28. sep. 2007 : Litháen hefur tekið við hælisleitendum í tíu ár

Í þessum mánuði eru liðin tíu ár síðan Litháen hóf að veita hælisleitendum viðtöku og vernd. Í september árið 1997 fékk fyrsti flóttamaðurinn hæli í Litháen á grundvelli flóttamannasamnings Sameinuðu þjóðanna frá 1951.

 

26. sep. 2007 : Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna fagnar átaki félagasamtaka á Norðurlöndum

Tuttugu félagasamtök á Norðurlöndum standa fyrir átakinu „Keep Them Safe“ eða „Veitum þeim öryggi" sem miðar af því að styrkja og bæta vernd í löndunum fimm fyrir þá einstaklinga sem sótt hafa um hæli eftir að hafa neyðst til að flýja heimalönd sín vegna ofbeldis og alvarlegra mannréttindabrota.

„Norðurlöndin eru á margan hátt öðrum ríkjum til fyrirmyndar og hafa reynst Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna drjúgur stuðningur í málefnum flóttamanna," segir Hans ten Feld yfirmaður svæðisskrifstofu Flóttamannastofnunar fyrir Norðurlönd og Eystrasaltsríkin. „Sem stendur er hins vegar það kerfi sem alþjóðleg vernd byggir á ekki alltaf vel til þess fallið að tryggja fólki vernd sem flýr almennt og útbreitt ofbeldi í heimalöndum sínum. Ekki einu sinni á Norðurlöndum, þrátt fyrir að jákvæð þróun hafi orðið í þá átt í sumum Norðurlandanna."

25. sep. 2007 : Rauði krossinn endurhæfir barnahermenn í Síerra Leone

Rauði krossinn í Síerra Leone rekur fimm skóla þar í landi þar sem börn sem tóku þátt í borgarastyrjöldinni fá endurhæfingu til að takast á við daglegt líf að nýju, en mörg þeirra voru barnahermenn. Borgarastyrjöldin sem ríkti í landinu kom á margan hátt í veg fyrir eðlilegan þroska þeirra á líkama og sál, og flest hafa misst fjölmörg ár úr skóla.

Um 2,500 börn undir 18 ára aldri hafa fengið aðstoð frá Rauða krossinum. Í skólunum fimm stunda börnin almennt bóknám og einnig ýmiss konar iðnnám. Fyrir mörg þeirra er þetta fyrsta og eina tækifærið til að læra að lesa og skrifa. Að auki býðst þeim að læra ýmsar iðngreinar, t.d. húsa- eða húsgagnasmíði, bakstur, saumaskap, sápugerð, hárgreiðslu og landbúnað. Þau fá einnig fræðslu um alnæmi og getnaðarvarnir.

18. sep. 2007 : Ríkisstjórn Íslands veitir fé til aðstoðar Írökum

Utanríkisráðuneytið hefur veitt Rauða krossinum sjö milljónir króna til hjálpar óbreyttum borgurum í Írak.

Fjármagnið mun renna til viðbótarbeiðni Alþjóða Rauða krossins um fjárstuðning til að hægt sé að sinna brýnustu þörfum fórnarlamba átakanna í landinu. Alþjóðabeiðnin hljóðaði upp á rúmlega 5 milljarða íslenskra króna (75 milljónir dollara) til viðbótar 1,8 milljörðum króna beiðni frá því í vor. Heildarfjármagn sem Alþjóða Rauði krossinn hyggst verja til verkefna í Íraks verður þá orðið um 10 milljarðar króna. Viðbótarfjármagnið rennur einkum til aðstoðar aldraðra, fatlaðra og munaðarlausra barna.

Óbreyttir borgarar í Írak búa við linnulaust ofbeldi og óöryggi. Mannfall eykst, fleiri eru á flótta, lífsviðurværi skortir og aðgangur að grunnþjónustu er mjög takmarkaður. Alþjóða Rauði krossinn er í nánu samstarfi við íraska Rauða hálfmánann. Samkvæmt upplýsingum frá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hafa ríflega fjórar milljónir Íraka flúið heimili sín vegna átaka í landinu undanfarin ár, u.þ.b. tvær milljónir eru á vergangi innan Íraks og tvær milljónir hafa farið úr landi.

18. sep. 2007 : Stuðningur við alnæmissjúka í sunnanverðri Afríku - 2006

Um 10% af þeim 127 milljónum, sem búa í sunnaverðri Afríku, eru smituð af alnæmi. Um 4,6 milljónir barna í þessum löndum eru munaðarlaus vegna sjúkdómsins.

 

 

18. sep. 2007 : Stuðningur við alnæmissjúka í sunnanverðri Afríku - 2006

Um 10% af þeim 127 milljónum, sem búa í sunnaverðri Afríku, eru smituð af alnæmi. Um 4,6 milljónir barna í þessum löndum eru munaðarlaus vegna sjúkdómsins.

 

 

17. sep. 2007 : Rauði kross Íslands styður hjálparstarf vegna fellibylsins Felixar

Rauði kross Íslands hefur brugðist við neyðarbeiðni Alþjóða Rauða krossins með fjögurra milljóna króna framlagi úr hjálparsjóði félagsins. Neyðarbeiðnin hjlóðaði upp á 53 milljónir íslenskra króna. Fjármunirnir verða notaðir til að hjálpa þeim sem verst urðu úti þegar fellibylurinn Felix reið yfir Mið-Ameríku að morgni 3. september. Hann mældist 5. stigs fellibylur sem er efsta stig á mælikvarða um styrk slíkra fárviðra.

