23. des. 2008 : Árangursrík jafningjafræðsla ungmennahreyfingar afganska Rauða hálfmánans

Rauði hálfmáni Afgansistans hefur náð til tæplega 80 þúsund ungmenna með átaki í vitundarvakningu um alnæmi í framhaldsskólum í Kabul, Herat og Mazar-e-Sharif.

16. des. 2008 : Hjálpargögn Rauða krossins komast til Simbabve

Hlaðinn vörubíll Rauða krossins kom til Harare, höfuðborgar Simbabve, í gær. Í bílnum eru nauðsynleg gögn til að landsfélag Rauða krossins geti haldið áfram mikilvægu starfi sínu í baráttunni við kólerufaraldurinn.

Meðal annars eru í farminum fjórir kólerupakkar, en þeir duga til að meðhöndla 4800 sýkta einstaklinga. Á leiðinni eru 16 slíkir pakkar til viðbótar sem munu gera Rauða kross Simbabve kleift að meðhöndla 30 þúsund manns.

Í bílnum eru einnig pakkar með efni sem hreinsar vatn og gerir það drykkjarhæft. Efnið virkar þannig að fyrst ræðst það á allar fljótandi agnir, sekkur þeim og sótthreinsar svo vatnið. Alls hafa verið sendir 552 þúsund pakkar af efninu í hjálparstarfið í Simbabve. Hver pakki hreinsar 20 lítra af vatni og gerir því Rauða krossinum mögulegt að sjá þeim allra verst stöddu fyrir meira en 10 milljón lítrum af hreinu drykkjarvatni. Rauði krossinn hefur frá lokum október dreift vatnshreinsiefnum til íbúanna.

10. des. 2008 : Lýðveldið Kongó: Bros Charlotte

Starf Charlotte Tabaro felst í því að veita sálrænan stuðning á einni þriggja miðstöðva sem Rauði krossinn í Kongó hefur sett upp í flóttamannabúðunum í Kibati, ekki langt frá Goma.

9. des. 2008 : Barist gegn alnæmi í sveitum Malaví

Söngur ómar um sveitir Malaví þegar fulltrúar Rauða kross Íslands koma að heimsækja leikskóla, sem byggður var fyrir aðstoð frá Íslandi. Í Malaví syngja menn þegar þeir eru glaðir og þegar þeir eru sorgmæddir.

3. des. 2008 : Fulltrúi Rauða krossins viðstaddur undirskrift banns við klasasprengjum

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir utanríkisráðherra skrifaði undir samkomulag um bann við framleiðslu og notkun klasavopna fyrir hönd Íslands í Osló í dag.

3. des. 2008 : Rauði krossinn hjálpar týndum börnum í Kongó

Tugir fjölskyldna hafa sundrast frá því að átök hófust að nýju í Lýðveldinu Kongó.  Einstök vinátta og samheldni íbúanna, ásamt stuðningi Rauða krossins gerir fólki mun auðveldara að takast á við erfiðleikana.

2. des. 2008 : Stórt skref í Ósló

Í dag verður rekið smiðshöggið á áratugalanga baráttu Rauða krossins og annarra mannúðarsamtaka við að gera útlæg vopn sem særa og drepa löngu eftir að átökum linnir. Þá skrifa fulltrúar ríkja heims undir samkomulag um að banna framleiðslu, geymslu og notkun klasavopna. 

2. des. 2008 : Rauði krossinn aðstoðar fórnarlömb kóleru í Simbabve

Alvarlegur kólerufaraldur geisar nú víða í Simbabve og hefur leitt hundruð manna til dauða.

28. nóv. 2008 : Öryggisfulltrúi á vettvangi

Karl Sæberg Júlíusson er starfsmaður Rauða kross Íslands en vinnur á vegum Alþjóðasambands Rauða krossins í Genf í Sviss. Í þessari grein lýsir hann störfum sínum sem öryggisfulltrúi Alþjóðasambandsins.

10. nóv. 2008 : Endurhæfing barnahermanna í Vestur-Afríku

Rauði krossinn og Afríka 20:20 – áhugamannafélag um Afríku sunnan Sahara standa að sameiginlegum fyrirlestri um endurhæfingu barnahermanna í Vestur-Afríku miðvikudaginn 12. nóvember kl. 17 á landskrifstofu Rauða krossins að Efstaleiti 9.

Fyrirlesari er Dr. Mats Utas mannfræðingur frá Svíþjóð. Utas er virtur í sínu fagi og hefur kennt afrísk fræði við mannfræðideildir háskólanna í Stokkhólmi, Uppsölum, Líberíu og Fourah Bay háskóla í Síerra Leóne. Helstu rannsóknarefni hans lúta að málefnum barnahermanna, flóttamanna og kvenna á átakasvæðum, og hefur hann stundað rannsóknir í Líberíu, Síerra Leóne og á Fílabeinsströndinni.

7. nóv. 2008 : Lífsviðurværi fátækra í Mongólíu og hvernig hægt er að hafa áhrif til úrbóta

Til þess að bæta lífsviðurværi fátækra fjölskyldna í Mongólíu hefur Rauði krossinn og Rauði hálfmáninn lagt sitt af mörkum með því meðal annars að útvega þeim heimili.

5. nóv. 2008 : 37 milljónir til Kongó vegna Göngum til góðs

Rauði kross Íslands hefur sent 37 milljónir króna til leitarþjónustuverkefnis Rauða krossins í Kongó sem stuðlar að því að sameina fjölskyldur sem hafa sundrast vegna átaka. 

Rúmar 18 milljónir söfnuðust í landssöfnun Rauða krossins Göngum til góðs sem haldin var 4. október. Í ljósi þess að aðeins safnaðist um helmingur þeirrar upphæðar sem fékkst í landssöfnuninni árið 2006 ákvað stjórn Rauða krossins að tvöfalda þá upphæð með framlagi úr neyðarsjóði félagsins til að standast væntingar Alþjóða Rauða krossins. Þrátt fyrir erfiða stöðu telur Rauði krossinn mjög mikilvægt að standa við skuldbindingar sínar í alþjóðlegum verkefnum.

4. nóv. 2008 : Alþjóða Rauði krossinn aðstoðar fórnarlömb jarðskjálfta í Pakistan

Alþjóða Rauði krossinn hefur sent frá sér neyðarbeiðni að upphæð sem svarar um það bil einum og hálfum milljarði íslenskra króna (níu milljónum svissneskra franka) til aðstoðar fórnarlömbum jarðskjálfta í suðvesturhluta Pakistans. Féð mun gera Alþjóða Rauða krossinum og pakistanska Rauða hálfmánanum kleift að auka neyðaraðstoð sína.

Jarðskjálftarnir riðu yfir landið þann 29. október og talið er að um 200 manns hafi farist á þeim svæðum í Baluchistan sem urðu verst fyrir barðinu á skjálftunum. Enn er ekki ljóst hve margir hafa slasast, en Alþjóða Rauði krossinn áætlar að jarðskjálftinn hafi valdið 20.000 til 30.000 manns tjóni.

3. nóv. 2008 : Aðstoð við nauðstadda borgar sig

Yfirmaður hjá Alþjóðasambandi Rauða kross-félaga segir það vera góða fjárfestingu að hjálpa nauðstöddum. Í hnattvæddum heimi séu þjóðir heims háðar hverri annarri og vandi eins verði fljótt vandi annars. Greinin birtist í Fréttablaðinu 03.11.2008.

31. okt. 2008 : Yfirmaður Alþjóða Rauða krossins fundar með Rauða krossi Íslands

Encho Gospodinov, sviðsstjóri upplýsingasviðs Alþjóðasambands Rauða krossins í Genf, heimsækir Rauða kross Íslands 31. október – 2. nóvember. Gospodinov mun halda til Akureyrar á laugardag til að funda með stjórn Rauða kross Íslands.

Gospodinov mun kynna fyrir stjórninni nýja stefnuskrá Alþjóða Rauða krossins sem taka á gildi árið 2010, en öll 186 landsfélög Rauða krossins og Rauða hálfmánans byggja starfsemi sína á sameiginlegri stefnu sem gefin er út á tíu ára fresti.

