26. maí 2007 : Rauði krossinn skuldbindur sig til að styrkja innflytjendur í Evrópu

Landsfélög Rauða krossins og Rauða hálfmánans  í Evrópu  hafa undirritað skuldbundingar um að styðja innflytjendur í álfunni í því skyni að stuðla að því að þeir njóti jafnréttis á við aðra og jafnra tækifæra í samfélaginu. Þetta var gert á

Evrópuráðstefnu Rauða krossins og Rauða hálfmánans um alþjóðlega fólksflutninga, en henni lauk í Istanbúl í gær.
Í skuldbindingunum felst meðal annars yfirlýsing um að félög Rauða krossins og Rauða hálfmánans muni vinna gegn kynþáttafordómum, útlendingahatri, mismunun og skorti á umburðarlyndi og leggja áherslu á skilning og virðingu í garð innflytjenda. Styrkja beri innflytjendur og hvetja á stjórnvöld, atvinnulíf og almenning til að berjast gegn einangrun, mismunun og útilokun fólks vegna uppruna þess.

25. maí 2007 : Ógnarástandið í Írak versnar stöðugt

Béatrice Mégevand-Roggo yfirmaður aðgerða Alþjóðaráðs Rauða krossins í Miðausturlöndum segir uggvænlegt hversu ástandið í Írak versni með degi hverjum.  Alþjóða Rauða krossinn hefur sent út neyðarbeiðni um aukið fjármagn til að mæta þörfum írösku þjóðarinnar.

23. maí 2007 : Alþjóða Rauði krossinn skorar á stríðandi aðila að fara að mannúðarlögum í Líbanon

Alþjóða Rauði krossinn lýsir áhyggjum af ofbeldisverkum í Líbanon. Félagið skorar á alla sem taka þátt í bardögunum að fara að alþjóðlegum mannúðarlögum og gæta þess sérstaklega að óbreyttir borgarar sem ekki taka beinan þátt í þessum átökum verði verndaðir gegn árásum.

Læknalið og starfsmenn mannúðarsamtaka verða að fá að vinna sína vinnu og fá óhindraðan aðgang að þeim sem særast. Hlífa skal læknaliði, ökutækjum þeirra og aðstöðu við afleiðingum ofbeldisins.

23. maí 2007 : Alþjóða Rauði krossinn skorar á stríðandi aðila að fara að mannúðarlögum í Líbanon

Alþjóða Rauði krossinn lýsir áhyggjum af ofbeldisverkum í Líbanon. Félagið skorar á alla sem taka þátt í bardögunum að fara að alþjóðlegum mannúðarlögum og gæta þess sérstaklega að óbreyttir borgarar sem ekki taka beinan þátt í þessum átökum verði verndaðir gegn árásum.

Læknalið og starfsmenn mannúðarsamtaka verða að fá að vinna sína vinnu og fá óhindraðan aðgang að þeim sem særast. Hlífa skal læknaliði, ökutækjum þeirra og aðstöðu við afleiðingum ofbeldisins.

21. maí 2007 : Evrópuráðstefna um alþjóðlega fólksflutninga og rétt til heilbrigðisþjónustu

Fólksflutningar og óviðunandi aðgangur að heilbrigðisþjónustu eru stærstu vandamálin sem evrópskar þjóðir standa frammi fyrir, samkvæmt yfirlýsingu sem Alþjóða Rauða krossinn sendi frá sér í gær. Fulltrúar frá yfir 50 Rauða kross félögum sitja nú fjögurra daga ráðstefnu í Istanbúl í Tyrklandi til að ræða hvernig best megi mæta þörfum fólks sem dvelst ólöglega í Evrópu og þeirra sem eru útilokaðir frá heilbrgiðisþjónustu  vegna ýmissa reglna sem mismuna fólki vegna uppruna.

Ómar H. Kristmundsson formaður, Pálin Dögg Helgadóttir stjórnarmaður, Ingibjörg Halldórsdóttir fyrir hönd ungliðahreyfingarinnar, Kristján Sturluson framkvæmdastjóri og Helga G. Halldórsdóttir sviðsstjóri innanlandssviðs eru fulltrúar Rauða kross Íslands á fundinum.

„Það er mikilvægt að við gerum meira til að innflytjendur fái nauðsynlega aðstoð, óháð lagalegri stöðu þeirra, til að vernda réttindi þeirra og heilsu og finna fullnægjandi lausnir á vanda þeirra,” sagði Juan Manuel Suárez del Toro formaður Alþjóða Rauða krossins. „Milljónir manna sem yfirgefa heimaland sitt í leit að betra lífi hætta oft lífi sínu og verða fórnarlömb misnotkunar, vændis og mansals.

14. maí 2007 : Að haga sér í samræmi við aðstæður

Öryggis- og streitustjórnunarnámskeið var haldið fyrir Veraldarvakt Rauða krossins í Bláfjöllum helgina 4. - 6. maí. 19 þátttakendur sóttu námskeiðið en markmið þess var að undirbúa sendifulltrúa fyrir störf á vettvangi.

14. maí 2007 : Sjálfboðaliðar aðstoða þá sem eiga um sárt að binda vegna sprenginga í Mapútó

Í Malhazine-hverfinu í Mapútó ríkir örvænting og sorg. Þann 22. mars barst fjöldi sprengna á úthverfi Maputo frá vopnabúri mósambíska hersins með þeim afleiðingum að yfir 100 féllu og 500 slösuðust.