Felix olli mikilli eyðileggingu bæði í Hondúras og Níkvaragva en miklar rigningar fylgdu einnig í kjölfar hans í Gvatemala og Belize. Í Hondúras þurftu um 24.000 manns að yfirgefa heimili sín og að minnsta kosti 3.900 fjölskyldur urðu fyrir tjóni. Í Níkvaragva þar sem fellibylurinn olli mestum usla létu að minnsta kosti sjö manns lífið en 11 slösuðust. Einnig þurftu 35.000 manns að flýja heimili sín þar í landi og alls er vitað um að meira en 5.000 hús hafi eyðilagst í hamförunum.

14. sep. 2007 : Rauði krossinn í Indónesíu aðstoðar fórnarlömb jarðskjálfta

Jarðkjálftahrinan í Indónesíu sem hófst miðvikudaginn 12. september heldur áfram. Bengkulu and Padang sem eru á vesturhluta eyjunnar Súmötru hafa orðið harðast úti í skjálftunum.

Indónesíski Rauði krossinn hefur sett upp færanlegt sjúkrahús á vettvangi og fjögur neyðarsjúkraskýli. Sjúkraflutningamenn Rauða krossins sjá um að flytja sjúka og særða. Rauði krossinn hefur einnig sent hjálpargögn úr neyðarvarnarbirgðum landsfélagsins til að koma þeim sem misst hafa heimili sín sem fyrst í skjól. Þá hafa um 1.500 kassar af hreinlætisvörum verið dreift á jarðskjálftasvæðin og einnig búsáhöld fyrir um 150 fjölskyldur.

 

„Sjálfboðaliðar Rauða krossins í Indónesíu bruðguðst mjög skjótt við og hófu aðstoð strax eftir að fyrstu skjálftarnir fundust. Þar byggir Rauði krossinn á þeirri miklu reynslu sem hefur áunnist í aðgerðum og uppbyggingu eftir eyðilegginguna og manntjónið sem varð í jarðskjálftunum og flóðbylgjunni miklu um jólin árið 2004," sagði Fiona Ching, verkefnisstjóri neyðarvarna hjá Alþjóða Rauða krossinum í Indónesíu. 

13. sep. 2007 : Blóðgjöf og heyöflun helstu áhersluverkefni í Mongólíu

Mongólía er víðfemt og strjálbýlt land sem liggur milli Rússlands í norðri og Kína í suðri. Landið er sjöunda stærsta land heims eða um 1.56 milljón ferkílómetrar. Íbúar þess eru um 2,5 milljónir.

11. sep. 2007 : Starfsmenn Rauða kross Íslands í Afganistan og með stríðshrjáðum Afgönum í Pakistan 1986 - 2005

Frá árinu 1989 þegar fyrsti sendifulltrúi Rauða kross Íslands hélt til starfa í Afganistan hefur félagið sent þangað 16 hjálparstarfsmenn í 18 starfsferðir alls.

10. sep. 2007 : Leiðbeiningarskjal Flóttamannastofnunar um hvernig beri að meta þörf einstaklinga frá Írak á alþjóðlegri vernd

Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna hefur gefið út leiðbeiningarskjal um hvernig eigi að meta þörf hælisleitenda frá Írak á alþjóðlegri vernd.

10. sep. 2007 : Rauði krossinn tryggir íbúum í Darfur héraði öruggari lífsafkomu

Alþjóða Rauði krossinn hefur sett á fót verkefni þar sem bólusett verða alls 80.000 húsdýr í nágrenni Kmumga og Saga sem er á svæði sem nefnist Kabkabiya og er hluti af Darfur héraði í Súdan.

Rauði krossinn hefur á að skipa fólki með þekkingu á sviði dýralækninga og vinnur í samvinnu við Landbúnaðaryfirvöld í Norður-Darfur. Dýrin verða bólusett við miltisbrandi og fjársjúkdómum en það eru algengustu dýrasjúkdómarnir á þessu svæði. 10.000 húsdýr hafa þegar verið bólusett á undanförnum tveimur vikum en áætlað er að verkefninu ljúki í október.

Bólusetningarnar eru aðeins eitt af mörgum verkefnum sem Rauði krossinn sinnir í Darfur héraði. Á fyrstu sex mánuðum ársins dreifði Alþjóða Rauði krossinn matvælum og öðrum nauðsynjum til 120.000 flóttamanna sem flúið hafa frá öðrum svæðum landsins og búa nú í Gereida flóttamannabúðunum í Suður-Darfur. Um það bil tveir þriðju þessara flóttamanna eru börn.

6. sep. 2007 : Neyðarvarnir Rauða krossins afstýra manntjóni í Puerto Cabezas í Nikaragúa

Alþjóða Rauði krossinn hefur sent út neyðarbeiðni að upphæð 825,000 bandaríkjadollara (rúmlega fimmtíu og þrjár milljónir króna) til aðstoðar fórnarlömbum í Mið-Ameríku sem urðu fyrir barðinu á fellibylnum Felix sem gekk yfir á þriðjudag. Rauði krossinn mun dreifa hjálpargögnum, svo sem tjöldum, moskítónetum, teppum, fötum, rúmfötum og öðrum nauðsynjum, til 23.000 manns.

Landsfélög Rauða krossins fluttu tugþúsundir manna frá heimilum sínum áður en fellibylurinn reið yfir og tókst með neyðarvarnaraðgerðum sínum að koma í veg fyrir stórfelldan mannskaða á borð við þann þegar fellibylurinn Mitch reið yfir svæðið árið 1998. 

5. sep. 2007 : Alþjóða Rauði krossinn fylgist með landamærum á Sri Lanka

Hlutar af Sri Lanka hafa lengi verið í höndum uppreisnarhreyfingar Tamila sem eru minnihluti íbúa landsins. Enn ríkir mikill ófriður á milli ríkisstjórnar landsins og uppreisnarmanna sem best eru þekktir sem tamílsku Tígrarnir.