29. okt. 2008 : Neyðaraðstoð þegar hafin í Pakistan vegna jarðskjálftanna

Hátt á annað hundrað manns fórust þegar þrír öflugir jarðskjálftar riðu yfir suðvestur Pakistan í dag og þúsundir manna hafa misst heimili sín. Óttast er að þessar tölur eigi eftir að hækka verulega. Jarðskjálftarnir mældust á bilinu 6,2-6,4 á Richter og ollu mestri eyðileggingu í Balukistanhéraði sem liggur við landamæri Afganistans.

Viðbragðssteymi frá Alþjóða Rauða krossinum og Rauða hálfmánanum í Pakistan voru send á vettvang þegar í morgun til að hefja neyðaraðgerðir og meta ástandið. Að sögn hjálparstarfsmanna hefur fjöldi eftirskjálfta fylgt í kjölfar stóru skjálftanna þriggja og eru íbúar mjög óttaslegnir. Flestir hafast við undir berum himni en nú er orðið mjög kalt á næturnar á þessum slóðum og vetur við það að ganga í garð.

28. okt. 2008 : Bardagar valda þjáningum meðal almennings í Kongó

Vopnin eru nú farin að tala á ný í Kongó, sem almenningur á Íslandi safnaði fyrir í Göngum til góðs nýverið.

28. okt. 2008 : Skert heilbrigðisþjónusta á Gaza stofnar sjúklingum í hættu

Alþjóða Rauði krossinn hefur lýst yfir miklum áhyggjum vegna ástandsins á Gaza á undanförnum vikum. Allt samstarf milli palestínskra yfirvalda í Ramallah og á Gaza hefur stöðvast. Innflutningur á mikilvægum aðföngum til sjúkrahúsa er nær enginn og hundruð mjög veikra sjúklinga á Gaza hafa ekki aðgang að lífsnauðsynlegri aðstoð.

„Þetta hefur alvarleg áhrif,” sagði Eileen Daly sem stýrir heilbrigðisaðgerðum Alþjóða Rauða krossins á Gaza. „Til dæmis hafa mörg lungnaveik börn ekki getað fengið lyf undanfarna viku. Ef þessi börn taka lyf sín ekki reglulega hrakar þeim mjög ört.”

Frá því í lok ágúst hefur staðið yfir verkfall palestínskra heilbrigðisstarfsmanna en það hefur einnig áhrif á það hvort sjúkrahús geti veitt lífsnauðsynlega þjónustu. Tíðni skurðaðgerða og innlagna hefur minnkað mjög að undanförnu.

27. okt. 2008 : Fjöldi hælisumsókna til iðnvæddra ríkja fyrri hluta ársins 2008

Þrátt fyrir að nokkuð hafi dregið úr fjölda íraskra hælisleitenda fyrri hluta ársins 2008 voru Írakar enn langfjölmennasti hópur hælisleitenda í iðnvæddum ríkjum. Þetta kemur fram í nýjustu skýrslu Flóttamannastofnunar Sameinuðu Þjóðanna, UNHCR.

24. okt. 2008 : Rauði kross Íslands opnar skrifstofu í Malaví

Hólmfríður Garðarsdóttir hefur opnað skrifstofu Rauða kross Íslands í Lilongwe, höfuðborg Malaví, sem er eitt þéttbýlasta land Afríku með 11 milljónir íbúa.

23. okt. 2008 : Rauði krossinn í Afríku berst við loftslagsbreytingar og efnahagskreppu

Landsfélög Rauða krossins í Afríku er í síauknum mæli farin að bregðast við áhrifum loftslagsbreytinga í álfunni. 

20. okt. 2008 : Mikilvægt að flytja jákvæðar fréttir um Afríku

Alþjóða Rauði krossinn hvetur blaðamenn og starfsmenn mannúðarsamtaka til að birta fleiri fréttir af því sem vel gengur í Afríku.

16. okt. 2008 : Stuðningur úr óvæntri átt

Í síðustu viku sendi Emanuel Tommy, framkvæmdastjóri Rauða krossins í Síerra Leóne, Rauða krossinum á Íslandi samúðar- og baráttukveðju vegna þeirra þrenginga sem við Íslendingar erum að ganga í gegnum. Emanuel er ungur maður sem býr í einu fátækasta landi heims.

7. okt. 2008 : Rúmlega 200.000 manns fá neyðaraðstoð í Afganistan

Samkvæmt Alþjóða Rauða krossinum gætu hundruð þúsunda manna í norðurhluta Afganistans þurft að yfirgefa heimili sín í vetur vegna þurrka, átaka og hækkandi matvælaverðs.

1. okt. 2008 : Þúsundir pakístanskra flóttamanna þora ekki að snúa heim vegna harðnandi átaka

Vopnuð átök í ættbálkahéruðum Areas og Swat við landamærin í norðvesturhluta Pakistans fóru harðnandi í Ramadanmánuði. Í kjölfarið hefur mikill fjöldi fólks neyðst til að yfirgefa heimili sín og leita skjóls í flóttamannabúðum. Mjög brýnt er að þeim berist matur og önnur hjálpargögn og að þeir fái aðgang að heilbrigðisþjónustu. Íslenskur sendifulltrúi, Áslaug Arnoldsdóttir, starfar á sjúkrahúsi Rauða krossins á staðnum.

Harðir bardagar í Bajaur héraði hafa hrakið rúmlega 200.000 manns  af heimilum sínum. „Um það bil 80% flóttafólksins eru konur og börn sem búa nú með fjölskyldum sem skotið hafa yfir það skjólshúsi eða í búðum sem settar hafa verið upp í skólum og öðrum opinberum byggingum,“ sagði Pascal Cuttat, yfirmaður sendinefndar Alþjóða Rauða krossins í Pakistan. „Þetta fólk þarf á mikilli aðstoð að halda: húsaskjóli, hreinu vatni, hreinlætisaðstöðu, heilsugæslu og mat.“

30. sep. 2008 : Stöndum saman og sameinum sundraðar fjölskyldur í Kongó

Rauði krossinn hvetur alla landsmenn til þátttöku í söfnuninni Göngum til góðs sem fer fram laugardaginn 4. október.

28. sep. 2008 : Mamma lést en amman fannst

Helga Þórólfsdóttir kom í vikunni heim frá Kongó, þangað sem hún fór í tengslum við landssöfnun Rauða kross Íslands. Hún segir ferðina hafa gengið vonum framar. Grein um ferðina birtist í Morgunblaðinu í dag.

26. sep. 2008 : Afganistan: Fangar á Bagram herstöð hitta fjölskyldur sínar

Samkvæmt tilkynningu frá Alþjóða Rauða krossinum og Bandaríkjaher fengu fangar á Bagram herstöð í Afganistan (Bagram Theater Internment Faciilty) að hitta ættingja sína í fyrsta sinn augliti til auglits í síðustu viku.

Fangaheimsóknirnar koma í kjölfar verkefnis sem Alþjóða Rauði krossinn kom á fót í janúar 2008 og gerir föngum á Bagram herstöð kleift að tala við ástvini sína í myndsíma. Verkefnið hefur tekist mjög vel, alls hafa nærri 1500 fangar á Bagram herstöð getað talað við fjölskyldur sínar með þessum hætti á síðustu átta mánuðum. Fjölskyldur ræða við fangana í myndsíma frá höfuðstöðvum Alþjóða Rauða krossins í Kabúl.

10. sep. 2008 : Alþjóða Rauði krossinn sendir neyðarbeiðni vegna fellibylja á Kúbu og Haiti

Alþjóða Rauði krossinn hefur sent frá sér neyðarbeiðni um fjárframlög til að styðja hjálparstarf landsfélaga Rauða krossins á Kúbu og Haiti.

8. sep. 2008 : Palestínskir flóttamenn frá Írak koma til Íslands í dag

Móttaka Íslendinga á palestínsku flóttamönnunum frá hinum illræmdu Al Waleed búðum í Írak var megin inntak ræðu Ron Redmonds talsmanns Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna (UNHCR) sem haldin var á fréttamannafundi í Genf föstudaginn 5. september.

5. sep. 2008 : Náin samvinna við þorpshöfðingja við framkvæmd alnæmisverkefna í Malaví

Rauði kross Íslands hefur í mörg ár átt í samstarfi við malavíska Rauða krossinn og stutt við alnæmisverkefni í einu af héruðum Malaví.

