29. apr. 2008 : Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna harmar dauða fjögurra flóttamanna sem vísað var frá Tyrklandi

Fjórir flóttamenn drukknuðu á suðausturlandamærum Tyrklands og Íraks eftir að tyrkneska lögreglan neyddi þá til að synda yfir straumharða á. Alls voru 18 manns neyddir út í ána en 14 þeirra komust yfir hana heilir á húfi.

Atburðurinn átti sér stað miðvikudaginn 23. apríl á svæði þar sem landamæragæsla er takmörkuð, ekki langt frá Habur (Silogi) í Sirnak héraði í suðausturhluta Tyrklands. Samkvæmt vitnum höfðu tyrknesk yfirvöld áður reynt að vísa úr landi hópi 60 manna af ýmsu þjóðerni gegn vilja þeirra. Úr hópi þeirra leyfðu íraskir landamæraverðir 42 Írökum að koma yfir, en neituðu að taka við 13 Sýrlendingum og fimm Írönum.

25. apr. 2008 : Alþjóðlegur malaríudagur

Í dag er Alþjóðlegi malaríudagurinn sem er haldinn til þess að vekja athygli á því mikilvæga starfi sem sjálfboðaliðar Rauða krossins og Rauða hálfmánans hafa unnið til að auka almenna notkun á flugnanetum yfir svefnstæði til varnar malaríusýkingum.
 
Rauði krossinn í Sierra Leone gaf malaríunet um allt land árið 2006 með áherslu á börn yngri en fimm ára með þeim árangri að 23% aukning varð á notkun netanna á meðal almennings.

 

„Malaría er skelfileg ógn sem herjar á um 3,2 billión íbúa í 107 löndum um allan heim,” segir Juan Manuel Suárez del Toro, forseti Alþjóða Rauða krossins. „Könnunin sem gerð var í Sierra Leone sýndi með óyggjandi hætti að þátttaka Rauða krossins í baráttunni við malaríu getur skipt sköpum til að ná árangri.”

21. apr. 2008 : Aðstoð Rauða krossins skilur á milli lífs og dauða

Mikill skortur er á starfsfólki til að annast regluleg störf á sjúkrahúsum í norðurhluta Sri Lanka og ástandið er víða orðið mjög alvarlegt.

14. apr. 2008 : Alþjóða Rauði krossinn spáir matvælaskorti í Keníu og Sómalíu

Samkvæmt spám fyrir tímabilið mars til maí 2008, eru auknar líkur á því að úrkoma á austurhorni Afríku (þar á meðal Sómalíu, Keníu, Eþíópíu og austurhluta Tansaníu) verði minni en í meðalári. IGAD stofnunin gefur út spár um veðurfar til lengri tíma á grundvelli upplýsinga um hafstrauma og annarra áhrifaþátta.

Talið er að áhrifin af hafstraumnum La Nina verði mikil á tímabilinu mars til maí á þessu ári og af þeim sökum er búist við meiri þurrkum á austurhorni Afríku heldur en í venjulegu árferði. Yfirborðshiti sjávar meðfram austurströnd Afríku er jafnframt lægri en í meðalári en þesskonar skilyrði hafa að jafnaði í för með sér minni úrkomu á austurhorni Afríku. Samanlögð áhrifin af La Nina og lægri sjávarhita í Indlandshafi auka líkurnar á því að á tímabilinu mars til maí á þessu ári verði loftslag þurrara en í meðalári á þessu svæði.

9. apr. 2008 : Versnandi ástand í Afganistan

Jakob Kellenberger, forseti Alþjóðaráðs Rauða krossins er um þessar mundir staddur í Afganistan til þess að kynna sér ítarlega ástandið í landinu.

3. apr. 2008 : Cristiano Ronaldo tilnefndur mannúðarsendiherra Rauða krossins

Portúgalska fótboltastjarnan Cristiano Ronaldo hefur verið tilnefndur mannúðarsendiherra Rauða krossins fyrir Evrópukeppni landsliða sem haldin verður í Austurríki og Sviss í sumar.