna og samhæfa aðgerðir. Með í teyminu er Sólveig Þorvaldsdóttir jarðskjálftafræðingur sem fór utan í gær fyrir Rauða kross Íslands og mun koma á staðinn á morgun þar sem hún verður í einn mánuð. Hún mun stjórna dreifingu hjálpargagna og samhæfingu neyðaraðstoðar.

3. júl. 2007 : Sólveig Þorvaldsdóttir til neyðarstarfa í Pakistan

Sólveig Þorvaldsdóttir jarðskjálftaverkfræðingur hélt til Pakistan í dag til neyðarstarfa á vegum Rauða kross Íslands vegna flóða í suðurhluta landsins.

3. júl. 2007 : Skelfilegt ástand á flóðasvæðum í Pakistan

Hræðilegt ástand ríkir á flóðasvæðum í Baluchistan í vesturhluta Pakistans. Hár hiti og mikill loftraki gerir líf tugþúsunda fórnarlamba að martröð.

29. jún. 2007 : Alþjóðaráð Rauða krossins fordæmir víðtæk og endurtekin brot á alþjóðlegum mannúðarlögum í Myanmar (Búrma)

Forseti Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC), Jakob Kellenberger, hefur fordæmt þau brot á alþjóðlegum mannúðarlögum sem ríkisstjórn Myanmar hefur framið gagnvart óbreyttum borgurum og föngum.

26. jún. 2007 : Umfangsmesta hjálparstarf Alþjóðaráðs Rauða krossins er í Súdan

Átökin í Darfur héraði í Vestur Súdan halda áfram, og er hjálparstarf Alþjóðaráðs Rauða krossins í Súdan það umfangsmesta í heiminum. Starfið er unnið í samstarfi við súdanska Rauða hálfmánann og aðra samstarfsaðila Rauða kross hreyfingarinnar.

15. jún. 2007 : Mikil spenna ríkir enn á Gaza

Undanfarna daga hafa geisað harðir bardagar víða um Gaza-ströndina.

13. jún. 2007 : Öryggi almennings versnar stöðugt í Afganistan

Alþjóða Rauði krossinn segir ástandið í Afganistan miklu verra nú en það var fyrir ári síðan og að óbreyttum borgurum standi mest ógn af átökunum.

8. jún. 2007 : Alþjóðleg mannúðarlög brotin á degi hverjum

Þrjátíu ár eru liðin frá því að viðbótarbókanir um bætta réttarstöðu óbreyttra borgara í ófriði voru gerðar við Genfarsamningana fjóra sem kveða á um vernd í stríði. Enda þótt Genfarsamningarnir hafi átt sinn þátt í að bjarga ótal mannslífum veittu þeir ekki næga vernd fyrir fórnarlömb þeirra átaka sem blossað hafa upp á síðustu áratugum. Þann 8. júní 1977 voru því gerðar viðbótarbókanir sem gilda einkum um borgarastyrjaldir og innanlandsófrið og taka tillit til nýjunga á sviði vopnabúnaðar.

Genfarsamningarnir mörkuðu upphaf reglna um alþjóðlegan mannúðarrétt eins og við þekkjum hann nú á tímum. Lykilatriðin í samningunum eru virðing og vernd gagnvart þeim sem ekki taka beinan þátt í stríðsátökum. Fyrsti samningurinn var gerður árið 1864 og sá síðasti árið 1949 og voru hinir þrír þá einnig endurskoðaðir.

7. jún. 2007 : Við öðlumst þekkingu og færni sem nýtist líka þegar við förum út í samfélagið aftur

Rauði krossinn fræðir fanga í Mongólíu um alnæmi og önnur heilbrigðismál ásamt því að aðstoða þá við að aðlagast lífinu utan fangelsisveggjanna eftir afplánun refsingar.

5. jún. 2007 : Rauði krossinn skorar á stríðandi fylkingar í Líbanon að hlífa óbreyttum borgurum

Alþjóða Rauði krossinn skorar á alla aðila að átökunum í Nahr el-Bared flóttamannabúðunum í norður Líbanon að hlífa óbreyttum borgurum og borgaralegum mannvirkjum í kjölfar síendurtekinna árása þar. Samkvæmt upplýsingum starfsmanna Rauða krossins og Rauða hálfmánans á staðnum eru þúsundir óbreyttra borgara enn í flóttamannabúðunum.

