29. jan. 2007 : Alþjóðaráð Rauða krossins með öflugt starf á Vesturbakkanum og Gaza

Ísraelsmenn hafa síðustu vikuna herjað á norðurhluta Vesturbakkans með þeim afleiðingum að óbreyttir borgarar hafa fallið eða særst. Mannföll hafa orðið vegna vaxandi togstreitu vopnaðra sveita Hamas- og Fatah-samtakanna.

29. jan. 2007 : Alþjóða Rauði krossinn með skyndihjálparátak í Gíneu

 Rauði kross Gíneu hefur með stuðningi Alþjóða Rauða krossins hafið sérstakt átak í að veita fórnarlömbum ofbeldis í Gíneu skyndihjálp. Yfir 600 sjálfboðaliðar hafa verið fengnir í verkið í Conakry og um allt landið.

16. jan. 2007 : Rauði kristallinn bætist við sem verndartákn Rauða kross hreyfingarinnar

Alþjóðaráð Rauða krossins og Alþjóðasamband Rauði krossins og Rauða hálfmánans hafa lýst yfir ánægju með að þann 14. janúar tók gildi þriðja viðbótarbókunin við Genfarsamningana frá 1949.

11. jan. 2007 : Mjög gefandi starf

Helga Þórólfsdóttir er yfirmaður alþjóðastarfs Rauða krossins á Íslandi og er menntaður friðarfræðingur. Hún segir að menntunin nýtist henni vel í starfinu. Viðtal við Helgu birtist í fréttblaðinu þann 7. janúar 2007.

10. jan. 2007 : Flóttamannastofnun SÞ: Írakar sem flýja land verði viðurkenndir sem flóttamenn

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur ítrekað beiðni sína til allra landa um að viðurkenna þá sem nú flýja frá Mið- og Suður-Írak sem flóttamenn samkvæmt flóttamannasamningnum frá 1951. Í þessum landshluta er bæði mikið um ofbeldi og mannréttindabrot.

2. jan. 2007 : Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna fagnar stuðningi Norðurlanda og Eystrasaltsríkjanna

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) lýsir yfir ánægju sinni og þakklæti í garð ríkisstjórna og almennings á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjunum vegna stuðnings við störf Flóttamannastofnunar í þágu flóttamanna í heiminum.

„Við erum mjög þakklát fyrir langvarandi pólitískan stuðning frá Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjunum,“ segir António Guterres yfirmaður Flóttamannastofnunar.