30. apr. 2007 : Hólmfríður Garðarsdóttir sendifulltrúi tekur þátt í uppbyggingarstarfinu eftir hamfarirnar í Mósambík

Hólmfríður Garðarsdóttir hjúkrunarfræðingur og ljósmóðir heldur til starfa sem sendifulltrúi Rauða krossins í Mósambík 2. maí. Hólmfríður mun næstu sex mánuði hafa yfirumsjón með og starfa að samhæfingu verkefna á sviði lýðheilsu og heilsugæslu á vegum Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans (IFRC) vegna neyðarástands sem skapaðist í kjölfar flóða og fellibylja í landinu í febrúar síðastliðinn. Starfið er þáttur í uppbyggingarstarfi í framhaldi af neyðaraðstoð sem veitt var strax eftir hamfarirnar.

Hólmfríður mun starfa með landsfélagi Rauða krossins í Mósambík í náinni samvinnu við þarlend heilbrigðisyfirvöld að skipulagningu verkefna á sviði heilsugæslu, skyndihjálpar og neyðarviðbragða. Nína Helgadóttir verkefnisstjóri Rauða kross Íslands í sunnanverðri Afríku, sem er með aðsetur í Mósambík, hefur einnig tekið þátt í samhæfingu hjálparstarfsins. Rauði kross Íslands hefur lagt þrjár milljónir króna til viðbótar við þriggja milljóna króna framlag ríkisstjórnar Íslands til að styðja við starf mósambíska Rauða krossins vegna hamfaranna.

24. apr. 2007 : Alþjóðlegt hjálparstarf Rauða krossins

Grein skrifuð fyirr blað nýstúdenta í Verslunarskóla Íslands og birtist í apríl.

18. apr. 2007 : Alþjóða Rauði krossinn aðstoðar 500,000 Íraka í Sýrlandi og Jórdaníu

Alþjóða Rauði krossinn mun veita um 500,000 Írökum sem flúið hafa til Sýrlands og Jórdaníu nauðsynlega heilbrigðisþjónustu og nauðþurftir næstu 12 mánuði. Rauði krossinn hefur sent út neyðarbeiðni fyrir um 18,2 milljónir svissneskra franka (tæplega einn milljarð króna) til að aðstoða 100 þúsundum íraskar fjölskyldur (60 þúsund í Sýrlandi og 40 þúsund í Jórdaníu).

Fjármunirnir munu hjálpa Rauða hálfmánanum í Sýrlandi og Jórdaníu að veita flóttamönnunum margvíslega aðstoð fyrir utan heilbrigðisþjónustu svo sem mat, búsáhöld, dýnur, rúmföt og hreinlætisvörur, og einnig skólavörur fyrir börnin.

13. apr. 2007 : Svartur miðvikudagur í Mapútó

Miðvikudagurinn 22. mars 2007 verður ógleymanlegur íbúum Mósambík. Það var seinni part þess dags sem íbúar höfuðborgarinnar og nágrennis urðu að flýja vegna gríðarlegrar sprengingar í vopnabúri mósambíska hersins.

12. apr. 2007 : Ástand mannúðarmála í Írak versnar stöðugt

Alþjóða Rauði krossinn hefur sent frá sér skýrslu þar sem bent er á að ástand  mannúðarmála í Írak fari versnandi. Brýnt sé að grípa til aðgerða til verndar óbreyttum borgurum gegn síauknu ofbeldi.

4. apr. 2007 : Neyðaraðstoð Rauða krossins á Salómonseyjum

Alþjóða Rauði krossinn hefur sent út neyðarbeiðni að upphæð 60 milljónir króna til stuðnings Rauða krossins á Salómonseyjum sem aðstoðar þá sem lifðu af hamfarirnar þegar flóðbylgja skall á eyjarnar.

4. apr. 2007 : Aðstoð Rauða krossins í Ulaan Baatar í Mongolíu ómetanleg

Í útjaðri Ulaan Baatar, höfuðborg Mongolíu, hefur á undanförnum árum risið hverfi sem að mestu samanstendur af hefðbundnum hirðingjatjöldum sem kallat ger. Í hverfinu er ekkert rafmagn, ekkert rennandi vatn, og hreinlæti er ábótavant.