Tryggja verður heilbrigðisstarfsfólki og starfsmönnum mannúðarsamtaka frið til að sinna verkum sínum og að þau hafi greiðan aðgang að fólki sem hefur særst í átökunum.  Samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum er með öllu óheimilt að ráðast á heilbrigðisstarfsfólk, sjúkraflutningamenn, sjúkrabíla og heilbrigðisstofnanir.

4. jún. 2007 : Rauði krossinn fordæmir morð á tveimur starfsmönnum Rauða krossins í Sri Lanka

Alþjóðahreyfing Rauða krossins og Rauða hálfmánans fordæmir brottnám og morð á tveimur starfsmönnum Rauða krossins í Sri Lanka þann 1. júní..

26. maí 2007 : Rauði krossinn skuldbindur sig til að styrkja innflytjendur í Evrópu

Landsfélög Rauða krossins og Rauða hálfmánans  í Evrópu  hafa undirritað skuldbundingar um að styðja innflytjendur í álfunni í því skyni að stuðla að því að þeir njóti jafnréttis á við aðra og jafnra tækifæra í samfélaginu. Þetta var gert á

Evrópuráðstefnu Rauða krossins og Rauða hálfmánans um alþjóðlega fólksflutninga, en henni lauk í Istanbúl í gær.
Í skuldbindingunum felst meðal annars yfirlýsing um að félög Rauða krossins og Rauða hálfmánans muni vinna gegn kynþáttafordómum, útlendingahatri, mismunun og skorti á umburðarlyndi og leggja áherslu á skilning og virðingu í garð innflytjenda. Styrkja beri innflytjendur og hvetja á stjórnvöld, atvinnulíf og almenning til að berjast gegn einangrun, mismunun og útilokun fólks vegna uppruna þess.

25. maí 2007 : Ógnarástandið í Írak versnar stöðugt

Béatrice Mégevand-Roggo yfirmaður aðgerða Alþjóðaráðs Rauða krossins í Miðausturlöndum segir uggvænlegt hversu ástandið í Írak versni með degi hverjum.  Alþjóða Rauða krossinn hefur sent út neyðarbeiðni um aukið fjármagn til að mæta þörfum írösku þjóðarinnar.

23. maí 2007 : Alþjóða Rauði krossinn skorar á stríðandi aðila að fara að mannúðarlögum í Líbanon

Alþjóða Rauði krossinn lýsir áhyggjum af ofbeldisverkum í Líbanon. Félagið skorar á alla sem taka þátt í bardögunum að fara að alþjóðlegum mannúðarlögum og gæta þess sérstaklega að óbreyttir borgarar sem ekki taka beinan þátt í þessum átökum verði verndaðir gegn árásum.

Læknalið og starfsmenn mannúðarsamtaka verða að fá að vinna sína vinnu og fá óhindraðan aðgang að þeim sem særast. Hlífa skal læknaliði, ökutækjum þeirra og aðstöðu við afleiðingum ofbeldisins.

23. maí 2007 : Alþjóða Rauði krossinn skorar á stríðandi aðila að fara að mannúðarlögum í Líbanon

Alþjóða Rauði krossinn lýsir áhyggjum af ofbeldisverkum í Líbanon. Félagið skorar á alla sem taka þátt í bardögunum að fara að alþjóðlegum mannúðarlögum og gæta þess sérstaklega að óbreyttir borgarar sem ekki taka beinan þátt í þessum átökum verði verndaðir gegn árásum.

Læknalið og starfsmenn mannúðarsamtaka verða að fá að vinna sína vinnu og fá óhindraðan aðgang að þeim sem særast. Hlífa skal læknaliði, ökutækjum þeirra og aðstöðu við afleiðingum ofbeldisins.

21. maí 2007 : Evrópuráðstefna um alþjóðlega fólksflutninga og rétt til heilbrigðisþjónustu

Fólksflutningar og óviðunandi aðgangur að heilbrigðisþjónustu eru stærstu vandamálin sem evrópskar þjóðir standa frammi fyrir, samkvæmt yfirlýsingu sem Alþjóða Rauða krossinn sendi frá sér í gær. Fulltrúar frá yfir 50 Rauða kross félögum sitja nú fjögurra daga ráðstefnu í Istanbúl í Tyrklandi til að ræða hvernig best megi mæta þörfum fólks sem dvelst ólöglega í Evrópu og þeirra sem eru útilokaðir frá heilbrgiðisþjónustu  vegna ýmissa reglna sem mismuna fólki vegna uppruna.

