29. maí 2008 : Hjálparstarf Rauða krossins í Mjanmar og Kína mun taka nokkur ár

Viðbrögð við neyðarbeiðnum Alþjóða Rauða krossins í kjölfar hamfaranna í Mjanmar og Kína á liðnum vikum hafa verið sterk. Rauði krossinn væntir þess að neyðarverkefni og uppbyggingarstarf samtakanna í þessum löndum verði að fullu fjármögnuð fyrir framlög landsfélaga Rauða krossins, ríkisstjórna og almennings.

Alþjóða Rauði krossinn sendi út endurskoðaða neyðarbeiðni fyrir Mjanmar sem hljóðar upp á 3,7 milljarða íslenskra króna (51 milljón bandaríkjadollara) til að aðstoða 100.000 fjölskyldur (um 500.000 manns) í þrjú ár. Fyrstu vikur og mánuði er lögð áhersla á að veita nauðstöddum brýna neyðaraðstoð, verja þá gegn útbreiðslu ýmissa sjúkdóma og að koma yfir þá skjólshúsi. Síðan tekur við uppbygging á hamfarasvæðinu.

28. maí 2008 : Rangfærslur og misskilningur í umræðu um flóttamenn

Atli Viðar Thorstensen fulltrúi Rauða krossins í flóttamannanefnd og starfsmaður Rauða krossins segist umfram allt hafa haft hugann við neyð þeirra flóttamanna sem um hefur verið rætt síðustu daga. Viðtal við Atla birtist í Skessuhorni þann 16. maí.

28. maí 2008 : Innikróaðir í eyðimörkinni

Íslensk stjórnvöld hafa ákveðið að bjóða allt að 30 manna hópi palestínskra flóttamanna hæli hér á landi, einstæðum mæðrum og börnum þeirra sem dvelja í flóttamannabúðum í Írak. Greinin birtist í Fréttablaðinu 17. maí.

26. maí 2008 : Bekele Geleta nýr framkvæmdastjóri Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans

Bekele Geleta yfirmaður alþjóðaskrifstofu kanadíska Rauða krossins hefur verið ráðinn í stöðu framkvæmdastjóra Alþjóðasambands Rauða krossins og Rauða hálfmánans.

 

22. maí 2008 : Lífshættulegar aðstæður palestínskra flóttamanna í Írak

Flóttamannastofnun Sameinuðu Þjóðanna hefur lýst áhyggjum yfir aðstæðum hjá hundruðum Palestínumanna sem hafast við í Al Waleed flóttamannabúðunum nálægt landamærum Íraks og Sýrlands.

 

21. maí 2008 : Þróunarsamvinna krufin til mergjar

„Samstarf Rauða kross félaganna á Íslandi og í Mósambík hefur verið gagnlegt og ánægjulegt," sagði Fernanda Teixeira á málefnaþingi um þróunarsamvinnu sem Rauði kross Íslands hélt um síðustu helgi. Fernanda kynnti staðlaða mælikvarða sem útbúnir hafa verið til þess að meta slíkt samstarf og notaði þá síðan til að meta samstarf Rauða kross félaganna tveggja. Fram kom að í aðalatriðum hefði samstarfið gengið vel en það væri samt ekki hnökralaust. 

Á málefnaþinginu var fjallað vítt og breitt um þróunarsamvinnu félagsins. Kristján Sturluson, framkvæmdastjóri félagsins, rakti söguna frá því að þróunarsamvinna félagsins hófst og einnig voru flutt erindi um störf sendifulltrúa sem sinna þróunarsamvinnu og um samstarf deilda hér heima við deildir erlendis.

19. maí 2008 : Ísland getur orðið góð fyrirmynd

Framkvæmdastjóri Rauða krossins í Mósambík segir stuðning Rauða kross Íslands við félagið hafa komið sér vel . Um 70% íbúa landsins lifa undir fátæktarmörkum. Viðtal við Fernöndu Teixeira birtist í Morgunblaðinu 19. maí.

19. maí 2008 : Rauði krossinn hvetur til banns við klasasprengjum

Alþjóðaráð Rauða krossins hvetur þjóðir heims til að ganga frá nýjum samningi um bann við klasasprengjum. Klasasprengjur valda almenningi miklu tjóni og þjáningum og eru þjóðir heims eru hvattar til að bregðast af ákveðni við þeim hörmungum sem af þessum vopnum stafa.

Dagana 19. til 30. maí koma opinberir fulltrúar rúmlega 100 þjóða saman á ráðstefnu í Dyflinni. Þessi ráðstefna er framhald af átaki sem hófst í Ósló í febrúar 2007 og hefur það að markmiði að draga úr eða koma í veg fyrir notkun klasasprengna.