5. sep. 2008 : Rauði krossinn leggur fram neyðarbeiðni vegna fellibylsins Gústafs

Alþjóða Rauði krossinn hefur lagt fram neyðarbeiðni að upphæð rúmlega 130 milljóna íslenkra króna (1,7 milljóna svissnesskra franka) vegna neyðaraðstoðar í þeim löndum Karíbahafs sem orðið hafa fyrir tjóni af völdum fellibylsins Gústafs.

Þúsundir sjálfboðaliða Rauða krossins vinna nú sleitulaust að því að aðstoða rúmlega 35.000 manns sem orðið hafa fyrir barðinu á fellibylnum.

„Hjálparstarfið hófst áður en Gústaf kom í Karíbahafið, nú þurfum við á stuðningi að halda til að geta áfram veitt neyðaraðstoð þeim 7000 fjölskyldum sem reiða sig á hjálp okkar til að geta komið aftur undir sig fótunum," sagði Dario Alvarez, yfirmaður neyðarvarna Alþjóða Rauða krossins á hamfarasvæðinu.

4. sep. 2008 : Rauði krossinn veitir 4500 manns í Kólumbíu neyðaraðstoð

Á undanförnum vikum hafa bardagar milli stjórnarhers og uppreisnarmanna valdið íbúum héraðanna Cauca og Narino í Kólumbíu miklum erfiðleikum og þjáningu. Um 4.500 manns hafa annað hvort flúið heimili sín eða geta ekki lengur stundað búskap á jörðum sínum. Alþjóða Rauði krossinn hefur flutt 60 tonn af mat og hreinlætisvörum á átakasvæðið til að koma megi flóttafólkinu og öðrum fórnarlömbum átakanna til aðstoðar.

Í Cauca hafa rúmlega 1300 manns frá ýmsum þorpum flúið til borgarinnar Lopez de Mica. 300 manns sem enn hafast við í Cauca komast ekki út á akra sína vegna hættunnar sem stafar af bardögunum. Í Narino hafa rúmlega 1000 manns frá bæjunum Barbacoas, Satinga og Policarpa neyðst til að yfirgefa jarðir sínar og meira en 1750 af íbúum Policarpa komast ekki til vinnu sinnar og geta því ekki séð fyrir fjölskyldum sínum. Margir flóttamannanna eru konur og börn og búa við mikil þrengsli hjá heimamönnum sem komið hafa þeim til hjálpar.

3. sep. 2008 : Íslenskur sendifulltrúi Rauða krossins til Pakistan

Áslaug Arnoldsdóttir hjúkrunarfræðingur heldur til Pakistan á morgun sem sendifulltrúi Rauða kross Íslands.

2. sep. 2008 : Flóttamenn í Afganistan fá neyðaraðstoð frá Rauða krossinum

Alþjóða Rauði krossinn hefur aðstoðað rúmlega 2000 pakistanskar og afganskar fjölskyldum (um það bil 14000 manns) í Sheagal héraði sem tilheyrir Kunarfylki í austurhluta Afganistans, sem flúið hafa undan vopnuðum átökum  í Bajaurhéraði í Pakistan.

Flóttamennirnir fá brýnustu nauðsynjar frá Rauða krossinum svo sem matvæli, teppi, plastdúk, eldhúsáhöld og sápu. Gert er ráð fyrir því að matarpakkarnir fullnægi þörfum flóttamannanna í allt að þrjár vikur. Hægt verður að dreifa meiri hjálpargögnum eftir það ef þörf krefur.

1. sep. 2008 : Rauða kross hreyfingin samhæfir aðgerðir sínar á alþjóðafundi á Selfossi

Alþjóðlegum fundi landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans lauk á Selfossi í gær.

29. ágú. 2008 : Nepal: fjölskyldur horfinna ástvina eiga rétt á að vita um aðdrif þeirra

Á Alþjóðlegum degi horfinna hefur Alþjóða Rauði krossinn skorað á yfirvöld í Nepal að gera grein fyrir örlögum þeirra sem hafa horfið á því 10 ára tímabili sem innanlandsátök hafa ríkt í landinu. Alþjóða Rauði krossinn og landsfélag Rauða krossins i Nepal hafa nú birt nöfn rúmlega 1200 einstaklinga sem hurfu á tímabilinu 1996-2006.

„Birting þessara 1227 nafna þjónar tveimur markmiðum,“ segir Mary Werntz, yfirmaður sendinefndar Alþjóða Rauða krossins í Katmandú.  „Í fyrsta lagi viljum við vekja athygli á þeirri þjáningu og neyð sem fjölskyldur horfinna einstaklinga þurfa að þola. Í öðru lagi viljum við skora á ríkisstjórn Nepal að gera grein fyrir örlgum þeirra sem hafa horfið í átökunum og koma til móts við brýnustu þarfir fjölskyldna þeirra."

28. ágú. 2008 : Alþjóðlegur fundur Rauða kross hreyfingarinnar haldinn á Íslandi

Alþjóðlegur fundur landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans er haldinn á Selfossi dagana 29.-31. ágúst. Fulltrúar 25 landsfélaga og forystumenn Alþjóða Rauða krossins sækja fundinn, alls um 60 manns.

Um árlegan samráðsfund er að ræða þar sem formenn og framkvæmdastjórar landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans ræða málefni sem efst eru á baugi hjá samtökunum og samhæfa aðgerðir sínar.

Bekele Gelata, nýr framkvæmdastjóri Alþjóðasambands landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans, situr fundinn í fyrsta sinn. Gelata er fæddur í Eþíópíu 1. júlí 1944 og hefur meistaragráðu í hagfræði frá Leeds háskóla í Bretlandi. Hann var sendiherra Eþíópíu í Japan og aðstoðarráðherra samgöngumála áður en hann gekk til liðs við Rauða krossinn.

25. ágú. 2008 : Íslenskur sendifulltrúi til aðstoðar flóttmönnum í Pakistan

Átök stríðandi fylkinga í Bajaur-héraði á landamærum Pakistans og Afganistans hafa færst mjög í aukana að undanförnu og talið er að um það bil 200.000 flóttamenn þurfi umsvifalaust á neyðaraðstoð að halda. Alþjóða Rauði krossinn hefur í kjölfarið hrint af stað hjálparstarfi fyrir 64.000 manns sem þurft hafa að yfirgefa heimili sín. Áslaug Arnoldsdóttir, hjúkrunarfræðingur og einn reyndasti sendifulltrúi Rauða kross Íslands, mun starfa með Alþjóða Rauða krossinum að heilbrigðisverkefni við landamærahéruðin.

„Mikill fjöldi óbreyttra borgara frá Bajaur-héraði hefur hrakist af heimilum sínum og leitað skjóls í norðvestur hluta landsins og á öðrum öruggum ættbálkasvæðum," sagði Pascal Cuttat, yfirmaður sendinefndar Alþjóða Rauða krossins í Pakistan. „Þrátt fyrir viðbrögð hjálparstofnana og yfirvalda á svæðinu er mikill skortur á helstu nauðsynjum, þar á meðal mat, hreinu vatni og húsaskjóli. Skortur á heilbrigðisþjónustu veldur sjúkum miklum þjáningum, sérstaklega börnunum. Flestir flóttamannanna eru konur og börn."

22. ágú. 2008 : Kellenberger tryggir Rauða krossinum aðgang að Suður-Ossetíu

Alþjóða Rauði krossinn vinnur nú að ítarlegu mati á þörfinni fyrir mannúðaraðstoð á átakasvæðum í Georgíu.

21. ágú. 2008 : 300 sjálfboðaliðar spænska Rauða krossins aðstoða við flugslys

Um 300 sjálfboðaliðar Rauða krossins á Spáni fóru strax á vettvang til að veita aðstoð þegar þota Spanair flugfélagsins hrapaði skömmu eftir flugtak í Madrid í gær. 153 fórust og 19 slösuðust í flugslysinu.

Sjálfboðaliðar Rauða krossins voru umsvifalaust kallaðir út til að aðstoða við björgun farþega og við að flytja slasaða og látna af slysstaðnum. Þá veitti áfallahjálparteymi spænska Rauða krossins aðstandendum farþeganna sálrænan stuðning, bæði í Madrid og á Kanaríeyjum en flestir farþeganna voru þaðan.