Ómar H. Kristmundsson formaður, Pálin Dögg Helgadóttir stjórnarmaður, Ingibjörg Halldórsdóttir fyrir hönd ungliðahreyfingarinnar, Kristján Sturluson framkvæmdastjóri og Helga G. Halldórsdóttir sviðsstjóri innanlandssviðs eru fulltrúar Rauða kross Íslands á fundinum.

„Það er mikilvægt að við gerum meira til að innflytjendur fái nauðsynlega aðstoð, óháð lagalegri stöðu þeirra, til að vernda réttindi þeirra og heilsu og finna fullnægjandi lausnir á vanda þeirra,” sagði Juan Manuel Suárez del Toro formaður Alþjóða Rauða krossins. „Milljónir manna sem yfirgefa heimaland sitt í leit að betra lífi hætta oft lífi sínu og verða fórnarlömb misnotkunar, vændis og mansals.

14. maí 2007 : Að haga sér í samræmi við aðstæður

Öryggis- og streitustjórnunarnámskeið var haldið fyrir Veraldarvakt Rauða krossins í Bláfjöllum helgina 4. - 6. maí. 19 þátttakendur sóttu námskeiðið en markmið þess var að undirbúa sendifulltrúa fyrir störf á vettvangi.

14. maí 2007 : Sjálfboðaliðar aðstoða þá sem eiga um sárt að binda vegna sprenginga í Mapútó

Í Malhazine-hverfinu í Mapútó ríkir örvænting og sorg. Þann 22. mars barst fjöldi sprengna á úthverfi Maputo frá vopnabúri mósambíska hersins með þeim afleiðingum að yfir 100 féllu og 500 slösuðust.

30. apr. 2007 : Hólmfríður Garðarsdóttir sendifulltrúi tekur þátt í uppbyggingarstarfinu eftir hamfarirnar í Mósambík

Hólmfríður Garðarsdóttir hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir heldur til starfa sem sendifulltrúi Rauða krossins í Mósambík 2. maí. Hólmfríður mun næstu sex mánuði hafa yfirumsjón með og starfa að samhæfingu verkefna á sviði lýðheilsu og heilsugæslu á vegum Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans (IFRC) vegna neyðarástands sem skapaðist í kjölfar flóða og fellibylja í landinu í febrúar síðastliðinn. Starfið er þáttur í uppbyggingarstarfi í framhaldi af neyðaraðstoð sem veitt var strax eftir hamfarirnar.

Hólmfríður mun starfa með landsfélagi Rauða krossins í Mósambík í náinni samvinnu við þarlend heilbrigðisyfirvöld að skipulagningu verkefna á sviði heilsugæslu, skyndihjálpar og neyðarviðbragða. Nína Helgadóttir verkefnisstjóri Rauða kross Íslands í sunnanverðri Afríku, sem er með aðsetur í Mósambík, hefur einnig tekið þátt í samhæfingu hjálparstarfsins. Rauði kross Íslands hefur lagt þrjár milljónir króna til viðbótar við þriggja milljóna króna framlag ríkisstjórnar Íslands til að styðja við starf mósambíska Rauða krossins vegna hamfaranna.

24. apr. 2007 : Alþjóðlegt hjálparstarf Rauða krossins

Grein skrifuð fyirr blað nýstúdenta í Verslunarskóla Íslands og birtist í apríl.

18. apr. 2007 : Alþjóða Rauði krossinn aðstoðar 500,000 Íraka í Sýrlandi og Jórdaníu

Alþjóða Rauði krossinn mun veita um 500,000 Írökum sem flúið hafa til Sýrlands og Jórdaníu nauðsynlega heilbrigðisþjónustu og nauðþurftir næstu 12 mánuði. Rauði krossinn hefur sent út neyðarbeiðni fyrir um 18,2 milljónir svissneskra franka (tæplega einn milljarð króna) til að aðstoða 100 þúsundum íraskar fjölskyldur (60 þúsund í Sýrlandi og 40 þúsund í Jórdaníu).

Fjármunirnir munu hjálpa Rauða hálfmánanum í Sýrlandi og Jórdaníu að veita flóttamönnunum margvíslega aðstoð fyrir utan heilbrigðisþjónustu svo sem mat, búsáhöld, dýnur, rúmföt og hreinlætisvörur, og einnig skólavörur fyrir börnin.

13. apr. 2007 : Svartur miðvikudagur í Mapútó

Miðvikudagurinn 22. mars 2007 verður ógleymanlegur íbúum Mósambík. Það var seinni part þess dags sem íbúar höfuðborgarinnar og nágrennis urðu að flýja vegna gríðarlegrar sprengingar í vopnabúri mósambíska hersins.