„Klasasprengjur eru vopn sem aldrei hætta að drepa,“ segir Jakob Kellenberger, forseti Alþjóðaráðs Rauða krossins en hann hélta ræðu við upphaf ráðstefnunnar. „Alþjóðaráðið aðstoðar fórnarlömb styrjalda um allan heim og hefur orðið vitni að skelfilegum áhrifum þessara vopna á almenning. Það er mikilvægt að þjóðir heims gangi frá samkomulagi sem kemur í veg fyrir að klasasprengjur séu notaðar með ómarkvissum og ónákvæmum hætti. Einnig er brýnt að gerðar séu ráðstafanir til að hreinsa sprengjur af svæðum þar sem þeim hefur verið dreift og tryggja aðstoð fyrir fórnarlömb þeirra.“

16. maí 2008 : Framkvæmdastjóri Rauða krossins í Mósambík á málefnaþingi um þróunarsamvinnu

Fernanda Teixeira, framkvæmdastjóri Rauða krossins í Mósambík, flytur framsöguerindi um samstarf Rauða kross hreyfingarinnar á málefnaþingi Rauða kross Íslands um þróunarsamvinnu sem haldið er sunnudaginn.

15. maí 2008 : Hvernig má bæta þróunarsamvinnu?

Við, sem störfum innan Rauða kross Íslands, teljum að þróunarsamstarf félagsins geti orðið fyrirmynd annarra sem  starfa á sama vettvangi. Hins vegar teljum við að mikilvægt sé að bæta það enn frekar.

 

15. maí 2008 : Þróunarsamvinnan skilar árangri – en lengi má gott bæta

Rauði kross Íslands hefur um árabil sinnt þróunarsamvinnu á ýmsum sviðum. Sunnudaginn 18. maí verður haldin ráðstefna í Salnum í Kópavogi þar sem rætt verður um hvernig megi bæta þróunarsamvinnu félagsins.

 

13. maí 2008 : Neyðarstarf Rauða krossins hafið í Kína og komið vel af stað í Mjanmar

Rauði krossinn í Kína hóf fjáröflun í dag vegna jarðskjálftans sem skók landið í gær og hefur þegar borist sem svarar um 1,3 milljörðum króna.

9. maí 2008 : Hjálpargögn Rauða krossins komin til Mjanmar

Þrátt fyrir erfiðleika við að koma neyðarvarningi til Mjanmar lenti flugvél Rauða krossins hlaðin hjálpargögnum í Yangoon höfuðborg Mjanmar (einnig þekkt sem Rangoon í Búrma) seint í gærkvöldi. Flogið var frá neyðarbirgðastöð Alþjóða Rauða krossins í Kuala Lumpur. Önnur vél með hjálpargögn fylgdi í kjölfarið nú í morgun.
 
Alþjóðlegir sérfræðingar Rauða krossins eru að störfum í Mjanmar, og von er á enn fleiri sendifulltúum til að styrkja Rauða krossinn í neyðaraðgerðunum. Um 27.000 sjálfboðaliðar Rauða krossins í Mjanmar hafa haldið hjálparstarfinu uppi frá því hamfarirnar urðu fyrir einni viku. Sérfræðingar frá systurfélögum Rauða krossins í nágrannaríkjunum sem eru sérþjálfaðir í neyðarviðbrögðum á svæðinu eru þegar komnir til landsins.
 
Utanríkisráðuneytið veitti í gær 7,7 milljónum íslenskra króna í hjálparstarf Alþjóða Rauða krossins á hamfarasvæðunum. Áður hafði 10 milljóna króna framlag frá Rauða krossi Íslands verið sent til hjálparstarfsins, og stendur söfnun Rauða krossins enn yfir.

9. maí 2008 : Alþjóða Rauði krossinn krefst þess að alþjóðleg mannúðarlög séu virt í Líbanon

Alþjóða Rauði krossinn fer þess leit við þá sem bera ábyrgð á vopnuðum átökum í Líbanon að þyrma lífi óbreyttra borgara og greiða fyrir brottflutningi særðra.

Átök brutust út að nýju í Beirút á miðvikudag milli stuðningsmanna nokkurra stjórnmálaflokka og mögnuðust upp í gær og breiddust út frá höfuðborginni til annarra hluta landsins. Að minnsta kosti 10 létust í átökunum í Beirút og fjöldi manns hefur særst. Í þorpinu Saadnayel í Bekaa dalnum særðust fimm óbreyttir borgarar í byssuárás, og þar á meðal 12 ára gamalt barn.

8. maí 2008 : Söfnun Rauða krossins fyrir nauðstadda í Mjanmar fer vel af stað

Pokasjóður verslunarinnar afhenti Rauða krossi Íslands í dag fimm milljónir króna til hjálparstarfsins í Mjanmar. Þá hefur þegar safnast um ein milljón króna frá almenningi með framlögum í söfnunarsíma Rauða krossins 907 2020 og á bankareikninginn 1151- 26- 12. Þetta er til viðbótar þeim fimm milljónum króna sem Rauði krossinn hefur veitt úr hjálparsjóði sínum í neyðarbeiðni Alþjóða Rauða krossins.