„Meginhlutverk okkar nú og á næstu dögum er að aðstoða fjölskyldur og aðstandendur fórnarlamba slyssins til að komast yfir fyrsta áfallið eftir þennan mikla harmleik," segir Eva Calvo, talsmaður Rauða krossins á Spáni.

20. ágú. 2008 : Formaður Rauða krossins heimsækir samstarfsverkefni í Palestínu

Anna Stefánsdóttir, formaður Rauða kross Íslands og Kristján Sturluson framkvæmdastjóri félagsins eru nú stödd í Ramallah í Palestínu til að kynna sér samstarfsverkefni Rauða krossins og Rauða hálfmánans.

Samstarf Rauða kross Íslands við Rauða hálfmánann í Palestínu hófst árið 1993. Félagið hefur stutt verkefni á svæðinu síðan og hefur meðal annars notið framlaga frá íslenska ríkinu. Frá árinu 2002 hefur Rauði kross Íslands unnið með Rauða krossinum í Danmörku að verkefni um sálrænan stuðning við börn á aldrinum 10-12 ára til að hjálpa þeim að takast á við áhrif stríðsátaka á daglegt líf.

13. ágú. 2008 : Rauði krossinn sendir 6 milljónir vegna átakanna í Georgíu

Rauði kross Íslands hefur sent 6 milljónir króna í neyðarbeiðni Alþjóða Rauða krossins vegna aðgerða í kjölfar átakanna í Georgíu.

12. ágú. 2008 : Alþjóða Rauði krossinn undirbýr neyðaraðstoð á átakasvæðum í Georgíu

Á næstu dögum mun Alþjóða Rauði krossinn flytja mikilvæg hjálpargögn til Georgíu til aðstoðar þeim sem stærst hafa í bardögunum.

 

 

11. ágú. 2008 : Fyrrum hirðingar Mongólíu lifa við erfiðar aðstæður í borgum landsins

Rétt við dyrnar á tjaldi (Ger) fjölskyldunnar liggur tjóðraður lítill hungraður köttur. Ólin strekkist að hálsinum á honum og hann mjálmar viðstöðulaust. Dýrin endurspegla oft á tíðum ástand eigenda sinna.

8. ágú. 2008 : Rauði krossinn krefst þess að stríðandi fylkingar í Suður-Ossetíu virði alþjóðleg mannúðarlög

Alþjóða Rauði krossinn hefur þungar áhyggjur af lífi almennra borgara í kjölfar harðnandi bardaga milli Georgíuhers og aðskilnaðarsinna í Suður-Ossetíu héraði.

8. ágú. 2008 : Alþjóða Rauði krossinn biður um tvo milljarða króna fyrir matvælahjálp í Zimbabve

Allt að fimm milljónir af íbúum Simbabve gætu þurft að þola langvarandi hungur á komandi vetri samkvæmt nýlegri spá um matvælaframboð í landinu.

30. júl. 2008 : Mongólía: Forvarnarstarf bjargar mannslífum

Eftirtektarvert forvarnarstarf sem Rauði krossinn í Mongólíu hefur byggt upp vegna handa-, fóta- og munnsjúkdóms (HFMD) hefur dregið úr smithættu og útbreiðslu sjúkdómsins þar, en á meginlandi Kína og í Taívan hefur sjúkdómurinn kostað mörg mannslíf.

14. júl. 2008 : Óbreyttir borgarar í eldlínunni í Afganistan

Alþjóða Rauði krossinn harmar hið mikla manntjón sem óbreyttir borgarar hafa orðið fyrir að undanförnu vegna árása í ýmsum landshlutum.

27. jún. 2008 : Filippseyjar: Alþjóða Rauði krossinn sendir út neyðarbeiðni

Alþjóða Rauði krossinn hefur sent út neyðarbeiðni að upphæð 637 milljónir króna vegna hjálparstarfs á Filippseyjum í kjölfar fellibylsins Fengshen sem skall á eyjaklasan 21. júní. Hamfarirnar hafa haft áhrif á meira en 200 þúsund fjölskyldur.

Til að mæta allra brýnustu þörfum fólksins hefur Alþjóða Rauði krossinn sent Rauða krossinum á Filippseyjum rúmlega 15 milljónir króna úr neyðarsjóði sínum, sem Rauði kross Íslands er aðili að.

20. jún. 2008 : Alþjóðadagur flóttamanna 20. júní

Um 40 milljónir manna um allan heim hafa hrakist frá heimkynnum sínum vegna átaka, ofbeldis eða annarra orsaka.  Af þeim eru tæplega 12 milljónir flóttamenn í öðru landi, en um 26 milljónir eru á vergangi innan eigin landamæra.  Í dag, á Alþjóðadegi flóttamanna, er vakin sérstök athygli á aðstæðum þessa fólks um gjörvallan heim.

Að þessu tilefni stendur Rauði krossinn að dagskrá á Akranesi, heimabæ næsta hóps flóttamanna sem kemur til Íslands í haust. Klukkan 16:00 verður flóttamannaverkefni íslenskra stjórnvalda og Rauða krossins kynnt við kaffihúsið Skrúðgarðinn, í sérstöku tjaldi frá Flóttamannastofnun.  Þar gefst fólki einnig færi á að kynna sér ferlið sem flóttafólk þarf að ganga í gegnum áður en því er veitt hæli í öðru landi.  Thomas Straub, fulltrúi Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna og Gísli S. Einarsson, bæjarstjóri á Akranesi flytja ávarp.  Allir eru velkomnir.

6. jún. 2008 : Fulltrúar flóttamannanefndar á leið til Al Waleed flóttamannabúðanna í Írak

Íslensk sendinenfnd skipuð fulltrúum frá flóttamannanefnd og Útlendingastofnun lagði í dag af stað til Íraks til að taka viðtöl við flóttafólk sem boðið verður hæli hér á landi nú í haust. Atli Viðar Thorstensen verkefnisstjóri Rauða krossins um málefni flóttamanna er einn þriggja fulltrúa sendinefndarinnar.

Flóttafólkið dvelst í Al Waleed flóttamannabúðunum sem liggja á einskismannslandi nærri landamærum Sýrlands og býr við skelfilegar aðstæður. Það er mat Flóttamannastofnunar Sameinuðu þjóðanna að palestínskir flóttamenn í Írak séu í brýnni þörf fyrir öruggt skjól, og fóru Sameinuðu þjóðirnar því þess á leit við íslensk stjórnvöld að veita hluta þeirra sem þar dvelja hæli.

Vegna ótryggs ástands í Al Waleed flóttamannabúðunum geta hvorki Flóttamannastofnun, Rauði krossinn né önnur hjálparsamtök hafst við í búðnum, og er aðeins hægt að fara þangað í björtu.

5. jún. 2008 : Hálf milljón Sómala fær aðstoð frá Alþjóða Rauða krossinum

Alþjóða Rauði krossinn stefnir nú að því að auka verulega hjálparstarf sitt í Sómalíu til að bregðast við vaxandi vanda íbúa í landinu.

 

2. jún. 2008 : Sáttmáli um klasasprengjur veitir óbreyttum borgurum aukna vernd

Alþjóðaráð Rauða krossins fagnar sögulegu banni við klasasprengjum. Þessi vopn hafa valdið óbreyttum borgurum gríðarlegum þjáningum um áratugaskeið.

29. maí 2008 : Hjálparstarf Rauða krossins í Mjanmar og Kína mun taka nokkur ár

Viðbrögð við neyðarbeiðnum Alþjóða Rauða krossins í kjölfar hamfaranna í Mjanmar og Kína á liðnum vikum hafa verið sterk. Rauði krossinn væntir þess að neyðarverkefni og uppbyggingarstarf samtakanna í þessum löndum verði að fullu fjármögnuð fyrir framlög landsfélaga Rauða krossins, ríkisstjórna og almennings.

Alþjóða Rauði krossinn sendi út endurskoðaða neyðarbeiðni fyrir Mjanmar sem hljóðar upp á 3,7 milljarða íslenskra króna (51 milljón bandaríkjadollara) til að aðstoða 100.000 fjölskyldur (um 500.000 manns) í þrjú ár. Fyrstu vikur og mánuði er lögð áhersla á að veita nauðstöddum brýna neyðaraðstoð, verja þá gegn útbreiðslu ýmissa sjúkdóma og að koma yfir þá skjólshúsi. Síðan tekur við uppbygging á hamfarasvæðinu.