12. apr. 2007 : Ástand mannúðarmála í Írak versnar stöðugt

Alþjóða Rauði krossinn hefur sent frá sér skýrslu þar sem bent er á að ástand  mannúðarmála í Írak fari versnandi. Brýnt sé að grípa til aðgerða til verndar óbreyttum borgurum gegn síauknu ofbeldi.

4. apr. 2007 : Neyðaraðstoð Rauða krossins á Salómonseyjum

Alþjóða Rauði krossinn hefur sent út neyðarbeiðni að upphæð 60 milljónir króna til stuðnings Rauða krossins á Salómonseyjum sem aðstoðar þá sem lifðu af hamfarirnar þegar flóðbylgja skall á eyjarnar.

4. apr. 2007 : Aðstoð Rauða krossins í Ulaan Baatar í Mongolíu ómetanleg

Í útjaðri Ulaan Baatar, höfuðborg Mongolíu, hefur á undanförnum árum risið hverfi sem að mestu samanstendur af hefðbundnum hirðingjatjöldum sem kallat ger. Í hverfinu er ekkert rafmagn, ekkert rennandi vatn, og hreinlæti er ábótavant.

30. mar. 2007 : Átta mannúðarsamtök vekja athygli á þróunarsamvinnu sinni

Frjáls félagasamtök hér á landi taka þátt í þróunarsamvinnu víða um heim og starf þeirra á þessu sviði fer vaxandi. Almenningur og fyrirtæki styðja þróunarverkefnin en framlög frá stjórnvöldum eru tiltölulega lág. 

30. mar. 2007 : Flestir hælisleitendur koma frá Írak

Írakar sem flúið hafa frá stríðshrjáðu heimalandi sínu voru fjölmennastir í hópi hælisleitenda í iðnríkjum heimsins á síðasta ári, en ríkin eru 50 talsins.

23. mar. 2007 : Gríðarlegt mannfall af völdum sprenginga í Mósambík

Vopnabúr mósambíska hersins í Malhazine, einu af úthverfi Maputo, sprakk í loft upp seinni partinn í gær á sama tíma og fólk var á leið heim úr vinnu og skólum. Stóðu sprengingarnar yfir klukkustundum saman og af og til voru hrikalegar eldsprengingar og sprengjubrot þeyttust í allar áttir. Enn liggja leifar af sprengjum víða á svæðinu og ekki vitað hvort þær muni springa. Nú er talið að minnst 72 hafi látist og einhver hundruð slasast.

Tugir sjálfboðaliða Maputodeildar Rauða krossins fóru strax á vettvang og voru við störf langt fram undir morgun við að bera burtu látna og slasaða og aðstoða aðra. Lýsingar þeirra voru hroðalegar, eins og af vígvelli í miðri borg, líkamspartar á víð og dreif og börn og fullorðnir hlaupandi um í angist að leita að ættingjum.

22. mar. 2007 : Mannréttindasérfræðingur skorar á ríki að styðja sáttmála sem verndar farandverkamenn

Sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna í réttindum farandverkamanna hefur skorað á aðildarríki SÞ að staðfesta alþjóðlegan sáttmála sem leitast við að vernda tæplega 200 milljón farandverkamenn gegn harðræði.

21. mar. 2007 : Rauði krossinn aðstoðar 117 þúsund manns í Mósambík

Alþjóða Rauði krossinn hefur þrefaldað hjálparbeiðni sína til aðstoðar fórnarlamba fellibyls og flóða sem ollu miklum hamförum í Mósambík í síðasta mánuði. Nú er ljóst að þörf er á 20,6 milljónum svissneskra franka (1,1 milljarð íslenskra króna) svo hægt sé að aðstoða yfir 117 þúsund manns næstu sex mánuðina.

-Mósambík er ekki lengur í fréttum en margir hafa misst allt sitt og þurfa nauðsynlega á aðstoð að halda. Það tekur tíma að ná sér eftir slíkar hörmungar og þá erum við að tala um marga mánuði, segir Fernanda Teixeira framkvæmdastjóri Rauða krossins í Mósambík. -Yfir 160 þúsund manns hafa orðið fyrir barðinu á flóðunum á einhvern hátt og hafast enn við í neyðarskýlum. Rauði krossinn verður að aðstoða þá við að komast í húsnæði og koma aftur undir sig fótunum.

