29. ágú. 2008 : Nepal: fjölskyldur horfinna ástvina eiga rétt á að vita um aðdrif þeirra

Á Alþjóðlegum degi horfinna hefur Alþjóða Rauði krossinn skorað á yfirvöld í Nepal að gera grein fyrir örlögum þeirra sem hafa horfið á því 10 ára tímabili sem innanlandsátök hafa ríkt í landinu. Alþjóða Rauði krossinn og landsfélag Rauða krossins i Nepal hafa nú birt nöfn rúmlega 1200 einstaklinga sem hurfu á tímabilinu 1996-2006.

„Birting þessara 1227 nafna þjónar tveimur markmiðum,“ segir Mary Werntz, yfirmaður sendinefndar Alþjóða Rauða krossins í Katmandú.  „Í fyrsta lagi viljum við vekja athygli á þeirri þjáningu og neyð sem fjölskyldur horfinna einstaklinga þurfa að þola. Í öðru lagi viljum við skora á ríkisstjórn Nepal að gera grein fyrir örlgum þeirra sem hafa horfið í átökunum og koma til móts við brýnustu þarfir fjölskyldna þeirra."

28. ágú. 2008 : Alþjóðlegur fundur Rauða kross hreyfingarinnar haldinn á Íslandi

Alþjóðlegur fundur landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans er haldinn á Selfossi dagana 29.-31. ágúst. Fulltrúar 25 landsfélaga og forystumenn Alþjóða Rauða krossins sækja fundinn, alls um 60 manns.

Um árlegan samráðsfund er að ræða þar sem formenn og framkvæmdastjórar landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans ræða málefni sem efst eru á baugi hjá samtökunum og samhæfa aðgerðir sínar.

Bekele Gelata, nýr framkvæmdastjóri Alþjóðasambands landsfélaga Rauða krossins og Rauða hálfmánans, situr fundinn í fyrsta sinn. Gelata er fæddur í Eþíópíu 1. júlí 1944 og hefur meistaragráðu í hagfræði frá Leeds háskóla í Bretlandi. Hann var sendiherra Eþíópíu í Japan og aðstoðarráðherra samgöngumála áður en hann gekk til liðs við Rauða krossinn.

25. ágú. 2008 : Íslenskur sendifulltrúi til aðstoðar flóttmönnum í Pakistan

Átök stríðandi fylkinga í Bajaur-héraði á landamærum Pakistans og Afganistans hafa færst mjög í aukana að undanförnu og talið er að um það bil 200.000 flóttamenn þurfi umsvifalaust á neyðaraðstoð að halda. Alþjóða Rauði krossinn hefur í kjölfarið hrint af stað hjálparstarfi fyrir 64.000 manns sem þurft hafa að yfirgefa heimili sín. Áslaug Arnoldsdóttir, hjúkrunarfræðingur og einn reyndasti sendifulltrúi Rauða kross Íslands, mun starfa með Alþjóða Rauða krossinum að heilbrigðisverkefni við landamærahéruðin.

„Mikill fjöldi óbreyttra borgara frá Bajaur-héraði hefur hrakist af heimilum sínum og leitað skjóls í norðvestur hluta landsins og á öðrum öruggum ættbálkasvæðum," sagði Pascal Cuttat, yfirmaður sendinefndar Alþjóða Rauða krossins í Pakistan. „Þrátt fyrir viðbrögð hjálparstofnana og yfirvalda á svæðinu er mikill skortur á helstu nauðsynjum, þar á meðal mat, hreinu vatni og húsaskjóli. Skortur á heilbrigðisþjónustu veldur sjúkum miklum þjáningum, sérstaklega börnunum. Flestir flóttamannanna eru konur og börn."

22. ágú. 2008 : Kellenberger tryggir Rauða krossinum aðgang að Suður-Ossetíu

Alþjóða Rauði krossinn vinnur nú að ítarlegu mati á þörfinni fyrir mannúðaraðstoð á átakasvæðum í Georgíu.

21. ágú. 2008 : 300 sjálfboðaliðar spænska Rauða krossins aðstoða við flugslys

Um 300 sjálfboðaliðar Rauða krossins á Spáni fóru strax á vettvang til að veita aðstoð þegar þota Spanair flugfélagsins hrapaði skömmu eftir flugtak í Madrid í gær. 153 fórust og 19 slösuðust í flugslysinu.

Sjálfboðaliðar Rauða krossins voru umsvifalaust kallaðir út til að aðstoða við björgun farþega og við að flytja slasaða og látna af slysstaðnum. Þá veitti áfallahjálparteymi spænska Rauða krossins aðstandendum farþeganna sálrænan stuðning, bæði í Madrid og á Kanaríeyjum en flestir farþeganna voru þaðan.

„Meginhlutverk okkar nú og á næstu dögum er að aðstoða fjölskyldur og aðstandendur fórnarlamba slyssins til að komast yfir fyrsta áfallið eftir þennan mikla harmleik," segir Eva Calvo, talsmaður Rauða krossins á Spáni.

20. ágú. 2008 : Formaður Rauða krossins heimsækir samstarfsverkefni í Palestínu

Anna Stefánsdóttir, formaður Rauða kross Íslands og Kristján Sturluson framkvæmdastjóri félagsins eru nú stödd í Ramallah í Palestínu til að kynna sér samstarfsverkefni Rauða krossins og Rauða hálfmánans.

Samstarf Rauða kross Íslands við Rauða hálfmánann í Palestínu hófst árið 1993. Félagið hefur stutt verkefni á svæðinu síðan og hefur meðal annars notið framlaga frá íslenska ríkinu. Frá árinu 2002 hefur Rauði kross Íslands unnið með Rauða krossinum í Danmörku að verkefni um sálrænan stuðning við börn á aldrinum 10-12 ára til að hjálpa þeim að takast á við áhrif stríðsátaka á daglegt líf.

13. ágú. 2008 : Rauði krossinn sendir 6 milljónir vegna átakanna í Georgíu

Rauði kross Íslands hefur sent 6 milljónir króna í neyðarbeiðni Alþjóða Rauða krossins vegna aðgerða í kjölfar átakanna í Georgíu.

12. ágú. 2008 : Alþjóða Rauði krossinn undirbýr neyðaraðstoð á átakasvæðum í Georgíu

Á næstu dögum mun Alþjóða Rauði krossinn flytja mikilvæg hjálpargögn til Georgíu til aðstoðar þeim sem stærst hafa í bardögunum.

 

 

11. ágú. 2008 : Fyrrum hirðingar Mongólíu lifa við erfiðar aðstæður í borgum landsins

Rétt við dyrnar á tjaldi (Ger) fjölskyldunnar liggur tjóðraður lítill hungraður köttur. Ólin strekkist að hálsinum á honum og hann mjálmar viðstöðulaust. Dýrin endurspegla oft á tíðum ástand eigenda sinna.

8. ágú. 2008 : Rauði krossinn krefst þess að stríðandi fylkingar í Suður-Ossetíu virði alþjóðleg mannúðarlög

Alþjóða Rauði krossinn hefur þungar áhyggjur af lífi almennra borgara í kjölfar harðnandi bardaga milli Georgíuhers og aðskilnaðarsinna í Suður-Ossetíu héraði.

8. ágú. 2008 : Alþjóða Rauði krossinn biður um tvo milljarða króna fyrir matvælahjálp í Zimbabve

Allt að fimm milljónir af íbúum Simbabve gætu þurft að þola langvarandi hungur á komandi vetri samkvæmt nýlegri spá um matvælaframboð í landinu.