28. maí 2008 : Rangfærslur og misskilningur í umræðu um flóttamenn

Atli Viðar Thorstensen fulltrúi Rauða krossins í flóttamannanefnd og starfsmaður Rauða krossins segist umfram allt hafa haft hugann við neyð þeirra flóttamanna sem um hefur verið rætt síðustu daga. Viðtal við Atla birtist í Skessuhorni þann 16. maí.

28. maí 2008 : Innikróaðir í eyðimörkinni

Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að bjóða allt að 30 manna hópi palestínskra flóttamanna hæli hér á landi, einstæðum mæðrum og börnum þeirra sem dvelja í flóttamannabúðum í Írak. Greinin birtist í Fréttablaðinu 17. maí.

26. maí 2008 : Bekele Geleta nýr framkvæmdastjóri Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans

Bekele Geleta yfirmaður alþjóðaskrifstofu kanadíska Rauða krossins hefur verið ráðinn í stöðu framkvæmdastjóra Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans.

 

22. maí 2008 : Lífshættulegar aðstæður palestínskra flóttamanna í Írak

Flóttamannastofnun Sameinuðu Þjóðanna hefur lýst áhyggjum yfir aðstæðum hjá hundruðum Palestínumanna sem hafast við í Al Waleed flóttamannabúðunum nálægt landamærum Íraks og Sýrlands.

 

21. maí 2008 : Þróunarsamvinna krufin til mergjar

„Samstarf Rauða kross félaganna á Íslandi og í Mósambík hefur verið gagnlegt og ánægjulegt," sagði Fernanda Teixeira á málefnaþingi um þróunarsamvinnu sem Rauði kross Íslands hélt um síðustu helgi. Fernanda kynnti staðlaða mælikvarða sem útbúnir hafa verið til þess að meta slíkt samstarf og notaði þá síðan til að meta samstarf Rauða kross félaganna tveggja. Fram kom að í aðalatriðum hefði samstarfið gengið vel en það væri samt ekki hnökralaust. 

Á málefnaþinginu var fjallað vítt og breitt um þróunarsamvinnu félagsins. Kristján Sturluson, framkvæmdastjóri félagsins, rakti söguna frá því að þróunarsamvinna félagsins hófst og einnig voru flutt erindi um störf sendifulltrúa sem sinna þróunarsamvinnu og um samstarf deilda hér heima við deildir erlendis.

19. maí 2008 : Ísland getur orðið góð fyrirmynd

Framkvæmdastjóri Rauða krossins í Mósambík segir stuðning Rauða kross Íslands við félagið hafa komið sér vel . Um 70% íbúa landsins lifa undir fátæktarmörkum. Viðtal við Fernöndu Teixeira birtist í Morgunblaðinu 19. maí.

19. maí 2008 : Rauði krossinn hvetur til banns við klasasprengjum

Alþjóðaráð Rauða krossins hvetur þjóðir heims til að ganga frá nýjum samningi um bann við klasasprengjum. Klasasprengjur valda almenningi miklu tjóni og þjáningum og eru þjóðir heims eru hvattar til að bregðast af ákveðni við þeim hörmungum sem af þessum vopnum stafa.

Dagana 19. til 30. maí koma opinberir fulltrúar rúmlega 100 þjóða saman á ráðstefnu í Dyflinni. Þessi ráðstefna er framhald af átaki sem hófst í Ósló í febrúar 2007 og hefur það að markmiði að draga úr eða koma í veg fyrir notkun klasasprengna.

„Klasasprengjur eru vopn sem aldrei hætta að drepa,“ segir Jakob Kellenberger, forseti Alþjóðaráðs Rauða krossins en hann hélta ræðu við upphaf ráðstefnunnar. „Alþjóðaráðið aðstoðar fórnarlömb styrjalda um allan heim og hefur orðið vitni að skelfilegum áhrifum þessara vopna á almenning. Það er mikilvægt að þjóðir heims gangi frá samkomulagi sem kemur í veg fyrir að klasasprengjur séu notaðar með ómarkvissum og ónákvæmum hætti. Einnig er brýnt að gerðar séu ráðstafanir til að hreinsa sprengjur af svæðum þar sem þeim hefur verið dreift og tryggja aðstoð fyrir fórnarlömb þeirra.“

16. maí 2008 : Framkvæmdastjóri Rauða krossins í Mósambík á málefnaþingi um þróunarsamvinnu

Fernanda Teixeira, framkvæmdastjóri Rauða krossins í Mósambík, flytur framsöguerindi um samstarf Rauða kross hreyfingarinnar á málefnaþingi Rauða kross Íslands um þróunarsamvinnu sem haldið er sunnudaginn.

15. maí 2008 : Hvernig má bæta þróunarsamvinnu?

Við, sem störfum innan Rauða kross Íslands, teljum að þróunarsamstarf félagsins geti orðið fyrirmynd annarra sem  starfa á sama vettvangi. Hins vegar teljum við að mikilvægt sé að bæta það enn frekar.

 

15. maí 2008 : Þróunarsamvinnan skilar árangri – en lengi má gott bæta

Rauði kross Íslands hefur um árabil sinnt þróunarsamvinnu á ýmsum sviðum. Sunnudaginn 18. maí verður haldin ráðstefna í Salnum í Kópavogi þar sem rætt verður um hvernig megi bæta þróunarsamvinnu félagsins.

 

13. maí 2008 : Neyðarstarf Rauða krossins hafið í Kína og komið vel af stað í Mjanmar

Rauði krossinn í Kína hóf fjáröflun í dag vegna jarðskjálftans sem skók landið í gær og hefur þegar borist sem svarar um 1,3 milljörðum króna.

9. maí 2008 : Hjálpargögn Rauða krossins komin til Mjanmar

Þrátt fyrir erfiðleika við að koma neyðarvarningi til Mjanmar lenti flugvél Rauða krossins hlaðin hjálpargögnum í Yangoon höfuðborg Mjanmar (einnig þekkt sem Rangoon í Búrma) seint í gærkvöldi. Flogið var frá neyðarbirgðastöð Alþjóða Rauða krossins í Kuala Lumpur. Önnur vél með hjálpargögn fylgdi í kjölfarið nú í morgun.
 
Alþjóðlegir sérfræðingar Rauða krossins eru að störfum í Mjanmar, og von er á enn fleiri sendifulltúum til að styrkja Rauða krossinn í neyðaraðgerðunum. Um 27.000 sjálfboðaliðar Rauða krossins í Mjanmar hafa haldið hjálparstarfinu uppi frá því hamfarirnar urðu fyrir einni viku. Sérfræðingar frá systurfélögum Rauða krossins í nágrannaríkjunum sem eru sérþjálfaðir í neyðarviðbrögðum á svæðinu eru þegar komnir til landsins.
 
Utanríkisráðuneytið veitti í gær 7,7 milljónum íslenskra króna í hjálparstarf Alþjóða Rauða krossins á hamfarasvæðunum. Áður hafði 10 milljóna króna framlag frá Rauða krossi Íslands verið sent til hjálparstarfsins, og stendur söfnun Rauða krossins enn yfir.

9. maí 2008 : Alþjóða Rauði krossinn krefst þess að alþjóðleg mannúðarlög séu virt í Líbanon

Alþjóða Rauði krossinn fer þess leit við þá sem bera ábyrgð á vopnuðum átökum í Líbanon að þyrma lífi óbreyttra borgara og greiða fyrir brottflutningi særðra.

Átök brutust út að nýju í Beirút á miðvikudag milli stuðningsmanna nokkurra stjórnmálaflokka og mögnuðust upp í gær og breiddust út frá höfuðborginni til annarra hluta landsins. Að minnsta kosti 10 létust í átökunum í Beirút og fjöldi manns hefur særst. Í þorpinu Saadnayel í Bekaa dalnum særðust fimm óbreyttir borgarar í byssuárás, og þar á meðal 12 ára gamalt barn.