20. mar. 2007 : Mongólía í kulda og sól

Þór er sendifulltrúi Rauða krossins í Mongólíu og gegnir starfi yfirmanns Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans (IFRC).

7. mar. 2007 : Staðreyndir um stöðu kvenna vegna alnæmis

Frá Rauða krossi Íslands og UNIFEM á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, 8. mars 2007

6. mar. 2007 : Flóttamannastofnun gerir samning við Rauða kross Írlands um sameiningu flóttamannafjölskylda

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur gert samning við Rauða kross Írlands um samstarf við að sameina flóttamannafjölskyldur á Írlandi.

2. mar. 2007 : Heilbrigðisvandi í kjölfar fellibylsins Favio

Alþjóða Rauði krossinn hefur sent neyðarteymi lækna og hjúkrunarfræðinga til Mósambík til að styðja mósambíska Rauða krossinn við að aðstoða fórnarlömb fellibylsins Favio sem lagði í rúst fjögur héruð í suðurhluta landsins um miðjan febrúar. Um 140 þúsund manns urðu fyrir skaða af völdum fellibylsins. Rúmur helmingur þeirra er búsettur í héraðinu Vilanculos sem varð verst úti í hamförunum.  Þúsundir hektara af uppskeru eyðilögðust einnig í veðurofsanum og miklar skemmdir urðu á byggingum og samgönguæðum.

22. feb. 2007 : Fellibyljir ógna fórnarlömbum flóða í Mósambík - Rauði kross Íslands veitir 3 milljónir króna í neyðarhjálp

Rauði kross Íslands veitti í dag 3 milljónir íslenskra króna til neyðarbeiðni Alþjóða Rauða krossins vegna gífurlegra flóða í Mósambík. Neyðarbeiðnin hljóðar upp á 7,5 milljónir svissneskra franka (ríflega 400 milljónir króna) til að styðja við starf mósambíska Rauða krossins vegna hamfaranna.

Gríðarlegar rigningar undanfarnar vikur hafa orðið til þess að ár hafa flætt yfir bakka sína, þar á meðal Zambezi fljótið. Fellibylurinn Favio gekk á land í morgun í ferðamannahéraðinu Inhambane, en virðist ekki hafa ollið miklum usla enda Rauði krossinn með mikinn viðbúnað á þessum slóðum. Fellibyljir hafa oft valdið gífurlegu tjóni og mannskaða í Mósambík og er óttast að fleiri muni koma í kjölfar Favio. 

20. feb. 2007 : Á leið til hjálparstarfa í Búrúndí

Hrafnhildur Sverrisdóttir er á leið til Búrúndí til starfa á vegum Rauða krossins. Starf hennar felur í sér heimsóknir í fangelsi, leitarþjónustu og kynningu á alþjóða mannúðarlögum í samvinnu við Rauða krossinn í Búrúndí.

15. feb. 2007 : Alþjóða Rauði krossinn eflir hjálparstarfið í sunnanverðri Afríku

Alþjóða Rauði krossinn mun auka stuðning við landsfélög Rauða krossins í sunnanverðri Afríku, meðal annars með auknum fjárframlögum, til að bregðast við gríðarlegum flóðum á svæðinu síðan í byrjun janúar. Flóðin hafa leitt af sér að kólerutilfellum hefur fjölgað töluvert á sumum svæðum. Þau lönd sem verst hafa orðið úti eru Angóla, Mósambík og Sambía.

Sambía: Gríðarlegar rigningar hafa einnig skollið á nokkur landsvæði í Sambíu. Í norðurhluta landsins hafa 200 hús og kamrar hrunið í héruðunum Solwezi og Mpulungu og hafa menn miklar áhyggjur af slæmu hreinlæti í kjölfarið. Rauði kross Sambíu veitir neyðaraðstoð, meðal annars með klórtöflum, og fylgist er vel með útbreiðslu kóleru. Tilkynningar hafa borist um slík tilfelli í Sambíu frá því í október og síðustu vikuna hefur tilfellum fjölgað í höfuðborginni, Lusaka. Alls hafa 414 tilfelli verið skráð og 143 hafa látist.

14. feb. 2007 : Utanríkisráðuneytið styrkir starf Rauða krossins í Síerra Leóne

Utanríksráðherra hefur ákveðið að styrkja verkefni Rauða krossins vegna baráttunnar gegn barnahermennsku í Síerra Leóne um 10,6 m.kr. Framlagið rennur að hluta til byggingar endurhæfingarathvarfa þar sem börn og ungmenni fá bæði kennslu og sálræna aðstoð vegna afleiðinga borgarastyrjaldarinnar. Sérstök athvörf verða byggð fyrir ungar mæður þar sem þær fá aðstöðu fyrir börn sín meðan þær stunda nám.

