30. ágú. 2007 : Afganistan: Alþjóða Rauði krossinn hefur milligöngu um lausn tólf suður-kóreskra gísla

Alþjóða Rauði krossinn hafði í gær milligöngu um lausn tólf suður-kóreskra gísla úr haldi mannræningja í Afganistan. Þær tíu konur og tveir karlar sem um ræðir höfðu verið í haldi vopnaðra uppreisnarmanna í Ghazni héraði í meira en sex vikur. Vonast er til að sjö kóreskir gíslar sem enn eru í haldi mannræningjanna verði látnir lausir seinna í dag.

Starfsmenn Alþjóðaráðs Rauða krossins komu þeim í hendur suður-kóreskrar sendinefndar í bænum Ghazni. Rauði krossinn var ekki í aðstöðu til að láta fram fara ítarlega læknisskoðun en gíslarnir virtust vera við góða heilsu. Uppreisnarmenn sögðu starfsmönnum Alþjóða Rauða krossins að þeir sjö kóresku gíslar sem eftir væru yrðu leystir úr haldi fljótlega.

Alþjóða Rauði krossinn hafði milligöngu um lausn gíslanna í krafti hlutleysis samtakanna og óhlutdrægni, og var það að beiðni bæði gíslatökumanna og suður-kóresku sendinefndarinnar. Alþjóða Rauði krossinn hafði einnig milligöngu um beinar viðræður milli beggja aðila í höfuðstöðvum Ghazni deildar Afganska Rauða hálfmánans.

30. ágú. 2007 : Bæta þarf stöðu kvenna og draga úr fátækt svo að árangur náist í baráttunni gegn alnæmi

Mukesh Kapila, sem stýrir alþjóðlegu átaki Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans gegn alnæmisvandanum, greindi nýlega frá nýjum leiðum til að takast á við útbreiðslu alnæmis.

28. ágú. 2007 : Forseti Alþjóðaráðs Rauða krossins heimsækir Kólumbíu

Forseti Alþjóðaráðs Rauða krossins, Jakob Kellenberger, hóf í gær þriggja daga heimsókn til höfuðborgar Kólumbíu til að kynna sér aðstæður í landinu. Hann mun ræða við forseta landsins, Alvaro Uribe Vélez, utanríkisráðherra Kólumbíu, Fernando Araújo Perdomo, og varnarmálaráðherrann Juan Manual Santos Calderón.

Viðræðurnar munu að öllum líkindum snúast að mestu um starfsemi Alþjóðaráðs Rauða krossins í Kólumbíu og mannúðarmálefni, svo sem fjölda flóttamanna innan landamæra Kólumbíu og alþjóðleg mannúðarlög sem gilda í þeim innanlandsófriði sem hefur geysað í Kólumbíu í meira en fjóra áratugi.

17. ágú. 2007 : Neyðaraðstoð Rauða krossins í fullum gangi í Perú

Alþjóða Rauði krossinn hefur sent frá sér neyðarbeiðni vegna aðstoðar við fórnarlömb jarðskjálftans sem skók suðurhluta Perú fyrir rúmum sólarhring. Neyðarbeiðnin hljóðar upp á 92 milljónir íslenskra króna.

9. ágú. 2007 : Viðamikið hjálparstarf vegna flóðanna í Pakistan

Enn stendur yfir hjálparstarf vegna flóðanna sem urðu í Pakistan fyrr í sumar. Miklar rigningar, hiti og flóð hafa valdið því að íbúar í héruðunum Baluchistan og Sindh búa nú við skelfilegar aðstæður. Í kjölfar flóðanna sendi Alþjóða Rauði krossinn nokkur neyðarteymi til að veita fórnarlömbum flóðanna í Pakistan nauðsynlega heilbrigðisþjónustu og sjá þeim fyrir hreinu vatni. Sólveig Þorvaldsdóttir sendifulltrúi Rauða krossins, fór utan í byrjun júlí sem meðlimur í níu manna vettvangsteymi til að meta aðstæður og koma hjálparstarfinu af stað. Hún segir að aðkoman hafi verið mjög slæm.

Bláfátækar bændafjölskyldur misstu heimili sín og lífsviðurværi þegar flóðgarðar brustu og veituskurðir flæddu yfir bakka sína vegna óvenjumikillar úrkomu. Sumum var búið að koma fyrir í neyðarskýlum, s.s. í skólum, við alltof þröngan kost og ömurlega hreinlætisaðstæður. Aðrir leituðu hælis á vegum eða flóðgörðum sem stóðu enn upp úr flóðinu, og enn aðrir innlyksa í þorpum sínum og gátu sér enga björg veitt."

8. ágú. 2007 : Alþjóðaráð Rauða krossins og störf þess í þágu flóttamanna

Alþjóðahreyfing Rauða krossins og Rauða hálfmánans hefur aðstoðað flóttamenn og aðra sem neyðast til að yfirgefa heimili sín síðan á ofanverði 19. öld.

1. ágú. 2007 : Sýnir að alþjóðasamfélagið er meðvitað

Viðtal við Mohammed Al-Hadid, forseti Rauða hálfmánans í Jórdaníu í tilefni heimsóknar Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur utanríkisráðherra á Ashrafiehspítala samtakanna í Amman. Greinin, eftir Þórð Snæ Júlíusson, birtist í Blaðinu 26. júlí.