8. maí 2008 : Söfnun Rauða krossins fyrir nauðstadda í Mjanmar fer vel af stað

Pokasjóður verslunarinnar afhenti Rauða krossi Íslands í dag fimm milljónir króna til hjálparstarfsins í Mjanmar. Þá hefur þegar safnast um ein milljón króna frá almenningi með framlögum í söfnunarsíma Rauða krossins 907 2020 og á bankareikninginn 1151- 26- 12. Þetta er til viðbótar þeim fimm milljónum króna sem Rauði krossinn hefur veitt úr hjálparsjóði sínum í neyðarbeiðni Alþjóða Rauða krossins.

Bjarni Finnson, formaður Pokasjóðsins, áréttaði við afhendingu framlagsins í dag að það væru í raun viðskiptavinir verslunarinnar sem leggðu til fjármagnið til fórnarlamba fellibylsins í Mjanmar þó stjórn sjóðsins tæki ákvörðun um hvaða málefni væri styrkt hverju sinni.

8. maí 2008 : Rauða kross hreyfingin hyllir sjálfboðaliða í Mjanmar á alþjóðadegi Rauða krossins

Hreyfing Rauða krossins og Rauða hálfmánans hefur tileinkað daginn í dag, 8. maí sem er alþjóðlegur dagur Rauða krossins, öllum þeim sjálfboðaliðum sem vinna nú á sólarhringsvöktum við að bjarga nauðstöddum í Mjanmar. Yfir 27.000 sjálfboðaliðar Rauða krossins í Mjanmar hafa unnið sleitulaust síðan fellibylurinn Nargis reið yfir landi fyrir viku.

„Eins og í öllum hamförum sem verða í heiminum, voru sjálfboðaliðar og starfsmenn Rauða krossins fyrstir á vettvang. Þrátt fyrir að margir þeirra séu einnig fórnarlömb fellibylsins, hafa þeir brugðist við til að veita nágrönnum sínum aðstoð sem fyrst,” segir Bridget Gardner, yfirmaður skrifstofu Alþjóða Rauða krossins í Mjanmar.

7. maí 2008 : Þúsundir sjálfboðaliða Rauða krossins aðstoða nauðstadda í Mjanmar

Alþjóða Rauði krossinn sendi út í gærkvöldi neyðarbeiðni sem hljóðar upp á 450 milljónir íslenskra króna til stuðnings fórnarlömbum fellibylsins í Mjanmar.

6. maí 2008 : Rauði krossinn veitir 5 milljónir í neyðarhjálp í Mjanmar

Rauði kross Íslands hefur veitt 5 milljónum króna úr hjálparsjóði sínum til neyðaraðstoðar í Mjanmar til handa fórnarlömbum fellibylsins Nargis sem reið yfir landið síðasta föstudag. Rauði krossinn hefur þegar hafið dreifingu á brýnustu nauðsynjum svo sem drykkjarvatni, fatnaði, matvælum, segldúk og hreinlætisvörum.

 

Nú er ljóst að manntjón er enn meira en talið var í fyrstu, og hafa yfirvöld staðfest að yfir 20.000 manns hafi farist í hamförunum og fleiri en 40.000 er saknað. Stjórnvöld í Mjanmar, sem er einnig þekkt sem Búrma, hafa beðið um alþjóðlega aðstoð.

5. maí 2008 : Rauði krossinn aðstoðar fórnarlömb fellibyljarins í Mjanmar

Alþjóða Rauði krossinn hefur veitt um 14,5 milljónum króna (200 þúsund svissneskra franka) til neyðaraðstoðar í Mjanmar vegna fellibyljarins Nargis sem gekk yfir landið á föstudaginn. Fréttir ríkissjónvarpsins í landinu herma að 22 þúsund séu látnir, 40 þúsund saknað og milljónir hafi misst heimili sín. Talið er að 95% heimila í borginni Bogalay séu gjöreyðilögð. Hættuástandi hefur verið lýst yfir í höfuðborginni Yangon, á svæðunum Irrawaddy, Pegu og ríkjunum Karen og Mon.

Alþjóða Rauði krossinn styður Rauða krossinn í Mjanmar í að veita neyðaraðstoð. Fyrsta aðstoð felst í því að útvega hreint vatn, neyðarskýli, fatnað, plast-yfirbreiðslur og hreinlætisvörur fyrir þá sem hafa misst heimili sín.

2. maí 2008 : Stríð og þurrkar valda hörmungum í Sómalíu

Aðstæður almennings í Sómalíu hafa versnað mjög á þessu ári. Náttúruhamfarir voru óvenju tíðar og alvarlegar á undanförnum misserum og ófriður hefur ríkt í landinu um árabil. Átökin hafa farið harðnandi að undanförnu og ástandið í landinu er nú verra en það hefur verið í langan tíma. Alþjóða Rauði krossinn lýsir yfir miklum áhyggjum vegna vaxandi hungurs og þjáninga.

Harðir bardagar hafa neytt hundruð þúsunda fjölskyldna til að flýja heimili sín. Margir hafa fundið tímabundið skjól í nágrenni Mogadishu og víða í miðju og sunnanverðu landinu þar sem öryggisástand er skárra.

29. apr. 2008 : Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna harmar dauða fjögurra flóttamanna sem vísað var frá Tyrklandi

Fjórir flóttamenn drukknuðu á suðausturlandamærum Tyrklands og Íraks eftir að tyrkneska lögreglan neyddi þá til að synda yfir straumharða á. Alls voru 18 manns neyddir út í ána en 14 þeirra komust yfir hana heilir á húfi.

Atburðurinn átti sér stað miðvikudaginn 23. apríl á svæði þar sem landamæragæsla er takmörkuð, ekki langt frá Habur (Silogi) í Sirnak héraði í suðausturhluta Tyrklands. Samkvæmt vitnum höfðu tyrknesk yfirvöld áður reynt að vísa úr landi hópi 60 manna af ýmsu þjóðerni gegn vilja þeirra. Úr hópi þeirra leyfðu íraskir landamæraverðir 42 Írökum að koma yfir, en neituðu að taka við 13 Sýrlendingum og fimm Írönum.

25. apr. 2008 : Alþjóðlegur malaríudagur

Í dag er Alþjóðlegi malaríudagurinn sem er haldinn til þess að vekja athygli á því mikilvæga starfi sem sjálfboðaliðar Rauða krossins og Rauða hálfmánans hafa unnið til að auka almenna notkun á flugnanetum yfir svefnstæði til varnar malaríusýkingum.
 
Rauði krossinn í Sierra Leone gaf malaríunet um allt land árið 2006 með áherslu á börn yngri en fimm ára með þeim árangri að 23% aukning varð á notkun netanna á meðal almennings.

 

„Malaría er skelfileg ógn sem herjar á um 3,2 billión íbúa í 107 löndum um allan heim,” segir Juan Manuel Suárez del Toro, forseti Alþjóða Rauða krossins. „Könnunin sem gerð var í Sierra Leone sýndi með óyggjandi hætti að þátttaka Rauða krossins í baráttunni við malaríu getur skipt sköpum til að ná árangri.”

21. apr. 2008 : Aðstoð Rauða krossins skilur á milli lífs og dauða

Mikill skortur er á starfsfólki til að annast regluleg störf á sjúkrahúsum í norðurhluta Sri Lanka og ástandið er víða orðið mjög alvarlegt.

14. apr. 2008 : Alþjóða Rauði krossinn spáir matvælaskorti í Keníu og Sómalíu

Samkvæmt spám fyrir tímabilið mars til maí 2008, eru auknar líkur á því að úrkoma á austurhorni Afríku (þar á meðal Sómalíu, Keníu, Eþíópíu og austurhluta Tansaníu) verði minni en í meðalári. IGAD stofnunin gefur út spár um veðurfar til lengri tíma á grundvelli upplýsinga um hafstrauma og annarra áhrifaþátta.

Talið er að áhrifin af hafstraumnum La Nina verði mikil á tímabilinu mars til maí á þessu ári og af þeim sökum er búist við meiri þurrkum á austurhorni Afríku heldur en í venjulegu árferði. Yfirborðshiti sjávar meðfram austurströnd Afríku er jafnframt lægri en í meðalári en þesskonar skilyrði hafa að jafnaði í för með sér minni úrkomu á austurhorni Afríku. Samanlögð áhrifin af La Nina og lægri sjávarhita í Indlandshafi auka líkurnar á því að á tímabilinu mars til maí á þessu ári verði loftslag þurrara en í meðalári á þessu svæði.