Markmiðið með þessu verkefni er að hlúa að stríðshrjáðum börnum, veita þeim menntun, sálfræðiaðstoð og kennslu í iðngreinum til að gera þau betur í stakk búin til þess að takast á við eðlilegt líf.

11. feb. 2007 : Fræðsla um rétt viðbrögð varð móður til lífs

Rauði kross Íslands hefur valið Egil Vagn Sigurðsson sem Skyndihjálparmann ársins 2006 fyrir rétt viðbrögð á neyðarstundu. Egill Vagn tók við viðurkenningunni í dag kl. 13:20 við athöfn í Smáralind sem viðbragðsaðilar í björgun og almannavörnum standa að í tilefni af 112-deginum.

Egill Vagn sem er einungis 8 ára bjargaði lífi móður sinnar í júní í fyrra þegar hún hneig niður á heimili þeirra og missti meðvitund vegna bráðaofnæmis. Egill Vagn brást skjótt við og sótti adrenalínpenna í veski móður sinnar og sprautaði hana í handlegginn en hringdi síðan í neyðarlínuna 112 eftir hjálp. Hann fór svo eftir fyrirmælum neyðarvarðar þar til sjúkrabíll kom á staðinn.

8. feb. 2007 : Flóðin í Indónesíu

Miklar rigningar það sem af er febrúar hafa orsakað gríðarleg flóð í Jakarta, höfuðborg Indónesíu. Flóð eru algeng í Indónesíu á regntímanum en flóðin nú eru þau mestu í Jakarta í fimm ár. Slæmt holræsakerfi og erfið aðstaða til að hafa stjórn á flóðunum hafa gert ástandið verra. Veðurspár gera ráð fyrir áframhaldandi rigningum næstu vikuna, einkum þar sem mikið eru um hæðir, og því er búist við enn frekari flóðum. Mestar eru áhyggjurnar af fólki sem misst hefur heimili sín, vatnsmengun og útbreiðslu sjúkdóma á borð við niðurgang, blóðkreppusótt og dengue hitasótt.

Fólk hefur verið flutt á brott og stjórnvöld, samtök og aðrir hafa komið upp tímabundnu húsaskjóli, aðallega í moskum, skólum og opinberum stöðum.

7. feb. 2007 : Starf Rauða krossins síðan flóðbylgjan skall á löndin við Indlandshaf

Hinn níu stiga jarðskjálfti sem skók vesturströnd Súmötru sunnudagsmorguninn 26. desember 2004 kl. 7:59 að morgni að staðartíma (00:59 að íslenskum tíma) kom af stað gríðarlegum flóðbylgjum sem skullu á strandhéruðum landa sem liggja að Indlandshafi.

29. jan. 2007 : Alþjóðaráð Rauða krossins með öflugt starf á Vesturbakkanum og Gaza

Ísraelsmenn hafa síðustu vikuna herjað á norðurhluta Vesturbakkans með þeim afleiðingum að óbreyttir borgarar hafa fallið eða særst. Mannföll hafa orðið vegna vaxandi togstreitu vopnaðra sveita Hamas- og Fatah-samtakanna.

29. jan. 2007 : Alþjóða Rauði krossinn með skyndihjálparátak í Gíneu

 Rauði kross Gíneu hefur með stuðningi Alþjóða Rauða krossins hafið sérstakt átak í að veita fórnarlömbum ofbeldis í Gíneu skyndihjálp. Yfir 600 sjálfboðaliðar hafa verið fengnir í verkið í Conakry og um allt landið.

16. jan. 2007 : Rauði kristallinn bætist við sem verndartákn Rauða kross hreyfingarinnar

Alþjóðaráð Rauða krossins og Alþjóðasamband Rauði krossins og Rauða hálfmánans hafa lýst yfir ánægju með að þann 14. janúar tók gildi þriðja viðbótarbókunin við Genfarsamningana frá 1949.

11. jan. 2007 : Mjög gefandi starf

Helga Þórólfsdóttir er yfirmaður alþjóðastarfs Rauða krossins á Íslandi og er menntaður friðarfræðingur. Hún segir að menntunin nýtist henni vel í starfinu. Viðtal við Helgu birtist í fréttblaðinu þann 7. janúar 2007.