Neyðarsjúkrahús Rauða krossins – starf fyrir þig?
Rauði krossinn bregst við flóðum í sunnanverðri Afríku
„Stöðugar rigningar síðasta mánuðinn hafa orðið til þess að ár hafa flætt yfir bakka sína, sérstaklega Zambezi fljótið. Af þeim sökum hafa flóð valdið miklu tjóni og búsifjum í Mósambík, Sambíu og Simbabve. Auk þess hafa stormar með hagléljum valdið miklum usla í Lesótó og Svasílandi. Í Caprivi héraði í Namibíu, sem og í Malaví hafa verið miklar rigningar upp á hvern einasta dag," segir Francoise Le Goff, yfirmaður svæðisskrifstofu Alþjóða Rauða krossins í suðurhluta Afríku, en sú skrifstofa styður öll Rauða kross félögin á svæðinu.
Ríkisstjórnin veitir fé til Rauða krossins vegna neyðaraðstoðar í Kenía
Ástandið í Kenía er ennþá spennuþrungið, sérstaklega í Nairóbí, Rift dalnum, í Mombassa og í vesturhluta landsins. Þrátt fyrir sáttaumleitanir, nú síðast með milligöngu Kofí Annan fyrrverandi aðalritara Sameinuðu þjóðanna, eru engin merki um að ástandið sé að lagast.
Palestínumönnum neitað um mannsæmandi líf
Minni þróunaraðstoð – meiri þróunarsamvinnu!
Landsfélög Rauða krossins í sunnanverðri Afríku búa sig undir neyðarástand vegna flóða
Rauði krossinn í Mósmbík hefur kallað út rúmlega 400 sjálfboðaliða til björgunarstarfa á flóðasvæðum í landinu og hefur að minnsta kosti 200 manns verið bjargað úr sjálfheldu af láglendi. „Við erum með birgðir og sjálfboðaliða í norðurhluta landsins sem við getum kallað út, en hins vegar skortir okkur mjög fjármagn til að geta haldið flutningum gangandi.“ segir Fernanda Teixeira, framkvæmdastjóri mósambíska Rauða krossins.
Önnur landsfélög í sunnanverðri Afríku og sendinefnd Alþjóða Rauða krossins í Jóhannesarborg eru nú í viðbragðsstöðu vegna mikillar hættu á flóðum. Búist er við því að flóðin valdi enn meira tjóni í mörgum Afríkuríkjum, fyrst og fremst í Svasílandi, Lesotó, Malaví, Mósambík, Sambíu og Simbabve.
Gíslar í Kólumbíu leystir úr haldi fyrir milligöngu Rauða krossins
Alþjóða Rauði krossinn hafði milligöngu um að kólumbíski skæruliðahópurinn Byltingarher Kólumbíu leysti úr haldi gíslana Clöru Rojas og Consuelo González de Perdomo í gær. Konurnar sem eru frá Venesúela höfðu verið í haldi skæruliðanna í fimm ár.
Tvær þyrlur á vegum Rauða krossins fluttu gíslana til Santo Domingo í Venesúela þaðan sem þær héldu áfram til fjölskyldna sinna til höfuðborgarinnar Caracas.
Alþjóða Rauði krossinn sendir þakkir til allra sem komu að málinu og þá sérstaklega kólumbísku ríkisstjórnarinnar og Byltingahers Kólumbíu fyrir þeirra þátt. Rauði krossinn vill þó lýsa yfir áhyggjum sínum vegna allra gísla sem eru í haldi hinna ýmsu vopnaðra uppreisnarherja í heiminum og minnir á þjáningar fjölskyldna og vina sem ekki hafa neinar upplýsingar um afdrif ástvina sinna.
Þrjár milljónir í hjálparstarf vegna átakanna í Kenýa
Mongólía: Rauði krossinn og samstarfsaðilar veita fræðslu um alnæmi og smitvarnir
Ferðasaga frá Gambíu
Flóttamenn í Kólumbíu búa við mikla örbirgð
Í rannsókninni kemur fram hvaða ráðstafanir hafa verið gerðar til að hjálpa flóttafólki á þeim stöðum þar sem það hefur helst sest að, en það er í borgunum Barranquilla, Bogota, Cartagena, Florencia, Medellin, Santa Marta, Sincelejo og Villavicencio. Flestar þær fjölskyldur sem neyðst hafa til að flýja heimili sín búa við mun meiri fátækt en heimamenn. Meirihluti flóttamanna er undir fátæktarmörkum (mánaðartekjur innan við 3200 ISK), sérstaklega í Medellin, Florencia, Baranquilla, Cartagena og Villavicencio.
Spennuástand í kjölfar forsetakosninga í Kenýa
Mikil spenna ríkir í Kenýa í kjölfar forsetakosninganna í landinu. Að sögn Ómars Valdimarssonar, sendifulltrúa Rauða kross Íslands sem dvelur í Naíróbí ásamt fjölskyldu sinni, er þó allt með kyrrum kjörum í höfuðborginni eins og er.
Óttast er að óeirðir kunni að brjótast aftur út fimmtudaginn 3. janúar en þá mun Raila Odinga sem laut í lægri haldi fyrir Mwai Kibaki forseta efna til útifundar í Naíróbí ásamt stuðningsmönnum sínum.
Að sögn Ómars eru allar verslanir lokaðar og fáir á ferli í borginni. Starfsmenn Alþjóða Rauða krossins í Kenýa hafa hægt um sig en eru í viðbragðsstöðu ef ástandið í landinu versnar.