Bjarni Finnson, formaður Pokasjóðsins, áréttaði við afhendingu framlagsins í dag að það væru í raun viðskiptavinir verslunarinnar sem leggðu til fjármagnið til fórnarlamba fellibylsins í Mjanmar þó stjórn sjóðsins tæki ákvörðun um hvaða málefni væri styrkt hverju sinni.

8. maí 2008 : Rauða kross hreyfingin hyllir sjálfboðaliða í Mjanmar á alþjóðadegi Rauða krossins

Hreyfing Rauða krossins og Rauða hálfmánans hefur tileinkað daginn í dag, 8. maí sem er alþjóðlegur dagur Rauða krossins, öllum þeim sjálfboðaliðum sem vinna nú á sólarhringsvöktum við að bjarga nauðstöddum í Mjanmar. Yfir 27.000 sjálfboðaliðar Rauða krossins í Mjanmar hafa unnið sleitulaust síðan fellibylurinn Nargis reið yfir landi fyrir viku.

„Eins og í öllum hamförum sem verða í heiminum, voru sjálfboðaliðar og starfsmenn Rauða krossins fyrstir á vettvang. Þrátt fyrir að margir þeirra séu einnig fórnarlömb fellibylsins, hafa þeir brugðist við til að veita nágrönnum sínum aðstoð sem fyrst,” segir Bridget Gardner, yfirmaður skrifstofu Alþjóða Rauða krossins í Mjanmar.

7. maí 2008 : Þúsundir sjálfboðaliða Rauða krossins aðstoða nauðstadda í Mjanmar

Alþjóða Rauði krossinn sendi út í gærkvöldi neyðarbeiðni sem hljóðar upp á 450 milljónir íslenskra króna til stuðnings fórnarlömbum fellibylsins í Mjanmar.

6. maí 2008 : Rauði krossinn veitir 5 milljónir í neyðarhjálp í Mjanmar

Rauði kross Íslands hefur veitt 5 milljónum króna úr hjálparsjóði sínum til neyðaraðstoðar í Mjanmar til handa fórnarlömbum fellibylsins Nargis sem reið yfir landið síðasta föstudag. Rauði krossinn hefur þegar hafið dreifingu á brýnustu nauðsynjum svo sem drykkjarvatni, fatnaði, matvælum, segldúk og hreinlætisvörum.

 

Nú er ljóst að manntjón er enn meira en talið var í fyrstu, og hafa yfirvöld staðfest að yfir 20.000 manns hafi farist í hamförunum og fleiri en 40.000 er saknað. Stjórnvöld í Mjanmar, sem er einnig þekkt sem Búrma, hafa beðið um alþjóðlega aðstoð.

5. maí 2008 : Rauði krossinn aðstoðar fórnarlömb fellibyljarins í Mjanmar

Alþjóða Rauði krossinn hefur veitt um 14,5 milljónum króna (200 þúsund svissneskra franka) til neyðaraðstoðar í Mjanmar vegna fellibyljarins Nargis sem gekk yfir landið á föstudaginn. Fréttir ríkissjónvarpsins í landinu herma að 22 þúsund séu látnir, 40 þúsund saknað og milljónir hafi misst heimili sín. Talið er að 95% heimila í borginni Bogalay séu gjöreyðilögð. Hættuástandi hefur verið lýst yfir í höfuðborginni Yangon, á svæðunum Irrawaddy, Pegu og ríkjunum Karen og Mon.

Alþjóða Rauði krossinn styður Rauða krossinn í Mjanmar í að veita neyðaraðstoð. Fyrsta aðstoð felst í því að útvega hreint vatn, neyðarskýli, fatnað, plast-yfirbreiðslur og hreinlætisvörur fyrir þá sem hafa misst heimili sín.

2. maí 2008 : Stríð og þurrkar valda hörmungum í Sómalíu

Aðstæður almennings í Sómalíu hafa versnað mjög á þessu ári. Náttúruhamfarir voru óvenju tíðar og alvarlegar á undanförnum misserum og ófriður hefur ríkt í landinu um árabil. Átökin hafa farið harðnandi að undanförnu og ástandið í landinu er nú verra en það hefur verið í langan tíma. Alþjóða Rauði krossinn lýsir yfir miklum áhyggjum vegna vaxandi hungurs og þjáninga.

Harðir bardagar hafa neytt hundruð þúsunda fjölskyldna til að flýja heimili sín. Margir hafa fundið tímabundið skjól í nágrenni Mogadishu og víða í miðju og sunnanverðu landinu þar sem öryggisástand er skárra.