30. mar. 2007 : Átta mannúðarsamtök vekja athygli á þróunarsamvinnu sinni

Frjáls félagasamtök hér á landi taka þátt í þróunarsamvinnu víða um heim og starf þeirra á þessu sviði fer vaxandi. Almenningur og fyrirtæki styðja þróunarverkefnin en framlög frá stjórnvöldum eru tiltölulega lág. 

30. mar. 2007 : Flestir hælisleitendur koma frá Írak

Írakar sem flúið hafa frá stríðshrjáðu heimalandi sínu voru fjölmennastir í hópi hælisleitenda í iðnríkjum heimsins á síðasta ári, en ríkin eru 50 talsins.

23. mar. 2007 : Gríðarlegt mannfall af völdum sprenginga í Mósambík

Vopnabúr mósambíska hersins í Malhazine, einu af úthverfi Maputo, sprakk í loft upp seinni partinn í gær á sama tíma og fólk var á leið heim úr vinnu og skólum. Stóðu sprengingarnar yfir klukkustundum saman og af og til voru hrikalegar eldsprengingar og sprengjubrot þeyttust í allar áttir. Enn liggja leifar af sprengjum víða á svæðinu og ekki vitað hvort þær muni springa. Nú er talið að minnst 72 hafi látist og einhver hundruð slasast.

Tugir sjálfboðaliða Maputodeildar Rauða krossins fóru strax á vettvang og voru við störf langt fram undir morgun við að bera burtu látna og slasaða og aðstoða aðra. Lýsingar þeirra voru hroðalegar, eins og af vígvelli í miðri borg, líkamspartar á víð og dreif og börn og fullorðnir hlaupandi um í angist að leita að ættingjum.

22. mar. 2007 : Mannréttindasérfræðingur skorar á ríki að styðja sáttmála sem verndar farandverkamenn

Sérfræðingur Sameinuðu þjóðanna í réttindum farandverkamanna hefur skorað á aðildarríki SÞ að staðfesta alþjóðlegan sáttmála sem leitast við að vernda tæplega 200 milljón farandverkamenn gegn harðræði.

21. mar. 2007 : Rauði krossinn aðstoðar 117 þúsund manns í Mósambík

Alþjóða Rauði krossinn hefur þrefaldað hjálparbeiðni sína til aðstoðar fórnarlamba fellibyls og flóða sem ollu miklum hamförum í Mósambík í síðasta mánuði. Nú er ljóst að þörf er á 20,6 milljónum svissneskra franka (1,1 milljarð íslenskra króna) svo hægt sé að aðstoða yfir 117 þúsund manns næstu sex mánuðina.

-Mósambík er ekki lengur í fréttum en margir hafa misst allt sitt og þurfa nauðsynlega á aðstoð að halda. Það tekur tíma að ná sér eftir slíkar hörmungar og þá erum við að tala um marga mánuði, segir Fernanda Teixeira framkvæmdastjóri Rauða krossins í Mósambík. -Yfir 160 þúsund manns hafa orðið fyrir barðinu á flóðunum á einhvern hátt og hafast enn við í neyðarskýlum. Rauði krossinn verður að aðstoða þá við að komast í húsnæði og koma aftur undir sig fótunum.

20. mar. 2007 : Mongólía í kulda og sól

Þór er sendifulltrúi Rauða krossins í Mongólíu og gegnir starfi yfirmanns Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans (IFRC).

7. mar. 2007 : Staðreyndir um stöðu kvenna vegna alnæmis

Frá Rauða krossi Íslands og UNIFEM á alþjóðlegum baráttudegi kvenna, 8. mars 2007

6. mar. 2007 : Flóttamannastofnun gerir samning við Rauða kross Írlands um sameiningu flóttamannafjölskylda

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur gert samning við Rauða kross Írlands um samstarf við að sameina flóttamannafjölskyldur á Írlandi.

2. mar. 2007 : Heilbrigðisvandi í kjölfar fellibylsins Favio

Alþjóða Rauði krossinn hefur sent neyðarteymi lækna og hjúkrunarfræðinga til Mósambík til að styðja mósambíska Rauða krossinn við að aðstoða fórnarlömb fellibylsins Favio sem lagði í rúst fjögur héruð í suðurhluta landsins um miðjan febrúar. Um 140 þúsund manns urðu fyrir skaða af völdum fellibylsins. Rúmur helmingur þeirra er búsettur í héraðinu Vilanculos sem varð verst úti í hamförunum.  Þúsundir hektara af uppskeru eyðilögðust einnig í veðurofsanum og miklar skemmdir urðu á byggingum og samgönguæðum.