29. jún. 2007 : Alþjóðaráð Rauða krossins fordæmir víðtæk og endurtekin brot á alþjóðlegum mannúðarlögum í Myanmar (Búrma)

Forseti Alþjóðaráðs Rauða krossins (ICRC), Jakob Kellenberger, hefur fordæmt þau brot á alþjóðlegum mannúðarlögum sem ríkisstjórn Myanmar hefur framið gagnvart óbreyttum borgurum og föngum.

26. jún. 2007 : Umfangsmesta hjálparstarf Alþjóðaráðs Rauða krossins er í Súdan

Átökin í Darfur héraði í Vestur Súdan halda áfram, og er hjálparstarf Alþjóðaráðs Rauða krossins í Súdan það umfangsmesta í heiminum. Starfið er unnið í samstarfi við súdanska Rauða hálfmánann og aðra samstarfsaðila Rauða kross hreyfingarinnar.

15. jún. 2007 : Mikil spenna ríkir enn á Gaza

Undanfarna daga hafa geisað harðir bardagar víða um Gaza-ströndina.

13. jún. 2007 : Öryggi almennings versnar stöðugt í Afganistan

Alþjóða Rauði krossinn segir ástandið í Afganistan miklu verra nú en það var fyrir ári síðan og að óbreyttum borgurum standi mest ógn af átökunum.

8. jún. 2007 : Alþjóðleg mannúðarlög brotin á degi hverjum

Þrjátíu ár eru liðin frá því að viðbótarbókanir um bætta réttarstöðu óbreyttra borgara í ófriði voru gerðar við Genfarsamningana fjóra sem kveða á um vernd í stríði. Enda þótt Genfarsamningarnir hafi átt sinn þátt í að bjarga ótal mannslífum veittu þeir ekki næga vernd fyrir fórnarlömb þeirra átaka sem blossað hafa upp á síðustu áratugum. Þann 8. júní 1977 voru því gerðar viðbótarbókanir sem gilda einkum um borgarastyrjaldir og innanlandsófrið og taka tillit til nýjunga á sviði vopnabúnaðar.

Genfarsamningarnir mörkuðu upphaf reglna um alþjóðlegan mannúðarrétt eins og við þekkjum hann nú á tímum. Lykilatriðin í samningunum eru virðing og vernd gagnvart þeim sem ekki taka beinan þátt í stríðsátökum. Fyrsti samningurinn var gerður árið 1864 og sá síðasti árið 1949 og voru hinir þrír þá einnig endurskoðaðir.

7. jún. 2007 : Við öðlumst þekkingu og færni sem nýtist líka þegar við förum út í samfélagið aftur

Rauði krossinn fræðir fanga í Mongólíu um alnæmi og önnur heilbrigðismál ásamt því að aðstoða þá við að aðlagast lífinu utan fangelsisveggjanna eftir afplánun refsingar.

5. jún. 2007 : Rauði krossinn skorar á stríðandi fylkingar í Líbanon að hlífa óbreyttum borgurum

Alþjóða Rauði krossinn skorar á alla aðila að átökunum í Nahr el-Bared flóttamannabúðunum í norður Líbanon að hlífa óbreyttum borgurum og borgaralegum mannvirkjum í kjölfar síendurtekinna árása þar. Samkvæmt upplýsingum starfsmanna Rauða krossins og Rauða hálfmánans á staðnum eru þúsundir óbreyttra borgara enn í flóttamannabúðunum.

Tryggja verður heilbrigðisstarfsfólki og starfsmönnum mannúðarsamtaka frið til að sinna verkum sínum og að þau hafi greiðan aðgang að fólki sem hefur særst í átökunum.  Samkvæmt alþjóðlegum mannúðarlögum er með öllu óheimilt að ráðast á heilbrigðisstarfsfólk, sjúkraflutningamenn, sjúkrabíla og heilbrigðisstofnanir.

4. jún. 2007 : Rauði krossinn fordæmir morð á tveimur starfsmönnum Rauða krossins í Sri Lanka

Alþjóðahreyfing Rauða krossins og Rauða hálfmánans fordæmir brottnám og morð á tveimur starfsmönnum Rauða krossins í Sri Lanka þann 1. júní..