9. apr. 2008 : Versnandi ástand í Afganistan

Jakob Kellenberger, forseti Alþjóðaráðs Rauða krossins er um þessar mundir staddur í Afganistan til þess að kynna sér ítarlega ástandið í landinu.

3. apr. 2008 : Cristiano Ronaldo tilnefndur mannúðarsendiherra Rauða krossins

Portúgalska fótboltastjarnan Cristiano Ronaldo hefur verið tilnefndur mannúðarsendiherra Rauða krossins fyrir Evrópukeppni landsliða sem haldin verður í Austurríki og Sviss í sumar.

 

19. mar. 2008 : Eftir fimm ára stríð búa milljónir Íraka enn við hörmungar

Fimm árum eftir að stríðið hófst í Írak hefur mannúðarástand í landinu versnað mjög mikið. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu Alþjóða Rauða krossins um ástandið í Írak. Átökin valda því að milljónir manna búa við lélega hreinlætisaðstöðu og takmarkaðan aðgang að góðu drykkjarvatni og heilsugæslu. Núverandi hörmungar eru enn alvarlegri vegna fyrri styrjalda og langvarandi viðskiptabanns.

„Þó að öryggisástand hafi batnað víða í Írak er mikilvægt að hafa í huga að milljónir manna búa enn við mjög kröpp kjör," sagði Beatrice Megevand Roggo sem hefur yfirumsjón með verkefnum Alþjóða Rauða krossins í Mið-Austurlöndum og Norður-Afríku. „Meðal þeirra sem þurfa að þola mestan skort er fólk sem hefur flúið heimili sín, en einnig fjölskyldur sem hafa snúið aftur heim, börn, aldraðir, fatlaðir, ekkjur og fjölskyldur þeirra. Eins glíma fjölskyldur manna sem eru í varðhaldi oft við mikla erfiðleika."

14. mar. 2008 : Fellibylur eykur enn á neyð í Mósambík

Mósambík varð aftur fyrir alvarlegu áfalli þegar fellibylurinn Jokwe reið yfir landið um síðustu helgi.  Þetta er í annað sinn á tveimur mánuðum sem náttúruhamfarir valda eyðileggingu í Mósambík.  Tugþúsundir manna er enn heimilislausar eftir mikil flóð í febrúar.  Rúmlega 8.000 hús meðfram ströndinni í norðurhluta landsins eyðilögðust af völdum fellibylsins, og rúmlega 40.000 manns þurftu að flýja heimili sín.

„Nákvæmar tölur fyrir landið allt eru ekki tiltækar því að ríksstjórnin og aðrar stofnar hafa enn ekki metið ástandið að fullu," segir Fernanda Teixeira, framkvæmdastjóri Rauða krossins í Mósambík. „Rauði krossinn vinnur nú með yfirvöldum að því að leggja mat á ástandið og búist er við mun fleiri hafi orðið fyrir barðinu á fellibylnum."

12. mar. 2008 : „Erfitt en áhugavert"

Samnorrænt sendifulltrúanámskeið er haldið í Munaðarnesi þessa vikuna. 25 þátttakendur frá Norðurlöndunum og Póllandi taka þátt í námskeiðinu, þar af níu á vegum Rauða kross Íslands.

Á námskeiðinu læra tilvonandi sendifulltrúar um grundvallarmarkmið og tilgang Rauða kross hreyfingarinnar, sögu hennar og um Rauða kross merkið. Þeir kynnast starfi landsfélaga, Alþjóðasambandsins og Alþjóðaráðs Rauða krossins. Markmiðið með námskeiðinu er að gera tilvonandi sendifulltrúa sem best í stakk búna til að sinna hjálparstarfi á vettvangi vegna neyðarástands í kjölfar náttúruhamfara eða vegna stríðsátaka en líka til að starfa að langtíma þróunarsamvinnu með systurlandsfélögum. Þeir fá fræðslu um heilsufarsvandamál sem upp geta komið, um öryggismál og um daglegt líf sendifulltrúa á vettvangi.

7. mar. 2008 : Alþjóðadagur kvenna: Eru þeir enn á lífi? Konur leita sannleikans um afdrif ástvina sinna

Um allan heim þurfa hundruð þúsunda kvenna að þola hörmungar af völdum vopnaðra átaka. Meðal þess sem veldur þeim mestum þjáningum er það hve erfitt getur reynst að fá vitneskju um horfna ættingja.

Flestir þeirra sem eru drepnir eða hverfa eru karlmenn og því lendir það fyrst og fremst á konum að reyna að komast að því hvað orðið hafi um þá. Í tilefni af alþjóðlega kvennadeginum 8. mars vill Alþjóða Rauði krossinn vekja athygli á því starfi sem unnið er til að draga úr þjáningum þeirra kvenna sem leita að horfnum ástvinum víða um heim.

4. mar. 2008 : Sjúkrahús í Gaza anna vart umönnun særðra borgara

Sívaxandi ofbeldiog átök á Gazasvæðinu undanfarna daga hafa haft veruleg áhrif á íbúa, sérstaklega í næsta nágrenni við Ísrael. Óbreyttir borgarar hafa orðið verst fyrir barðinu á aðgerðum ísraelska hersins. Síendurteknar árásir hersins gera Rauða hálfmánanum erfitt um vik að flytja sært og veikburða fólk frá átakasvæðunum.

Bardögum hefur heldur linnt frá því á mánudag, en ástandið er enn viðkvæmt og mikil spenna ríkir. Unnið er á gjörgæslu- og skurðstofum allan sólarhringinn, en sjúkrahúsin í Gaza geta varla annað þessu mikla álagi sem verið hefur undanfarna daga.

29. feb. 2008 : Alþjóða Rauði krossinn er uggandi um almenna borgara á Gazasvæðinu og í Ísrael

Alþjóða Rauði krossinn lýsti í gær yfir áhyggjum sínum vegna átaka sem blossað hafa upp að nýju á Gazasvæðinu og ísraelskum þorpum í nágrenninu. Átökin bitna sem fyrr mest á almennum borgurum, og þá sérstaklega á börnum.
 
Fjöldi eldskeyta hefur verið varpað á ísraelsku þorpin Ashkelon and Sderot og lent bæði á íbúahverfum og á sjúkrahúslóð í einu tilviki. Ísraelsher hefur brugðist við eldskeytunum með flugárásum á Gazasvæðinu. Almennir borgarar eru meðal þeirra sem hafa fallið eða særst.
 
„Lífi almennra borgara bæði í Gaza og í Ísrael er stefnt í hættu í þessum átökum," sagði Christoph Harnisch, yfirmaður sendinefndar Alþjóða Rauða krossins í Ísrael og hernumdu svæðunum. „Alþjóða Rauði krossinn hvetur stríðandi aðila til að hætta árásunum og minnir þá jafnframt á skyldu þeirra að fara að alþjóðlegum mannúðarlögum í einu og öllu."

22. feb. 2008 : Sálrænn stuðningur til systurfélags Rauða krossins í Ísrael

Rauði kross Íslands hefur sent tæpa eina milljón króna til að aðstoða systurfélag sitt í Ísrael, Magen David Adom (Rauðu Davíðsstjörnuna)

18. feb. 2008 : Flóðunum í sunnanverðri Afríku er ekki lokið

Alþjóða Rauði krossinn hefur uppfært neyðarbeiðni sína vegna flóðanna í sunnanverðri Afríku. Óskað er eftir sem svarar tæplega 700 milljónum íslenskra króna.

12. feb. 2008 : Forvarnarstarf Rauða krossins gegn malaríu í Gambíu

Rauði krossinn í Gambíu dreifir flugnanetum til barnshafandi kvenna og mæðra ungra barna með aðstoð Alþjóða Rauða krossins.

6. feb. 2008 : Forgangsverkefni Alþjóða Rauða krossins á átakasvæðum

Régis Savioz, yfirmaður almannatengsladeildar Alþjóðaráðs Rauða krossins í Genf, kemur til Íslands í dag í boði Rauða kross Íslands.

5. feb. 2008 : Tveggja starfsmanna Alþjóða Rauða krossins er saknað

Alþjóða Rauði krossinn óttast afdrif tveggja starfsmanna sinna í Pakistan. Ekkert hefur spurst til þeirra síðan laugardaginn 2. febrúar en þeir voru þá við hjálparstörf við landamæri Afganistans.

 

Teymi frá Rauða krossinum var í skipulagðri eftirlitsferð á merktum bíl í bænum Torkham sem er við landamæri Pakistans og Afganistans þegar starfsmaður Rauða krossins missti samband við þá. Þá voru þeir á fjölförnum vegi sem er mikið notaður til að koma hjálpargögnum frá Pakistan til Afganistans. Alþjóða Rauði krossinn lýsir áhyggjum yfir örlögum samstarfsfélaga sinna sem báðir eru pakistanskir borgarar.

„Við erum í stöðugu sambandi við yfirvöld til að tryggja að rétt sé að verki staðið við leit að þeim og að þeir komist til baka á öruggan hátt," segir Marc Archermann, yfirmaður skrifstofu Alþjóða Rauða krossins í borginni Peshawar í norðausturhluta Pakistans.  „Öryggi hjálparstarfsmanna verður að vera til staðar til að fórnarlömb stríðsátaka fái þá hjálp sem þau þarfnast."

4. feb. 2008 : Öflugt starf sjálfboðaliða Rauða krossins vegna flóða í Sunnanverðri Afríku

Á undanförnum viku hafa flóð í sunnanverðri Afríku valdið bæði manntjóni og miklum skemmdum á mannvirkjum og heimilum. Rauða kross félög á svæðinu hafa unnið linnulaust að björgunarstörfum og hafa komið í veg fyrir enn meira manntjón af völdum hamfaranna. Hornsteinninn að þessu starfi eru tugir þúsunda sjálfboðaliða sem hlotið hafa bæði þjálfun og fræðslu á sviði hjálparstarfs.

„Það er mjög óvenjulegt að sjá flóð í Simbabve á þessum árstíma, og fólk segir að þetta hafi ekki gerst í 20 ár. Vanalega fer ekki að bera á flóðum fyrr en um miðjan febrúar en í vetur byrjuðu flóðin í desember og það er vatn allsstaðar,“ segir Tandiwe Muramba, sem er tveggja barna móðir og einn af fjölmörgum sjálfboðaliðum Rauða krossins í Simbabve.

„Hluti af starfi okkar sem sjálfboðaliðar er að vara íbúa þorpa sem eru í hættu við flóði og að fá þá til að yfirgefa heimili sín,“ segir Tandiwe. „Við brýnum fyrir öðrum að þeir verði að rata þangað sem land stendur hærra ef nauðsyn krefur og segjum þeim að reka mælistikur í jörðina til að geta séð hvenær vatnsborðið fer að hækka.“

28. jan. 2008 : Neyðarsjúkrahús Rauða krossins – starf fyrir þig?

Hildur Magnúsdóttir er hjúkrunarfræðingur á Landspítala háskólasjúkrahúsi og hefur unnið sem sendifulltrúi fyrir Rauða krossins í átta löndum, síðast í Pakistan eftir jarðskjálftann í október 2005. Greinin birtist í Curator blaði hjúkrunarfræðinga.

25. jan. 2008 : Rauði krossinn bregst við flóðum í sunnanverðri Afríku

Alþjóða Rauði krossinn hefur sent frá sér neyðarbeiðni sem hljóðar upp á tæpar 490 miljónir króna (8 milljónir svissneskra franka) til að styðja Rauða kross félög í suðurhluta Afríku í neyðarviðbrögðum þeirra vegna flóða.

 „Stöðugar rigningar síðasta mánuðinn hafa orðið til þess að ár hafa flætt yfir bakka sína, sérstaklega Zambezi fljótið. Af þeim sökum hafa flóð valdið miklu tjóni og búsifjum í Mósambík, Sambíu og Simbabve. Auk þess hafa stormar með hagléljum valdið miklum usla í Lesótó og Svasílandi. Í Caprivi héraði í Namibíu, sem og í Malaví hafa verið miklar rigningar upp á hvern einasta dag," segir Francoise Le Goff, yfirmaður svæðisskrifstofu Alþjóða Rauða krossins í suðurhluta Afríku, en sú skrifstofa styður öll Rauða kross félögin á svæðinu.

25. jan. 2008 : Ríkisstjórnin veitir fé til Rauða krossins vegna neyðaraðstoðar í Kenía

Utanríkisráðuneytið hefur veitt Rauða krossinum sjö milljónir króna til neyðaraðstoðar í Kenía. Féð rennur til aðgerða Alþjóða Rauða krossins og er framlag Íslands þá samtals tíu milljónir en Rauði kross Íslands lagði þrjár milljónir til hjálparstarfsins í byrjun janúar.

Ástandið í Kenía er ennþá spennuþrungið, sérstaklega í Nairóbí, Rift dalnum, í Mombassa og í vesturhluta landsins. Þrátt fyrir sáttaumleitanir, nú síðast með milligöngu Kofí Annan fyrrverandi aðalritara Sameinuðu þjóðanna, eru engin merki um að ástandið sé að lagast.

18. jan. 2008 : Palestínumönnum neitað um mannsæmandi líf

Alþjóða Rauði krossinn gaf út skýrslu fyrir stuttu um ástandið á herteknu svæðunum í Palestínu, bæði á Veturbakkanum og á Gasaströndinni.

 

15. jan. 2008 : Minni þróunaraðstoð – meiri þróunarsamvinnu!

Flestir þekkja af eigin reynslu hversu vandasamt getur verið að hjálpa öðru fólki, hvort sem um er að ræða okkar nánustu eða aðra sem við teljum hjálpar þurfi. Við finnum fyrir mikilli ánægjutilfinningu þegar vel tekst til og hjálpin gleður og kemur að gagni.

14. jan. 2008 : Landsfélög Rauða krossins í sunnanverðri Afríku búa sig undir neyðarástand vegna flóða

Rauði krossinn í Mósmbík hefur kallað út rúmlega 400 sjálfboðaliða til björgunarstarfa á flóðasvæðum í landinu og hefur að minnsta kosti 200 manns verið bjargað úr sjálfheldu af láglendi. „Við erum með birgðir og sjálfboðaliða í norðurhluta landsins sem við getum kallað út, en hins vegar skortir okkur mjög fjármagn til að geta haldið flutningum gangandi.“ segir Fernanda Teixeira, framkvæmdastjóri mósambíska Rauða krossins.

Önnur landsfélög í sunnanverðri Afríku og sendinefnd Alþjóða Rauða krossins í Jóhannesarborg eru nú í viðbragðsstöðu vegna mikillar hættu á flóðum. Búist er við því að flóðin valdi enn meira tjóni í mörgum Afríkuríkjum, fyrst og fremst í Svasílandi, Lesotó, Malaví, Mósambík, Sambíu og Simbabve.

11. jan. 2008 : Gíslar í Kólumbíu leystir úr haldi fyrir milligöngu Rauða krossins

Alþjóða Rauði krossinn hafði milligöngu um að kólumbíski skæruliðahópurinn Byltingarher Kólumbíu leysti úr haldi gíslana Clöru Rojas og Consuelo González de Perdomo í gær.  Konurnar sem eru frá Venesúela höfðu verið í haldi skæruliðanna í fimm ár.

Tvær þyrlur á vegum Rauða krossins fluttu gíslana til Santo Domingo í Venesúela þaðan sem þær héldu áfram til fjölskyldna sinna til höfuðborgarinnar Caracas.

Alþjóða Rauði krossinn sendir þakkir til allra sem komu að málinu og þá sérstaklega kólumbísku ríkisstjórnarinnar og Byltingahers Kólumbíu fyrir þeirra þátt. Rauði krossinn vill þó lýsa yfir áhyggjum sínum vegna allra gísla sem eru í haldi hinna ýmsu vopnaðra uppreisnarherja í heiminum og minnir á þjáningar fjölskyldna og vina sem ekki hafa neinar upplýsingar um afdrif ástvina sinna.

8. jan. 2008 : Þrjár milljónir í hjálparstarf vegna átakanna í Kenýa

Rauði kross Íslands hefur sent 3 milljónir til hjálparstarfs í Keníu vegna átakanna sem brutust út milli þjóðarbrota í landinu í kjölfar forsetakosninganna